Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1989, Side 6
6
LAUGARDAGUR 7. JANUAR 1989.
Utlönd
DV
Shultz fær auk-
inn stuðning
George Shultz, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, tókst í gær að fá
Kanadamenn og Egypta til aö styðja
ásakanir hans á hendur Líbýumönn-
um um að þeir hafi reist efnavopna-
verksmiðju.
„Við erum ekki í vafa. Við trúum
því að geta til að framleiða efnavopn
þarna sé fyrir hendi," sagði Joe
Clark, utanríkisráðherra Kanada,
eftir fund með Shultz í gær.
„Kanadamenn vona að hægt verði
að leysa þetta mál án þess að ofbeldi
veröi beitt," bætti hann viö.
Bandaríkjamenn hafa ekki útilok-
að sprengjuárás á verksmiðjuna sem
er við Rabta, um fimmtíu kílómetra
frá Trípolí.
Shultz átti einnig fund með Roland
Dumas, utanrikisráðherra Frakk-
lands. Dumas fékk að sjá myndband
sem sýnir líbýsku MIG-þoturnar sem
skotnar voru niður á miðvikudag.
Bandaríkjamenn segja að mynd-
bandið sanni að þoturnar hafi verið
vopnaðar, öfugt við það sem Líbýu-
menn segja. Dumas sagði að sýning-
unni lokinni aö myndbandið væri
ákaílega áhrifaríkt.
Frakkar hafa hingað til ekki viljað
lýsa því ákveðið yfir að þeir trúi
þeirri skýringu Bandaríkjamanna að
líbýsku þotumar hafi verið skotnar
niður í sjálfsvörn. Taliö er líklegt að
Frakkar óttist að hryðjuverk muni
beinast gegn þeim ef þeir lýsa of af-
dráttarlausum stuðningi við Banda-
ríkjamenn.
Reuter
Enginn árangur
viðræðna
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækur ób. 2-4 Lb
Sparireikningar
3jamán. uppsogn 2-4,5 Lb
6mán. uppsógn 2-4,5 Sb
12 mán. uppsögn 3,5-5 Lb
18mán. uppsbgn 8 Ib
Tékkareikningar, alm 0,5-1 Allir nema Vb
Sértékkareikningar 0,5-4,0 Ab
Innlán verðtryggö Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1-2 Vb
6mán. uppsbgn 2-3,5 Sp.Ab,- Vb.Bb
Innlánmeð sérkjörum 3,5-7 Lb
Innlángengistryggð
Bandarikjadalir 7,5-8,5 Ub.Bb,- Vb.lb
Sterlingspund 11-12,25 Úb
Vestur-þýsk mórk 3,75-5 Ab
Danskar krónur 6,75-8 Vb.Sb,- Ab
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvixlar(forv.) 11-12 Lb
Viöskiptavíxlar(forv.) (1) kaupgengi
Almenn skuldabréf 12-12,5 Vb
Viöskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir
Hlaupareikningar(vfirdr.) 14,5-17 Lb
Utlán verðtryggð
Skuldabréf 8-8,75 Vb
Útlántilframleiðslu
Isl. krónur 12-12,5 Lb.Sb,- Bb.Ob
SDR 9.5 Allir
Bandarikjadalir 11-11,5 Úb
Sterlingspund 14,50- allir
14,75 nema Úb
Vestur-þýsk mork 7,25-7,5 allir
nema Úb
Húsnæðislán 3.5
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 27,6 2.3 á mán.
MEÐALVEXTIR
óverötr.jan. 88 12,2
Verötr. jan 88 8.1
VÍSITÖLUR
Lánskjaravisitalajan. 2279 stig
Byggingavísitalajan. 399,5 stig
Byggingavísitalajan. !25,4stig
Húsaleiguvisitala Engin hækkun Verð- stöðvun
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóóa
Einingabréf 1 3,436
Einingabréf 2 1,933
Einingabréf 3 2,231
Fjölþjóóabréf 1,268
Gengisbréf 1,586
Kjarabréf 3.417
Lífeyrisbréf 1.727
Skammtímabréf 1.195
Markbréf 1,813
Skyndibréf 1,045
Sjóösbréf 1 1,644
Sjóósbréf 2 1,381
Sjóösbréf 3 1,168
Tekjubréf 1,545
HLUTABREF
Söluverö aó lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Almennar tryggingar 130 kr.
Eimskip 380 kr.
Flugleiðir 288 kr.
Hampiöjan 155 kr.
Hlutabréfasjóður 151 kr.
lönaöarbankinn 177 kr.
Skagstrendingur hf. 200 kr.
Útvegsbankinn hf. 134 kr.
Verslunarbankinn 146 kr.
Tollvörugeymslan hf. 126 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki
kaupa viðskiptavíxla gegn 31% ársvöxt-
um og nokkrir sparisj. 30,5%.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar-
bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Nánari upplýslngar um peningamarkað-
inn birtast i DV á fimmtudögum.
Engar niðurstöður fengust úr vlð-
ræðum Sovétmanna og afganskra
skæruliða í Islamabad í Pakistan í
gær. Viöræðuaðilar reyndu aö kom-
ast aö samkomulagi um samsetningu
ríkisstjórnar í Afganistan eftir að
sovéski herinn er allur á brott en
ekkert miðaði áfram.
