Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1989, Page 13
LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1989.
13
og Bretlandi eru kannski tíu stöðvar
á markaðnum með mismimandi
hlustun en það er auglýst í þeim í
samræmi við þá hlustun sem þær
hafa. Auglýsingaverðið fer eftir vin-
sældum. Stöðvamir spila líka inn á
ákveðna markaði. Ein sérhæfir sig
fyrir unglinga, önnur fyrir eldra fólk
og sú þriðja fyrir annan hóp, svo eitt-
hvað sé nefnt. Hér höfum við ekki
efni á slíkri breidd því við erum allt-
af með stefnu á toppsætið."
Sameining
heppilegust
- Þýðir nokkuð fyrir þessar tvær
stöðvar að berjast um þennan litla
markað?
„Fyrir hlustendur er þetta ágætt
fyrirkomulag vegna samkeppninnar.
Rekstrarlega séð er þetta ekkert
sniðugt til lengdar. Það er dýrt að
tapa og oft sársaukafullt því upp-
sagnir fylgja í kjölfarið. Að öllu leyti
væri skynsamlegast að eitt fyrirtæki
ræki Stjörnuna og Bylgjuna. Þá er
ég ekki að tala um eina útvarpsrás
heldur tvær. Fréttastofa, auglýsinga-
deild og tæknivinna gæti verið undir
einum hatti. Þetta eru hlutir sem
forráðamenn þessara stöðva hafa
rætt um en strandar á mismunandi
afstöðu manna til eignarhalds og
hvemig ber að meta stöðvamar í
þessu sameiginlega fyrirtæki. Menn
greinir á um hvort meta eigi stöðv-
amar eftir efnahagsreikningum en
hin hliðin álítur að ársreikningar
segi ekki aUt um verðmæti stöðv-
anna, því hvor stöðin haldi hinni
niðri fjárhagslega þannig að þeirra
ávinningin- væri að sameinast á
helmingaskipta grundvelli. Menn
hafa ekki náð saman vegna þessa og
það er aðalmálið. Svona til framtíðar
litið þá verða stöðvamar í hörku-
samkeppni og ég held að ef Þorgeir
og félagar geti byijað með hreint
borð þá muni þeir ná ágætis ár-
angri. Frá mínum bæjardymm séð
er komin þreyta í Bylgjuna. Þar á
bæ hafa menn verið að reyna fyrir
sér með ákveðna dagskrá en hér er
verið að byija á fersku og nýju. Mað-
ur sér það samt í hendi sér að þessar
tvær stöðvar með fjögurra manna
íréttastofu hvor hafa ekki roð við
þijátíu manna fréttastofu Ríkisút-
varpsins.
Allt veltur þetta á peningum. Á
meðan Ríkisútvarpið hefur skatt-
peninga almennings höfum við ein-
göngu auglýsingatekjur sem sveifl-
ast til og ffá eftir vinsældum stöðv-
anna. Af þeim tekjum okkar þurfum
við að borga 25% söluskatt sem aðrir
fjölmiðlar þurfa ekki. Samkeppnis-
staða okkar er því mjög erfið.“
Mikill
skuldahali
- Nú er spáð miklum samdrætti á
auglýsingamarkaðnum sem þegar
hefur sýnt sig. Geta báðar útvarps-
stöðvamar lifað ef hrun verður á
þeim markaði?
„Þar sem þetta er einkarekstur þá
hefur hann alla möguleika á að draga
úr kostnaði og það hafa báðar stöðv-
amar verið að gera í mannahaldi.
Það hefur verið talað um að minnka
launakostnað um fjömtíu prósenL
Það hefur okkur tekist hér. Ýmis
annar kostnaður hefur verið skorinn
niður. Því miður em þessar stöðvar
með mikinn skuldahala á bakinu af
öllum sínum tækjum og tólum vegna
þess hversu stutt er síðan þær kom-
ust á legg. Ef það væri ekki yrði þetta
aUt miklu viðráðanlegra. Þröskuldur
okkar er því annars vegar Póstur og
sími, sem selur sig fimadýrt, og hins
vegar STEF-gjöld sem em okkur
þungur baggL Þau em sett á stöðina
í samræmi við hvað hún hugsanlega
nær mörgum eyrum en í engu sam-
ræmi við mögulegar tekjur. Stöðin
þarf að borga um fjórar miHjónir á
ári í STEF-gjöld og mér verður stund-
um hugsað til Hljóðbylgjunnar sem
nýlega fór að senda út á Reykjavíkur-
svæðinu þvi hún er að nálgast þessa
upphæð lika. Ég vona að þeir hjá
Stefi muni taka tillit til aðstæðna í
komandi samningum."
- Nú skuldar Stjaman menningar-
sjóði margar miUjónir. Getur hún
borgað?
