Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1989, Blaðsíða 4
4
LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1989.
Fréttir
Forstjóri Samábyrgðar íslands á fiskiskipum andvígur söluhugmyndum ráðherra:
Getur ekki selt það
sem einhver annar á
,3e væri ekki tilbúinn til þess
að selja bíl sem einhver annar á.
Samábyrgð íslands á fiskiskipum
er sjálfseignarstofhun og hefur ver-
ið byggð upp af þeim sem hafa
greitt iögjöld til hennar. Þetta kem-
ur mér því þannig fyrir sijónir að
þeir 'sem hafa gert stofnunina aö
því sem hún er í dag hljóti að eiga
hana," sagði Páll Sigurösson, for-
stjóri Samábyrgöar Islands á fiski-
skipum.
í hugmyndum Halidórs Ásgríms-
sonar sjávarútvegsráöherra um
nýjan úreldingarsjóð fiskiskipa er
meðal annars gert ráð fyrir að
Samábyrgðin verði seld til að afla
sjóðnum tekna. Af ummælum for-
stjóra fyrirtækisins má hins vegar
sjá aö hann telur ráðherra ekkert
umboð hafa til að selja það þar sem
ríkið eigi þaö alls ekki.
Lögum samkvæmt er skylt að
tryggja öll fiskiskip, sem eru minni
en 100 tonn, hjá Samábyrgð íslands
á fiskiskipum. Vátryggingarverð
þessara 599 báta er í dag um 7,5
miUjarðar króna. Auk þessa eru
strandferðaskip og skip Hafrann-
sóknastofnunar tryggð hjá fyrir-
tækinu. Þar ofan á bætast síöan
endurtryggingar á 60 fiskiskipum
sem eru stærri en 100 tonn og ekki
skylt samkvæmt lögum að tryggja
hjá Samábyrgðinni. Vátryggingar-
verð þessara skipa er nú um 4,5
milljaröar.
Eigiö fé Samábyrgðarinnar var f
árslok 1987 294 milljónir króna.
Tekjur fyrirtækisins af iðgjöldum
voru á þvf ári um 311 miHjónir.
- Væri ekki auðvelt að selja þenn-
an rekstur?
„Ef ég ætti fjármagn vildi ég
gjarnan kaupa hann. Eg er ekki í
nokkrum vafa um að það fengjust
einhverjir til þess aö greiða háar
fjárhæðir fyrir þennan rekstur,"
sagði Páll Sigurðsson.
I sfjóm Samábyrgðarinnar eru
tveir fulltrúar Landssambands út-
vegsmanna: Finnur Jónsson frá
Stykkishólmi og Sveinn Hjörtur
Hjartarson, hagfræðingur LÍÚ,
sem er formaöur stjórnarinnar.
Tveir fúlltrúar eru frá bátaábyrgð-
arfélögunum, Egill Þorfinnsson frá
Keflavík og Hjálmar Styrkársson
frá Reykjavik. Sjávarútvegsráð-
herra skipar einn stjómarmanna
og er sá faðír ráðherrans, Ásgrím-
ur Halldórsson frá Höfh.
„Ég tjái mig ekkert um þetta fyrr
eri búið er að ræða máhð á stjórnar-
fundi,“ sagði Ásgrímur. „Það er
nóg af blöðrurum f þjóðfélaginu
allt upp í ráðherra.“
-gse
Engin af breytingartillögum stjórnarandstöðunnar við fjárlögin var sam-
þykkt á Alþingi í gaer en hér má sjá Steingrím Hermannsson forsætisráð-
herra geispa þegar ein af tillögunum var borin undir atkvæði.
DV-mynd GVA
Deilt um heiöurslaun viö fjárlagaafgreiðslu:
Eiga bara að fá
fálkaorðuna
- sagöi Guðni Ágústsson
Yfirmaður Eldvamareftirlitsins:
Gerðum athuga-
semdir við gatið
á veggnum
Réttarhálsbruninn:
Húsiðeittaftíu
í burðarþols-
skýrslunni
Húsið aö Réttarhálsi 2 var eitt
tíu húsa sem rannsökuð voru
sérstaklega með tilhti til burðar-
þols og birt var skýrsla um, hin
margumtalaða burðarþols-
skýrsla.
I skýrslunni segir meðal annars
svo um Réttarháls 2: „Ef litið er
á byggingaráfangana sem tvær
sjálfstæðar byggingar er annar
áfanginn of veikburða til að
standast lárétta jarðskjálfta-
krafta... Stöðugleika hússins
gegn láréttu álagi er áfátt, hvort
sem litið er á húsið sem heild eöa
litið er á það sem tvær sjálfstæðar
einingar." Ennfremur segir að
teikningum hafi verið verulega
áfátt.
Að sögn verkfræðinga mun
burðarþol hússins ekki hafa skipt
verulegu máh í brunanum. Þó
benti einn á að athyglisvert yrði
að reikna út það lárétta álag sem
varð á súlum er hrundu undan
stálbitum, sem héldu þakinu
uppi, og bera saman við jarð-
skjálftakrafta. Væri þá mögulega
hægt að komast nærri um hvort
burðarþolsskýrslan væri rétt
hvað húsiö varðaði eða ekki.
Hafsteinn Pálsson verkfræð-
ingur er faglega ábyrgur fyrir
skýrslunni sem var gerð af Rann-
sóknastofnun byggingariðnaðar-
ins fyrir félagsmálaráðherra.
Hafsteinn vildi ekki tjá sig neitt
um málið þegar DV hafði sam-
band við hann þar sem það er á
rannsóknarstigi.
