Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1989, Síða 24
MÁNUD'AGUR 2. JANÚAR 1989.
Menning
Djúpt í minmngu drengs
Þegar skáld taka aö fjalla um
bernsku sína og uppvaxtarár, þaö
tímabil ævinnar sem flestum er
hugstæðast, verða gjarnan til bestu
og lífvænlegustu verk þeirra.
Gleggsta dæmiö um þetta í ís-
lenskri bókmenntasögu er að sjálf-
sögðu Fjallkirkja Gunnars Gunn-
arssonar, það er að segja sá hluti
hennar sem gerist á íslandi, en um
hana sagði Kristinn E. Andrésson:
„Hún er eitt unaðslegasta skáld-
verk, sem ritað hefur verið af ís-
lenskum höfundi... Stíllinn og
málið ber á einhvern torræðan
hátt í sér líf atburðanna og hrær-
ingar fólksins." Frá seinni árum
má nefna Þorpið, tímamótaverk
Jóns úr Vör, sagnabálkinn um Jak-
ob eftir Sigurð A. Magnússon og
flölmörg önnur verk. Og nú hefur
Njörður P. Njarðvík bæst í hóp
þeirra skálda sem gert hafa
bernsku sinni skil í skáldlegum
búningi.
Fjölhæfur höfundur
Njörður P. Njarðvík er fjölhæfur
höfundur og hefur sent frá sér
margs konar verk: Sögur, ljóð, leik-
rit, æviminningar, barnabækur,
þýðingar, kennslubækur í bók-
menntafræði og skólaútgáfur sí-
gildra skáldverka.
Hann hóf ritferil sinn árið 1963
með bókinni Sá svarti senuþjófur,
opinskáum minningum Haraldar
Björnssonar leikara sem hann las
síöar í útvarp við góðar undirtekt-
ir. Ljóðabókin Lestin til Lundar
kom út 1973 en einstök ljóð úr
henrti hafa verið þýdd á fjölmörg
tungumál; einnig hefur Njörður
þýtt og gefið út ljóðaúrval finnska
góðskáldsins Bo Carpelans. Barna-
sögunni Helgi skoðar heiminn og
bókunum um Sigrúnu var vel tekið
og leikritið Hvar er hamarinn? var
sýnt á vegum Þjóðleikhússins ný-
verið.
Að öllum þessum verkum ólöst-
uðum eru þó skáldsögur Njarðar
merkastar að mínum dómi, en þær
eru fjórar talsins: Niðjamálaráðu-
neytið, 1967; Dauðamenn, 1982,
söguleg skáldsaga um feðga sem
brenndir voru á galdrabáli í Skut-
ulsfirði 1656 fyrir tilstuölan hins
makalausa klerks, Jóns Magnús-
sonar þumlungs; Ekkert mál, 1984,
átakanleg en sönn lýsing á einu
mesta vandamáli okkar daga - og
loks bernskusagan nýja.
Sár reynsla drengs
í flæðarmálinu fer hægt af stað.
Fyrsti kaflinn er nákvæm lýsing á
sögusviðinu, firðinum og þá sér-
staklega flæðarmálinu. Hann hefst
á þessum orðum: „Framundan fjö-
ruborðinu sefur fjörðurinn í sól-
skininu. Það er að falla út. Efst í
fjörunni eru ávalir steinarnir orðn-
ir þurrir, og þeir eru undarlega
Njörður P. Njarðvik.
Bókmenntir
Gylfi Gröndal
stamir og hlýir viðkomu...“ Og
niðurlagið er þannig: „Þannig líður
morguninn. Svo líða árin einnig og
áður en varir er raunveruleiki
flæðarmálsins horfmn langt aftur
í blámóðu bernskunnar." I öðrum
kafla beinist athyglin að tveimur
drengjum sem róa til fiskjar:
„Hvorugur mælir orð frá vörum.
