Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1989, Síða 26
MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 1089,
Svidsljós
Ólyginn
sagði . . .
Whitney
Houston
er ekki alveg eins vingjarnleg viö
alla og hún er við litla strákinn í
kókauglýsingunni sem við fáum
oft að sjá á skjánum. Nýlega hélt
hún tónleika í Hong Kong. Ein-
hver úr salnum tók þá til við að
mynda hana þar til stúlkan gerði
sér lítið fyrir og stöðvaði tónleik-
ana. Hún náði í syndarann mikla
og húðskammaði hann. Ekki leið
á löngu þar til áhorfendur byrj-
uðu að púa og baula á söng-
konuna. Sá sem var skammaður
sagði að Whitney hefði hagað sér
eins og versta róluvallarkerling.
Michael
Jackson
Heilsuæði og hræðsla við sjúk-
dóma gerir suma hálfmóður-
sjúka. Michael Jackson er einn
þeirra. Fyrir tónleikaferð sína til
Japan lét hann 60 manna starfslið
sitt gangast undir eyðnipróf.
Fjórir úr hópnum voru svo
óheppnir að fá jákvætt út úr próf-
inu. Jackson varö hræddur og
bannaði þeim að koma með í ferð-
ina og sagði þeim að halda sig á
burt um alla eilífð.
Stykkishólmur:
Einkunnir á haustönn
og verðlaimaveitingar
Róbert Jörgensen, DV, Stykkishólmi:
Haustönn Grunnskólans í Stykk-
ishólmi lauk á hefðbundinn hátt,
þannig að afhending einkunna og
jólakveðja fór fram innan hvers
bekkjar með tilheyrandi samblandi
af gleði og eftirvæntingu.
Eftir þessar síðustu samverustund-
ir hvers bekkjar fóru litlu jólin fram
á Sal. Barnakórar skólans, en þeir
eru tveir, sungu bæði saman og sinn
í hvoru lagi undir stjórn Jóhönnu
Guðmundsdóttur. Síðan var séra
Gísli H. Kolbeins með helgistund. Þá
sýndu nemendur í 6. bekk helgileik.
Afhending vinninga vegna jólaum-
ferðargetraunar skólabarna fór fram
á skemmtilegan hátt. Lögreglan í
Stykkishólmi hefur um árabil afhent
þessi verðlaun, fyrst meö því að
keyra þau út á Þorláksmessu en nú
seinni ár hefur afhending farið fram
á litlu jólunum. Sveinn Ingi Lýðsson
varðstjóri leysti þetta verkefni vel
af hendi en hann þekkir börnin vel
þar sem hann er með reglulega um-
ferðarfræðslu í skólanum.
Eftir þessa hátíðlegu stund var
stiginn dans umhverfis jólatréð. Það
er gaman að fylgjast með því hvernig
nemendur á öllum aldri skemmta sér
við að dansa kringum jólatréð. Um
kvöldið héldu unglingamir áfram að
dansa í félagsmiðstöðinni þar sem
hin vinsæla unglingahljómsveit Bus-
arnir léku fyrir dansi.
Hundajól
Þaö var líf og fjör viö ósa Elliðaáa
annan dag jóla. Þar var saman kom-
inn hópur hundaeigenda og allir
voru auðvitað með hundana sína
sem sumir hverjir voru skreyttir
hálsbandi eða fallegri slaufu, auðvit-
að í tilefni jólanna.
Guðrún Petersen er hundaeftirlits-
maður Reykjavíkurborgar og á sjálf
forkunnatfagran scháfer. „Við kom-
um oft hingað að viðra greyin og
náttúrlega okkur sjálf. Hundarnir
njóta þessara stunda til fulls eins og
sjá má. Áður vorum við mikið í
Oskjuhlíðinni en það þótti ekki henta
nógu vel. Hér em skepnurnar miklu
frjálsari.“
„Andstæðingum hundahalds fer
fækkandi,“ sagði Guðrún „og
stærsta málið er náttúrlega gott eftir-
lit með dýrunum. En því miður em
alltaf einhverjir svartir sauðir sem
skemma fyrir, en þessu miðar í rétta
átt. Eins og sjá má gerum við engum
ónæði með vem okkar hérna.“
-H.dór
Þeir voru fljótir að hlýða, hundarnir, þegar eigendurnir kölluðu á þá til
myndatöku. „Þeir hlýða okkur betur en krakkarnir," varð einum á orði.
Guðrún Petersen er þriðja frá vinstri.
Barnakórar GSS sungu saman undir stjórn Jóhönnu Guðmundsdóttur.
DV-mynd Róbert
Yngstu nemendurnir, 4-5 ára, i finni sveiilu
DV-mynd Róbert
Danssýning í Hólminum
Róbert Jörgensen, DV, Styklashólim:
Dansskóli Eyglóar 'lauk haus-
tönn sinni með danssýningu í Fé-
lagsheimili Stykkishólms sunnu-
daginn 11. desember. Nemendur
úr öllum fiokkum nema hjóna-
flokkum sýndu dans við mikinn
fógnuð áhorfenda. Mjög góð mæt-
ing var á þessa skemmtilegu sýn-
ingu enda var hér um að ræða eins
konar uppskeruhátíð hjá bömun-
um. Hjónaklúbbarnir luku önninni
með sameiginlegu borðhaldi í Hótel
Stykkishólmi og var stiginn dans
eftir frábærar veitingar.
