Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1989, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1989, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1988. 25 Lífestm Hláku þarf að vera viðbúinn Hrólfur Jónsson varaslökkviliósstjóri segir að þar sem frágangur við þak- rennur sé í lagi myndist ekki grýlukerti. Vandræöi vegna vatns: Slökkvilið veitir ýmsa aðstoð Á vegum borgarinnar er lögð áhersla á að athuga um niðurföll við svokallaöa lágpunkta neðst í brekk- um og þar sem hætta er á uppsöfnun vatns. „Ég held að lítið sé um að fólk fari út til að opna fyrir niðurföll," segir Gunnar Ágústsson, verkstjóri hjá Reykjavíkurborg. „Mér finnst sjálfsagt að fólk moki frá og setji matarsalt við niðurföll við ál-vatns- lása og reyni að skara af ristum - það á að vera hægt að ráða við þetta ofan frá. Menn verða að vera vakandi fyr- ir ísnum sem er verstur, ákveðið samspil myndast á milli lofthita, salts og snjósins - þetta leiðir af sér stífl- ur. íbúum ætti að vera kunnugt um hvar niðurföll við hús þeirra hggja og fyrirbyggja flóð við hús sín. Gatnamáladeild borgarinnar hefur unnið ansi umfangsmikið starf á vöktum - menn eru á verði og meta ástandið hverju sinni. Ef það kemur eitthvert skot þá förum við með vélar og berjumst við að leysa vandamál sem tengjast vatnsflaumnum í hláku. Yfirleitt er reynt að einbeita sér að því að ryðja snjóinn fyrst fyrir bíla og svo er vakt allan sólarhringinn og menn til taks þegar þarf að opna ræsi. Eins og þetta hefur gengið fyrir sig þá hafa niðurföll undir Elliðaár- brúnum verið opnuð því þar vill vera mikill vatnsstraumur - lágpunktarn- ir eru hættulegastir, t.d. við Ásenda og Byggðarenda, Grundimar í Kópa- vogi og víðar þar sem hverfi liggja neðst. En það er erfitt að átta sig á því hvort hláka sé væntanleg hverju sinni. Þessu þarf almenningur alltaf að vera viðbúinn. Ef fólk lendir í ein- hverjum vandræðum við hús sín, það byrjar að leka eða stiflast, þá er neyðarvakt allan sólarhringinn. Þangað getur fólk hringt í síma 27311.“ -ÓTT Betra er að vera undirbúinn fyrir vatnsstraum með þvi að moka frá niðurfallsristum. Við svokallaða lág- punkta neðst í brekkum og í botn- löngum getur fólk reynt að skara frá ristum á götu, því óliklegt er að opinberir starfsmenn nái því. Heimilið Nokkur hollráð um rafmagnsnotkun Mikið rafmagn þarf til að hita kalt vatn upp í þvottavélum sem ekki taka heitt vatn inn á sig. Þess vegna er sparnaður í því að setja í sem fæstar vélar. DV-mynd GVA Um þessar mundir er rafmagns- notkun heimila í hámarki. Árseyðsla meðalheimihs mun vera um 3.500 kílóvattstundir, það nemur um 17.100 krónum. Hjá mörgum er notkunin mun meiri en nauðsynlegt þykir og í flestum tflfellum er hægt að minnka rafmagnskostnaðinn með því að at- huga nokkur hollráð sem tengjast notkun heimilistækja og ljósa. Þorvaldur Finnbogason, deildar- stjóri innlagna hjá RR, segir að auð- velt sé að komast að því hvað sé óþarfa eyðsla hverju sinni með því að lesa af mæli eftir einföldum regl- um. Loft skal leika um tæki sem hitna Þorvaldur segir að með einföldum leiðum sé hægt að minnka rafmagns- notkun frystikista og ísskápa. „Frystikista á helst ekki að standa á heitum stað því þessi tæki leitast við að viðhalda hitamun á þeim massa sem er geymdur í þeim. Því heitara sem loftið er við kistuna því meira rafmagn þarf til að viðhalda kæling- unni,“ segir Þorvaldur. „Oft er reynt að loka ísskápa af eins og kostur er inni í eldhúsinnrétt- ingu. Þegar það er gert kemur tækið ekki varma frá sér sem myndast á bak við. Þess vegna er æskilegt að dálítið pláss sé bæði fyrir aftan ís- skápin og að ofanverðu. Sé rýmið ekki fyrir hendi gengur pressan leng- ur en ella og framleiðir því meira rafmagn en eðlilegt er. Auk þess fer þetta illa með pressuna. Sama gildir um frystikistur - ekki má hlaða í kringum þær. Fólki finnst ljós skipta litlu máh hvað snertir rafmagnsnotkun. En safnast þegar saman kemur. Það er þess virði að venja sig á að slökkva ljós í herbergjum þar sem ekki er dvalist og reyna frekar að hafa góða lýsingu þar sem mest er dvalist. Og víða loga t.d. útiljós allan daginn að óþörfu." Einfalt að reikna eyðslu Ijósa - En hvernig er rafmagnsnotkun hvers tækis