Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1989, Side 29
Iy^UQARDAGUR 7. .JAKpAR, 198Q.
41
pv___________________________________________________________Handknattleikur unglinga
Mót B-liða fimm félaga:
Skemmtileg keppni
í yngstu flokkunum
Þó að keppni í íslandsmóti yngri
flokka lægi niðri um áramótin var
mikið um að vera á handknattleiks-
sviðinu, Haukar héldu veglegt jóla-
mót í 5. flokki kvenna og 6. flokki
karla eins og skýrt er frá hér á síð-
unni.
Þá var haldið mót fyrir 4. flokk
kvenna í Hafnarfirði sem FH vann
eftir úrslitcdeik gegn Fram og kom
sigur FH-stúlknanna á mótinu nokk-
uð á óvart þar sem þær hafa leikið í
neðri deildum framan af vetri. Sigur
þeirra var þó verðskuldaður þar sem
þær lögðu meðal annars tvöfalda
deildarmeistara Breiðabliks að velli
á ieið í úrslitin.
Að undirlagi Framara var síðan
haldið mót fyrir þá leikmenn sem
ekki komast að í A-liðum félaga sinna
og er hér um reglulega þarft framtak
að ræða því sinna verður þörfum
Eillra þeirra sem leggja stund á hand-
knattleik. Samvinna tókst með Fram,
Gróttu, Stjörnunni, Víkingi og KR
um að halda mót B-liða í kringum
áramótin fyrir 4. og 5. flokk kvenna
og 4., 5. og 6. flokk karla og tók hvert
félag að sér umsjón í einum flokki.
Hörkukeppni á Nesinu
Keppni í þessu móti B-liða hófst á
Seltjarnarnesi með leikjum í 5. flokki
karla. Leikin var tvöfóld umferð og
báru KR-ingar sigur úr býtum eftir
harða baráttu við Stjörnuna og
Fram. KR-ingar töpuðu aðeins öðr-
um leiknum gegn Fram og gerðu
jafntefli við Víking og Stjörnuna en
aðra leiki unnu þeir.
Baráttan um 2. sætið var geysilega
hörö og spennandi og áttust þar við
lið Stjörnunnar og Fram. Liðin urðu
jöfn að stigum, þrátt fyrir að Fram
tapaði báðum leikjum sínum gegn
Stjörnunni, en Stjarnan hreppti 2.
sætið vegna innbyrðisviðureignar
við Fram.
Grótta varð í 4. sæti, vann báða
leiki sína gegn Víkingi og gerði jafn-
tefli við Fram og Stjömuna.
Víkingar hlutu aðeins tvö stig að
þessu sinni eftir jafntefli við Fram
og KR en í þessu tveimur leikjum
náðu þeir að leika reglulega vel.
Víkingar sigruðu í 6. flokki
Víkingar náðu að hefna fyrir útreið
5. flokks en þeir gerðu sér lítið fyrir
og sigruðu alla andstæðingana nokk-
uðu örugglega.
Stjarnan varð í 2. sæti, sigraði
Fram, 7-4, og Gróttu, 13-4.
Framarar sigruðu síðan Gróttu-
piltana öruggglega í leik um 3. sætið,
10-2, og varð því Grótta að gera sér
4. sætið að góðu.
KR-ingar mættu ekki til leiks í 6.
flokki karla og var aðeins leikin ein
umferð.
Stjarnan sigraði í Ásgarði
I Ásgarði í Garðabæ fór fram
keppni í 5. flokki kvenna og börðust
Stjörnustúlkur og Framarar um
efsta sætið að þessu sinni. Stjaman
var með forustu eftir fyrri umferð-
ina, hafði þá unnið alla leiki sína en
Framarar voru í 2. sæti, töpuðu að-
eins fyrir Stjörnunni.
Stjarnan tryggði sér síðan sigur í
5. flokki kvenna með því að halda
uppteknum hætti í seinni umferðinni
og vinna alla leiki sína örugglega
nema leikinn gegn Fram sem endaði
með eins marks sigri Stjörnunnar.
Framarar urðu í 2. sæti, töpuðu
aðeins fyrir Stjörnunni en sigruðu
aðra andstæðinga sína nokkuð ör-
ugglega.
Víkingar tryggðu sér 3. sætiö með
því að sigra lið Gróttu sem varð í 4.
sæti en KR-ingar mættu ekki til leiks.
