Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1989, Side 9
LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1989.
r w » r * » m t • - 9
Ford Models leitar að nýjum fyrirsætum:
Tíu milljónir
standa til boða
Ellert Schram, ritstjóri DV, óskar hér móður Ágústu Ernu til hamingju
með sigur dótturinnar.
Stúlkurnar sex sem valdar voru til úrslita af Eileen Ford hér á landi sl.
vor. Myndin var tekin á spennustund eins og sjá má á svip stúlknanna.
Þær heita, frá vinstri: Herdís Dröfn Eðvarðsdóttir, Sigriður Stefánsdótt-
ir, Soffía S. Sigurgeirsdóttir, Ágústa Erna Hilmarsdóttir, Þórdís Hadda
Yngvadóttir og Sjöfn Evertsdóttir.
Ford Models
er bakhjarl
Nú er sá tími runninn upp að DV
óskar eftir stúlkum sem áhuga hafa
á að komast í fyrirsætustörf hjá Ford
Models. Andrea segir að hún hefði
aldrei náð jafnlangt ef hún hefði ekki
haft Ford á bak við sig. „Þetta er allt
saman ein klíka,“ segir hún. „Maður
þarf að hafa einhvern við bakið á sér
í þessu starfi. Eileen Ford fylgist allt-
af með mér. Hringir í mig annað slag-
inn til að spyija hvernig gangi og
hefur samband við umboðsskrifstofu
mína. Ef henni fmnst ég ekki fá nógu
mikið að gera þá rífst hún og heldur
öllu gangandi."
Andrea segir að hún vinni með
mismunandi ljósmyndurum frá degi
til dags. „Sumir eru frekir og óþolin-
móðir og maður þarf aö sætta sig við
í þessu starfi að sýna þolinmæði og
vera undir það búinn að vinna með
mismunandi fólki. Um daginn vann
ég til dæmis með ljósmyndara sem
tók myndir af Marilyn Monroe á sín-
um tíma. Það var skemmtileg tilfinn-
ing að vinna með þeim manni sem
hafði slíka reynslu. Ég hef starfað
mikið fyrir franska tímaritið Marie
Claire undanfarið. Einnig vann ég í
fyrsta skipti um daginn fyrir amer-
íska Vogue-blaðið.
Það kemur fyrir að maður vinnur
fyrir ákveðið blað og ef ljósmyndar-
inn er ekki ánægður með myndina
getur honum dottið í hug að fá aðra
fyrirsætu. Maður veit því aldrei
hvort það er mynd af manni sjálfum
sem á endanum birtist í blaðinu,"
segir Andrea. „í þessu starfi er það
heppnin sem ræður.“
Vinna í Afríku
Andrea segir að starfið geti verið
mjög erfitt. „Það er mjög misjafnt en
það getur verið erfitt. Fyrir mánuði
fór ég til Afríku, flaug í þrettán tíma,
var komin klukkan sex að kvöldi og
byrjaði að vinna klukkan íjögur um
nóttina og vann samfleytt til sex um
kvöldið. Eg var þarna í fjóra daga og
allir dagarnir voru eins, samfelld
vinna frá fjögur að morgni til kvölds.
Þar að auki var verið að mynda vetr-
arföt í steikjandi hita. Það voru erfið-
ir dagar,“ segir Andrea.
Agústa Erna Hilmarsdóttir var valin Ford-stúlkan 1988. Hún tók þátt i
keppninni Supermodel of the World sem fram fór síðastliðið sumar.
Ágústa mun væntanlega krýna arftaka sinn i april nk. DV-myndir GVA
Fordborgar
leiklistarnám
Andrea Brabin á mörg andlit eins
og sést á meðfylgjandi myndum. í
bandarískum sjónvarpsþætti, sem
sýndur var nýlega, sagði Eileen Ford
að hún væri viss um að Andrea Brab-
in væri verðandi kvikmyndastjarna
með sitt margbreytilega andlit. „Ég
er tilbúin til að greiða fyrir hana nám
í leiklistarskóla ef hún vfil,“ sagði
Eileen Ford. Andrea segist hafa
áhuga á að mennta sig þótt það verði
ekki alveg strax. „Hver veit nema ég
þiggi boð Eileen Ford,“ sagði hún.
