Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1989, Blaðsíða 4
4
MÁNUÐAGUR 13. MARS 1989.
Fréttir
Kennarasambandið hikar við verkfallsboðun:
Akureyri:
„Það hefur engum
leiðum verið lokað“
- segir SvanMdur Kaaber, formaður sambandsins
„Ég vil ekki lýsa afstöðu minni til
þessa máls. Ég vinn fyrir félagið og
fylgi þeim ákvörðunum sem þar eru
teknar. Persónulegt álit mitt skiptir
þar ekki máli. Mínir félagar vita hvað
mér þótti en það er búið að taka
ákvörðun og samkvæmt henni er
unniö,“ sagði Svanhildur Kaaber,
formaður Kennarasambands ís-
lands, í samtaii við DV.
Fulltrúaráð sambandsins féli nú
um helgina frá þeirri hugmynd að
félagsmenn greiddu atkvæði um boð-
un verkfalls. Skoðanir voru mjög
skiptar um málið, sérstaklega þar
sem HÍK, hitt kennarafélagið, hefur
látið fara ffam atkvæðagreiðslu um
boðun verkfalls. Niðurstaða úr þeirri
kosningu er ekki enn fengin.
„Samningaviðræður eru skammt á
veg komnar og fulltrúaráöið taldi aö
reyna ætti samningaleiðina til þraut-
ar,“ sagði Svanhildur. „Það var líka
ákveðið að endurmeta baráttuað-
ferðir Kennarasambandsins eftir því
hvernig samningaviðræðumar
ganga. Það hefur engum leiðum verið
lokað.“
„Ég er sátt við að fulltrúaráðið
skuli hafa rætt málið ítarlega og
komist að sameiginlegri niðurstöðu.
Skoðanir voru skiptar á fundinum
en ég get ekki kaliað hann deilufund.
Það hefur alltaf verið ljóst eftir að
félögin ákváðu að vinna saman að
kjarasamningum að um tvö félög er
að ræða. Auðvitað gat sú staða kom-
ið upp að félögin veldu mismunandi
leiöir. Það er síður en svo að þessi
munur, sem nú er kominn upp, hafi
áhrif á áframhaldandi samstarf eða
sameiningu félaganna í framtíðinni.
Þessi félög eru fulltrúar einnar stétt-
ar og auövitað höldum við áfram að
vinna mjög náið saman eins og við
höfum hingað til gert.
Ef til verkfalls kemur hjá HÍK þá
munum við sýna fulla samstöðu.
Fulltrúaráðið kemur saman aftur
eftir um hálfan mánuð og þá munum
við endurmeta baráttuaðferðir okkar
í ljósi þess hvemig samningaviðræö-
ur við ríkiö ganga. Næsti fundur þar
er á morgun. Það er algerlega óþol-
andi hvemig samningaviðræður
hafa verið dregnar á langinn," sagði
Svanhildur Kaaber.
-GK
Eigendur Ávöxtunarbréfa:
Fá fyrst greitt eftir tvö ár
Tímasetningin
var ekkirétt
- segir Arthur Morthens
„Ég var þeirrar skoðunar að
tímasetning á atkvæðagreiöslu
um verkfallsboðun væri ekki
rétt,“ sagði Arthur Morthens,
einn stjómarmanna í Kennara-
sambandi íslands. Hann var einn
þeirra sera lagöist hvað harðast
gegn því að kennarar i samband-
inu greiddu nú atkvæöi um boð-
un verkfalls.
„Þaö er rétt aö fulltrúaráöið var
ekki samstiga í afstöðu sinni og
sumir vildu láta kjósa en rök
þeirra sem vildu atkvæða-
greiðslu vom ekki fullnægjandi.
Sú varö því ekki niöurstaöan að
sinni en það er möguleiki að staö-
an verði skoðuð aftur eftir næsta
fund með samninganefnd ríkis-
ins.
