Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1989, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1989, Side 5
LAÚGARDAGÚR 7. jÁtíÚA^R Í98Ó. í Fréttir Bifreiðaskoðun íslands neytendum dýr: Gjöldin allt að þrisvar sinnum hærri Öll gjöld eru til muna hærri hjá Bifreiöaskoöun íslands en var hjá Bifreiðaeftirliti ríkisins. Nú er tekinn söluskattur af allri þjónustu - en það var ekki gert þegar Bifreiðaeftirlitið veitti þessa þjónsutu. Þessi þjónusta er bifreiðaeigendum til muna dýrari nú en áður var. Fyrst í stað breytist þjónustan ekki neitt. Þó hefur skoð- unarstöðvum verið fækkað. Mest hefur skoðun á sérútbúnum bifreiðum hækkað. Til áramóta kost- aði skoðun á þannig ökutæki þrjú þúsund krónur. Eftir áramót hækk- aði gjaldið í tíu þúsund. Þar af er hlutur Bifreiðaskoðunar 8.000. Af- gangurinn er söluskattur. Hækkunin er 233,5 prósent. Skoðun á bifreiðum sem eru fimm tonn eða meira á þyngd - hækkaði úr tólf hundruð krónum í 3.800. Hlut- ur Bifreiðaskoðunar er 3.040 krónur. Hækkunin er 217 prósent. Fyrsta skoðun á inníluttri notaðri bifreið var 1.500 krónur - en er 4.500 krónur. Hlutur Bifreiðaskoðunar er 3.600 krónur. Hækkunin er 200 pró- sent. Þaö sama gildir yfir bifreiðar sem eru endurskráðar. Númeragjald hækkar einnig veru- lega. Áður kostuöu venjuleg númer 1.500 krónur. Númer með endurskini kostuðu 2.700 krónur. Öll nýju núm- erin eru með endurskini. Þau kosta nú 3.800 krónur. Þar af er hlutur Bifreiðaskoðunar 3.040 krónur. Mesta hækkun er því 153 prósent. Venjulegt skoðunargjald og endur- skoðun hækkar um 58 prósent hvort gjald. Venjuleg skoðun kostaði áður 1.200 krónur - en kostar nú 1.900 krónur. Hlutur hins nýja fyrirtækis er 1.520 krónur. Endurskoðun hækk- ■ aöi úr 600 krónum í 950 krónur. Hlut- ur Bifreiðaskoðunar af því gjaldi er 720krónur. -sme Á súluritunum má sjá þær gjaldbreytingar sem urðu við tilkomu Bifreiöa- skoðunar íslands. Þess skal getið að söluskattur er nú innheimtur af gjöldun- um. Það var ekki gert í tið Bifreiðaeftirlitsins. Bifreiðaeigendur þurfa að greiða mun meira, og allt að þrisvar sinnum meira, fyrir þjónustu eftir breyt- ingarnar. Eins og sjá má varð hækkunin mest á skoðun á sérútbúnum bil- um - eða 233 prósent. Hækkunin á númeragjaldinu er mest 153 prósent. Ef miðað er við endurskinsnúmer er hækkunin 41 prósent. NYJUSTU FRETTIR AF METSÖLUBÓKINNI í LANDSBANKANUM: RAUNÁVÖXTUN KJÖRBÓKAR VAR FRÁ 8,57% Á ÁRINU 1988 Já, það kemurmörgum á óvartað óbundin ávöxtunarleið eins og Kjörbók skuli bera slíka raunávöxtun. En ástæðan er samt einföld. Kjörbókin er sveigjanleg í allar áttir og höfundar hennar í Landsbankanum taka sífellt með í reikninginn breytilegar aðstæður. Þannig ber Kjörbók háa grunnvexti, ávöxtunin er reglulega borin saman við verðtryggða reikninga og þeir sem eiga lengi inni eru verðlaunaðir sérstaklega með afturvirkum vaxtaþrepum eftir 16 og 24 mánuði. Raunávöxtun Kjörbókar árið 1988 var 8,57%. Þeirsem átt höfðu innstæðu óhreyfða í 16 mánuði fengu 9,92% raunávöxtun á árinu og 24 mánaða óhreyfð innstæða gaf 10,49%) raunávöxtun á sama tfma. Þér er óhætt að leggja traust þitt og sparifé á Kjörbókina strax. Hún bregst ekki frekar en fyrri daginn. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.