Dansskóli Eyglóar hefur starfað
á Snæfellsnesi undanfarin ár og er
vonandi orðinn fastur þáttur í
skólastarfi á Nesinu.
Skólastjóri Dansskóla Eyglóar er
Eygló Bjamadóttir og býr hún í
Stykkishólmi.
Brigitte
Nielsen
er sem vonlegt er ekki hamingju-
söm um þessar mundir. Nýlega
lýsti hún því grátandi fyrir sjón-
varpsmanni í ítalska sjónvarpinu
að aðgerðin, sem hún gekkst und-
ir í október, hefði ekki borið til-
ætlaðan árangur - hún er með
legkrabbamein. En Brigitte lætur
ekki bugast, hún fer í aðra aðgerð
bráðlega og vonast að sjálfsögðu
eftir betri árangri í það skiptið.
Áriö 1974 fæddi Susan Rosenkowitz
frá Höfðaborg fyrstu sexbura sem
sögur fara af. í dag er hún skilin við
manninn sinn og farin frá börnun-
um. Sexburarnir hreinlega hata
hana - hún varð ástfangin af öðmm
manni og er nú gift honum.
Þegar sexburarnir komu fylgdist
umheimurinn með henni hvert fót-
mál. Hún átti tvö börn fyrir en hana
langaði í barn til að fylla tómleika
tilverunnar. Hún átti ekki hamingju-
samt hjónaband og hélt að barn
myndi bæta sálarástandið. En Susan
átti erfitt með að verða ófrísk svo hún
fór í hormónameðferð. Á með-
göngunni var henni sagt að þetta
gætu orðið þríburar, kannski fjór-
burar - á níunda mánuði var ljóst
að sexburar kæmu.
„Ég var að sjálfsögðu hamingjusöm
með öll bömin sem voru heilbrigð
og falleg," segir Susan. „En það
fylgdust alhr með mér og ég átti ekk-
ert fyrir sjálfa mig - þetta var þræl-
dómur sem tók því meira á mig því
eldri sem bömin átta urðu. Colin,
maðurinn minn, var harður og vildi
aga, þó ég vilji ekki halda því fram
að hann sé slæmur faöir. En íjöl-
skyldutengslin voru aldrei sterk og
ég varð þunglynd og útshtin á taug-
Susan Rosenkowitz giftist nýlega
Terry Wilson. Hún hafði þá yfirgefið
átta börn, þar af sexbura, og fyrrver-
andi eiginmaðurinn sat eftir með
sárt ennið.
Þetta er eina myndin sem Susan
fékk að taka með sér af sexburunum
viö skilnaðinn. Þarna eru þeir 13
ára-
um með mín vandamál út af fyrir
mig. Þessu varö að ljúka.“
í september 1987 keyrði Susan með
þrjá yngstu syni sína á fótboltaæf-
ingu. Hún talaði stundum við þjálf-
ara þeirra, Terry Wilson, á meðan
strákarnir voru í búningsklefunum.
„Þetta var bara góður vinskapur á
milli okkar. En loksins fékk ég ein-
hvem til að trúa fyrir mínum mál-
um.“ Susan fór nú að læðast út á
nóttunni til að hitta Terry. Loks ósk-
aði Susan eftir skilnaði við Colin og
sagði honum að hún væri ástfangin
af öðrum manni. Sexburarnir voru
orðnir íjórtán ára. „Colin varð ras-
andi,“ segir Susan. „Hann sagði
börnunum hve svikul móðir þeirra
væri. Þau kölluðu mig hinum verstu
nöfnum. Elsti sonur minn sló mig
meira að segja.“
Svo flutti Susan að heiman og í
skilnaðarskilmálanum er ákvæði um
yfirráðarétt föðurins en jafnfrcunt að
móðirinn fái að sjá börnin sín oft.
„Bömin hafa hingað til neitað að
hitta mig,“ segir Susan. „Ég tel þaö
vera vegna þess aö faðir þeirra gefur
þeim neikvæða mynd af mér. Við
vorum gift í 22 ár og vonaði að við
gætum skihð með virðingu."
Þrátt fyrir að Susan hafi gengið í
gegnum erfitt tilfinningatímabil við
skilnaöinn sér hún alls ekki eftir því
að hafa byrjað nýtt líf með Terry.
Fyrir nokkru giftu þau sig í kyrrþey.
„Ég mun aldrei gefa bömin mín upp
á bátinn og vona að einn dag geti þau
heilsað mér opnum örmum. Ég get
fyrirgefið þeim allt og veit að það
hlýtur að vera faðir þeirra sem held-
ur þeim frá mér.