Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1989, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1989, Side 25
MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 1989. 25 Menning Nonni og Telemanni Nöfnin Nonni og Manni eru flest- um þýskumælandi gestum sem til íslands koma kunn. Meðal þessa fólks er Nonni jafnkunnur og Andrés önd og „Star Wars“ ung- dómnum í dag. í leiðsögumanns- starfi rennur smám saman upp fyr- ir manni hversu magnað land- kynningarstarf Jón Sveinsson vann með bókum sínum og frá- sögnum. Á fyrra helmingi aldar- innar var Jón Sveinsson metsölu- höfundur. Bækur eins og Á Skipa- lóni (Skipalón var vísast eitt kunn- asta bæjarnafn á íslandi), Nonni og Manni og Borgin við Sundið komu út í tugum upplaga og var hvert upplag að minnsta kosti þrjá- tíu til fjörutíu þúsund. Jón Sveins- son var í flokki með Halldóri Lax- ness og Snorra Sturlusyni, einn mest lesni og kunnasti rithöfundur íslenskur. Að gera gamla ævintýrið að söluvöru á ný Nokkurt hlé hefur verið á útgáfu Nonnabóka um skeið í þýskum bókmenntaheimi. Líkast tíl áttí Menning Eyjólfur Melsted hann ekki jafngreiða leið og fyrr meir að hugum ungdómsins með sínum heldur gamaldags ævintýr- um. En forlagið, sem á sinni tíð lét jesúítamunkinn mala gull fyrir sig, sá sér leik á borði. I raun væru ýmsir þættir úr gömlu bókunum ágætis uppistaða í spennusögu. Kannski kom hugmyndin frá þeim sem ætlaði að framleiða sjónvarps- myndaflokk eftir uppsuðunni. En hvaö um það, í hverjum einasta bæklingi þar sem bóka er getið og í póstkassann kemur nú fyrir jóhn hér í Alpalýðveldinu er bókin „Nonni og Manni, strákarnir frá eldeyjunni" rækilega auglýst. Strax á kápu rekur maður augun í að þessi Nonni og Manni er ekki eftír Nonna einan heldur eftir „Jón Sveinsson og einhvem með því fremur tónhstarlega hljómandi nafni: Georg Telemann". Að lifa með sorg Ein þeirra bóka sem kom út fyrir jólin er bókin Ástvinamissir, gefin út af forlaginu Tákn, skráð af Guð- björgu Guðmundsdóttur. í bókinni eru viðtöl við fólk sem hefir orðið fyrir sárum ástvina- missi. Einnig er þar greinargerö um Samtök um sorg og sorgarvið- brögð eftír séra Sigfinn Þorleifsson, formann þeirra samtaka, grein eft- ir séra Jón Á. Baldvinsson sendi- ráðsprest um störf sálusorgara, grein um sjálfsvíg og viðbrögð eft- irlifenda eftír Högna Óskarsson geðlækni og grein um sorg í skáld- skap eftír Kristján Árnason bók- menntafræðing. Bókinni er skipt niður með ljóðum og ljóðabrotum um sorgina. Þar er leitað í íslensk- an ljóðasjóð og er þar af miklu efni að taka. Sýnist mér að vel hafi tek- ist til með valið, aht frá Sonator- reki Egils th þessarar perlu eftir Valgarð Egilsson: Leit Nú er ég að koma, vinur minn ég veit af þér hér í nánd. Ég hef rakið slóð þína - um ómunaveg dokað og hlustað um hljóðbæra jörð rakið spor fyrir spor um heilaga mold um hraunsins dimma sal og lagt eyra við jörð á ný ef næmi fótatak þitt og ég heyri það enn það deyr ekki út það deyr ekki. Segja má að þetta ljóð sé gott dæmi um það sem bókin fjallar um og er ætlaö að gera. Það er viður- kennd reynsla að syrgjanda er það hugfró að geta tjáð sig um sorg sína, geta fundið þann sem tekur undir með honum og sagt: „Já, þannig er það - vissulega er þaö þannig!" án þess þó að taka frá honum sér- leik hverrar sorgarreynslu, því sorgin er alltaf einstök og verður ekki jafnað saman við annað. Tilefni þetta kemur fram í máli viðmælenda skrásetjarans, t.a.m. á bls. 84: „Ég vildi hitta móður sem misst hafði barn. Sjá að hún stæði í fæturna, brosandi og glöð, að það væri hægt, þrátt fyrir aht.“ Og síð- ar á sömu blaðsíðu: „Eftir að synir mínir dóu langaði mig að geta lesið Sorgin, eins og hún lítur út í heims- tréttunum. Bókmenntir Jón Bjarman íslenska bók um fólk sem kynnst hefði mikilli sorg og lært aö lifa með henni.