Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1989, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1989, Síða 2
MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 1989. Fréttir Reykjavíkurlögregla haföi ekki undan: ölvun og ófriður í heimahúsum á nýársnótt Nýársnótt var mjög annasom hjá lögreglunni { Reylqavík. Var sér- lega mikið aö gera síðari hluta nætur og þá mest vegna ölvunar „út og suður um aUan bæ" eins og lögreglumaöur sagði DV. Alls voru 68 útköll vegna ölvunar og ýrais- legs annars á nýársnótt. Þrátt fyrir þijá fullmannaða aukabíla á vakt hafði lögreglan ekki undan aö sinna útköllum næt- urinnar. Var gífurleg ölvun í heimahúsum og tengdust ilest út- köU þeirri ölvun. Þá þurfti að fara í heimahús og stiUa tii iriðar eða aðstoða annan húsráöenda þegar í óefni var komið. Þegar líða tók á morguninn fór aö bera á ölvuna- rakstri en þá höfðu margir farið úr áramótagleðskapnum í fússi og upp í bíl. Voru alls 18 teknir grun- aðir um öivun við akstur. EUefu útköll voru vegna rúðu- brota og brutu unglingar allar rúð- ur KRON-verslunarinnar við Ed- dufeU, Eins voru raörg útköll að Hótel íslandi en þar var mikiU troðningur og eitthvað um meiösl á fólki vegna þess. Þrátt fyrir erUinn hafði lögreglan á orði að áramótin hefðu í raun farið blessunarlega vel fram en áraraótum fylgdi alltaf öivun og af ölvun vandræði. Nú heföu hins vegar engin stórslys hlotist af gleö- skapnum. Slökkviliðið í Reykjavík var hvatt 6 sinnum út á gamlársdag og 5 sinn- um á nýársnótt. Var ekki um stór- vægilega eldsvoða að ræöa. Fjögur útköU voru vegna flugelda. I einu tiUelli kviknaði í þaki íbúðarhúss í Árbæjarhverfi en slökkviliöi tókst að slökkva eldinn eftir að hafa rifið nokkrar plötur af þakinu. Í nágrannasveitarfélögunum, Kópavogi og Hafnarfirði, var nokk- ur erill en engin teljandi slys á fóUii. Að sögn lögreglunnar þar voru þetta tiltölulega róleg áramót eins og reyndar víðast hvar um landið. -hlh - sjá einnig bls. 6 Fyrsta bam ársins 1989: Var búin að lofa fólkinu mínu þessu - segir móöirin, Guöbjörg Björgvinsdóttir Fjölskyldan saman komin á fæðingardeild Landspítaians. F.v. Guðjón, Jóhann Guðjónsson, Rakel Gunnarsdóttir og Kristján. Ekki var hægt að hafa litla bróðurinn meö á myndinni þar sem hann var enn í hitakassa eftir fæðinguna í sjúkrabílnum. DV-mynd BG Söguleg fæðing á Reykjanesbrautiimi: Fæddi barn á tveim mínútum í sjúkrabíl „Eg var búin að lofa fólkinu mínu því að þetta yrði fyrsta barn ársins. Það var nú ekkert alltof sannfært um að þetta gengi eftir enda var ekki mikU alvara á bak viö loforðið. En svo fór að sú stutta varð fyrst í heim- inn á nýbyrjuðu ári en samkvæmt öUu eðlúegu heföi hún átt að fæðast þann 29. desember 1988,“ sagði Guð- björg Björgvinsdóttir sem eignaðist fyrsta barn ársins 1989. Var þaö stúlka, tæpar 16 merkur og 53 sentí- metrar. Hún fæddist á fæðingardeild Landspítalans þegar klukkuna vant- aði 21 mínútu í eitt. Þær mæögur voru harla hressar þegar DV-menn litu til þeirra upp á fæðingardeild Landspítalans í gær. Sú stutta lét að vísu ekki mikið fyrir sér fara en svaf vært í fangi móður- innar þrátt fyrir blossana frá mynda- vélinni. „Ég hef varla séð hana vakandi enn sem komið er,“ sagði Guðbjörg. „Hún er ósköp vær og góö enda gekk fæö- ingin mjög vel og tók ekki nema tvo tíma.