Fulltrúar skæruliða sögöu að ekk-
ert samkomulag hefði náðst. Sögöu
þeir að ekkert samkomulag myndi
nást fyrr en rót vandans og ófriöar-
ins í Afganistan, sovéska herliðið,
væri á brott og leppstjórnin í Kabúl
farin frá.
Yuli Vorontsov, sendiherra Sovét-
ríkjanna í Kabúl, sem stjómaöi viö-
ræðunum fyrir hönd þeirra, sagðist
Síkharnir tveir, sem í gær vom
hengdir fyrir morðið á Indiru Gand-
hi, fyrrum forsætisráðherra Ind-
lands, dóu með heróp uppreisnar-
gjarnra síkha á vörunum.
„Blessaður sé hann sem segir að
sannleikurinn sé Guö,“ öskruöu þeir
Satwant Singh, tuttugu og fjögurra
ára, og Kehar Singh, fimmtíu og fjög-
urra ára, þegar böðlar í Tiharfang-
elsinu í Nýju Delhi settu svartar hett-
ur yfir höfuð þeirra. Þeir voru báðir
settir í gálgann um leið.
Lögreglan í Punjab sagði að tvær
ósprungnar sprengjur hefðu fundist
ekkert vilja tjá sig um þetta mál fyrr
en á blaðamannafundi í dag áður en
hann fer frá Islamabad.
Viðræðurnar í gær fóru fram í ró-
legheitum en fyrirfram var ekki
búist við miklum árangri af þeim,
meðal annars vegna þess að ekki
vom allir leiðtogar skæruhða við-
staddir.
Skæruliðar eru ekki einhuga um
allar kröfur sínar en um þær veiga-
mestu er ekki ágreiningur. Þær eru
að núverandi stjórnarflokkur skuli
ekki njóta neinna forréttinda eftir að
Sovétmenn eru á brott og að Sovét-
menn þurfi að hypja sig áöur en sam-
ið er um nokkurn skapaðan hlut.
Reuter
í msh í borginni Ludhiana. Kveikt
var í þremur fólksflutningabifreið-
um og aö minnsta kosti fjórir létu
lífiö í átökum.
Þetta þykir rólegur dagur í Punjab
þar sem tvö þúsund og fimm hundr-
uð manns létu lífið í óeirðum í fyrra.
Kalt og blautt veður kann að hafa
komið í veg fyrir að hefndaraðgerðir
vegna aftökunnar yrðu mjög öflugar,
enn sem komið er að minnsta kosti.
Síkhar höfðu heitið því aö hefna
grimmilega fyrir aftökuna í gær.
Reuter
Trilok Singh, faðir Satwants Singh sem myrti Indiru Gandhi, gengur burt
eftir að lögregla hafði meinað honum að fara til fangelsisins þar sem son-
ur hans var hengdur í gær. Simamynd Reuter
Veður hamlar
hefndum
George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, horfir út um gluggann á
kaffihúsi í París meðan hann bíður eftir að Roland Dumas, utanrikisráð-
herra Frakka, komi. Þeir snæddu hádegisverð á kaffihúsinu í gær.
Símamynd Reuter
Keisarinn að
dauða kominn
Heilsa Hirohitos Japanskeisara
versnaði til mmia í gær eftir að
blóðþrýstingur hans lækkaði mikið
á fmuntudag, að sögn embættis-
manna í keisarahöllinni i Tókíó.
„Hraður andardráttur hans í
morgun bendir tíl þess að honum
hafi hrakaö og að máttur hans
þverri," sagöi einn embættismaður
í gær.
Síðdegis í gær virtist sem hinn
áttatíu og sjö ára gamli keisari ætti
auöveldara með að anda en um
morguninn en ástand hans var
ekki orðiö stöðugt.
Hirohito hefur verið lengur við
völd en allir aðrir þjóöhöfðingjar.
Hann hefur verið alvarlega sjúkur
síöan hann veiktist illa 19. septem-
ber síðastliðinn. Blóðþrýstingur-
inn er mjög lágur og blóðgjafir hafa
sífellt minni áhrif.
Embættismenn báru til baka orð-
róm um að keisarinn lægi i dái.
„Hans hátign er enn með meðvit-
und,“ sagöi hann. Hins vegar var
skýrt frá því að nýru keisarans
væru hætt að starfa vegna lágs
blóðþrýstíngs.
í gær var talið líklegt aö keisar-
inn ætti mjög skammt eftir ólifað,
jafnvel einungis örfáar klukku-
stundir.
Reuter
Madonna sækir
um skilnað
Söngkonan Madonna sótti á legan ágreining þeirra hjóna.
fimmtudag um skilnaö frá manni Þau hafa verið gift frá því 1985.
sínum, leikaranum Sean Penn. Reuter
Ástæðuna sagði hún vera ósættan-
Myndin var tekin af þeim Madonnu og Sean Penn í samkvæmi sem
haldið var fyrir hnefaleikabardaga þeirra Tysons og Spinks þann 27.
júní á síðasta ári. Simamynd Reuter