Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1989, Blaðsíða 4
4
FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1988.
Fréttir
Launþegahreyfingin í landinu:
Ekki siglt á sömu mið
í komandi samningum
- greinilega mikill áherslumunur miLLi sambanda og bandalaga
Á næstu vikum munu hin ýmsu
félög, bandalög og sambönd laun-
þegahreyfmgarinnar í landinu fara í
kjarasamninga. Allra síöustu daga
hefur komið í ljós að mikill áherslu-
munur er á milli þessara aðila um
hvers á að krefjast og á hvað eigi að
leggja höfuðáherslu í kjarasamning-
unum. Ef svo fer fram sem horfir
má ljóst vera að launþegahreyfingin
gengur ekki samstiga til samninga.
Það þarf ekki annað en bera saman
umrnæh Páls HaUdórssonar, for-
manns Bandalags háskólamanna hjá
ríkinu, og Ögmundar Jónassonar,
formanns BSRB, annars vegar og
ályktun Verkamannasambandsins
hins vegar til að sjá þá gjá sem er á
milU kröfugerðar þessara aðila.
Haukar hjá hinu opinbera
Þeir PáU HaUdórsson og Ögmund-
ur Jónasson hafa lýst því yfir að ekki
komi til greina annað en aö samið
verði um verulega kauphaékkxm í
samningum BSRB og BHMR við rík-
ið. Þeir tala báðir um að auka verði
kaupmáttinn frá því sem nú er með
öUum tiltækum ráðum. Ljóst er að
þama tala ungir haukar í launþega-
hreyfingunni. Þeir eiga líka hægare,
með að tala svona en menn sem
standa í forystusveit verkalýðsfélaga
þar sem hjól atvinnulífsins snúast
hægt eða ekki eins og víðast hvar er
um þessar mimdir í sjávarplássun-
um.
Ásmundur Stefánsson, forseti Al-
þýðusambandsins, og Ari Skúlason,
hagfræðingur þess, hafa báðir verið
með harðan tón í sínum ummælum
undanfarið þegar rætt hefur verið
um komandi kjarasamninga. Það er
því aUt eins víst að þeir vilji fylgja
forystumönnum BSRB og BHMR að
málum.
Fulltrúar Verkamannasambandsins, Þórður Ólafsson, Jón Karlsson, Karvel Pálmason og Guðmundur J. Guðmunds-
son, settust til borðs og viðræðna við ríkisstjórnina í gær. Þeir Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og
Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra hafa báðir lýst velþóknun sinni á ályktun fundar foringja Verkamanna-
sambandsins frá því á þriðjudag. DV-mynd BG
Hinn mildi tónn
Verkamannasambandsins
í ályktun, sem samþykkt var sam-
hljóða á fundi stjómar, varastjómar
og formanna svæðasambanda
Verkamannasambandsins, kveður
við aUt annan tón. Þar er talað um
að nauðsynlegt sé að verja kaup-
máttinn en ekki að sækjast eftir
auknum kaupmætti. Þar er einnig
lögð áhersla á að halda vöxtunum
niðri og þá um leið verðbólgunni,
einnig að tryggja fulla afvinnu og að
jafha lífskjörin.
Þama vom samankomnir margir
forystumenn verkalýðsfélaga utan
af landi þar sem ríkjandi er nú ótti
við atvinnuleysi. Hjól atvinnulífsins
snúast afar hægt eða ekki á þessum
stöðum. Þeir sem sækja sitt í hendur
ríkisins þurfa ekki aö óttast atvinnu-
leysi með sama hætti og foringjar
verkalýðsfélaga þeirra staða þar sem
gjaldþrot blasir við öðm hverju fyrir-
tæki en hinn helmingurinn vegur
salt á barminum. Það er alveg sama
við hvaða verkalýðsforingja úti á
Fréttaljós
Sigurdór Sigurdórsson
landi er talað. Allir em dauðhræddir
við atvinnuleysið. Að tryggja fulla
atvinnu er þeirra stóra mál.
Það er líka athyglisvert að bæði
Steingrímur Hermannsson forsætis-
ráðherra og Ólafur Ragnar fjármála-
ráðherra hafa lýst yfir velþóknun
sinni á ályktun Verkamannasam-
bandsins. Olafur Ragnar hefur lýst
því yfir að stefnt sé að því að viö-
halda út þetta ár þeim kaupmætti
sem nú er á fyrsta ársfiórðungi þess.