KR sigraði í 4. flokki kvenna
Grótta mætti ekki til leiks í 4. flokki
kvenna er leikið var í Álftamýri. KR
tryggði sér sigur að þessu sinni með
því að sigra alla andstæðinga sína
og það voru helst Framarar sem
veittu þeim einhverja mótspyrnu.
Framara voru yfir í fyrri hálfleik en
KR-ingar tóku leikinn í sínar hendur
í seinni hálfleik og unnu verðskuld-
aö.
Fram varö í 2. sæti eftir sigur á
Stjörnunni og Víkingi en Stjarnan
tryggði sér 3. sætið með því aö sigra
Víking.
Keppni í 4. flokki karla átti að vera
í KR-húsinu en af henni hefur ekki
orðið og verður því ieikið í íþrótta-
húsinu í Álftamýri í dag.
Keppnin í þeim flokkum, sem leikiö
var í, var mjög skemmtileg og er ljóst
að breiðari og betri hópur hand-
knattleiksmanna myndi líta dagsins
ljós ef öllum þeim er stunda hand-
knattleik í ýngri flokkunum yrði
sinnt af alvöru.
Framtak þessara fimm liða - að
efna til keppni fyrir B-liðin - er til
mikillar fyrirmyndar og er gleöilegt
til þess að vita að ekki er aðeins hugs-
að um þá er leika í fremstu víglínu.
Það er vonandi að HSÍ taki sig síðan
saman í andlitinu og fylgi góðu for-
dæmi þessara félaga með því að
halda mót B-liða eins og þeim ber.
íslandsmót um helgina:
Iif að færast í
Frá leik Þórs og FH í 3. fflokki karla fyrr í vetur en bæöi þessi lið eiga orugglega efftir að berjast hraustlega í leikjum sínum um helgina.
landsliðsmálin?
Eins og fram hefur komið á Ungl-
ingasiðunni fyrr í vetur viröist lítil
sem engin starfsemi hafa verið í
gangi í kríngum unglingalandslið-
in.
Engin æfing hefur verið hjá 16
ára landsliði pilta eftir að þeir
gérðu sér lítið fyrir og sigruðu tvöf-
alt á Fiugleiðamótinu og það sem
meira er - ekki hefur verið haldið
úti æfingum um jólin.
Ekki virðist hafa verið meira líf
í stúlknalandsliði 16 ára og yngri
og er þetta furðulegt andvaraleysi
hjá stjórn HSÍ þar sem þessi liö
eiga að keppa á Beneluxmótinu í
apríl.
Eitth vert líf virðist vera aö færast
í landslið pilta 18 ára og eldri þar
sem búið er að boöa liösmpnn á
fund og er það vonandi merki þess
að æfingar muni hefjast fyrr en síö-
ar hjá 18 ára liðinu, svo og 16 ára
liðunum enda ekki vanþörf á.
í gær hófst keppni í íslandsmóti
yngri flokka eftir nokkurt hlé. Leikið
er í 3. flokki karla og kvenna og er
þetta 2. umferðin sem fer fram í þess-
um flokkum en þessari umferð, sem
fara átti fram í byrjun desember, var
frestað vegna prófa.
í 3. flokki karla hófst keppni í gær-
kvöldi og verður síðan leikið áfram
í dag og á morgun. Að Varmá fer
fram keppni í 1. deild og hefur Stjam-
an þar deildarmeistaratitil að verja
en hún vann alla leiki sína í síðustu
umferð. Búast má þó við að önnur
liö veiti Stjörnunni harða keppni
enda er það skoðun unglingasíðunn-
ar að keppni í 1. deild 3. flokks karla
sé ein sú jafnasta og mest spennandi
í yngri flokkunum nú.
í Seljaskóla fer fram keppni í 2. og
3. deild og verður leikið frá morgni
til kvölds en í Njarðvík fer síðan fram
keppni í 4. deild.
Á Akureyri verður hart barist í 1.
deild 3. flokks kvenna og fara leikirn-
ir fram í íþróttahöllinni:
í Vestmannaeyjum fer fram keppni
í 2. deild, Húsvíkingar sjá um keppn-
ina í 3. deild en í Ásgarði í Garðabæ
fer fram keppni í 4. deild.
UMSJÓN:
Brynjar
Stefánsson
og
Heimir
Ríkharðsson
Hörkukeppni
í 3. flokki