-hlh
Bruninn í
borgarráði
Borgarráð ræddi stórbrunann
aö Réttarhálsi 2 á fundi sínum í
gær. Slökkviliðsstjóri og vara-
slökkviliðsstjóri mættu á fundinn
og gerðu grein fyrir slökkvistarf-
inu og svöruðu fjölda spurninga
varðandi brunann.
Eins og fram kom í DV í gær
er brunabótamat alls hússins 310
milljónir. Tión mun vera á bilinu
75-90 prósent og því nema bæt-
umar vegna bmnans milli 210 og
270 milljónum. Húsatryggingar
era með endurtryggingu og er
reiknaö með að endurtryggingar-
aðihnn greiði um 150 milljónir og
Reykjavíkurborg allt að 120 millj-
ónir.
-hlh
Til snarpra umræðna kom við af-
greiðslu fjárlaga þegar kom að heiö-
urslaunum listamanna. Var farið
fram á nafnakall og sagði Guðni
Ágústsson þegar hann gerði grein
fyrir atkvæði sínu að hann liti á þetta
sem ranga aðferö við að heiðra aldr-
aða listamenn enda væm margir sem
þar kæmust aldrei að þó verðugir
væra. Sagði hann að nóg væri að
veita þessum hstamönnum fálkaorð-
una. Hann var eini þingmaðurinn af
þeim sem viðstaddir voru sem veitti
málinu ekki jáyrði sitt. Sat hann hjá.
Fjárlög fyrir árið 1989 voru af-
greidd frá Alþingi seinnipartinn í
gær með 30 samhljóða atkvæðum við
heldur misjafnar undirtektir hjá
stjórnarandstöðunni. Sjálfstæðis-
flokkurinn hundsaði að mestu leyti
atkvæðagreiðsluna og aðeins ein
breytingartillaga kom frá þeim. Þor-
steinn Pálsson sagði að hér væri um
að ræða pappírsgagn en ekki eigin-
legt frumvarp að fjárlögum. Kvenna-
listinn flutti nokkrar breytingartil-
lögur en þær voru allar felldar, svo
og allar aörar breytingartillögur
stj ómarandstöðunnar.
-SMJ
„Við höfðum gert athugasemdir
við gat á brunavamaveggnum milli
húsanna við skoðun á húsinu á síð-
asta ári. Þeir segjast hafa verið á leið-
inni að setja hurð í gatið en það var
ekki komið lengra en svo að veggur-
inn var nær gagnslaus sem bmna-
vöm,“ sagöi Gunnar Ólason, yfir-
maður Eldvamareftirhtsins, við DV.
- Genguð þið ekki eftir því að þetta
yrðilagað?
„Nei það gerðum viö ekki. Það er
„Byggingaraðili á að tilkynna til
slökkviliösstjóra um tilhögun á frá-
gangi byggingar og þegar henni er
lokiö á að kalla slökkviliðsstjóra til
og fá samþykki hans. í þessu tilfelli
hefði slökkviliðsstjóri átt að fylgjast
með framkvæmdum þar sem breyt-
ingar urðu á teikningum og allar for-
sendur breyttust,“ sagði Guðgeir
Pétursson, skrifstofustjóri hjá bygg-
ingarfúlltrúa Reykjavíkurborgar,
við DV.
Á teikningum að húsinu aö Réttar-
hálsi 2 er stimpill þar sem stendur:
„Frágangur háður samþykki
„Þessi uppákoma öll saman er
skólabókardæmi um hvernig hlut-
irnir eiga ekki að vera. Húsið aö
Réttarhálsi átti, eins og þaö var þegar
upp var staðið, burt séð frá fyrri
byggingastigum, að vera sent hingað
til bmnamálastofnunar og það tekið
fyrir sérstaklega. Vegna stærðar
þess og þeirra hætta sem felast í
starfseminni átti þaö skilyrðislaust
að vera hannað sérstaklega meö til-
liti til brunavama. Athugasemdir
Eldvamareftirhts em ekki annað en
fálm í þessu sambandi,” sagði Berg-
þannig að við veitum aðeins áminn-
ingar og menn komast lengi upp með
aö yppa öxlum. Virkt eftirlit fæh það
í sér að við gætum lokað staðnum
með innsigli en svo er ekki. Hús þetta
var upprunalega ætlað undir bíla-
verkstæði en var breytt í gúmmí-
vinnustofu sem fékk sífellt stærri
lager. Við munum líta á önnur hús
af svipuðu tagi en þau eru ekki fleiri
eins og þetta.
slökkvihðsstjóra". „Þessi stimpill er
til að vara menn við svo þeir passi
sig.“
Hrólfur Jónsson varaslökkviliðs-
stjóri segir að slökkviliðið geti ekki
verið með 60 manns í stöðugu eftir-
liti en ljóst sé að göt séu í þessu eftir-
litskerfi. „Ef maður frá okkur hefði
fylgst með byggingunni á öllum stig-
um hefði þetta aldrei farið svona. Við
verðum að beina okkur að rótinni
og treysta á að menn fari eftir lögum.
Þar verður bara misbrestur á.“
steinn Gizurarson brunamálastjóri
viöDV.
„Húsið fól í sér gífurlega eldhættu
og ekkert var gert í málinu. Eld-
varnareftirlitið átti að sjá til þess að
hlutimir yrðu gerðir þannig að frá-
gangur væri fullnægjandi eða senda
málið til okkar vegna eðlis bygging-
arinnar. Samkvæmt lögum um
brunav£irnir bera sveitarstjórnir og
slökkviliðsstjóri á hverjum stað
ábyrgð á brunavömum."
-hlh
Byggingarfulltrúi:
Slökkviliðsstjóri átti
að fylgjast með
byggingunni
-hlh
Bergsteinn Gizurarson brunamálastjóri:
Athugasemdir Eldvarnar
eftirlits aðeins fálm