Þessari yfirlýsingu hafa ýmsir for-
ingjar launþegahreyfingarinnar tek-
ið afar illa. Þeir hafa lýst því yfir,
Páll Halldórsson og Ögmundur Jón-
asson, að þeirra samtök ætli að sækja
hærri kaupmátt og hækkuð laun í
komandi kjarasamningum. Þess
vegna blása þeir á yfirlýsingu Ólafs
Ragnars. Verkamannasambandið
tekur hins vegar undir hana óbeint.
Forysta
Verkamannasambandsins
Fimdurinn hjá foringjum Verka-
mannasambandsins á þriðjudaginn
er annar fundur þessara aðila á
skömmum tíma. Ljóst er að Verka-
mannasambandið er að taka foryst-
una og móta stefnuna fyrir komandi
kjarasamninga hvað varðar verka-
lýðshreyfinguna. Frá Alþýðusam-
bandinu hefur komiö sú ósk að haft
verði sanjflot félaga Alþýðusam-
bandsins í komandi kjarasamning-
um. í ályktun Verkamannasam-
bandsins er ekki tekið undir þá ósk
en talað um að samstaða takist innan
verkalýðshreyfingarinnar um að
framkvæma lífskjarajöfnun.
Vitað er að margir verkalýðsfor-
ingjar eru á móti því að taka aftur
upp stórt samflot imdir forystu Al-
þýðusambandsins, jafnvel þótt mið-
stjóm þess hafi samþykkt að skora á
félögin að taka upp slíkt samflot. Það
em einkum formenn verkalýðsfé-
laga með fiskvinnslufólk í meirihluta
sem vilja að Verkamannasambandið
leiði samninga fyrir þá eða jafnvel
fjórðungssamböndin. Fiskvinnslu-
fólk er ekki búið að gleyma hvemig
þvi var fómað í síðasta stóra sam-
flotinu.
Ríkisstjórnin hleður vígi
Þótt ekkert verkalýösfélag né sam-
band sé búið að móta endanlegar
kjarakröfur er ljóst að ríkisstjórnin
er farin að búast til vamar. Hún hef-
ur á síðustu mánuðum hlaðið sér
vígi sem hún er síðan tilbúin að rífa
aðeins xúður og nota í skiptimynt í
samningum við verkalýðshreyfing-
una. í þessu sambandi má nefna
breytinguna á lánskjaravísitölunni.
Um þá breytingu sagði Ari Skúlason,
hagfræðingur ASÍ, aö loks væri hægt
að fara að semja um hana. Þá má
einnig nefna skattahækkanir og nýtt
vörugjald. Hvort tveggja getur ríkis-
sfjómin notað sem skiptimynt í
kjarasamningum. Loforð um að
halda vöxtunum niðri er líka álitleg-
ur biti fyrir launþegahreyfinguna.
Á undanfomum árum hafa aðilar
vinnumarkaðarins oft endað í því að
gera samninga við ríkisstjómina til
að leysa kjarasamninga. Þetta hefur
verið kallað þjóðarsátt. Margir hafa
orðið til að gagnrýna þetta. Þeir hin-
ir sömu halda því fram að ríkis-
stjómin eigi ekki að grípa inn í fijálsa
samninga á vinnumarkaði. Hvað
sem um þessa kenningu má segja er
ljóst að ríkisstjómin mun koma inn
í kjarasamninga nú í meira mæh en
nokkm sinni á síðustu árum. Ástæð-
an er hin alvarlega fjárhagsstaða
undirstöðuatvinnuveganna. Bætt
kjör í landinu verða ekki sótt til sjáv-
arútvegsfyrirtækja að þessu sinni.
Þess vegna verður ríkisstjómin að
koma til og slaka á klónni.
-S.dór
Sorpið í Árbæ
Borgarstjómarmeirihlutinn hefur
fengið þá ágætis hugmynd að setja
upp sorpstöð í Árbæjarhverfinu.
Eför því sem borgarverkfræðingur
segjr, er lítfil sem enginn óþrifnað-
ur af slíkri sorpstöð. Lykt verður
óveruleg og óþægindi em ekki önn-
ur en gengur og gerist af atvinnu-
starfsemi í nágrenninu og jafnvel
minni ef eitthvað er. Samkvæmt
þessum upplýsingum er hægt að
setja upp sorpstöð hvar sem er í
borginni, en borgarstjómin ætlar
greinilega aö gera Árþæingum
hærra undir höfði heldur en öðrum
hverfum og sýna þeim þann sóma
að leyfa þeim að fá sorpstöðina en
ekki einhverjum öðmm virðuleg-
um hverfum í Reykjavík, sem þó
em búin að vera miklu lengur tfi í
höfuðstaðnum.
