Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1989, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1988.
3
PV__________________________________Viðskipti
Skagf irðingur fékk eitt hæsta
verð frá upphafi í Þýskalandi
Fiskmarkaðir
Ingólfur Stefánsson
Aö undanfomu hefur verið rysjótt
tíöarfar og varla gefið á sjó. Af þessu
hefur leitt aö lítið er um sölur erlend-
is. Þá sjaldan aö gefur á sjó er afli
tregur. f Englandi hafa eftirtalin skip •
selt afla sinn í síðustu viku:
Bv. Drangey seldi afla sinn í Hull
26. janúar 1989 alls 70 lestir fyrir 5,9
millj. kr. Meðalverð 84,79 kr.kg.
Hæsta verð fékkst fyrir grálúðu,
123,94 kr.kg. Því næst var ýsan en
fyrir hana fengust 118,23 kr.kg. Karíi
á 89,68 kr.kg. Ufsi 71,41 kr.kg. Þorsk-
ur 78,89 kr.kg. Flatfiskur 78,02 kr.kg.
Bv. Sunnutindur seldi í Hull 26.
janúar 1989, aUs 97 lestir. Meðalverö
99,45 kr.kg. Alls seldist fyrir 9,6 millj.
kr.
Þýskaland
I síðustu viku seldu afla sinn í
Þýskalandi:
Bv. Ögri seldi afla sinn í Bremer-
haven alls 173 lestir fyrir 16,1 millj.
kr. Meðalverð 92,96 kr.kg. hæsta verð
fékkst fyrir grálúðu 155,50 kr.kg.
Þorskur 71,30 kr.kg. Ýsa 105,52 kr.kg.
Ufsi 68 kr.kg. Karfi 100,74 kr.kg.
Bv. Skagfiröingur seldi afla sinn í
Bremerhaven 27. jan. 1989 ails 83 lest-
ir fyrir 9 millj. kr. Meðalverð 109,71
og mun það vera eitthvert hæsta
meðalverð sem fengist hefur.
Útflutningsmet
hjá Norðmönnum
Alls varð útflutningurinn 252.000
lestir árið 1988 að fobverðmæti 5,3
milljarðar norskra króna. Útflutn-
ingur á laxi jókst um 60% á árinu.
Alls jókst útflutningurinn um 53.500
lestir eða 27% í verðmætum, er þetta
aukning um 1,2 millj. n.kr. eða 30,5%.
Ferskur fískur og skeldýr voru
128.000 lestir, sem er aukning um
29.000 lestir. í norskum krónum er
þetta aukning um 3,2 milljarða. Út-
flutningur á laxi og laxaflökum jókst
um 26.000 lestir eða 60% og varð alls
69.000 lestir. Meðalverð á ferskum
fiski og skelfiski 24,96 n.kr.kg. Fyrir
heilfrystan fisk og frosin skeldýr var
meðalverðið 16,77 n.kr.kg. Verðmæti
á laxi og laxaflökum varð 3,2 millj.
n.kr. Stærstu kaupendumir á laxi
voru Danir en þeir keyptu alls 34.000
lestir, þar af var landað í dönskum
höfnum 8.300 lestum.
Japanir helstu
kaupendur frosins fisks
Japanir eru stærstir í kaupum á
frosnum fiski, en þeir keyptu alls
47.835 tonn, sem voru 38% af öllum
útflutningi og 30% af útflutnings-
verðmætum frosins fisks aö verð-
mæti 637 millj. norskra kr.
Lax: Útflutningsverðmæti fyrir lax
og laxaflök voru 3,2 milljarðar
norskra króna en meðalverðið var
nokkru lægra en 1987. Fyrir eldislax-
inn fengust 46,60 n.kr. kg en 1987
fengust fyrir kílóið 50,35 n.kr. kg. að
meöaltali. Alls var ferskur fiskur
84% af heildarútflutningnum. Af laxi
og flökum fóru til Frakklands alls
18.700 lestir, til Danmerkur 14.300
lestir, en af þeim fiski fór meiripart-
urinn áfram til útflutnings til Banda-
ríkjanna. Útflutningurinn á laxi til
Spánar varð 3.700 lestir.
Urriði: Alls voru fluttar út 4.060 lest-
ir af urriða.
