Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1989, Blaðsíða 26
26
FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1988.
Menning
Heimsins
mikli draumur
- rætt við Atla Heimi um nýja ljóðasinfóníu
Tónskáldin okkar eru afkasta-
mikil um þessar mundir og mikiö
ilutt af nýjum verkum. Stærsti
frumflutningur vetrarins veröur
þó líklega í kvöld, þegar ljóðasin-
fónían Nóttin á herðum okkar, eftir
Atla Heimi Sveinsson, byggö á ljóð-
um Jóns Óskars, ómar í fimmtíu
mínútur í Háskólabíói. Um hundr-
að manns taka þátt í flutningnum
því frá Svíþjóð koma söngkonurn-
ar flona Maros og Marianne Ecklöf
sinfóníuhljómsveitinni til aðstoð-
ar, og loks lýkur verkinu á kvenna-
kór sem hefur um þrjátíu raddir.
- Ertu ekki líka að semja sjón-
varpsóperu? spurðum við Atla
Heimi. Hann sat í stofu sinni með
gítarleikara og var að prófa hljóma
í nýja verkinu þegar okkur bar að
garði.
„Hún er búin, hún er búin,“ sagði
tónskáldið og var hið kátasta.
„Upptökur hefjast í Kaupmanna-
höfn í maí með íslenskum söngvur-
um og danskri hljómsveit. Svo
verður rafmagnstónlistin tekin upp
í Finnlandi í sumar.“ Óperan er
samnorrænt sjónvarpsverkefni,
það fyrsta sinnar tegundar, byggð
á skáldsögu Gunnars Gunnarsson-
ar, Vikivaka. Þar segir frá rithöf-
undi sem reisir sér glæsihús í eyði-
byggð, en raskar þar með
ævagömlum kirkjugarði svo fram-
hðnir fara á kreik og gera sig
heimakomna hjá honum. „Sögu-
þræðinum er vandlega fylgt í hand-
ritinu,“ segir Atli.
Hann hefur áður samið óperu.
Það var Silkitromman, flutt í Þjóð-
leikhúsinu 1982 og í Venezuela árið
eftir. Skömmu seinna skrifaði
Menningarviðtalið
Inga Huld Hákonardóttir
hann, í samvinnu við Kjartan
Ragnarsson, allá tónlist í söng-
leiknum Land míns íöður, sem
sýndur var ótal sinnum í Iðnó.
í heilsukasti
Atli Heimir býr ásamt konu sinni
Ingibjörgu, syni hennar og tveim
svörtum köttum í Laugarásnum, í
húsi sem Skúli H. Norðdahl teikn-
aði fyrir þrjátíu árum í funkísstíl.
Skúla hefur víst ekki grunað að þar
ætti tónskáld eftir að flytja inn en
stofan á efri hæðinni, með mörgum
gluggum til norðurs og suðurs og
góðu útsýni, virðist mætavel hönn-
uð fyrir tónskáld. Við drekkum te
úr stórum bollum, enda kemur í
ljós að þau hjónin eru í heilsu-
kasti, nýbúin að kaupa sér leik-
fimigrind og fasta þessa vikuna,
drekka aðeins te og ávaxtasafa.
Auðvitað er Atli líka hættur að
reykja. „Fyrsti mánuðurinn er
hræðilegur, þrír næstu slæmir, en
þá er það versta yfirstaðið.“ En það
þarf líka hestaheilsu til að gera allt
sem hann hefur komist yfir. Auk
tónsmíðanna hefur hann lengi
kennt bæði í Tónlistarskólanum í
Reykjavík og í útvarp. í skipulags-
málum tónskálda hefur hann verið
ötull. Hann er örgeðja og mælskur,
kann á kerfið og er góður að koma
málum fram - fylgist vel með og
hefur alltaf ferðast mikið.
„Of mikið,“ segir hann núna, og
bætir við að sér gangi hvergi betur
að skrifa en á sumrin vestur í Flat-
ey. Þangað á hann ættir að rekja.
- Hefurðu ekki samið heil ósköp
síðustu misserin?
Atli neitar því ekki. „í fyrra flutti
sinfóníuhljómsveitin eftir mig bás-
únukonsertinn Jubilus II, og í
Finnlandi var fluttur fiðlukonsert-
inn Draumnökkvi, sem þarlendir
höfðu pantað. Hjá Þjóðleikhúsinu
liggur enn óflutt tveggja klukku-
stunda verk, fyrir einsöngvara,
kór, hljómsveit og ballettflokk,
Tíminn og vatnið, byggt á sam-
nefndum ljóðaflokki Steins Stein-
ars.“
Þegar dáðst er aö afköstum hans
játar hann að hafa alltaf verið
svakalegur dugnaðarþjarkur. „En
kannske er ég orðinn öruggari í
handverki, reyndari, skrifa hraðar,
einbeiti mér betur. Það koma tíma-
bil sem allt gengur vel, önnur þegar
Atli Heimir ásamt söngkonunum llonu Maros (t.v.) og Marianne Eklöf.
DV-mynd GVA.
