Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1989, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1989, Qupperneq 3
MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 1989. 3 Fréttir Aramótaávarp forsætisráöherra: Vandratað milli ofstjjórnar og stjórnleysis Það er vandi að stjórna íslensku þjóðfélagi svo að vel sé. Meðalvegur- inn milli ofstjórnar og stjórnleysis er vandrataöur var skoðun Stein- gríms flermannssonar forsætisráð- herra þegar hann flutti áramótaá- varp sitt. „Helst vil ég lýsa eðlilegum afskipt- um stjórnvalda þannig að þeim beri að skapa grundvöll fyrir heilbrigðar athafnir einstaklingsins í þjóðfélagi þar sem velferð og jöfnuður ríkir,“ sagði Steingrímur um viðhorf sitt til starfsins. Steingrímur var bjartsýnn á fram- tíð efnahagsmála þrátt fyrir barlóm undanfarnar vikur og mánuði. Hann taldi líkur á að næst þegar ytri að- stæður færðu íslendingum góðæri myndi sækja í sama farið; þjóðin myndi eyða um efni fram en ekki sýna ráðdeild og sparsemi. Stein- grímur sagði nauðsynlegt að stjóm- völdu gripu til aðgerða til að vöxtur þjóðartekna „leiði ekki til þenslu eins og verið hefur undanfarin tvö ár.“ í áramótaávarpinu kom fram að Steingrímur hyggst endurvekja starf nefndar sem vann fyrir nokkrum árum að framtíðarkönnun á þjóð- félaginu. Nefndinni er ætlað að spá í þróun ýmissa grundvallarþátta þjóðfélagsins fram til ársins 2010. Um sína framtíðarsýn sagði Stein- grímur: „Við viljum sjá frjálst land og frjálsa þjóð sem ber höfuðið hátt meðal þjóða heims, þjóð sem ræður sínum eigin málum af skynsemi og án öfga, þar sem hagvöxturinn er jafn og s ígandi þrátt fyrir sveiflur náttúrunnar, þar sem atvinnuleysi er óþekkt og fjölskyldur og einstakl- ingar búa hamingjusöm í góðu hús- næði og njóta þess sem nútímalíferni býður best.“ Steingrímur sér þrjár hættur steðja að sjálfstæði þjóðarinnar. í fyrsta lagi útlenda sjónvarpsmenningu, í öðru lagi einhæft atvinnulíf, fiski- stofnunum séu takmörk sett og í þriðja lagi Efnahagsbandalag Evr- ópu og þróun þess. Forsætisráðherra telur mikilvægt að þjóðin leiti besta svarsins við þess- um þrem hættum. -p v Landsmenn kvöddu gamla árið að venju með brennum og flugeldum af ýmsu tagi. Þessi mynd var tekin við Álfheimabrennuna í Reykjavík á gaml- árskvöld. DV-mynd BG Innflutningsbann á vörur frá Suður-Afríku: Bannið hefur sáralítil áhrif - segir Vilhjálmur Egilsson hjá Verslunarráði „Þetta bánn er einfaldlega þannig í framkvæmd aö þær vörur, sem eru með upprunavottorð frá Suður-Af- ríku, komast ekki inn í landið," sagði Vilhjálmur Egilsson, hagfræðingur Verslunarráðs íslands, er DV ræddi við hann um innflutningsbann á vör- um frá Suður-Afríku og Namibíu sem tók gildi í gær. Lög þessa efnis voru samþykkt í maí sl. en tóku formlega gildi um áramótin. Vilhjálmur var spurður hvort vörur frá þessum löndum kæmust með engu móti inn í landið nú. „Það á ekki að vera. Ég man þó eftir því að á Norðurlöndunum fór í gang umræða um vörur sem voru frá öðrum Afríkulöndum en voru fluttar í gegnum Suður-Afríku. Niðurstaðan varð sú að væru þær með uppruna- vottorð frá Suður-Afríku féllu þær undir bannið, annars ekki.“ Vilhjálmur sagði að innflutnings- bannið hefði ekki teljandi áhrif. Menn hefðu keypt ávexti og niður- suðuvörur frá Suður-Afríku því það hefði verið hagstæðara á einhverjum tímum heldur en að kaupa inn frá öðrum löndum. „Menn verða nú að skipta við einhver önnur lönd sem bjóða ekki upp á eins hagstætt verð. Þetta gæti því þýtt einhverja verð- hækkun á tilteknum vöruflokkum. En annars hefur þetta bann sáralítil áhrif.“ -JSS §líl()ih osj slmmúikréív íMpam Beint ttug tíí SALZBURG ulla laugardaga í vetur WMm Jólamynd frá Getreidegasse i Salzburg, heimsfræg verslunargata. Skíða- eða skemmtiferð í Alpana er jafnframt heimsókn á nokkra af fallegstu og rómantískustu staði heimsins. ( Salzburgerlandi má finna góð hótel, hlýlegar krár, diskóstaði, stórfenglega matsölu- staði og feikn öll af mjög góðum verslunum. Þið njótið góðs af íslenskumælandi starfsfólki Flugleiða, hvort sem um skemmtiferð eða skíðaferð er að ræða. Viknverd frá kr. TViER ELVIVI 19,900 * Allar uánaií uppKviiiijar 1‘ærdu á völiiskHfvtofuni l'lm>ici«>a. lijá íiinlutásinöinnim oj| tcnliMikrílviofiiiii. Söluskrifstofur Flugleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju og Kringlunni. Upplýsingar og farpantanir í síma 25 100. Viðttjúgwu svo létt í hniftn FLUGLEIÐIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.