Af einhveijum undarlegum
ástæðum hefur Framfarafélag Ár-
bæjar haldið fiölmennan firnd út
af þessu máli og mótmælir harð-
lega staðsetningu sorpstöðvarinn-
ar. Árbæingar óttast lyktina í aust-
anáttinni en hún mun vera ríkjandi
átt 1 hverfinu. Sömuleiðis halda
þeir að sorp berist út um allar triss-
ur þegar það fýkur úr sorpbUunum
eða frá stöðinni og Coca Cola hótar
að flyfia sig úr Árbænum ef sorpið
verður gert að nágranna gos-
drykkjaframleiðslunnar. Árbæing-
ar em æstir út af þessu máh og
safna undirskriftum og frábiðja sér
þann heiður að hýsa sorpstöð fyrir
alla Reykvíkinga.
Miðað við lofsamleg ummæh
borgarverkfræðings og annarra
málsvara Reykjavíkurborgar, sem
vUja endUega leyfa Árbæingum aö
fá sorpið í hverfið tíl sín, er maður
hálfhissa á þessum dónaskap og
öUum þessum látumí í Árbæjar-
hverfinu. Að vísu hefur Dagfari
nokkra bakþanka út af vatnslind-
unum í nágrenninu en Buhaugun
em skammt frá og hingað tU hefur
því verið haldið fram að ekki mætti
byggja í nágrenni vatnslindanna
af hættu við mengun. En auðvitað
er það rétt h)á borgaryfirvöldum
að það er miklu meiri hætta af
íbúðarbyggö heldur en sorpstöð,
því mengunin er sárahtil af sorpi
en miklu meiri af íbúunum. Þess
vegna er það eðhlegt að borgaryfir-
völd beiti sér gegn almennri byggð
á svæðinu uppi við Rauöavatn en
staðsefii þar sorpmóttöku í staðinn.
Það em þá í mesta lagi einhver
meindýr' og skorkvikindi sem
mundu geta þrifist í skjóh sorpsins
í Árbænum, en rottur em ekki
verri en hver önnur dýrategund og
bömin hefðu gott af návist sinni í
ríki dýranna og svo er meindýra-
eyðir á launum hjá borginni og
getur dreift rottueitri í kjallarana
í Árbænum fyrir ekki neitt. Sérs-
takt eftirUt verður áreiðanlega sett
upp í hverfinu auk meindýraeyðis-
ins og þannig mun öryggi og heil-
brigðisefdrUt aukast að mun hjá
Árbæingum fram yfir það sem
þekkist í öðrum hverfum borgar-
innar. Þá verður sprautað lykteyð-
andi ilmefnum yfir borgarhlutann
til að eyða lyktinni af sorpinu og
auk þess eyða annarri sorplykt sem
hugsanlega getur mengað and-
rúmsloftið. Þannig losna Árbæing-
ar við sína eigin lykt ef af þessu
verður.
Þá má ekki gleyma því hvað það
verður miklu styttra fyrir Árbæ-
inga heldur en aðra borgarbúa að
bera rusUð á haugana. Allar líkur
em meira að segja á því að þeir
geti einfaldlega sturtað mslinu
framan við útidymar hjá sér eða
þá hent úr mslafotunum út um
gluggana, því hverfið verður ein
aUsherjarsorpstöð og starfsmenn
sorpstöðvarinnar munu samstund-
is hreinsa upp aUt msl og aUt sorp
í nágrenninu til að halda hverfinu
hreinu eins og sorpstöðvar eiga að
gera.
Ef Árbæingar em svo vitlausir
að afneita sorpstöðinni og öUum
þeim þægindum sem henni fylgja
finnst Dagfara það sjálfsagt fyrir
önnur framfarafélög í borginni að
leggja inn umsóknir um sorpstöð-
ina. Þetta verður svo fín sorpstöð
að mati borgaryfirvalda að hún
sómir sér hvar sem er. Hvemig
væri til dæmis að staðsefia hana
við Tíömina í nágrenni við ráð-
húsið? Það fer vel á því að tvær
myndarlegar byggingar á vegum
borgarinnar prýði umhverfi Tjam-
arinnar ef Árbæingar kunna ekki
að meta greiðasemi borgaryfir-
valda og ætla að vísa sorpstöðinni
á bug. Það mundi óneitanlega lífga
upp á gamla miðbæinn að fá nýtt
lif í hverfið. Þó ekki væri annað en
meindýralífið.
Dagfari