“ Guðbjörg sagði aö hún og faðirinn, Ragnar Anton Sigurösson, væru ekki búin að ákveða hvað stúlkan ætti að heita. „Enda myndi ég alls ekki segja frá nafninu í blöðunum þó svo að við værum búin aö ákveða það,“ sagöi hún. -JSS Sá óvenjulegi atburöur átti sér staö í gærmorgun aö Rakel Gunnarsdóttir ól son í sjúkrabíl sem var aö flytja hana frá Keflavik til Reykjavíkur. Gekk fæöingin vel og heilsast henni og nýfædda syninum vel. „Ég var búin að vera á spítalanum í Keflavík frá því klukkan sex í gær- morgun. Þá fór að dofna yfir hjart- slættinum í barninu og þar sem eng- inn svæfingarlæknir er á spítalanum var gripið til þess ráðs að flytja mig til Reykjavíkur þar sem ég skyldi fæða.“ Rakel til halds og trausts á leiöinni milli staða var Lea Oddsdóttir ljós- móðir. „Þegar við nálguðumst Voga- afleggjarann fann ég að fæöingin var að fara af stað. Um það bil tveim mínútum seinna var barniö fætt, heljarmikill bolti, 22 merkur og 56 sentímetrar. Klukkuna vantaði fimm mínútur í ellefu þegar hann kom í heiminn og aðeins skömmu síðar heyrði ég til hans. Þá létti mér held- ur. Annars var enginn tími til að verða óttaslegin þvi hlutirnir gengu svo hratt fyrir sig. Þaö varö auðvitað uppi fótur og fit í sjúkrabilnum þegar fæðingin fór af stað. En það var brugðist skjótt og vel viö og Lea tók á móti af miklu öryggi. Mér er sagt aö sjúkrabíllinn hafí veriö 16 mínút- ur á milli spítala þannig aö ekki er hægt að segja annaö en að hlutirnir hafi gengið fljótt og vel fyrir sig aö öllu leyti." Eiginmaður Rakelar, Jóhann Guð- jónsson, og tveir synir þeirra hjóna, Kristján og Guðjón, voru staddir á fæðingardeild Landspítalans þegar blaðamenn heilsuðu upp á Rakel þar í gær. Þeir voru að vonum harla ánægðir með nýja fjölskyldumeðlim- inn þótt ekki væru þeir famir aö fá aö sjá hann enn þar sem hann var í hitakassa. „En ég hefði þó alveg ver- iö til í að fá systur,“ sagöi sá yngri, Kristján, sem sagðist þó vera vel sátt- urviðnýjabróðurinn. -JSS Grindavlk: Eldur í beitingaskúr Eldur kom upp í beitingaskúr í Grindavík á nýársnótt og skemmd- ist hann mikiö af eldi og reyk. Áfastar verbúðir sluppu við eld- skemmdir en uröu fyrir töluverð- um skemmdum af völdum reyks. Ekki er talið aö kviknað hafi í vegna flugelda en eldsupptök eru ókunn. Um 22 bjóö voru í skúmum og tjón töluvert vegna þess. Að ööru leyti fóru áramótin í Grindavík rólega fram. Vegna veö- urs, rigningar og strekkings, voru ekki margir á feröinni og þurfti lögreglan ekki aö hafa mikil af- skipti af fólki. Þó voru nokkur út- köll vegna ölvunar í heimahúsum. -hlh Stykkishólmur: Aurskriður í Álftafirði Tvær aurskriður féllu á veginn í Álftafirði á Skógarströnd, á leið- inni frá Stykkishólmi til Búöardals, á gamlársdag. Að sögn lögreglu voru ekki miklar skemmdir á veg- inum. Var rutt strax á gamlársdag og er vegurinn fær öllum bílum. -hlh Skattahækkun á bílum og bensíni Verö á bilum og bensíni hækkaði um áramótin vegna aukinna skatta á þessar vörur. Lítrinn af blýlausu bensíni hækkar þannig úr 36,60 krðhum í. 41 krónu og er það um 12 prósent hækkun. Ríkisstjórnin ákvað hækkun bensíngjalds á gamlársdag en 15 mánuðir em síðan bensíngjaldið hækkaði siöast. Á sama tíma var ákveöiö að hækka innílutningsgjald af bílum og bifhjólum. Fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir að bílar hækki í verði um 6-8% að jafnaöi. Þó hækka stærri bílar og aflmeiri hlutfallslega meira en minni bílar. -pv •‘1- 'y/ f'.i'i t'f'py

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.