Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1989, Blaðsíða 28
28
FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1988.
Andlát
Bóthildur Jónsdóttir, Hverfisgötu
f04a, lést á heimili sínu 31. janúar.
Sveinn Magnússon, Hrafnhólum 6,
áður Víghólastíg 12, Kópavogi, lést
1. febrúar.
Jósep Gunnarsson er látinn.
Jarðarfarir
Útfór Guðrúnar Bjarnfinnsdóttur
(Stellu), Búðarstíg, Eyrarbakka, fer
fram frá Eyrarbakkakirkju laugar-
daginn 4. febrúar kl. 14.
Útfor Guðlaugar Stefánsdóttur,
Skarðshlíð 3, Akureyri, fer fram frá
Akureyrarkirkj u fóstudaginn 3. febr-
úar kl. 13.30.
Útfór Helgu Kristjánsdóttur frá Álfs-
nesi, Kjalarnesi, Lönguhlíð 25, er lést
í Landspítalanum 27. janúar, verður
gerð frá Bústaðakirkju fóstudaginn
3. febrúar kl. 13.30.
Soffia Sigurðardóttir, Skúlaskeiði 2,
Hafnarfirði, sem andaðist 20. janúar
sl., verður jarðsungin frá Víðistaða-
kirkju í Hafnarfirði fóstudaginn 3.
febrúar kl. 15.
Útfór Páls Jóhannessonar, Víði-
hvammi 24, Kópavogi, fer fram frá
Hólaneskirkju, Skagaströnd, laugar-
daginn 4. febrúar kl. 14.
Sigrún Jónsdóttir, Bólstaðarhlíð 41,
Reykjavík, sem lést á öldrunardeild,
Hátúni 10, Reykjavík, laugardaginn
28. janúar, verður jarðsungin frá
Fossvogskapellu föstudaginn 3. febr-
úar kl. 10.30.
Guðmundur Björnsson, Arkarlæk,
sem andaðist á Sjúkrahúsi Akraness
27. janúar, verður jarðsettur frá
Akraneskirkju fóstudaginn 3. febrú-
ar kl. 14.
Óskar Guðsteinsson lést 24. janúar.
Hann fæddist að Hjálmsstöðum í
Grímsnesi, Ámessýslu, 21. ágúst
1903. Foreldrar hans voru hjónin
Guðsteinn Jónsson og Guðrún
Bjamadóttir. Óskar hóf störf við
málmsteypu í Landssmiðjunni 1930
og starfaði þar óshtið til ársins 1978.
Óskar var tvígiftur og eignaðist einn
son í fyrra hjónabandi. Eftirlifandi
eiginkona hans er Sólrún Guðsteins-
son (fædd Kristensen). Útfor Óskars
var gerð frá nýju FossvogskapeU-
unni í morgun.
Ingólfur Guðmundsson húsasmíða-
meistari, Bjarkarholti 4, Mosfellsbæ,
lést á heimiU sínu 25. janúar sl. Hann
verður jarðsunginn frá Fossvogs-
kirkju í dag, 3. febrúar, kl. 13.30. Ing-
ólfur fæddist í Reykjavík 23. júní
1910, sonur hjónanna Guðmundar
Kristjánssonar sjómanns og síðar
bifreiðarstjóra og Ingibjargar Ás-
mundsdóttur. Hann lauk sveinsprófi
í húsasmíði með góðum vitnisburði
árið 1932 og varð meistari í húsa-
smíði 1935. Ingólfur vann við iðn sína
alla sína starfsævi og þá yfirleitt sem
sjálfstæður byggingaraðiU. Byggði
hann hundmð íbúða og íbúöarhúsa
auk annarra byggjnga í Reykjavík
og víðar. Kona Ingólfs var Valgerður
Guörún Hjartardóttir, dóttir hjón-
anna Hjartar Clausen og Guðrúnar
Pálmadóttur úr Skáleyjum. Valgerð-
ur var fædd 15. maí 1909 og lést 1976.
Þeim varð 6 barna auðið en 4 kom-
ust til fuUorðinsára.
GísU Kárason lést 23. janúar. Hann
fæddist á Borgarlandi í HelgafeUs-
sveit 2. .febrúar 1914 en ólst upp í
Meiming
Kristín og birtan
Myndir Kristínar Þorkelsdóttur 1 Nýhöfn
Haga í Staðarsveit. Foreldrar hans
vom Þórdís Gísladóttir og Kári
Magnússon. Lengst af starfaði GísU
viö bifreiðaakstur. Eftirlifandi eigin-
kona hans er Sigríður Jónatansdótt-
ir. Þeim hjónum varð þriggja dætra
auðið. Útfor Gísla verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag kl. 13.30.
