Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1989, Blaðsíða 23
LAUUARUAtiiUK: !7J JA.VÚAK 1089.
23
Vísindi
Ströng megrun kemur að sama gagni við að lækna hjartasjúkdóma og sterk lyf.
Kröftug megran
getur læknað
hj artasjúkdóma
Hjartasérfræðingar í Bandaríkjun-
um halda því nú fram að mjög kröft-
ug megrun geti komið í veg fyrir
hjartasjúkdóma hjá mönnum sem
annars hefðu orðið að gangast undir
aðgerð. Talið er að megrunin geti
einnig komið í staöinn fyrir mörg
þau lyf sem nú eru notuð í sama til-
gangi.
Það eru sérfræðingar við Borgar-
sjúkrahúsið í Boston sem færa
mönnum þessar fréttir þegar barátt-
an við eftirköst jólaátsins er að hefj-
ast. „Niðurstöður okkar eiga trúlega
eftir aö fá marga hjartasérfræðinga
til að hugsa málin upp á nýtt,“ er
haft eftir Alexander Leaf, lækni sem
stjórnaði rannsókninni.
Hann vill þó taka fram að niður-
staðan sé fengin eftir tilraun á fá-
mennum hópi manna. Frekari rann-
sóknir gætu leitt ýmislegt nýtt í ljós.
Niðurstaðan, sem þegar er fengin,
bendir hins vegar til að koma megi
á síðustu stundu í veg fyrir suma
hjartasjúkdóma með einföldum að-
ferðum.
„Tilgangurinn var að sýna fram á
að hægt sé koma í veg fyrir krans-
æðasjúkdóma með því einu að breyta
neysluvenjum fólks og án þess aö
nota nokkur lyf,“ segir Alexander
Leaf. Til þessa hefur verið talið að
sterk lyf eða hjartaaðgerðir séu eina
leiðin til að draga úr kölkun krans-
æða eftir að hún er komin á alvar-
legt stig.
„Ef framhald rannsóknarinnar
gefur sömu niðurstöðu hljóta læknar
að hugsa til þess að hættulegar
hjartaaðgerðir gætu reynst óþarfar í
mörgum tilvikum," segir Alexander
Leaf.
Við fyrstu rannsóknina var valinn
hópur fimmtíu manna sem allir áttu
á hættu að fá kransæðastíflu. Hópn-
um var skipt í tvennt og fékk annar
hlutinn venjulega meðferð en hinn
var settur í stranga megrun og lík-
amsæfmgar. Síðari hópurinn fékk
mun skjótari bata og eftir ár var
munurinn verulegur.
Rauðvín veldur mígreni
Hópur lækna í Lundúnum hefur
fundið efni í rauðvíni sem valdið get-
ur mígreni. Til skamms tíma var tal-
ið að mígren stafaöi af efni sem kall-
að er týramín en nýjustu rannsóknir
sýna að sjúkdóminn má rekja til efn-
is sem heitir flavanoider. Það er
sama efnið og gefur rauðvíninu
rauða litinn.
í tilraun læknanna voru mígreni-
sjúklingar látnir drekka tvo ólíka
drykki. Nokkrum sjúklinganna var
gefið ungt og óþroskað rauðvín en
hinir fengu blöndu af vodka og sóda-
vatni. Þessir drykkir voru bornir
fram kaldir í myrkvuðu herbergi og
voru báðir meö svipuðu bragði. Þátt-
takendurnir vissu því ekki hvorn
drykkinn þeir voru að drekka.
Níu af þeim ellefu sem drukku
rauðvínið fengu mígreniskast eftir
drykkjuna en enginn þeirra sem
drakk vodkablöndna kenndi sér
meins á eftir. í fyrstu leituðu lækn-
arnir að týramíni í rauðvíninu en
fundu lítið og minna en er í mörgum
algengum matvörum. Þeir hófu því
leit að öðru efni.
Grunurinn beindist þá að flavano-
idunum sem mikið er af í rauðvíni.
Það efni á þátt i að brjóta niður vín-
anda. í því formi blandast vínandinn
blóðinu betur en áður og þannig
berst hann snögglega til heilans. Þá
hefur einnig komið í ljós að mígreni-
sjúklingar hafa litið af ensýmum sem
eyða vínanda.
Flavanoidin geta líka verið orsök
þess að menn verða timbraðir eftir
drykkju. Þetta efni er í ríkum mæli
í ungu og óþroskuðu rauðvíni en
margir drykkjumenn telja að slíkt
vín valdi meiri timburmönnum en
aðrir drykkir.
