Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1989, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1989, Page 28
40 LAUtíARbÁGUR 7. JANÚAR 1989. Handknattleikur unglinga Jólamót Hauka og Eldborgar FH og Grótta sigurvegarar Hið árlega jólamót Kiwanisklúbbs- ins Eldborgar og Handknattleiks- deildar Hauka var haldið helgina ,17. og 18. desember síðastliðinn. Mótið var haldið í íþróttahúsinu við Strandgötu. Keppt var í tveimur ald- ursílokkum, 5. ílokki kvenna og 6. flokki karla. Alls tóku 18 lið þátt í keppninni, 9 lið í 5. flokki kvenna og 10 lið í 6. flokki karla. Keppt var í tveimur riðlum í hvorum flokki. FH varö meistari í a-riðli 6. flokks karla voru FH- ingar með nokkra yflrburði, þeir unnu leiki sína nokkuð örugglega. einna helst voru það UBK sem veitti þeim einhverja keppni en FH sigraði í þeim leik. 5-4. UBK varð í öðru sæti, Valur í því þriðja, Stjarnan varð í fjórða sæti og Grótta í fimmta sæti. í b-riðlinum var keppnin mun harðari og meira spennandi. HK tókst að sigra í þeim riðli, vann alla leiki sína nema einn, en Fram gerði sér lítið fyrir og vann HK 4-1. KR varð í öðru sæti en Fram í þriðja sæti. Haukar lentu í fjórða sæti og UMFG í því fimmta. Það vakti at- • Þorgils Ottar Mathiesen lands- liðsfyrirliði afhenti sigurvegurum verðlaunin. • FH sigraði í 6. flokki karla, vann HK í úrslitaleik, 6-4. • Hér hefur einn KR-ingur sloppið í gegnum vörn UBK og skorar af miklu öryggi. hygli blaðamanna að 6. flokkur karla hjá KR var þjálfaralaus og var eng- inn forsvarsmaður frá félaginu með hðið á sunnudeginum. Svona fram- koma nær ekki neinni átt og vonandi taka KR-ingar sér tak og láta slíkt ekki henda framar. í úrslitum um þriðja til fjórða sæti léku UBK og KR. KR sigraði í leikn- um, 6-4. í úrslitaleiknum voru það FH-ingar sem unnu HK með 6 mörk- um gegn 4. Það er því FH sem er Kiwanismeistari árið 1988 í 6. flokki karla. Grótta sigraði í a-riðli 5. flokks kvenna vann Grótta alla leiki sína mjög örugglega í öðru sæti, FH fékk 2 stig og Fram og fékk 6 stig, UBK fékk 3 stig og lenti lenti fjórða sæti með 1 stig. • Grótta varð Kiwanismeistari í 5. flokki kvenna, hér eru stúlkurnar ásamt þjálfara sínum. • KR-ingar stóðu sig ágætlega á mótinu þótt enginn þjálfari hefði mætt annan daginn, þeir lentu í þriðja sæti. í b-riðlinum varð Stjarnan öruggur sigurvegari. Stjarnan vann alla leiki sína með miklum yfirburðum. í öðru sæti varð UMFG með 4 stig. Haukar fengu 2 stig og KR ekkert stig. Um þriðja sætið léku því lið UBK og UMFG. UBK sigraði nokkuð ör- ugglega í þeim leik, 8-5. En til úrslita léku Grótta og Stjarnan. Leikur þess- ara liða var hörkuspennandi og skemmtilegur og verður að teljast leikur mótsins. Eftir venjulegan leik- tíma var staðan jöfn, 3-3. Nokkuð var um mistök á báða bóga en varnirnar voru mjög sterkar. í framlenging- unni tókst íslandsmeisturum Gróttu aö knýja fram sigur, 6-5. Grótta varð Kiwanismeistari annað árið i röð. En það verður gaman að fylgjast með þessum liðum í úrslitunum í vor því ljóst er að Grótta þarf að taka á öllu sínu til þess að verja titilinn þetta árið. Það var Þorgils Óttar Mathiesen landsliðsfyrirliði sem afhenti verð- launin en allir þátttakendur fengu merki mótsins að gjöf. Það er Kiwan- isklúbburinn Eldborg sem gaf alla verðlaunagripina en framkvæmdin var í höndum Hauka og stóöu þeir sig í alla staði mjög vel.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.