„Það var ákveðið mál hjá mér að
borga ekki í menningarsjóð meðan
Jón Ólafsson hjá Bylgjunni sæti í
Stjóminni. Þar sem Jón var svo
ósmekklegur að neita að víkja úr
stjóminni þá fannst mér við fóma
meiri hagsmunum en minni með því
að upplýsa Jón um hvemig sam-
keppnisstaða okkar væri. Við skuld-
um menningarsjóði en það má líka
horfa á það að þetta em okkar eigin
peningar því menningarsjóður út-
hlutar þeim aftur til stöðvanna. Ég
og Þorgeir Ástvaldsson emm búnir
að skrifa bréf til næstu stjórnar
menningarsjóðs, sem tekur við fljót-
lega, og bjóðast til að gera upp og
leita samninga með hvaða hætti þau
skil geti farið fram. Ég kvíði ekki
neinum menningarsjóði."
Ringulreið í
dagskrárstefnu
- Fijálsu stöðvamar hafa valið
óreynt, ungt og oft illa talandi fólk í
dagskrána hjá sér. Fólk sem vinnur
við útvarp fremur ánægjunnar
vegna en að fá sæmileg laun. Kemur
það ekki fram í gæðum dagskrár og
þá minnkandi hlustun þegar fram í
sækir?
„Það er hrikaleg ringulreið. í dag-
skrárstefnu beggja stöðvanna. Rykið
er að setjast á og menn em að átta
sig á því hvað það er sem skiptir
máh og hvað ekki. Ég held að menn
átti sig á því í leiðinni að það þýðir
ekkert að vera að bjóða hlustendum
upp á illa talandi og illa upplýsta
dagskrárgerðarmenn. Það verður
ekki framtíðarstefnan.“
- Vinna á útvarpsstöðvunum virðist
vera mjög ótrygg og stöðugar upp-
sagnir og breytingar. Verður ekki
erfitt að fa sæmilega gott fólk?
„Það er alveg ljósL Gífurlega mikl-
ar sveiflur era í gangi og viss tauga-
veiklun hjá stjómendum. Það er
horft á kannanir og mannabreyting-
ar verða þeim samfara. Eftir fimm
ár verður þetta orðið aUt öðravísi,
eins og á dagblöðum, viss stöðugleiki
og öryggi. Það er líka spuming,
vegna þess hversu miklu erfiðara
það er fyrir fjölmiðlamenn að-fá
vinnu en var áður, hvort ekki skap-
ast ákveðið jafnvægi og menn fari
að leggja sig meira fram til þess ein-
faldlega að halda sinni vinnu. Þessi
óstöðugleiki hefur oft verið vegna
þess að menn hafa ekki staðið sig
nógu veL“
Getan
takmörkuð
- Hvað sérðu fyrir þér á næstunni?
„Ég sé fyrir mér að vegna óstöðug-
leika á auglýsingamarkaðnum þá
verði geta Bylgjunnar og Stjömunn-
ar takmörkuð. Um leið og uppsveifla
komi á ný þá nái þær sér á strik aft-
ur með betri dagskrá og um leið
skapist þá meira jafnvægi milh
þeirra og Ríkisútvarpsins. Þá verður
reynslan komin á reksturinn og þá
geti einkastöðvamar sýnt að þær
geta þetta miklu betur en ríkið. Ég
hef þá bjargföstu trú að hvort sem
þessar tvær stöðvár sjái um sinn
rekstur hvor í sínu lagi eða í einu
öflugu fyrirtæki þá verði það einka-
aðilar sem muni taka við útvarpi
yfirhöfuð á íslandi.“
- Telurþúaðhægtværiaðgeraeina
sterka stöð í dag með samruna Bylgj-
unnar og Stjömunnar?
„Ég er ekki í vafa um það. Það er
alveg vist að ef þær sameinast þá
yrði það eigendum beggja stöðvanna
til góðs. Þá færi dæmið fyrst að ganga
upp fjárhagslega. Þá yrðu þær með
eina öfluga fréttastofu og gætu bætt
við hlustunarsvæðum. Eiginlega er
leiðinlegt til þess að hugsa að þama
skuh vera tvær stöðvar að bíta hvor
aðra á barkann í stað þess að snúa
bökum saman að sínum aðalkeppi-
nauti. Eins og staðan er í dag munu
þær aldrei hafa neitt roð við Ríkisút-
varpinu. Hins vegar era þær miklu
vinsæhi, þrátt fyrir ahar takmarkan-
ir einkastöðvanna.“
-ELA
Uppáhaldsmatur á suimudegi
allir bráðdrepandi
- segir meistarakokkurinn Flosi Ólafsson
„Mér finnst enginn matur reglu-
lega góður nema hann sé forboð-
inn,“ segir Flosi Ólafsson meistara-
kokkur sem leggur að þessu sinn til
uppskriftir að uppáhaldsréttunum
sínum. „Það sem mér er bannað að
borða finnst mér best. Það er
hnakkaspik, augun úr sauökindinni
og síðubitamir sem ég vh helst að
séu þverhandarþykkir. Sérstaklega
vil ég hafa saltket mjög feitL Mér
finnst það sem í dag er kallað úr-
gangsket vera besL Það var áður
kahað gæðaket en er nú úrgangur
og fer í O-flokk.