reiknuð? Þorvaldur segir að einfalt sé að reikna eyðslu hvers ljóss og heimil- istækja til að komast að því á hvaða sviði sé hægt að spara. „40 vatta pera eyðir t.d. 0,04 kW/stundum á klukku- tímann og 60 vatta eyðir 0,06 kW/stundum o.s.frv. - kW/stundin kostar 4,89 krónur. Eyðslu kæliskáps er hægt að sjá með því að lesa af rafmagnsmæh, t.d. á 12 klst. tíma- bili, þegar ekkert annað er í gangi. Þetta má athuga eftir að fólk hefur verið í vinnu eða að morgni dags. Þvottavélar, sem ekki taka heitt vatn inn á sig, eyða mestu rafmagni. Rafmagnsnotkunin er mest þegar vélin hitar vatnið upp. Þess vegna er mikilsvert að reyna að nýta þvottavélina sem best hverju sinni, sama gildir um þurrkara. Ef fólk gerir sér nokkurn veginn grein fyrir daglegri rafmagnsnotkun heimihs- ins er auðvelt að komast að eyðslu þvottavélar með því að líta á raf- magnsmæh þegar hún er sett í gang og svo aftur að notkun lokinni. Rafmagnsofnar og ókostur áætlunartímabils Þorvaldur segir að töluvert sé um aö rafmagnsnotendur telji að raf- magnsreikningur sinn sé óeðlilega hár. „Þá reynir fólk að miða við áætlunarreikning sem stenst ekki samanburð við síðasta tímabil. Þetta getur stafað af því að ný tæki eru tekin í notkun eftir að áætlun er gerð. Sem dæmi má nefna rafmagnsofna sem eru varasamir því þeir geta eytt sem nemur mörg hundruð krónum á viku. Þetta er ókostur við áætlun- arreikninga því þeir taka ekki mið af nýjum tækjum. -ÓTT Hrólfur Jónsson varaslökkviliðs- stjóri segir að slökkvihðið veiti að- stoð í mörgum tilfehum þar sem vandræði eru vegna vatnselgs. „Við höfum haft nokkuð mikið að gera við að veita fólki aðstoð þar sem hefur flætt inn í hús. í Álftamýrinni og við Valsheimilið höfum við t.d. verið með nokkra menn í vinnu til að dæla vatni út og þurrka upp. Það er hægt að leita th okkar ef vandræði verða vegna vatns við heimahús og annars staðar." - Komiö þið ogfjarlægið grýlukerti? „í því sambandi höfum við reynt að benda á aðha sem hafa tæki og bíla til að fjarlægja slíkt af húsum, við erum ekki svo mikið í þessu sjálf- ir. Ég minnist ekki neinna slysa af völdum grýlukerta, a.m.k. ekki ný- lega, en það er ljóst að ef fólk verður fyrir þessu þá getur orðið dauðaslys. Til að forðast grýlukerti á húsum sínum er ráðlegast fyrir fólk aö reyna að hafa rennurnar í lagi því aö þau safnast ekki fyrir þar sem vel er gengið frá þeim. Ef þakrennur eru ryðgaðar og í þær hefur safnast mosi og niðurföll stiflast og fleira í þeim dúr þá myndast grýlukertin - sama gildir um illa frágengin þakskegg. En ef rennur eru í lagi þá er undan- teknig að þessir sprotar festist á hús- in. Að öðru leyti getum við veitt fólki aðstoð vegna leka í ofnum eða baðk- örum og reynum þá að bjarga því sem bjargað verður hverju sinni. -ÓTT Sigurður Skarphéðinsson: „Það eru hðin tíu ár frá því við fólk aö setja salt á niðurföll og á fengum hressilegt flóð í borginni 50-100 cm í kring svo autt svæði en þá urðu aðeins skemmdir á veg- myndist fyrir vatn. „Snjókrapinn um við Elhöaár, mannvirki munu má ahs ekki fara niöur í niðurföh, hafa sloppiö að mestu leyti og það hann er léttari en vatnið og Iheðst sem skemmdist var í eigu borgar- upp í lögnum og hindrar framgang innar,“ segir Sigurður Skarphéð- vatns. Þess vegna á aldrei að taka insson aðstoðargatnamálastjóri. ristar upp. Salt er árangursríkast „Viö höfum nú séö annað eins og að nota áður eöa um þaö leyti sem þennan spjó sem kom á jörö síð- hann er aö ganga í frost. Leki inn ustu vikuná. Annars eru tjón af í hús verður oft staðreynd þegar völdum hláku sjaldgæf. Við reyn- grunnvatnsstaöa er há, en það get- um aö halda hálkueyöingu í gangi ur nú átt við allan ársins hring. eins og frekast er kostur. Oft er Hins vegar ef jarðlög halla að húsi hættan mest þegar snjóar í blautan þá er hætta á í hláku aö uppistöðu- snjó þar sem hiti er viö frostmark, pohar myndist sem leiöa tíl þess þá þjappast hann niöur og veröur aö lekur að húsi. Þegar hlánar lúmskt viö að eiga.“ þiðnar alltaf fýrst upp við veggi og ekki þarf stórar sprungur til aö Ekkl taka rlst af nfðurfalli geti byrjaö að leka inn fýrir.“ Jóhann Diego skrúðgarðyrkju- -ÓTT meistari segir að ástæða sé fyrir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.