Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1989, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1989, Qupperneq 17
LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1989. 17 Stór konsertflygill er í öðrum enda dagstofunnar og á gólfinu eru ekta aust- Á þremur veggjum borðstofunnar, sem er risastór, eru málverk máluð á urlensk teppi. veggina, eins konar freskur. Húsgögnin, eins og þessi skenkur, eru inn- byggð og hluti af innréttingu hússins. á réttum stað því að eftir að hafa spurt einu sinni til vegar kom í ljós að við vorum nánast við húsið eða höllina hennar Þóru. Húsmóðirin íslensk í fasi Húsmóðirin, Þóra Campbell, er ís- lensk í fari og fasi þó að hún tali ekki íslensku. Framburður hennar á íslenskum nöfnum er frábær og hún segir nafn sitt með íslenskum fram- burði en notar ekki „th“ tóninn sem hún hefur þó alist upp við. Það voru afi hennar og amma sem fluttust til Vesturheims árið 1886. Þau voru Jón B. Jónsson, sem í Utah breytti nafni sínu í John B. Johnson, fæddur árið 1857 á Öddstöðum í Vest- mannaeyjum. Amma hennar var Vil- borg Jónsson, fædd 1855 að Ketils- stöðum í V-Skaftafellssýslu. „Afi vildi ekki ganga í kirkjuna vegna þess að þá var fjölkvæni við lýði svo að hann tók ekki mormóna- trúna. Amma undi sér ekki vel hérna, hún þjáðist alltaf af heimþrá. Sjóferðin til Ameríku hafði verið mjög erfið og misstu þau eitt barn á leiðinni yfir hafið. Það var þriðja barnið þeirra, sjö og hálfs mánaðar gamall drengur. Ég held að amma hafi aldrei náð sér fyllilega eftir barnsmissirinn. En hversu heitt sem hún þráði að komast aftur heim til íslands fór hún þangaö aldrei aftur.“ Amma og afi Þóru settust að í Span- ish Forks þar sem afi hennar reisti myndarlegt múrsteinshús sem byggt var af íslendingum. Hann vann fyrir járnbrautirnar. Hann lést árið 1930 en Vilborg, amma Þóru, lést árið 1943. Faðir Þóru, Marinus Either John- son, var fæddur í Spanish Forks árið 1896. Móðir hennar var Katahie Holm Árnason, fædd í Winterquat- ers. Foreldrar hennar voru þannig einnig íslenskir að ætt og uppruna. Móðurafi Þóru var Erlendur Árna- son úrsmiður og móðuramma henn- ar hét Kate Wild. Þóra er fædd í Salt Lake City árið 1923, næstyngst fjögurra systkina. Yngri bróðir hennar lést í æsku en systur hennar og eldri bróðir komust til fullorðinsára. Eldri systir hennar er nú látin en yngri systir og bróðir eru á lífi og búsett í Salt Lake City. „Stríðsekkja" með þrjú böm Þóra ólst upp í fóðurhúsum og stundaði nám í verslunarskóla og fékk vinnu hjá hinu opinbera. Eitt sinn er hún var í fríi í Arizona á síð- ari heimsstyrjaldarárunum hitti hún fyrri mann sinn, Williams. Hann var flugmaður í hernum og þau gengu fljótlega í hjónaband. Þau settust að í Chicago þar sem tvær eldri dætur þeirra, Shirley og Evelyn, eru fædd- ar. Maður Þóru var lítið heima því að hann flaug könnunarflugvélum í grennd við Okinawa á Kyrrahafi. Er hún var ófrísk að þriðju dótturinni, Susan, var maður hennar sendur til Afríku og fiuttist hún þá til Salt Lake City til að geta verið í nágrenni við foreldra sína. Á jóladag 1951 fórst eiginmaðurinn í flugslysi. Þóra stóð þá uppi ung ekkja með þrjár ungar dætur og varð að sjá sér farborða. Hún fékk vinnu hjá járn- brautunum eins og afi hennar á árum áður. Hún bjó hjá foreldrum sínum til ársins 1954 er hún gat fest kaup á eigin húsi. Ástvið fyrstu sýn Síðari mann sinn, E.W. Campbell, hitti Þóra 1959. Þá er hann var í hern- um á sínum tíma hafði hann hlotið viðurnefnið „colonel“ eða höfuðs- maðurinn og Þóra kallaði hann sjald- an öðru nafni. „Við hittumst eiginlega á „blind date“ og ég held að það sé óhætt að segja að það hafi verið ást við fyrstu sýn. Þegar við hittumst í annað sinn bað hann mín,“ segir Þóra um fyrstu fundi hennar og síðari manns henn- ar, E.W. Campbells. „Systir mín þekkti „höfuðsmann- inn“ og kom á fundi með okkur. Henni fannst ég hafa grafið mig allt of mikið með fjölskyldunm og vildi að ég kæmist eitthvað út að lyfta mér upp. Höfuðsmaðurinn hafði misst kon- una sína fimm mánuðum áður