Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1989, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1989, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1988. 5 Fréttir Björgólfur Guömundsson: Þad er uggur í Hafskipsmönnum - vegna vinnubragöa Jónatans Þórmundssonar „Því er ekki að leyna að það er uggur í okkur Hafskipsmönnum vegna ýmissa vinnubragða Jónatans Þórmundssonar, sérstaks ríkissak- sóknara í Hafskipsmálinu," sagði Björgólfur Guðmundsson, fyrrver- andi forstjóri Hafskips, þegar DV innti hann álits á gangi Hafskips- og Útvegsbankamálsins. „Mér skilst að Jónatan Þórmunds- syni prófessor, sérstökum saksókn- ara, hafi nú loksins tekist að skila gögnum frá sér til Sakadóms Reykja- víkur, en það er hvorki meira né minna en 18 mánuðir síðan hann fékk máhð í hendur. Það er komið á fjórða ár frá því að opnberir aðilar neyddu Hafskip í gjaldþrot. Sakar- efnin eru íjögurra til tíu ára gömul. Flutningur málsins tekur sjálfsagt nokkur ár og eyðileggur stóran hluta starfsævi okkar sem saksóttir erum. En að sjálfsögðu er það lítið áhyggju- efni fyrir prófessor Jónatan Þór- mundsson sem þiggur laim allan tím- ann á meðan máhð stendur og við hinir bíðum. Þó geri ég varla ráð fyr- ir að hann hafi þegið laun eða þiggi laun samtímis frá Háskóla íslands sem prófessor í refisrétti eða hafi tafið máhð með öðrum tímafrekum nefndarstörfum, á kostnað sakbom- inga. Lítið við okkur rætt Eins og ég sagði áðan em nú um átján mánuðir, eða eitt og hálft ár, frá því hann tók málið að sér og átti að rannsaka það sjálfstætt. Sannleik- urinn er sá að Jónatan Þórmundsson prófessor hefur lítið sem ekkert, helst til málamynda, rætt við okkur Hafskipsmenn. Dæmi em því miður um að hann hafi hvorki svarað skrif- legum né munnlegum beiðnum frá okkur um að koma að útskýringum eða frekari rannsóknum á sakargift- um.“ „Jónatan sagði í fjölmiðlum að Vilja skera ráðhúsfé Minnihlutinn í borgarstjóm viU auka félagslega þjónustu í borg- inni og að sama skapi draga úr framkvæmdum viö ráðhús og veitingahús í Öskjuhlíð. í sameiginlegri fiárhagsáætlun leggja minnihlutaflokkamir í borgarstjóm tíl að tæpur miUj- arður verði fluttur frá verkefnum sem meirihlutinn hefur ákveðið og peningamir notaðir í bætta félagslega þjónustu. Lagt er til að borgin ráðstafi 4% af útsvarstekj- um tíl dagvistunarmála og bent á að 2000 böm bíða þess að fá dag- vistarpláss. Fyrir ungUnga legg- ur minnihlutinn til að komið verði upp unglingahúsi í mið- bænum en slíkt húsnæði ætti að draga úr reiðUeysishangsi ungl- inga í miðbænum, að áUti minni- hlutans. Minnihlutinn vUl auka útsvars- og aöstöðugjöld tíl borgarinnar um 130 mUljónir, draga úr fram- kvæmdum við ráðhúsið þannig að það verði aðeins bUageymsla og spara þar 300 mUljónir. „Við látum Tjömina síðan fljóta yfir bílageymsluna og svæðið verður jafnfallegt og áður,“ sagði Sigin-- jón Pétursson, borgarfuUtrúi Al- þýðubandalagsins, þegar fjár- hagsáætiun minnihlutans var kynnt í gær. Síödegis í dag hefst umræða um fjárhagsáætiun borgarinnar og er búist við aö gengið verði til atkvæða undir morgun. -pv hann ætlaði að hafa sérstakan fuU- trúa sinn í yfirheyrslum. Þetta stóð hann ekki við að öUu leyti, að minnsta kosti hvað mig varðar, í þau örfáu skipti sem ég fékk að koma til skýrslugjafar." Alþingi sett í klípu „Furðulegust era þó vinnubrögð Jónatans Þórmundssonar við ákær- ur. Hann hendir ákærum í hausinn á sakbomingum án þess að afhenda Sakadómi nauðsynleg gögn til þess að rétturinn geti farið eftir lögform- legum leiðum. Þessi buslugangur varð til þess að Alþingi íslands var sett í þá klípu að svipta Jóhann Ein- varðsson þinghelgi." „Löggiltur heiðarleiki" „Jónatan segist svo, í viðtah við DV 4. janúar 1989, hafa gert sam- komulag við Sakadóm Reykjavíkur um þessa vinnutUhöguh. Bréf frá Sakadómi birtist sjötta janúar í DV þar sem borin er til baka þessi fitil- yrðing Jónatans. Þar sagði að ekkert samkomulag hefði verið gert um þessa vinnutilhögun. En viti menn, 11. janúar þar á eftir fitilyrðir Jónat- an enn og aftur í samtah við blaða- mann DV að þetta samkomulag sé í gtidi. Þetta hefðu sjálfsagt verið kahaðar blekkingar hjá okkur Hafskips- mönnum en auðvitað efast enginn um „löggUtan heiöarleika“ Jónatans Þórmundssonar, prófessors í refsi- rétti við Háskóla Islands, og við það verðum við sakbomigar senntiega að lifa, eða hvað?“ sagði Björgólfur Guðmundsson. -sme VERÐIÐ ALLTAF JAFN HAGSTÆTT. Skeljungsbúðin Siðumúla33 símar 681722 og 38125 ________. TILKYNNING 23. janúar sl. gaf viðskiptaráðherra út „reglugerð um lánskjaravísitölu til verðtryggingar sparifjár og lánsfjár." Samkvæmt þessari reglugerð er grundvelli lánskjaravísitölu breytt á þann veg að framfærsluvísitala, byggingarvísitala og svonefnd launavísitala gildi að þriðjungi hver í grundvelli hinnar nýju lánskjaravísitölu. Þessi nýja lánskjaravísitala á skv. ákvæðum reglugerðar að koma að fullu og öllu í stað þeirrar lánskjaravísitölu sem reiknuð hefur verið skv. lögum nr..13/1979 og grundvallast að % á framfærsluvísitölu og að 'A á byggingarvísitölu. Skal hin nýja vísitala samkvæmt reglugerðinni taka gildi 1. febrúar 1989. Samband almennra lífeyrissjóða og Landssamband lífeyrissjóða taka fram, að þau telja vafa leika á um lögmæti þess að láta hina nýju vísitölu taka gildi um fjárskuldbindingar sem stofnað var til fyrir 1. febrúar 1989. Með vísan til þess gera samböndin fyrir hönd lífeyrissjóða, sem aðild eiga að þeim, fyrirvara gagnvart öllum skuldurum sjóðanna, sem nú greiða af fjárskuldbindingum'smum samkvæmt hinni nýju vísitölu og áskilja sér rétt til að krefja þá um þann mismun sem leiðir af því að hinni nýju vísitölu er beitt í stað hinnar eldri. F.h. SAMBANDS ALMENNRA LÍFEYRISSJÓÐA Benedikt Davíösson F.h. LANDSSAMBANDS LÍFEYRISSJÓÐA Pétur H. Blöndal

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.