Sindri Sigurjónsson lést 23. janúar.
Hann fæddist á Kirkjubæ í Hróars-
tungu 20. desember 1920, sonur Önnu
Þ. Sveinsdóttur og séra Sigurjóns
Jónssonar. Sindri vann nær alla sína
starfsævi hjá Pósti og síma og var
skrifstofustjóri Póstgíróstofunnar
frá stofnun hennar. Eftirlifandi eig-
inkona hans er Sigríður Helgadóttir.
Þeim hjónunum varð fimm sona auð-
ið. Útför Sindra verður gerð frá Bú-
staðakirkju í dag kl. 13.30.
Elsa D. Jóhannesdóttir lést 26. jan-
úar. Hún var fædd í Vestmannaeyj-
um 22. apríl 1913, dóttir hjónanna
Kristínar Sverrisdóttur og Jóhann-
esar Bárðarsonar. Elsa giftist Mámsi
Júlíussyni en hann lést árið 1960. Þau
eignuðust tvær dætur. Útfór Elsu
verður gerð frá Dómkirkjunni í dag
kl. 13.30.
Tilkyimingar
„Ljóð í nýhöfn“
I kvöld, 2. febrúar, verður haldið ljóða-
og tónlistarkvöld í listasal Nýhafnar að
Hafnarstræti 18, Reykjavík, en þar stend-
ur yfir sýning Kristinar Þorkelsdóttur á
vatnslitamyndum. Ingibjörg Þórisdóttir,
Steinar Jóhannsson, Sveinbjöm Þorkels-
son, Júlía Ámdís Amadóttir, Bragi Ól-
afsson, Margrét Óskarsdóttir, Steinunn
Ásmundsdóttir og Melkorka Thekla Ól-
afsdóttir munu lesa úr verkum sínum og
Elísabet Yndra Ragnarsdóttir flytur ein-
leik á fiðlu. Kynnir er Ari Gísli Braga-
son. Ráðgert er að hafa ljóð og tónlist sem
mánaðarlegan viðburð í listasal Nýhafn-
ar. Dagskráin hefst kl. 20.30 og stendur
til kl. 22.30. Kaffiveitingar em í hléi og
aðgangseyrir kr. 300.
ITC kynning í
Kringlunni
ITC kynning verður dagana 2., 3. og 4.
febrúar 1989 sem ber yfirskriftina Býrðu
yfir leyndum hæfileikum? ITC aðilar
verða í Kringlunni á efri hæð og dreifa
bæklingum og svara fyrirspumum í dag,
fimmtudag og fostudag, kl. 15-19 og laug-
ardag kl. 11-16. Á sama tíma verður
kynning á ITC um land allt. Fólk er hvatt
til að nota sér þetta tækifæri. ITC veitir
upplýsingar um starfsemi ITC alls staðar
á landinu. Upplýsingasímar: Hjördís s.
91-28996, Marta. s. 91-656154, Guðrún s.
91-46751 og Jónína s. 94-3662.
Félag eldri borgara
Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, í dag
kl. 14. Fijáls spilamennska. Kl. 19.30 fé-
lagsvist, hálft kort, kl. 21 dansað. ATH:
þorrablót, sem var auglýst í Tónabæ 11.
febr. nk., verður haldið í Sigtúni 3 10.
febrúar nk. Miðar verða seldir þar
sunnudaginn 5. febrúar og fimmtudaginn
9. febrúar.
Opiðhús fyrir
krabbameinssjúklinga
í Skógarhlíð 8 er „opið hús“ fyrir alla
krabbameinssjúklinga og aðstandendur
þeirra á fimmtudögum kl. 17-19. Bækur
og blöð liggja frammi, spil og töfl. Um-
ræðuhópar settir í gang og félagsleg og
sálfræðfieg þjónusta veitt þeim sem þess
óska. Steinunn Einarsdóttir verður gest-
ur í fyrsta „opna húsinu" í dag, 2. febrú-
ar, og mun ræða um hugrækt. Leitið
styrks í félagslegu starfi Krabbameins-
félags íslands og lítið inn í Skógarhlíð 8.
Allir eru velkomnir.
