Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1989, Side 8
8
MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 1989.
Útlönd
Palestínumenn meö myndir af Arafat, leiðtoga Frelsissamtaka Palestínumanna, minnast afmælis stofnunar Fatah-
hreyfingarinnar í gær. Simamynd Reuter
Uppreisnarieiðtogar
reknir frá ísrael
Á tuttugasta og fjórða afmælisdegi
Fatah, aðalhreyfingarinnar innan
Frelsissamtaka Palestínumanna,
vísuðu ísraelsmenn þrettán meint-
um uppreisnarleiðtogum úr landi. Á
Gazasvæðinu ríkti útgöngubann og á
vesturbakkanum létu israelskir her-
menn mikið á sér bera. Þrátt fyrir
það særðust níu Palestinumenn í
óeirðum.
ísraelskir landnemar á vestur-
bakkanum mótmæltu því í gær að
bensínsprengju skyldi hafa verið
varpað á ísraelskan strætisvagn.
Settu þeir upp vegatálma og köstuðu
grjóti að bílum araba.
Flogið var með þá sem vísað var
úr landi í þyrlum til norðurhluta
öryggissvæðisins í suðurhluta Lí-
banons. Þar voru hverjum þeirra
réttir 50 dollarar og var þeim síðan
ekið í átt að stöðvum Sýrlendinga í
Bekaadalnum.
Þetta er í annað skipti á einum
mánuði sem ísraelsmenn láta til
skarar skríða á merkisdegi Palest-
ínumanna. Þann 9. desember, sama
dag og ár var liðið frá því að upp-
reisnin hófst á herteknu svæðunum,
geröu ísraelsmenn loftárásir á búðir
palestínskra skæruliða nálægt Beir-
út í Líbanon.
Shimon Peres, fjármálaráðherra
ísraels, hvatti ísraelsmenn í gær til
að sætta sig við aðhaldsaðgerðir
stjórnvalda. Á fundi með frétta-
mönnum í gær var tilkynnt að gengi
shekels, gjaldmiðils Israels, hefði
verið fellt um nær 12 prósent miðað
við gengi Bandaríkjadollars. Efna-
hagsástandið í ísrael er slæmt og er
uppreisninni á herteknu svæöunum
að hluta kennt um.
Reuter
Arabiskur læknir hugar að sautján ára gömlum Palestínumanni sem skotinn var með plastkúlu í hnakkann af isra-
elskum hermönnum. Simamynd Reuter
☆
&
DANS?
☆
Já, allir í dans
Kennsla hefst 9. janúar
Innritun 2.-7. janúar milli kl. 13 og 18
í síma 46635
* KONUR, styrkjandi æfingar og
létt dansspor, gufu- og nuddpottur á
eftir
DANSANDI KVEÐJA
KENNSLUSTAÐIR:
ÆFINQASTODIN
ENGIHJALLA 8 ■ i? 46900
Hjallaskóli, Kópavogi
jSí
Dagný Björk
danskennari
PLObauð
ekki aðstoð
Bandarísk yfirvöld tilkynntu í gær
að þau hefðu ekki fengið neitt boð frá
Yasser Arafat, leiðtoga PLO, Frelsis-
samtaka Palestínumanna, um aðstoð
við leitina að þeim sem ábyrgir eru
fyrir að hafa komið fyrir sprengju í
þotu Pan American flugfélagsins. Því
var einnig neitaö að Bandaríkin
hefðu beöið um aðstoð PLO. Bresk
sunnudagsblöð birtu í gær fréttir
þess efnis að Arafat hefði heitið því
að elta og drepa þá sem bera ábyrgð
á sprengjutilræðinu.
Bandarísk flugmálayfirvöld
skýrðu frá því í gær að flugvallar-
starfsmenn í Aþenu og öðrum Mið-
jarðarhafsborgum hefðu verið beðn-
ir um að vera á varðbergi gagnvart
hryðjuverkamönnum með fölsuð
vegabréf.
Talsmaöur Pan American flugfé-
lagsins sagði í gær að ekki hefði ver-
ið neinn skortur á venjulegum ör-
yggisráðstöfunum þegar þotan, sem
hrapaði í nokkrum hlutum á bæinn
Lockerbie í Skotlandi rétt fyrir jóhn,
fór frá London. Einn farþega vantaði
og farangur hans var um borð. Sá
farþegi, sem er bandarískur ríkis-
borgari af indverskum ættum, hefur
verið yfirheyrður vandlega og þykir
ekkert benda til að hann sé viðriðinn
sprengjutilræðið.
Á öllum stærri flugvöllum gilda
þær reglur að flugvél fari ekki á loft
ef um umframfarangur er að ræða.
Ekki þótti ástæða til að gruna að
hætta stafaði af farangri umrædds
farþega sem missti af síðasta útkalli.
Reuter
Lögreglumaður með hund á eftirlitsferð á Heathrow flugvelli í London. Þar
hafa öryggisráðstafanir verið hertar í kjölfar flugslyssins í Skotlandi.
Símamynd Reuter
SAS berst hótun
SAS-flugfélaginu barst á föstudag-
inn hótun um sprengjutilræði. Sam-
kvæmt nafnlausu bréfi, sem barst til
sænska kvöldblaðsins Aftonbladet, á
að sprengja SAS-flugvél í innan-
landsflugi innan þriggja vikna í
hefndarskyni fyrir að leiðtoga Frels-
issamtaka Palestínumanna, Yasser
Arafat, var leyft að heimsækja Sví-
þjóð.
Vegna þessarar hótunar og beiðni
bandarísku flugmálastjórnarinnar
um aukið eftirlit þar sem bandarísk-
ar flugvélar fara um uröu talsverðar
tafir á flugumferð í Svíþjóð um helg-
ina. NTB
Tamílar hóta
að berjast áfram
Stærsta skæruliðahreyfmg tamíla
á Sri Lanka hét því í morgun að halda
áfram baráttunni gegn indverskum
hermönnum sem sendir voru til eyj-
arinnr til að bæla niður uppreisn
aðskilnaöarsinna.
í yfirlýsingu, sem gefin var út að-
eins nokkrum klukkustundum áður
en Premadesa sór embættiseið sinn
sem forseti landsins og aöeins einum
degi eftir að indversk yfirvöld til-
kynntu að þau ætluðu aö kalla heim
hluta herliös síns, sögðust skærulið-
ar ætla aö halda baráttunni áfram
þar til allt indverskt herlið væri á
brott frá Sri Lanka. Reuter