Umhverfis þá bærist kvöldkyrrðin
í mildum andardrætti golunnar í
næstum algerri þögn.“ Þriðji
kaflinn fjallar á áhrifaríkan hátt
um sára reynslu drengsafdrykkju-
skap föður síns, ritaður af næmleik
og hlýju, og siðan tekur við hver
efnisþátturinn af öðrum, þar sem
brugðið er upp eftirminnilegum
svipmyndum, bæði persónulegum
og eins varðandi líf og starf í ís-
lensku sjávarplássi. Ástæða er til
að nefna sérstaklega kaflann Rauð
nótt - hvítur dagur sem segir frá
snjóflóðum; hann birtist fyrst í
smásagnasafninu Gúmmískór með
gati, sem Mál og menning gaf út
1985, og varð aö sögn höfundar
kveikjan að þessari bók. Frásögnin
rís hæst í síðasta kaflanum, þegar
drengurinn kemur heim ungur
námsmaður eftir nokkurra ára
fjarveru til að fylgja föður sínum
til grafar. Lokaorðin eru á þessa
leiö: „Fjörðurinn varð hluti af hon-
um. Hann bar fjörðinn innra með
sér og hann myndi fylgja drengn-
um hvert sem hann færi, - allt til
hinstu stundar."
Úr fjarlægð og innan frá
Höfundur getur þess í stuttum
eftirmála að ekki sé skynsamlegt
að líta á bókina sem sjálfsævisögu-
lega nema að litlu leyti, þar sem
farið sé frjálslega með efnið á
stundum. Hvað sem þeirri athuga-
semd líður eru efnistökin mjög
sannfærandi og skáldlegi búning-
urinn sjaldan á kostnað trúverðug-
leikans. Njörður nefnir einnig í eft-
irmálanum að hann láti sér „detta
í hug að einhverjir ísflrðingar þyk-
ist kannast við suma atburði og ef
til vill einhverjar sögupersónur
líka“. Þetta er ugglaust rétt; þótt
ég sé ekki ýkja kunnugur mönnum
* og málefnum fyrir vestan þóttist
ég þekkja sumar persónurnar, að
minnsta kosti þá sem hlýtur titilinn
„alversti bílstjóri alheimsins",
keyrði eitt sinn yfir konu við
bryggjusporðinn og sagði: „Hvað
ert þú að flækjast hér niðri á
bryggju sem átt heima hátt uppi í
hlíð?“
Hér er ef til vill ekki um sögu að
ræða í eiginlegum skilningi heldur
svipmyndir frá uppvaxtarárum
drengs í sjávarplássi, einstaka
þætti sem mynda þó sterka heild.
Höfundur fjallar um efnið í senn
úr fjarlægð og innan frá, eins og
segir réttilega á bókarkápu, og frá-
sögnin einkennist af sterkum und-
irtóni saknaðar og sársauka. Mest
er þó um vert að bókin er vel skrif-
uð, stíllinn meitlaður og málfar
hreint - en sá eiginleiki ræður jafn-
an úrslitum þegar skáldverk eru
metin.
Njörður P. Njarðvik
í fiæöarmálinu
Iðunn 1988, 123 bls.
G.G.
Eðlilegar hvatir ogóeðlilegar
A síðustu 2-3 árum hefur um-
ræða um sifjaspell sem félagslegt
vandamál farið vaxandi hér á
landi. Nokkrar vonir eru því óhjá-
kvæmilega bundnar við útkomu
bókar um þetta efni, vonir um að
hún skýri og auki þekkingu á sifja-
spellum, orsökum þeirra og afleið-
ingum.
Að mínu mati hafa þessar vonir
þó ekki ræst með útgáfu þeirrar
bókar sem hér er til umræðu.
Höfundar byggja alla umfjöllun
sína á tveimur meginskýringum á
orsökum sifjaspella. Þær eru ann-
ars vegar að með okkur öllum
blundi duldar eðlislægar hvatir til
sifjaspella og að þær blossi upp við
tilteknar aðstæður. í annan stað
leita höfundar skýringa á orsökum
sifjaspella í ófullnægöum tilfinn-
ingalegum samskiptum í fjölskyld-
um. Þeir líta svo á aö allir í fjöl-
skyldunni eigi aðild að sifjaspellun-
um vegna þess að allir í íjölskyld-
unni stjómist af „eðlislægum hvöt-
um“ sem ekki fengu jákvæða útrás
(bls. 15). Höfundar beita síðan þess-
um skýringum í túlkunum sínum
á þeim sögum um sifjaspell sem
þeir birta í bókinni og útkoman
verður oft á tíðum þversagnakennd
og ósannfærandi.