Ef einhver furðar sig á nafni
Andreu Brabin er rétt að geta þess
að faðir hennar er Englendingur.
Hún ólst þó ekki upp hjá honum
heldur móður sinni sem er íslensk.
Andrea lítur því fyrst og fremst á sig
sem íslending. „Þaö er auðveldara
fyrir fólk aö muna nafn mitt heldur
en ef það heföi verið alíslenskt.
Væntanlega eigum við eftir aö
heyra meira frá Andreu Brabin í
framtíðinni því að stúlkan sú er á
mikfili uppleið í hinum harða heimi
fyrirsætunnar. -ELA
Fyrirsætustörf á erlendum vett-
vangi heilla margar ungar stúlkur.
Það getur hins vegar verið erfið-
leikum háð að komast áfram á
þeirri braut án hjálpar. Ford Mod-
els í New York hefur þess vegna
leitað að nýjum andlitum ár hvert,
bæði til að koma stúlkunum á
framfæri og ekki síður til að hjálpa
þeim að fóta sig í þeim harða heimi
sem starfinu fylgir.
DV hefur nú annað árið í röð tek-
ið að sér að finna stúlkur fyrir Ford
Models. Blaðið tekur á móti mynd-
um frá þeim stúlkum sem áhuga
hafa og kemur þeim til umboðs-
skrifstofu Efieen Ford. Það er síðan
á hennar valdi að velja stúlkur úr
þeim hópi sem taka munu þátt í
úrslitakeppni hér á landi.
Sigurvegari úr þeim hópi fær
tækifæri til að taka þátt í keppn-
inni Face of the 80’s - Supermodel
of the World, sem fram fer næsta
sumar. Sú sem hlýtur sigur í þeirri
keppni þarf ekki að kvíða framtíð-
inni. Verðlaunin eru um tíu millj-
ónir íslenskra króna auk samnings
við Ford Models.
Keppnin er ekki í anda fegurðar-
samkeppni og stúlkurnar þurfa
ekki að koma fram á sundbolum.
Þess í stað eru tækifærin á hverju
strái því keppninni er sjónvarpað
um öll Bandaríkin.
Þær stúlkur, sem áhuga hafa á
að vera með í keppninni í ár, þurfa
að senda mynd af sér hingað til DV
fyrir 10. febrúar næstkomandi.
Stúlkurnar þurfa að senda skýra
og góða mynd því að myndirnar
skipta öllu máli. Lágmarkshæð er
170-172 sm og að sjálfsögðu er ætl-
ast til að stúlkurnar séu grann-
vaxnar. Myndirnar þurfa að vera
vel merktar með nafni, heimilis-
fangi og símanúmeri.
Setjið myndina í umslag merkt:
Ford-keppnin, Helgarblað DV,
Þverholti 11, Pósthólf 5380, 125
Reykjavík.
-ELA
Strax 2. janúar hélt hún tfi New
York þar sem hún ætlaði að vera í
tvo daga hjá vinkonu sinni. Síðan lá
leiðin til Chigago þar sem hún ætlar
að dvelja í tvær til þrjár vikur. „Ég
hef fengið tfiboð frá Vogue á Ítalíu.
Ef af því verður styttist dvöl mín í
Chigago því engin fyrirsæta sleppir
tilboði frá Vogue. Þá er ég bókuð til
Mexíkó 21. janúar og verð þar í
nokkrar vikur. Síðan fer ég aftur til
Parísar. Ég veit aldrei fyrirfram hvað
bíður mín. Það er kannski búið að
bóka mig einhvers staðar á ákveðn-
um degi en síðan getur þaö breyst.
Ef tilboðið frá Vogue stendur enn, fer
ég til Grikklands 15. janúar. Þessir
menn eru alltaf að plana eitthvað og
alltaf aö breyta líka.“
Andrea var sautján ára þegar hún
fór út í fyrsta skipti og henni fannst
það ekki of snemmt. „Ég hef aldrei
lent í neinu slæniu. Sumar stúlkur
hafa lent í mönnum sem hafa reynt
að tæla þær en ég hef bara verið
mjög heppin," segir hún.
Pwre
Geniuj