Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1989, Page 8
8
LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1989.
Fyrirsætan Andrea Brabin heima á Islandi í jólafríinu. Ljósmyndari DV hafði á orði að það væri frábært að mynda stúlku sem
vissi nákvæmlega hvernig ætti að bera sig að. DV-mynd Brynjar Gauti
verið á réttum stað á réttum tíma.
Ég hef aðallega unnið fyrir frönsku
blöðin en það er ekki mikla peninga
að hafa frá þeim. Hins vegar þénar
maður miklu meira í New York og
ég lifi ennþá á þeim peningum sem
ég fékk þar. í New York getur maður
lent í verkefni þar sem himinháar
greiðslur eru í boði.“
Þegar Andrea er spurð hvort hún
hafi orðið vör við mikla fíkniefna-
neyslu í starfi sínu segir hún það
ekki vera. „Ég veit að það er talsvert
í London, eitthvað í París en ég sá
aldrei neitt slíkt í New York,“ segir
hún. „Ameríkanar eru orðnir mjög
meðvitaðir um allt óheilbrigði og
leggja mikið upp úr heilbrigðu líf-
erni.“
Frægtfólk
í matarboðum
í gegnum starf sitt hefur Andrea
hitt margt frægt fólk. „Yfirleitt verð-
ur maöur fyrir vonbrigðum er maður
hittir svokallað frægt fólk. Aðallega
sér maður þetta fólk í matarboðum
og það talar venjulega ekki mikið við
aðra. Mér finnst auðvitað spennandi
að hitta þetta fólk en það er lokað
og nennir ekki að tala við mann. Ég
hef hitt Roman Polanski nokkrum
sinnum og kærustu hans. Ég hitti
Sting um daginn og hann var einn
af fáum sem ég hef hitt af þessu fræga
fólki sem var vingjarnlegur. Ég hef
auk þess stundum borðað með fræg-
um tískuhönnuðum en þá sér maður
ekki í tískuhúsunum."
Ótrúleg reynsla
iUídrea segir aö fyrir • nokkrum
árum, er hún starfaði á bensínstöð,
hefði hún aldrei látið sér detta í hug
að líf hennar ætti eftir að breytast
jafnmikið og raun ber vitni. „Ég átti
alls ekki von á að þetta myndi allt
saman gerast og hefði sjálfsagt ekki
trúað því ef einhver hefði sagt mér
það. Þaö kemur líka fyrir mig stund-
um, er ég geng inn í stúdíó að morgni,
að ég fer að hugsa út í þetta starf
mitt. Og mér finnst þetta oft óraun-
verulegt. En mjög skemmtilegt.
Það kemur auðvitað stundum yfir
mig heimþrá þegar ég er á löngum
og erfiðum ferðalögum en mig hefur
aldrei langað til að hætta þessu
starfi. Mér finnst líka að þar sem ég
er komin í þetta starf þá eigi ég ekki
að hætta fyrr en ég hef safnað mér
einhverjum peningum."
Ford-sigurvegari á uppleið:
Hin mörgu andlit
Andreu Brabin
Andrea Brabin, sigurvegari í Ford
keppninni 1986, hefur getið sér góðan
orðstír á erlendri grundu sem fyrir-
sæta. Andrea Brabin starfaði sem
afgreiðslustúlka á bensínstöð er hún
ákvað að senda myndir af sér í Ford-
keppnina, sem þá var á vegum Vik-
unnar hér á landi. Hún bar sigur úr
býtum það árið ásamt Valgerði Back-
man.
Andrea tók þátt í keppninni Sup-
ermodel of the World, sem haldin er
á vegum Ford Models, sumarið 1987
og hafnaöi þá meðal sex efstu stúlkn-
anna. Sá árangur tryggði henni
starfssamning við Ford Models.
Andrea var þá aöeins sautján ára og
síðan hefur ýmislegt gerst í lífi henn-
ar. Fyrsta árið sitt flakkaði hún um
Bandaríkin sem fyrirsæta, starfaði
um átta mánaöa skeið í London og
síðan í París.
Andrea Brabin kom heim til ís-
lands í jólaleyfi, meðai annars til að
halda upp á tvítugsafmæli sitt á jóla-
dag. Hún kom hingað frá París þar
sem hún hefur starfað undanfarið en
þaðan hefur hún flogið út um allan
heim í myndatökur. Til dæmis fór
hún í myndatökur til Afríku í nokkra
daga.
Ástralía,
draumaheimur
„Þetta hefur veriö viðburðaríkt ár
hjá mér,“ sagði Andrea er hún leit
inn á ritstjóm DV milli jóla og ný-
árs. „Ég starfaði um tveggja mánaða
skeið í Sidney í Ástralíu. Það var
mikil lífsreynsla að kynnast Áströl-
um. Þó að ég væri aðallega að vinna
í Sidney þá fór ég í ferðalög út í eyði-
mörkina, til Melbourne og víðar.
Þetta er draumaland. í Sidney er fyr-
irsætuheimurinn ekki eins harður
og í Evrópu enda miklu minni mark-
aður. Þó vorum við talsvert margar
sem fórum þangað í janúar og febrú-
ar því þá var kaldur vetur annars
staðar."
Komin í
ákveðna hringiðu
Andrea er komin með ákveðna
reynslu í fyrirsætustarfinu og segist
vera komin inn í ákveðna hringiðu.
Það tekur venjulega nokkur ár að
komast inn í þá hringiðu en Andrea
var heppin að komast það strax. Hún
þakkar það velgengni sinni í keppn-
inni um supermódelin.
„Ég er auðvitað enn að safna
myndum. Maður er alltaf að safna
sér góöum myndum og skiptir þá um
ef maður fær einhverja sem er betri
en önnur. Ég þarf hins vegar ekki
að kaupa mér myndir í bækurnar og
labba síðan með bókina umboðs-
skrifstofa á milli. Ég slapp alveg við
það enda hef ég alltaf nóg að
gera,“segir Andrea.
Gengið
vel í París
Eftir dvölina í Sydney fórhúnaftur
til Parísar. „Mér hefur gengið mjög
vel í París, Ætli ég hafi ekki bara
Stöðug
ferðalög
Andrea segist í raun ekki eiga
neinn fastan samastað þó að hún sé
með íbúð í París. „Umboösskrifstof-
an útvegaði með leiguíbúð en ég er
bara alltaf á mjög miklum ferðalög-
um. Ég er oft kölluð yfir til Ítalíu í
myndatökur.“
Andrea á unnusta, Jeff Louis, sem
búsettur er í Chicago. Þau kynntust
árið 1986 er Andrea fór fyrst til
Bandaríkjanna. „Þótt við séum enn-
þá saman þá búum við sitt í hvorri
heimsálfunni en hittumst þó oft því
ég fer oft yfir til Bandaríkjanna að
vinna, yfirleitt einu sinni í mánuði.“
Andrea ætlar að heimsækja kærast-
ann nú 1 janúar.