Vettvangsferð í
Hafrannsókna-
stofnun íslands
í kvöld, 2. febrúar, kl. 20.30 fer Náttúru-
vemdarfélag Suðvesturlands í vettvangs-
ferð í Hafrannsóknastofnun fslands að
Skúlagötu 4. Skoðaðar verða fjöruplöntur
og fjörudýr í sjókerinu í anddyri stofnun-
arinnar og Kristinn Guðmundsson sjáv-
arlíffræðingur og Gunnar H. Ágústsson
deildarstjóri mun fjalla um áhrif gasol-
íumengunar á lífríki sjávarins og svara
spumingum. Allir em velkomnir í ferðir
og á kynningar félagsins.
Tónleikar
Tónieikar og afmælis-
veisla Útvarps Rótar
í tilefiii eins árs afmælis Útvarps Rótar
verða haldnir rokktónleikar í Tunglinu,
Lækjargötu, í kvöld, 2. febrúar. Fram
koma hljómsveitimar Nýdönsk, Bless og
Síðan skein sól. Einnig koma fram þeir
Hilmar Óm Hilmarsson og Bjartmar
Guðlaugsson. Húsiö verður opnaö kl. 21
og hefjast tónleikamir kl. 22. Miðaverð
800 krónur. Forsala aögöngtuniða verður
í Gramminu og á Útvarpi Rót. Föstudags-
kvöldið 3. fébrúar verður síðan haldin
afinælisveisla í Risinu, Hverfisgötu 105.
Þar verða flutt stutt ávörp, palentínskur
matur, smásögur, ljóð, klassísk tónlist,
djass, fjöldasöngur og síðan dansað fram
eftir nóttu. Miðasala á Útvarpi Rót og á
staönum.
Það er nánast orðin marklaus
tugga að segja að einhver sé „vax-
andi listamaður", rétt eins og lög-
mál listarinnar séu hinar sömu og
líffræðinnar.
Eigi að síður er freistandi að nota
þessa lýsingu um Kristínu Þorkels-
dóttur og vatnslitamyndir hennar,
sem nú eru til sýnis í Nýhöfn.
Frá því hún hélt fyrstu sýningu
sína á vatnslitamyndum fyrir átta
árum eða svo, þá reyndur og virtur
auglýsingahönnuður, hefur henni
Myndlist
Aðalsteinn Ingólfsson
aukist skilningur á eigindum mið-
ils síns, sem er jú „bara“ framleng-
ing á birtunni, eins og hún endur-
kastast af gegnheilum fyrirbærum.
Því má með nokkrum rökum halda
því fram að markmið vatnslitamál-
verks sé ekki að rækja trúnað við
hið gegnheila mótíf, hvort sem það
heitir fjall, hús eða andlit, heldur að
fanga blæbrigði birtunnar.
Samkvæmt því ætti þessum
miðli, vatnslitunum, að vera best
þjónað með óhlutbundnum stemm-
um. Og raunar hafa margir vatns-
litamálarar erfiðað þeim megin við
stakketið.
í hugleiðslu
En ef menn eru of jarðbundnir
til að geta sætt sig við þann úr-
skurð, geta þeir reynt að tileinka
sér hugleiðslu austurlenskra
vatnslitamálara, sem finna sér
fljótandi myndveröld einhvers
staðar mitt á milli sín og viðfangs-
efnis, þar sem birta og fastamótíf
verða eitt.
Samkvæmt kenningum miðalda-
kirkjunnar var varla hægt að
nauðga öðrum konum en jómfrúm
og guðhræddum ekkjum; hjá öllum
hinum hlaut sökin að liggja í þeirra
freistandi Evueðli. Þessi skoðun
varð svo ríkjandi að á 17. og 18. öld
var nokkrum konum drekkt hér á
landi sem bamaðar höfðu verið af
feðrum eða öðrum nánum vanda-
mönnum, jafnvel þótt játning um
nauðgun lægi fyrir.
Þótt lögum hafi nú verið breytt
hafa hinir gömlu fordómar lifað.
Kærum vegna nauðgana hefur ver-
ið slælega sinnt af hálfu löggæslu-
yfirvalda. Það var því mikið fram-
faraspor þegar dómsmálaráðherra
skipaði 5 manna nefnd (að tillögu
Kvennalistans) til að gera úttekt á
meðferð slíkra mála og setja fram
tillögur um úrbætur. Nefndin vann
gott starf og einn nefndarmanna,
Sigrún Júlíusdóttir félagsráðgjafi,
hefur unnið bækling úr sínum
hluta könnunarinnar og sent hann
frá sér undir því mjög svo viðeig-
andi nafni, Hremmingar. Kápu-
mynd Kristjönu Samper hæfir efn-
inu vel.