Höfundar gera enga tilraun til að
skýra eða draga ályktanir af félags-
legum veruleika okkar. Þeir ganga
framhjá þeirri staðreynd að það
eru nánast eingöngu karlar sem
fremja sifjaspell og að það eru
stúlkuböm að meirihluta til sem
verða fyrir slíku ofbeldi. Þetta má
þó lesa óbeint úr texta þeirra en
þeir draga ekki af því ályktanir eða
taka mið af því í umfjöllun sinni.
„Þögli vitorösmaðurinn“
Sama verður uppi á teningnum
varðandi valdamismun innan fjöl-
skyldunnar milli karla annars veg-
ar og kvenna og bama hins vegar.
Lauslega er vikið að þessum þátt-
um en engar ályktanir dregnar af
þeim um stöðu kynjanna og hugs-
anleg tengsl við kynferðisofbeldi
karla í fjölskyldum. Miöað við of-
Bókmeimtir
Guðrún Jónsdóttir
anskráð kemur það varla á óvart
að útlistanir höfunda hljóti síðan
óhjákvæmilega að gera móðurina
að lykilpersónu i siíjaspellamálum.
Þeir nefna hana „þögla vitorðs-
manninn“ og segja hana sjaldnast
algjörlega saklausa heldur taka
þátt í þeim þó að hún viti ekki af
þeim, hún er „þungamiðja leiks-
ins“ (bls. 67). Þetta gerir hún meö
því að draga sig í hlé frá fjölskyld-
unni og losnar þannig við tilfinn-
ingaleg skylduverk sín. Leyfi móð-
irin sér sem sagt að huga að eigin
löngunum og þörfum eða einfald-
lega að afla fjölskyldunni meiri
tekna verður nánast ofur eðlilegt
skv. höf. að eiginmaðurinn noti
dóttur sína sem staðgengil hennar
bæði tilfinningalega og kynferðis-
lega. Með öðrum orðum, ef við kon-
ur breytum eða endurskilgreinum
hefðbundið kynhlutverk okkar er-
um við sekar um vanrækslu. Þetta
er í hnotskurn boðskapur bókar-
innar hvaö varðar mæður.
Hver svíkur hvern?
Höfundar fjalla nokkuö um of-
beldismennina í sifjaspellum. Þá
kemur fram ein af mörgum þver-
sögnum í bókinni. Eins og áður
sagði er gengið út frá því að öll fjöl-
skyldan stuðli ljóst og leynt að
sifjaspellunum og þó sér í lagi
mæðurnar en jafnframt segjast
höf. telja árásarmanninn einan
ábyrgan. í umfjöllun um árásar-
manninn er síðan dregin upp mynd
af honum sem leiksoppi ófull-
nægðra tilfmninga, einstaklingi
sem getur ekki hamið „eðlilegar
hvatir“ sínar.
Loks skal hér vikiö að umfjöllun
höfunda um börn sem fyrir sifja-
spellum verða. Þar er maifgt vel
gert en ég er þó ekki frá því að
mörgum konum sem orðið hafa
fyrir sifjaspellum finnist of mikið
gert úr „ástarþrá" barna til árásar-
aðilans en of lítið úr valdaleysi
þeirra kjósi þeim nákominn karl-
maður að beita þau kynferðislegu
ofbeldi.
Skv. kenningunni, sem bókin
byggir á, að orsakir sifjaspella sé
að rekja til ófullnægðra tilfinninga
í fjölskyldum, er einnig ljóst að
börnin sem verða fyrir sifjaspellum
deila á þeim ábyrgð með öðrum í
^•fjölskyldunni. Hver hefur þá svikið
hvern, verður áleitin spurning og
trúverðugleiki höfunda sem tals-
manna barna verður tvíbentur.
