Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1988, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1988, Síða 32
F R ÉTTAS l< O T I Ð Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá i síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Rítstjórn - Auglýsingar - Askrift - Dreifing: Simi 27022 FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1988. Læknamálið í Grindavik: Ríkisendurskoðun heimill aðgangur „Kristmundi Ásmundssyni er skylt að veita Ríkisendurskoðun beinan aðgang að sjúkraskýrslum þeirra sjúklinga sem leituðu til Heilsugæslu Suðumesja, Grindavík. í mars, apríl og maí 1988. Málskostnaður fellur niður.“ Þannig hljóðar úrskurður Ásgeirs Eiríkssonar dómara í máli Ríkisend- urskoðunar á hendur Kristmundi Ásmundssyni heilsugæslulækni í Grindavík. Kristmundur hefur kært úrskurð- inn til Hæstaréttar. -sme POTTASKEFILL POTTASKEFILL heitir þessi karl Afjólasveinunum þrettán er hann sá fimmti'sem kemur til byggða fyrirjólin. 8 DAGAR TIL JÓLA LOKI Hefði ekki verið gáfulegra aðgrýta „Steininn"á Skólavörðustígnum! Bráðabirgðalögin: Afgreidd milli jola og nýárs - segir forsætisráðherra Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra mælir fyrir bráöa- birgðalögunum í neðri deild á morgun. Steingrímur sagðist ekki eiga von á því að lögin yrðu af- greidd frá deildinni fyrir jól, nær væri að tala um tímann á milli jóla og nýárs. Forseti neöri deildar, Kjartan Jóhannsson, taldi aö lögin ættu að geta komið úr nefnd á mið- vikudaginn og þá til 2. umræðu. „Afgreiðsla sjálfstæðismanna á bráðabirgðalögunum í efri deild var mjög óvenjuleg. Þeir hafa sjálf- sagt einhverjar ástæöur til þess þess þó ég komi ekki auga á þær í fljótu bragði. En þetta kom ekki á óvart eftir framkomu þeirra, þetta er í takt við hana.“ Steingrímur sagðist hvorki vera bjartsýnni né svartsýnni á að lögin kæmust í gegn en hann var. „Ef menn vilja fella út þau ákvæði, sem sjálfstæðismenn eru aö tala um að styðja núna, þá er það rétt sem kom fram í DV í gær að það þýðir það að mjög mikill mismunur verður á milli launþega. Sumir fá lausa samninga í byrjun ársins en ASÍ-félögin flest ekki fyrr en 10. apríl.“ Sumir stjómarliða hafa ásakað Steingrím fyrir að hafa ekki spilað nógu vel úr spilunum með' tillögu sinni í efri deild því það þýðir með- al annars að „huldumönnúm" verði gert erfiðara um vik í neðri deild. „Ég held aö það geti ekki gert neinum erfiðara um vik að fella niður mannréttindabrota- ákvæði. Menn hljóta að anda léttar eftir það,“ sagði Steingrímur. -SMJ Hafnarfjörður: Ófrísk kona fyrir bíl Kona, sem er langt gengin með barn, varð fyrir bíl um miðnætti í gær. Slysið varð við umferðarljós á Reykjavikurvegi við Hjallabraut í Hafnarfirði. Konan var að fara aust- ur yfir Reykjavíkurveg. Hún varð fyrir bíl sem var ekið vestur Reykja- víkurveg. Konan handlegsbrotnaði, skaddað- ist í andhti og marðist illa, Hún var flutt á kvennadeild Landspítalans. Ekki var vitað í morgun hvernig henni heilsaðist. -sme Bessastaðir: Efri hæðin ónýt Efri hæð forsetasetursins á Bessa- stöðum er ónýt. Þetta kom fram á ríkisstjómarfundi i gær og var haft eftir Steingrími Hermannssyni for- sætisráðherra að skömm væri að ástandi íbúðar forseta íslands. Fúi er í burðarbitum hússins og þakið er talið ónýtt. Líklega munu viðgerðir á Bessastöðum kosta um 50 milljónir króna. í morgun sagði Steingrímur við DV að viðgerð mundi hefjast á Bessa- stöðumívor. -pv Lögreglan handtók mann í gærdag eftir að hann hafði hent grjóti að Al- þingishúsinu. Maðurinn, sem lögreglan þekkir mæta vel, hafði gert sig klár- an fyrir mikið grjótkast. Hann hafði poka sér við hlið með grjóti i. DV-mynd GVA Veðrið á morgun: Snjókoma víða um land í fyrramálið verður suðaustan átt með snjókomu víða um land og nokkurt frost. Síðdegis verður komin suðvestanátt með rign- ingu og síöar slydduéljum sunn- anlands og vestan og heldur hlýrra í bili. Hitinn verður 0-4 stig. Kópavogur: Starfsmaður slökkti eld Tilviljun réð að ekki varð stórtjón vegna bruna í gærkvöld. Maður, sem starfar á Trésmíðaverkstæði H. Guð- mundssonar og átti af tilviljun leið fram hjá vinnustað sínum skömmu fyrir klukkan ellefu í gærkvöld, sá að eldur var laus á gólfi verkstæðis- ins. Hann kallaði á slökkvilið en hafði lokið við að slökkva eldinn og koma ruslafötu - en í henni var eldurinn - út þegar slökkvilið kom á vettvang. Slökkviliðsmenn aðstoðuðu mann- inn við að loftá reyknum út. Talið er að stórtjón hefði getað orð- ið ef starfsmaðurinn hefði ekki átt leið fram hjá vinnustað sínum. ______________________-sme Akranes: Bíll ónýtur eftir bruna í bflskúr Sigurgeir Sveinsson, DV, Akranesi: Bíll gjöreyðilagðist í gærkvöldi þegar kviknaði í bílskúr við Vallholt á Akranesi. Eldurinn kom upp um áttaleytið í bílskúrnum, sem skemmdist eimúg mikið í brunanum, og bílnum, sem var gamall, verður vart ekið meir. Eldsupptök er ókunn. Slökkviliðið: Gabbaðí Vogahverfi Slökkvihð Reykjavikur var kallað að íbúðarhúsi í Vogahverfi í nótt. Um gabb reyndist vera að ræða. Lögregla náði þeimsem hringdi í slökkviliðið. Hann hafði verið að angra fólk í næsta nágrenni. Maðurinn var fluttur í fanga- geymslur þar sem hann var í nótt. -sme Torkennileg Ijós á Faxaflóa Torkennileg ljós sáust á Faxaflóa á fimmta tímanum í nótt. Vegfarandi gerði lögreglu viðvart. Þaðan barst málið til Slysavarnafélagsins. Þegar að var gáð reyndist um grænlenskt rækjuveiðiskip að ræða. Talstöð skipsins haföi bilað og því var gripið til þess ráðs að gera viðvart í landi meö ljósagangi. Grænlendingana vantaði lóðs til að sigla inn á Reykjavíkurhöfn. Skipið er nú komið til hafnar - heilu og höldnu. -sme 5 hnuplarar teknir í gær Lögreglunni bárust fimm kærur vegna búðahnupls í gær. Allir hnupl- ararnir voru teknir í Kringlunni. Lögreglan segir að ekki hafi allir getað borið fyrir sig fátækt. Búðahnupl er algengara fyrir jól en á öðrum árstímum. -sme ÞRðSTUR 68-50-60 VANIRMENN l i ... ’ . —-1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.