“ Og hvernig hefir þá tekist tíl? Um flest vel. Að vísu eru viðtölin nokkuð mis- jöfn. Skrásetjari velur þá aðferð að láta viðmælendur tala sjálfa, fellir burt spurningar sínar svo þeirra verður varla vart nema óbeint. Dá- lítið er um endurtekningar í frásög- unum og hlaupið th og frá. Lesend- ur kynnu að líta á það sem stíllýtí - klifun hugmynda - en á hinn bóginn endurspeglar þetta vel hug- arástand þeirra sem frá segja. Ég hef það á tilfinningunni að meðgöngutími bókarinnar hafi verið nokkuð skammur, reyndar gefur skrásetjari það th kynna í formála sínum. Ætla má að til bóta hefði verið að gefa bókinni lengri tíma í gerð. Mig langar til að vekja athygh á þessari bók, hún er athygh verð. Allir þeir sem hafa lagt henni tíl efni eiga þakkir skildar, einkum þó syrgjendurnir. Bókin er tilraun til að svara ákveðinni þörf - rjúfa þögn um sammannlega reynslu sem er þó alltaf sérstæð. Hún höfð- ar tíl þeirra sem misst hafa ástvini sína og þeirra sem annast syrgjend- ur. Sá hópur er stór - í honum er reyndar flest fólk. Bókin er ekki fræðileg útlistun á sorg, sorgarviðbrögðum og sorgar- vinnu. Ef til vill er slíkrar bókar að vænta sem þá myndi sprottin af sömu rót, væri það verðugt fram- hald. J.B. Guðbjörg Guðmundsdóllir Ástvinamissir Tákn Reykjavik 198S I stíl Walt Disneys og Des- mond Bagleys Ekki þarf lengi að lesa tíl að kom- ast að því að í stað frásagna Jóns Sveinssonar er hér um að ræða heldur nöturlegan reyfara fléttað- an inn í atburði úr sögum hans. Reyfarinn fylgir eins konar blöndu úr stíl Walt Disneys og Desmond Bagleys. Það er út af fyrir sig ekki svo voðalegt að lesa þetta á útlendu máli, en sem ég gerði mér til gam- ans að þýða þetta í huganum hló ég dátt með sjálfum mér yfir vit- leysunni þar til að því kom að mér varð hreinlega bumbult af allri slepjunni. Uppsuðuhöfundurinn khfar á stjörnubjörtum nætur- himni hins íslenska sumars í norö- lenskri sveit. Einn lykilatburður- inn gerist í „í einu af hinum tíðu þrumuveðrum að sumarlagi á Norðurlandi" (nánar tíltekið í Eyjaflrði). Eyfirsku smalarnir reika sumarlangt með hjarðir sínar um flöh og fimindi án þess að koma nokkurn tíma tíl byggða og spha hver öðrum betur á heimatilbúnar flautur. Verst að þannig flautur skuh hvorki til í neinu byggða- né Þjóðminjasafni. Upp úr barnagamni barna- morð En þetta er nú bara barnaleikur- inn, eða öhu heldur bamaskapur- inn og saklausi hlutínn af öhu sam- an. Þegar kaupmenn fara að gera út vopnaðar sveitir, sem ekki bara ógna litlum drengjum heldur líka drepa þá með köldu blóði, fer held- ur að kárna gamanið. Þá hættir maður að fyrirgefa skáldaleyfm, sem menn verða þó yfirleitt að taka sér ef færa á skrifaða sögu yfir á Ur sjónvarpsþáttunum um Nonna og Manna. filmu. Því hversu illa sem kaup- menn, danskir eða íslenskir, voru þokkaðir á öldinni sem leið er fremur erfitt að taka svona billegar reyfarafrásagnir í sátt. Þegar þann- ig er á málum haldið er illmögulegt að vera sáttur við þættí sem bein- línis er ætlað að skerpa hlut ís- lenskrar náttúm í sviðsmynd æv- intýrsins. Jaröskjálfti og eldgos í Eyjafirði; sögukafli beinhnis tíl- færður th aö koma Námaskarði að í myndinni; „happy end“ í lokin og annað eftir því, gera þessa nýju Nonna og Manna-sögu htt við- fehdna þeim lesanda sem th þekk- ir, hvort sem hann er innfæddur Frónbúi eða ekki. Sveiattan Heldur þykir mér iha farið með Jón Sveinsson í þessari nýju sjón- varpsuppsuðu. Jú, því það leynir sér ekki aö þessi nýi „Nonni og Manni“ er skrifaður upp á nýtt th að mynda söguþráð í sjónvarps- þætti sem sýndir verða um hið þýska málsvæði gjörvallt frá jóla- degi fram undir nýár. Það hefur þótt sjálfsögð tillitssemi á íslandi að halda sér nokkurn veginn við þráðinn í verkum merkra höfunda, þegar þau hafa verið tekin til kvik- myndunar. Ekki af tilhtsseminni einni við höfundinn, heldur einnig vegna hugverkaverndarinnar og þess heiðurs sem skáld njóta á ís- landi. Herder Verlag í Freiburg, Basel og Vín þykist víst eiga Nonna með húð og hári. Pater Jón Sveins- son stefnir því ekki fyrir iha með- ferð á sögum sínum úr gröfinni, en á íslensku segja menn sveiattan um slíkt athæfi. Þessi söguþráður sjón- varpsþáttanna ætti ekki að heita Nonni.og Manni, heldur „Nonni og Telemanni“ th háðungar þeim Ge- org Telemann sem samdi þessa ómerkhegu uppsuðu. PS. Ég ætla bara að vona að Ágúst Guðmundssyni hafi tekist að sníða verstu vankanta sögunnar af í kvikmyndun sinni og gera þrátt fyrir allt eitthvað viðunandi úr allri vitleysunni. E.M., Austurríki LEIKFIMI FJÖGURRA VIKNA NÁMSKEIÐ HEFJAST 9. JANÚAR. Hressandi, mýkjandi og styrkjandi leikfimi, ásamt megrandi æfingum. Sértímar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eða meira og einnig fyrir þær sem þjást af vöðvabólgum. Herratímar í hádeginu. Góð aðstaða. Ljósalampar, gufuböð og sturtur. Kaffi og sjónvarp í heimilislegri setustofu. j Innritun og frekari upplýsingar alla virka daga frá kl. 13 - 22 í síma 83295. JÚDÓDEILD ÁRMANNS Ármúla 32

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.