Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1989, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1989, Blaðsíða 24
FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1988. LífsstQl E>V DV kannar aðstöðu í bióhúsum litlir salir betri en stórir íslendingar hafa óskaplega gaman af því að fara í bíó og gera meira að því en aðrar þjóðir. Við fylgjumst og vel með því sem efst er á baugi í kvikmyndagerð (að minnsta kosti í Ameríku) og algengt er að myndir birtist á tjöldum kvikmyndahúsa hér fyrr en annars staðar í Evrópu. • En hvernig er búið að kvikmynda- sýningargestum í þeim 19 sýningar- sölum sem starfræktir eru á höfuö- borgarsvæðinu einu? DV fór á stúf- ana og kannaði máliö. Helstu niðurstöður voru þær að yfirleitt virðist betur búið að gestum í litlum sölum en stórum. í litlu söl- unum var nær undantekningarlaust í lagi að sitja á fremsta bekk og bil milli sæta var betra en í stóru sölun- um. Sætafjöldi Bil milli sæta Skyggni Sæti Hljóð Fremstu sæti Bíóhöllin Salur 1 525 r + góð gott óhæf Salur2 240 + + góð slakt slæm Salur3 130 + + góð slakt óhæf Salur4 100 + + góð slakt slæm Salur5 17 mjög gott + OK góð slakt í lagi Bfóborgin Salurl 682 + + góð gott, verra fremst Texti óskýr + + Salur2 115 + + OK sæmileg slakt góð Salur3 80 + + OK sæmileg í lagi ílagi Stjörnubíó Salur 1 456 + + gott góð gott óhæf Salur2 113 + + sæmileg gott ílagi Regnboginn Salur A 345 + + góð gott góð Salur B 108 + + sæmileg gott slæm SalurC 108 - + + sæmileg gott slæm Salur D 73 + + sæmileg gott í lagi SalurE 81 + + sæmileg gott ílagi Laugarásbíó Salur 1 429 + + sæmileg gott Hagi Salur2 118 '+ + góð gott góð Salur3 80 + + góð gott góð Háskólabíó 1000 + góð gott góð í nokkrum stóru salanna var ómögulegt að sitja á fremsta bekk vegna þess hve nálægt tjaldinu það er og eins skiptir miklu máli að tjald- ið sitji ekki mjög hátt. Þetta skiptir máli vegna þess að fyrir nokkrum árum var hætt að selja númeraða miða. Bíógestur getur því ekki valið sér sæti fyrr en á hólminn er komið og ef uppselt er þá verða menn að gera sér að góðu að sitja á fremsta bekk. Dómnefnd var því á einu máli um að afturfór hefði verið að hætta að selja númeraða miða. Rétt er þó að taka fram að í nokkrum húsum er unnið gegn þessu með því aö selja aldrei í fullan sal og ekki reiknað með því að neinn sitji fremst. Anddyri eru víðast hvar fremur þröng miðað við að sæmileg aðsókn sé. Þar er Háskólabíó þó undantekn- ing. Kvikmyndahús skipta yfirleitt aðeins við einn gosframleiðanda og athygli vakti að sælgæti var nær ein- göngu íslenskt. Poppkornið ómiss- andi er yfirleitt poppað á staðnum og er algengasta verðið 50„krónur fyrir litinn poka og 100 krópur fyrir stóran. . ^ Hljóðkerfi er víðast gott qg sums staðar nýtt og fullkomið kerfi. Þó komu fram kvartanir um að sums staðar væri fullmikill styrkur á hljóðrásinni. Þetta á við Bíóborgina þar sem er nýtt hljóðkerfi sem dóm- nefnd fannst ekki njóta sín sem skyldi á fremstu bekkjum og hávað- inn óþægilega mikill á köflum. Dómnefnd komst að þeirri niður- stöðu að af litlum sölum væri þá bestu að fmna í Laugarásbíói og Bíó- höllinni í Mjódd. Bestir af stórum sölum þóttu annars vegar aðalsalur Regnbogans og hins vegar Háskóla- bíó. -Pá Það eru nitján sýningarsalir í Reykjavik sem alls rúma 5000 manns í sæti. Það er yfirleitt betur búið að gestum í litlum sölum en stórum. Neytendur Hreinar rúður auka öryggi Fátt er bílstjórum eins mikHvægt í slæmu skyggni um vetur og að hafa allar rúður hreinar og tærar. Það er betra að eyða tveimur mín- útum í að hreinsa af öUum rúðum áður en farið er af stað á morgnana heldur en að stofna lífi sínu í hættu með slæmu skyggni. MikUvægt er að muna eftir að hreinsa snjó og ís af ljósum bæði að aftan og framan því það er ekki nóg að þú sjáir aðra, þeir verða Hka að sjá þig. Á næstu bensínstöð er hægt að velja um nokkrar gerðir af snjó- og íssköfum. Verðið er mjög mismun- sterklegust. Hún kostar 234 krón- ur. Sú efri kostar 98 krónur. andi eða frá um 234 krónum fyrir sköfu með áfóstum sópi og niður í tæpar 40 krónur fyrir netta sköfu sem er góð fyrir sinn hatt en dugar tæpast við íslenskar vetraraðstæð- ur. Niðurstaða okkar varð sú að bestu kaupin væru í sköfum sem eru með áfostum sópi og öflugu skcifti. Á þeim er bæði gúmmí- og harður plastkantur og sópurinn kemur að góðum notum. Verðið er frá 162 krónum upp í 234 eftir gerðum. í Bílanausti fást sköfur með loð- fóðruðum hanska. Ekki var gúmmíkantur á þeirri gerð sem við skoðuðum. Verðið var um 300 krónur. -Pá Sú efsta dugar tæpast nema á hélu á bílrúðum en hinar eru nokkuð góðar. Sú með sópnum kostar 162 krónur sem eru góð kaup. DV-myndir BG Þessi er eflaust hlý á köldum vetrarmorgnum og nokkuð sterkleg en þaö er galli að hafa ekki gúmmíkant.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.