og átti tvö börn en móðir hans hugsaði um heimilið fyrir hann. Þegar við hittumst í annað sinn bað hann mín. Ég vildi ekki giftast hon- um strax því að ég var nýbúin að steypa mér í skuldir, hafði keypt nýtt gólfteppi fyrir 1000 dollara! Hann hélt nú ekki að það væri til fyrirstöðu og sagðist skyldi hjálpa mér að greiða gólfteppið og við gift- um okkur skömmu seinna,“ sagði Þóra. Þau Þóra og „höfuðsmaðurinn" áttu bæði heima í húsi sem stóð við Yale götu í Salt Lake City þegar þau kynntust. Síðar keyptu þau annað hús við sömu götu og loks fyrir 27 árum bauðst þeim aö kaupa húsið sem þau búa nú í, enn við sömu göt- una, og þar hafa þau búið síðan. Höfuðsmaðurinn og Þóra eignuð- ust fjögur börn, Kimberley er gift og fjögurra barna móðir. David er að ljúka námi en vann við mormónatrú- boðið á íslandi um tveggja ára skeið. Hann er kvæntur og á eitt barn. Yngstu dæturnar Christine og Heat- her eru enn við háskólanám og bú- settar í foreldrahúsum. Fimm börn áttu þau samtals fyrir, hún dæturnar þrjár og hann tvö börn. Húsið við Yale götu nr. 1360 var því síst of stórt fyrir fjölskylduna þegar hún settist að þar en eins og áður sagði eru herbergin í húsinu hvorki meira né minna en 22 talsins og það ekki nein smáherbergi. í dagstofunni stendur konsert-flygill í öðrum end- anum. Vanalega tekur shkt hljóðfæri upp meginhluta þess herbergis sem það stendur í. En ekki hjá Þóru. Stof- an er svo stór að þú tekur varla eftir því að þar standi stóreflishljóðfæri. í borðstofunni, sem einnig er risa- stór, eru handmálaðar myndir felld- ar inn í viðarklæðningu á veggjum. Hluti af húsgögnunum virðist til- heyra innréttingunni í borðstofunni sem er öll hin vistlegasta. Þóra getur hæglega dúkað borð fyrir 24 matar- gesti án þess að um nokkur þrengsli sé að ræða. Á gólfunum eru ekta austurlensk teppi sem fylgdu er Þóra og höfuðs- maðurinn keyptu húsið á sínum tíma. Eitt vakti sérstaka athygh okkar og það var hve eldhúsið í þessu mikla húsi var lítið. Það var varla mikið stærra en eldhús í litlum leiguíbúð- um en hins vegar var þar „anrettu- herbergi“ sem algengt var í stórum húsum fyrr á öldinni. Húsið, sem í senn er bæði stórt og virðulegt, ber þess fá merki að hafa verið byggt um aldamótin önnur en þau að við bygg- ingu þess hefur ekkert verið til spar- að og því síðan verið á þann veg við haldið að fáir fara fram hjá því án þess að veita þvi eftirtekt sakir glæsi- leika. Síðustu árin sem foreldrar Þóru voru á lífi bjuggu þau hjá henni. Móðir hennar lést 1968 en faðir henn- ar ekki fyrr en 1975. Líf mormóna- konunnar Þóra hefur verið mormóni frá barnæsku en rösklega helmingur íbúa Utah-ríkis játar mormónatrú. Maður hennar, „höfuðsmaðurinn“, vann sem trúboði á sínum yngri árum og dvaldi þá í tvö ár á Nýja- Sjálandi. Allan sinn starfsaldur, að styrjaldarárunum undanskildum, var hann bókhaldari hjá útvarps- stöð. Eftir að hann lét af störfum fyr- ir aldurs sakir hóf hann gerð minnis- blokka í kjallaranum og er það heil- mikil starfsemi. Hann er einnig hátt- settur innan kirkjunnar og er þar aRa sunnudaga frá því eldsnemma um morguninn og stundum fram að kvöldmat. Þóra fer einnig í kirkju á sunnu- dögum. Kirkjan er snar þáttur í lífi mormóna og í hverri viku er boðið upp á alls kyns nám í hagnýtum fræðum hvað varðar heimilishald, barnauppeldi, leirkerasmíð og list- málun. Safnaðarfólki er gefinn kost- ur á að hlusta á heimsfræga fyrirles- ara og listamenn sem koma og miðla af list sinni og fróðleik. Loks er boðið upp á sérstaka kennslu í gerð hinna frægu quilt-teppa en það eru teppi sem búin hafa verið til í Bandaríkj- unum frá upphafi byggðar þar. Mormónateppin eru fræg fyrir falleg mynstur og góða handavinnu. Slík teppi er hægt að kaupa í handa- vinnu- og listmunaverslunum og kosta þau allt upp undir þúsund doll- ara stykkið. Vill fá íslendinga í heimsókn Þóra þekkir ekki mikið til fjöl- skyldu sinnar á íslandi, að minnsta kosti ekki nóg til þess að hafa náiö samband við hana. En hún þráir að hitta íslendinga og fá þá í heimsókn til sín. „Ég