á brattann er að sækja, aldrei hægt
að sjá það fyrir. Það er satt, síðustu
árin hafa verið nokkur uppskeru-
tími.“
Harðneskjuleg hljóðfæra-
tónlist
Atii varð fimmtugur síðastliðiö
haust og þótt hann sé enn of ungur
til að hljóta heiðurslaun fyrir lang-
an og erfiðan starfsdag á engjum
hstarinnar þá má hann muna
tímana tvenna. Þau þóttu ekki
áheyrileg, verkin sem komu frá
Atla og öðrum af hans kynslóð, sem
kalla má fyrstu nútímatónskáldin
okkar. Þau komust til þroska þegar
friður hafði ríkt í áratug eða svo
og leitin að nýju tónmáh, sem tafist
hafði meðan á stríðsárunum stóð,
var að hefjast að nýju.
„Ég fór tíl Kölnar sem tónskáldið
Stockhausen hafði gert að miðstöð
þýskrar framúrstefnutónhstar,"
segir Ath. „Tilraunir með raf-
magnshljóð og tölvur voru mikið
stundaðar. Fyrstu verkin min voru
kerfistónhst í anda Stockhausens -
harðneskjuleg hljóðfæratónhst.“
Ljóðabók Jóns Óskars, Nóttin á
herðum okkar, kom út 1953, nýstár-
lega myndskreytt í „tachistískum"
eða slettustíl af Kristjáni Davíðs-
syni. Ath var 15 ára og upptendrað-
ist. „Stórkostleg upplifun! Jón
Óskar hafði verið í París og þetta
voru yndisleg ástarkvæði, ekki að-
eins til konu heldur til lands og
þjóðar. Alveg dásamlegt! Sko
héma! Skáldið vaknar einn morg-
un og bak við það er heimsins mikli
draumur / um fegra líf og sáttgjarn-
ari hendur.“
Svona ljóð féhu ekki í kramið hjá
öllum enda var þetta á dögum
kalda stríðsins og höfundurinn út-
hrópað atómskáld. Ekki virtust
þau heldur beinhnis faha inn í
ómstríða Kölnarstílinn sem Ath
stundaði hvað mest næstu árin.
Hann gleymdi þeim þó aldrei og
kringum 1968 samdi hann htið verk
kringum tvö þeirra fyrir Rut Magn-
ússon og örfá hljóðfæri. „Svo stóð
ahtaf til að bæta við það, en það
var svo margt annað. Samt, eftir
þvi sem árin hðu bættust við laglín-
ur og milhsph uns það var thbúið
fyrir fjórum árum. Eg var svo lengi
með það aö það hlýtur að endur-
spegla æði margt, vera samsett úr
ýmsum skeiðum á þróunarferlin-
um,“ segir Ath og við kveðjum með
þeirri frómu ósk að veðurguðimir
hindri ekki áheyrendur í að komast
í Háskólabíó, svo orð Jóns Óskars
megi rætast:
einn dag er regnið fellur / mun þjóð
mín koma til mín / einn dag er reg-
nið fellur... ihh
Sviðsljós
Ekki er annað hægt að segja en að afmælisbarnið, Ragnar Tómasson lögmaður, geisli af ánægju við hlið eigin-
konu sinnar, Dagnýjar Gísladóttur. DV-myndir Brynjar Gauti
Ragnar Tómasson lögmaður varð
fimmtugur mánudaginn 30. jan. Af-
mælisboð var haldið á veitingahús-
inu Sprengisandi þar sem um 120
gestir voru saman komnir. Að sögn
Ragnars var veislan haldin með
nokkuð frumlegum hætti. „Gestir
komu og pöntuðuð sér bara mat í
afgreiöslunni með hefðbundnum
hætti og eins og við er að búast af
manni sem hefur starfað á vegum
bindindishreyfingarinnar komu allir
og fóru úr veislunni allsgáðir," sagði
Ragnar.
í afmæhnu voru margir samferða-
menn Ragnars eins og hann orðar
það sjálfur: „Menn sem einu sinni
voru ungir sjálfstæðismenn eða svo-
kahaður Miðvikudagsklúbbur - við
höfum hist í mörg ár.“ Auk þess
komu margir koflegar Ragnars úr
hópi fasteignasala, veitingamenn og
fleiri. Veislustjóri var Ellert B.
Schram, ritstjóri DV.
Allir allsgáðir
■ fimmtugs-
afmæli
Hér ræða þeir saman kollegarnir Hrafn Bachmann, eigandi Kjötstöðvarinn-
ar í Glæsibæ, og Matthías Sigurðsson, verslunarstjóri i Miklagarði. Við
hliöina á þeim stendur Eiríkur kaupmaður Sigurðsson, bróðir Matthíasar,
og rabbar við Tómas A. Tómasson (Tomma) veitingamann og eiganda
Hard Rock Café.
Þeir borðuðu kjúkling og franskar, sósu og salat meö bestu lyst. F.v. Birg-
ir ísleifur Gunnarsson þingmaður, Erlendur Kristjánsson, fulltrúi í mennta-
málaráðuneytinu, og Sveinn H. Skúlason, starfsmannastjóri hjá lönaðar-
bankanum.