„Skjólstæðingar sifjaspella“
Þýðandi virðist hafa unnið sitt
verk samviskusamlega. Víða má
þó finna prentvillur og málfarsleg-
ar ambögur en slíkt verður vænt-
anlega að skrifa á reikning próf-
arkalesara. Ég get þó ekki látið hjá
líða að nefna tvö málfarsleg atriði
sem fóru í taugarnar á mér. Hið
fyrra er að tala um aðila að sifja-
spellum, þ.e. barnið og ofbeldis-
manninn, og sifjaspell skjólstæð-
ings, þ.e. barnsins. Ef til vill er hér
um aö ræða viðhorfsbundna mál-
notkun þar sem árásarmaðurinn
og barniö eru sett undir sama hatt
hvaö varðar sifjaspellin. Hið síðara
er að tala um skjólstæðinga sifja-
spella og að stytta sifjaspell í spell
en hvorttveggja kemur víða fram í
textanum.
Þýðandi hefur kosið að fella burt
í þýðingunni þann kafla ensku út-
gáfunnar sem fjallar um lagaleg
refsiákvæði varðandi sifjaspell.
Vissulega byggja höfundar þar á
bandarískum lögum og dómum en
æskilegt hefði verið aö aðlaga
þennan kafla íslenskum aðstæðum
bæði hvaö varðar refsiákvæði laga,
upplýsingaskyldu almennings og
íslenska dóma í sifjaspellamálum.
Þýðandi bætir hins vegar við við-
auka um sifjaspell hér á landi, end-
urprentun úr Þjóðviljanum, vænt-
anlega í því skyni að færa efnið nær
okkur. Um það er ekki nema gott
eitt að segja. Svo vill til að ég var
einn viömælenda blaðamannsins.
Örvinglun stúlkubarns...
Mér heföi fundist eðlilegt að bera
birtingu þessa efnis í bók undir þá
sem lögðu til efnið í viðtöhn. Það
var ekki gert og varð mér tilefni til
þenkinga um hver eigi birt efni,
hver á t.d. útgáfuréttinn á texta
bókarinnar?
Tímaskekkja
Um frágang bókarinnar er það
að segja að hún er óþjál í hendi,
beita verður afli til að halda henni
opinni við lestur. Ekki er getiö um
höfund að kápu bókarinnar en hún
virkar ruglingsleg á mig og án
tengsla við efni bókarinnar.
Eins og ég gat um í upphafi eru
mér það mikil vonbrigði að þýöandi
og útgefandi skyldu velja einmitt
þessa bók til útgáfu, einkum vegna
þess að þetta er fyrsta bókin sem
birtist á íslensku um þetta vand-
meðfarna efni og fær því væntan-
lega allstóran lesendahóp. Satt aö
segja skil ég ekki val þeirra, jafnvel
þótt þau aðhyllist þær hugmyndir
sem liggja til grundvallar í bókinni
og hér hafa verið raktar lítillega.
Þessi bók kom fyrst út fyrir 10
árum. Nýjar kenningar og aukin
þekking á þessum málum bætist
við svo til daglega og fjöldi áhuga-
verðra nýrra bóka um efnið er nú
á boðstólum.
Val þessarar bókar til útgáfu nú
er því tímaskekkja að mínu mati.
Bókin er ekki líkleg til aö draga úr
goðsögnunum um sifjaspell eða að
auka skilning fólks á eöli þeirra.
Ef eitthvað er skilur hún við les-
anda með það á tilfinningunni að
kynferðislegt ofbéldi gagnvart
börnum sé nánast náttúrulögmál
og að eina von okkar sé aö fagfólk
geti læknað hina „sjúku“. Þetta er
dapurleg niðurstaða en sem betur
fer er hún ekki í samræmi við
raunveruleikann. Meðferð fagfólks
er ekki eina svarið. Við getum
hvert og eitt tekiö þátt í baráttu
gegn sifjaspellum, baráttu fyrir
breyttu þjóðfélagi þar sem kynferð-
islegt ofbeldi og valdníðsla á börn-
um fær ekki þrifist.
Susan Forward og Craig Buck:
Börnin svikin
Þýóandi: Guórún Einarsdóttir sálfræó-
ingur
Útgelandi: Tákn G.J.