vil endilega fá íslendinga í heimsókn hingað til mín. Mig langar til að sýna þeim hvað vestrið hefur upp á að bjóða. Hér höfum við allt sem hugurinn girnist. Menningarlíf er hér afar fjölbreytt með listsýning- um, sinfóníuhljómleikum og heims- frægum kórum. Hér er hægt aö fara í ein bestu skíðalönd í Bandaríkjun- um aö vetri til og á sumrin er hægt að njóta þess að vera úti í náttúr- unni. Dalurinn okkar og fólkið er vinalegt og veðrið er mjög gott. Sumrin okkar eru heit en þurr svo að það er gott að leita skjóls við skuggsæl tré. Veturnir eru harðir, með miklum snjó, en mér finnst dá- samlegast að upplifa árstíðaskiptin," sagði Þóra. Þessi íslenska mormónakona, sem hefur aldrei til íslands komið, á sér þá ósk heitasta að geta ferðast þang- að einn góðan veðurdag. Við kvödd- um Þóru og fjölskyldu hennar með loforði um að koma aftur í heimsókn einhvem tímann seinna. Það verður engin kvöð að uppfylla það loforð því að mikið er að sjá í Salt Lake City og nágrenni sem ekki vannst tími til að gera yfir eina helgi. Klassík Háskólabíó fimmtudaginn 5. janúar, kl. 20.30 Stjórnandi: Páll P. Pálsson, píanóleikari Guðmundur Magnússon Verk eftir Mozart, Beethoven og Stra- vinski Ef nefna ætti einn þátt tónlistar- innar, sem hvað mestum breyting- um tók í stílbyltingu klassíska tímabilsins, er það sennilega hryn- urinn. Til einföldunar má segja að hljómakerfið sé hin stóra uppgötv- un barokksins en hrynurinn það sem mest þróaðist hjá klassísku tónskáldunum. Algengast er að nota orðið aðeins um hljóðfall í laglínu. í raun tekur hrynur líka til dæmis til þess hversu tíð hljómskipti, tónteg- undaskipti eða blæbreytingar eru í tónverki. Þessir þættir orka á skynjun okk- ar á hryn verks. Þeir valda því hversu oft geislar þessum him- neska krafti af verkum Mozarts. Þeir útskýra jafnframt að það er aðeins í takmörkuðum skilningi sem segja má að einfold popptónlist sé hrynrík eða rytmísk. Hæla má sinfóníunni fyrir vel valin verk á efnisskrá þessara tón- leika. Sinfónía í C eftir Stravinskí, sem leikin var eftir hlé, var rýni tuttugustu aldarinnar í klassíska tímabilið. Það birtist fyrir hlé í for- leik Mozarts að Töfraflautunni og fyrsta píanókonsert Beethovens. Það hefur lengi tíðkast meðal gáfumenna í Evrópu að fjargviðr- Guðmundur Magnússon píanó- leikari. ast yfir klassískum hneigðum Stra- vinskís og svikum hans við hug- sjónina eða nauðsynina að end- urnýja tónmálið. Nauðsynleg ómstríða Hvað sem um það má segja sést mönnum oft yfir þau listrænu markmið sem hann náði í nýklass- ískum verkum sínum, að hvaða leyti hann var samt sem áður á undan sinni samtíð. Fyrir honum er ómstríðan litræn (sic) nauðsyn, hún er sprotfin af hljóminum sem verkið á að hafa og fær sjálfkrafa þegnrétt í hversu stórri formbyggingu sem vera skal. Og það er aldeilis enginn tregi tengdur henni. Stravinskí er svo fullkomlega samkvæmur sjálfum sér í notkun ómstríðra hljóma að orðið ómstríð- an verður algert rangnefni. Hér er bara um sérstakan og heilsteyptan blæ að ræða. Nokkuð skorti á að sinfóníu- hljómsveitin næði þeirri hrynrænu reisn sem efnisskráin bauð upp á. Sinfónía Stravinskís byijaði vel en svo þvarr mönnum móður þegcir á leiö. Píanókonsert Beethovens byrjaði heldur of hægt. Það var skemmti- legt að heyra í nýjum íslenskum ________________Menning píanóleikara, Guðmundi Magnús- syni. Hann má vel við frammistöðu sína una, sýndi ágæta tækni en kannski ekki nógu ákveðnar skoö- anir á verkinu. Óviss samleikur Ekki þekkti ég kadensuna. Hún var ágætlega leikin en helsti of löng. Aherslur píanósins í upphafi rondókaflans voru eitthvað á reiki, óhentugt í dansættuðu stefi. Leikgleði hljómsveitarinnar var ekki eins og best gerist og samleik- ur píanós og hennar stimdum óviss. Full ástæða er til að gefa Guð- mundi gaum sem konsertpíanó- leikara. Menn vaxa gjaman við traust sé þeim treystandi. Guð- mundur virðist til margs vís. Sinfóníuhljómsveitin mun og fá mörg tækifæri til að sýna þann mátt sem hún býr yfir. AI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.