Ný fiskisaga
Fiskifræðingar, sem starfa á eyj-
unni Madagaskar, virða þessa dag-
ana undrandi fyrir sér lítinn silfurlit-
an fisk. Fiskurinn er um tíu sentí-
metra langur og var veiddur í vatni
þar á eyjunni nú fyrir skömmu. Sá
stutti hefur ekkert nafn því áður var
ekki vitað að fiskar af þessum stofni
væru tfi. Hann tilheyrir þó ættkvísl
sem kölluð er silfurmagar og er al-
geng í löndum hitabeltisins.
Fiskar af þessum áður óþekkta
stofni hafa verið fluttir til Bandaríkj-
anna þar sem fiskifræðingar hafa
rannsakað þá nákvæmlega. Þar er
staðfest að þessi fisktegund sé hvergi
til á skrá og hefur aldrei áður verið
rannsökuð af vísindamönnum.
Það sem vekur einna mesta undrun
er að fiskurínn virðist skyldur fisk-
um sem kallaðir eru bedotia og eru
útdauðir fyrir löngu. Hér gæti því
verið kominn týndur hlekkur í þró-
unarsögu lífs á jörðinni.
Nýi fiskurinn heldur sig í fersku
vatni á Madagaskar og finnst aðeins
þar sem seinustu leifar regnskóga
eru á eyjunni. Frændur hans af ætt
silfurmaga lifa allir í sjó. Á Madaga-
skar hafa fleiri dýrategundir ein-
angrast og orðið eftir í þróuninni.
Þessi fiskur virðist í þróuninni vera
mitt á milli silfurmaganna, sem eru
alþekktir, oglöngu horfinna forfeðra
þeirra.
Það eru því ekki bara fiskifræðing-
ar sem eru himinlifandi yfir að hafa
veitt áöur óþekktan fisk heldur þykj-
ast áhugamenn um þróun lífs á jörð-
inni einnig hafa himin höndum tekið.
Þessi fiskur er af tegund sem enginn
vissi að væri enn á ferli.
M o 1
Ógnvaldur
falsaranna
Bandaríkjamenn hafa miklar
áhyggjur af fólsuðtnn peningum enda
hafa margir óráðvandir menn þar í
landi drýgt tekjurnar með eigin
prentun á seðlum. Til þessa hefur
einkum orðið að treysta á skarp-
skyggni peningamanna við að greina
heimagerða seðla frá þeim löglegu.
En nú hefur fyrirtæki í New York
ftmdið upp einfalt tæki öl að frnna
falsaða seðla. Seölunum er rennt í
tækið og það lætur vita með rauðu
ljósi ef seðillinn er falsaður. Tækinu
má breyta þannig að það meðtaki
seðla frá hvaða landi sem er og gæti
þvi komið aö notum hér ef einhverjir
vilja keppa viö Seðlabankann um
seðlaprentun. í Bandaríkjunum er
það selt á 150 ófalsaöa dali.
■fgz* í. ^
- m
Með þessu tæki má finna falsaða
seðla.
Nýttráð
ívetrarófærð
Stundum getur vetrarfærðin orð-
ið svo slæm að bíleigendur verði
að setja keðjur undir vagna sína.
Keðjurnar hafa hins vegar þann
leiða galla þeim fylgir mikill hávaði
og þær geta valdið skemmdum á
bílunum.
Vestur í Bandaríkjunum hafa
menn ráð við öllum vanda og þar
hefur hugvitsmaður nokkur fundið
upp gúmmíkeðjur sem eru alger-
lega hávaðalausar og valda engum
skemmdum. Gúmmíkeðjurnar eru
mjög einfaldar í notkun og duga
engu síður í ófærð en hefðbundinn
útbúnaður.
a r
Gúmmikeðjurnar eiga að koma f
staðinn fyrir hefðbundnar keðjur.
Vatn utan
úrgeimmim
Stjarnfræðingar hafa lengi velt
því fyrir sér hvaðan vatniö á jörð-
inni er komið. Meðan hnötturinn
okkar var brennheitur hlýtur allt
vatn aö hafa gufað upp ef það hefur
eitthvað verið fyrir.
Ein tilgátan um uppruna vatns-
ins á jöröinni er að það hafi borist
með halastjörnum sem eru að
mestu saman settar úr ís. Fyrir
fjórum til fimm milljörðum ára
lenti jörðin í miklu regni hala-
stjama og loftsteina. Reiknað hefur
verið út að allt vatn á jörðinni gæti
hafa borist lringað með þessum
hætti.
Þessar vangaveltur hafa líka orð-
ið til þess styrkja hugmyndir um
að líf hafi borist til jarðarinnar með
þessu sama vatni. Fyrstu lifverum-
ar hafa þá komið hjúpfrystar til
jarðarinnar með halastjömum.