Sömuleiðis held ég mikið upp á
sætindi, kökur og vínarbrauð með
kaldri mjólk. Þetta er mér aht bann-
að að borða enda er ég ekki ahtaf í
góðu skapL
Skepnufóður
Tilhugsunin um þessa nýju frönsku
matarlínu finnst mér heh martröð.
Konan min er mikið fyrir ahs slags
svoleiðis delikatesur og allraþjóða-
kvikindamaL Hún er ahtaf að reyna
að koma ofan í mig grænmeti og ahs
konar skrautL Grænmetið minnir
mig helst á skepnufóður. Mér finnst
ekkert varið í það. Þessar tilraunir í
matargerð henta mér ekkL
Mér finnst ahtof mikið gert að þvi
að matreiða einhverjar prentvihur
upp úr bókum en hver verður að
hafa sinn smekk. Fólki finnst mörgu
voðalega gaman og gott að éta skrýt-
inn maL Eg vh bara hafa þetta stað-
gott og verða saddur.
Á minu heimili elda ég aldrei mat.
Ég get þó útbúið kornfleksgraut og
ég get búið til kaffi. Ég kann það og
ég get sett eldavélina í gang ef búið
er að setja kartöflumar í pottinn en
þá þarf einhver að koma á réttum
tima og slökkva undir.
SmásteikFlosa
Ég hef aðeins einu sinni búið th
maL Þá var konan nún í útlöndum
og ég einn heima. Þá hugkvæmdist
mér að búa th eftirlætisréttinn minn
sem er ket, kartöflur, sósa og sultu-
tau.
Uppskriftin er svona:
Maöur fer í ketverslun og kaupir
þijú kíló af súpuketi, fer með það th
móðursystur sinnar og biður hana
að búa til úr þessu smásteik í 10 lítra
potti. Síðan kemur maður eftir 3 til
4 klukkutima og sækir pottinn og fer
með hann heim og borðar upp úr
honum.
í þennan rétt er notað
ket
kartöflur
sósa .
sultutau
sem minnst af öðru með
Réttinn notaði ég í veislu og bauð
nokkrum góðum vinum mínum. Þeir
voru allir á einu máh um að ég væri
einhver albesti kokkur sem þeir
hefðu borðað hjá. Þetta er leyndar-
máhð um það af hverju ég er svona
nafntogaður kokkur."
Skötuplumm
Líki mönnum ekki ketréttur Flosa
gettn: hann einnig boðið upp á fisk-
rétt sem hann heldur mikið upp á
og amma hans eldaði í gamla daga.
„Þegar ég var bam þótti mér og þyk-
ir enn ákaflega gott það sem kahað
var skötuplumm. Það var skata sem
hafði verið á borðum í hádeginu en
matreidd að nýju um kvöldið. Þá pih-
aði amma mín brjóskið úr skötunni
og hitaði hana upp með kartöflunum
í hangiketsfloti. Með þessu var haft
rúgbrauð, smér á þykkt við sneiðina
og mjólk. Þetta var það besta sem ég
gat hugsað mér. Skatan má meira að
segja brenna svolítið þegar hún er
hituð upp í pottinum og þá kemur
af henni extrabragð.
Allur svona matur er forboðinn á
minu heimih i dag vegna þess að það
þykir ekki við hæfi aö hafa skötulykt
í.híbýlum manna. Mér finnst skata
ákaflega góð en ég er á þvi að th sé
betri lykt í húsum en þegar verið er
að sjóða skötu vestan af fjörðum.
Þennan mat fæ ég nú bara einu sinni
á ári.“
Bráddrepandi
réttir
Með þeim réttum, sem hér er boðið
upp á, telur Flosi nauðsynlegt að
hafa bæði forrétt og eftirrétL I for-
rétt mælir hann með kaffi með ijóma
og vindlL „Þessi foriéttur er bráð-
drepandi. Mínir eftirlætisiéttir eru
flestir bráðdrepandL“
í eftirrétt vhl Flosi hafa ís. „Ég er
ákaflega sólginn í skafís með súkku-
laðibitum og þá má gjaman hella út
á súkkulaðidruhi fiá Herseys og hafa
rjóma með. Jafnvel má hafa með
þessu svolítið af niðursoðnum jarð-
arberjum. Þetta smakkast ákaflega
vel en er iha þokkað af lækninum
mínum. Hann segir að ef ég hætti
ekki þessum matarvenjum þá muni
ég enda lífið með því að deyja,“ sagði
Flosi Ólafsson.
-GK
Smásteik í 10 lítra potti er i uppáhaldi hjá Flosa Olafssyni.
DV-mynd GVA
Eftirlætisréttimir