Bláókunnugir
Hremmingar eru að meginefni
skýrsla um athugun sem Sigrún
gerði á viðhorfum og reynslu 24
kvenna sem kært höfðu nauðganir
og nauðgunartilraunir. Hún lagði
sömu 80 spumingamar fyrir þær
Þótt Kristín sé enn áfram um að
skrásetja umfang, litbrigði og vídd-
Kristín Þorkelsdóttir.
allar og fylgdi þeim eftir með við-
tölum. Svörin eru enginn skemmti-
lestur. Flestar kvennanna telja sig
hafa verið í lífshættu í höndum
meira og minna geðsjúkra manna.
„Hann hótaði að skera mig á háls
ef ég léti ekki að vilja hans.“ Sumar
Bókmenntir
Inga Huld Hákonardóttir
sluppu nauðuglega, ýmist með því
aö öskra uns hjálp barst eða beita
árásarmanninn brögðum. Flestar
'eru ungar, meðalaldur rétt innan
við tvítugt. Um þriðjungur kvenn-
anna kannaðist eitthvað við ger-
andann áður, um þriðjungur hafði
hitt hann á samkomustað fyrr um
kvöldið, en í þriðjungi tilvika var
hann bláókunnugur.
Nær allar konumar voru lengi
eftir árásimar þjakaðar af andlegri
vanlíðan, sumar alvarlegum þung-
lyndiseinkennum. Fyrstu dægrin
eftir slíkan atburð er tilfinningalíf
kvennanna ein blæðandi kvika og
viðmót yfirvalda, fyrst lögreglu,
síðan lækna og dómara, virðist all-
oft hafa orðið til að strá salti í sár-
in. „Með örfáum undantekningum
hefur kæruferlið verið erfitt og
brotiö konumar niður persónu-
lega.“ (78)
ir landslagsins, eins og best sést í
þeirri miklu áherslu sem hún enn
leggur á panórömu, víðmyndir, þá
benda mörg verka hennar til þess
að hún sé að komast á hið austur-
lenska þroskastig, þar sem ekki
skiptir máli hvort einhver hunda-
þúfa komi „rétt“ fyrir sjónir, held-
ur hvort sveifla pentskúfsins og
hljómfall litarins séu samræmd og
sönn. Það eitt tryggir að hundaþúf-
an sé „rétt“.
Hér á ég til dæmis við myndina
sem sýningin heitir eftir, „Birta“,
og mynd sem Lista- og menningar-
sjóður Kópavogs var svo forsjáll
að kaupa.
í þeim er það snertingjn, hrynj-
andin og glóð litanna sem kveikja
líf á þakklátum pappímum.
Á sýningu Kristínar em 34 verk,
og verður hún opin til 8. febrúar.
-ai.
Auðmýkjandi framkoma
Þar sem nauðgarinn varð frá að
hverfa taka fulltrúar kerfisins, lög-
regla, læknar og dómsvöld, við.
Konumar em niðurlægðar með
auðmýkjandi framkomu, tor-
tryggni, jafnvel háði. Oft er þeim
ekki einu sinni sýnd sú kurteisi að
tilkynna þeim niðurstöður kæm-
málanna.
Mér virðist Hremmingar hinn
fróðlegasti bæklingur, svo langt
sem hann nær. Það verður fengur
að því að fá allsherjamiðurstöður,
helst í einhvers konar handbók.
Úrbótatillögur Sigrúnar Júlíus-
dóttur virðast skynsamlegar. Hún
leggur m.a. áherslu á hvað við-
horfsbreyting er niikilvæg, bæði
hjá starfsmönnum kerfisins og al-
menningi.
Ástæðulaust er að karlmenn láti
umræður um nauðgunarmál fara í
taugamar á sér eins og um sé að
ræða atlögu að karlkyninu öllu.
Konumar telja árásarmennina af-
brigðilega, ekki eðlilega karlmenn,
og það kemur skýrt fram að ridd-
aramennska, til dæmis af hálfu lög-
reglu, getur verið þeim ómetanleg-
ur stuðningur við að draga úr and-
legum sársauka eftir andstyggilega
uppákomu.
Sigrún Júliusdóttir:
Hremmingar
Viðtöl um nauögun
Mál og mennlng 1988, 119 bls.
ihh.
Kristín Þorkelsdóttir - „Birta“, 1988.
Hann hótaði að
skera mig á háls...