Makríll: Alls veiddust 77.500 lestir af
markríl sem er 6000 lestum meira en
árið 1987. Helmingur þessa fór á Jap-
ansmarkað heilfryst.
Rækja: Útflutningur á rækju var
15.800 lestir en var árið 1987 16.300
lestir. Alls voru fluttar út 10.200 lest-
ir af ferskri og pillaðri rækju, svipað
verð fékkst fyrir rækjuna og 1987.
Hörpuskelfiskur: Af hörpuskelfiski
veiddust alls 3.747 lestir en árið 1987
var veiðin aðeins 1.400 lestir.
Linda á að trekkja að í Boston
Fegurðardrottningin Linda Péturs-
dóttir verður segullinn að sýningar-
básum íslendinga á fiskréttasýning-
unni í Boston dagana 7.-9. mars
næstkomandi. Svo segir í Fiskaren
18. jan. 1989:
íslenskir eldismenn hafa sterk spil
á hendi við að auglýsa vöru sína þar
sem Linda Pétursdóttir, fegursta
kona heims, verður við sýningarbás
íslenskra laxeldismanna. Henni er
ætlað að draga að gráðuga Ameríku-
menn og vonandi gleyma þeir ekki
laxinum þegar Linda birtist í allri
sinni dýrð. Friðrik Sigurðsson, for-
maður Félags eldismanna, segir
meðal annars að þetta sé í fyrsta sinn
sem þeir taki þátt í slíkri sýningu og
segist gera sér góðar vonir um góð
viðskiptasambönd með þátttökunni.
Norðmenn segja að þeir muni pjóta
glæsileika Lindu, þar sem þeir séu
aðeins 2 metra frá íslenska básnum.
Vel getur verið að Ameríkumenn líti
á fisk sem fisk þegar Linda sýnir sig.
Vonandi gleymist ekki fiskurinn
vegna bjarmans frá Lindu.
Stytt og endursagt.
Metverðið sem Skagfirðingur fékk í Bremerhaven:
Sundurl. e. tegundum: Selt magn kg Verðíerl. mynt Meðalverðprkg Söluverðísl.kr. kr.pr.kg
Þorskur 878,00 2.464,40 2,81 66.070,96 75,25
Ufsi 614,00 1.546,00 2,52 41.448,51 67,51
Karfi 71.640,00 323.456,20 4,52 8.671.912,47 121,05
Grálúða 30,00 174,00 5,80 4.664,97 155,50
Blandað 10.614,00 15.170,46 1,43 406.722,46 38,32
Samtals: 83.776,00 342.811,06 4,09 9.190.819,37 109,71
Gámafiskur í Bretlandi Alis var seldur fiskur úr gámum sem hér segir í síðustu viku:
1
Sundurl. e. tegundum: Selt magnkg Verðierl. mynt Meðalverð prkg Söluverð ísl. kr. kr.pr.kg
Þorskur •<"* 411.120,00 358.719,45 0,87 31.425.029,18 76,44
Ýsa 182.758,75 266.591,60 1,46 23.353.383,35 127,78
Ufsi 8.485,00 7.116,80 0,84 623.192,53 73,45
Karfi 6.828,75 5.269,40 0,77 461.651,74 67,60
Koli 1 j| HÍ 69.065,00 97.377,60 1,41 8.530.410,96 123,51
Grálúða 10.640,00 14.199,20 1,33 1.243.453,31 116,87
Blandað 20.085,00 27.994,80 1,39 2.452.433,23 122,10
Samtals: 708.982,50 777.268,85 1,10 68.089.554,30 96, <34
VOLKSWAGEN
¥' li
SKlTTBl
m i9ö mmm
M. AFLSTÝRT*
BÍLL FRÁ HEKLU BORGAR SIG
ÍhIHEKLAHF
•- Laugavegi 170-172 Simi 695500
VERÐ FRA KR.
1.244.000
UBO
vörubflahjólbarðar
CC-Y
CC-IVI
CC-6
CC-L
Kaldsólaðir gæðahjólbarðar frá Hollandi.
______Hagstætt verð og greiðslukjör.____
Tökum fulla ábyrgð á gæðum hjólbarðanna.
Hjólbarðadeild opin 9-6 virka daga.
JOFUR HF
NÝBYLAVEGI2
KÓPAVOGI
SÍMI 42600