Arthur sagöi að þaö skapaði
óneitanlega erfiðleika að kenn-
arafélögin eru ekki samstiga í
kjarabaráttunni. „Við veröum
bara aö vona að þetta spilli ekki
fyrir samstarfi í framtíðinni,“
sagði Arthur Morthens. -GK
Málaferli verða mjög líklega á milli
þrotabús Ávöxtunar sf. og skila-
nefndar verðbréfasjóða fyrirtækis-
ins sem kosta það að eigendur Ávöxt-
unarbréfa og Rekstrarbréfa, sem og
aðrir kröfuhafar, fá ekkert greitt úr
þrotabúunum fyrr en eftir á að giska
tvö ár. Einnig liggur fyrir aö bústjór-
ar í þrotabúi Ávöxtunar sf. og Hjart-
ar Nielsen hf., þeir Hákon Áraason
og Sigurmar K. Albertsson, telja sig
sjá ýmislegt athugavert í rekstri fyr-
irtækjanna sem varði við refsilögin.
Sérstök skýrsla þar um verður send
til embættis Ríkissaksóknara á næst-
unni.
„Við teljum að upp hafi komið
ýmis atvik í rekstrinum sem varði
við refsiákvæði,“ segir Hákon Áma-
son bústjóri. Skiptafundur var hald-
inn í þrotabúi Ávöxtunar sf. síðast-
liðinn fóstudag.
Mikil samskipti vom á milli verð-
bréfasjóðanna tveggja, Verðbréfa-
sjóðs Avöxtunar hf. og Rekstrarsjóðs
Avöxtunar hf., og Ávöxtunar sf.,
einkafyrirtækis þeirra Péturs
Bjömssonar og Armanns Reynisson-
ar.
Ávöxtun er stærsti skuldari verð-
bréfasjóðanna tveggja. Skömmu fyr-
ir lokun fyrirtækisins greiddi Ávöxt-
un sf. til verðbréfasjóðanna með fast-
eignum. Deilt er nú um þessar
greiðslur. Þrotabú Ávöxtunar sf. vill
fá þessar greiðslur til baka en skila-
nefnd verðbréfasjóðanna vill halda
þeim. Vegna þessa verða líklega
málaferli sem seinka greiöslum til
eigenda Ávöxtunarbréfa og Rekstr-
arbréfa um eitt til tvö ár.
Skiptaráðandinn í Reykjavík,
Ragnar Hall, er yfirmaður bústjóra
í gjaldþrotamálum. Hákon Ámason
og Sigurmar K. Albertsson, bústjór-
amir í þrotabúum Ávöxtunar sf.,
Hjartar Nielsen hf. og persónulegum
búum Armanns Reynissonar og Pét-
urs Bjömssonar munu þvi senda
Ragnari skýrslu um meint refsiverð
brot í rekstri Ávöxtunar. Ragnar
sendir síðan ríkissaksóknara skýrsl-
una. -JGH
Hús Ávöxtunar að Laugavegi 97. Bústjórar hafa séð refsiverð atvik i rekstri
fyrirtækisins.
Fjórhjólið
fældi hestana
Gyifi KriatjároBon, DV, Akureyri;
Ökumaður fjórhjóls virtist gera
sér þaö að leik á Akureyri á laug-
ardaginn aö fæla tvo hesta sem
ungtingar sátu á Hlíðarbraut og
lá þar við slysi.
Þegar fjórhjólið ók framhjá
hestunum lét ökumaður þess
hvína vel í vélinni meö þeim af-
leiðingum að báðir hestamir
fældust Unglingamir duttu báöir
í götuna og annar hesturinn valt
um koll en engin meiðsii urðu,
hvorki á unglingunum né hestín-
um.
Eldur í gúmmí-
vinnslunni
Gyifi Knstjánsson, DV, Akureyri;
Betur fór en á horföist er eldur
kom upp í Gúmmívinnslunni viö
Réttarhvamm á Akureyri um
miðjan dag á laugardag.
Tveir menn höfðu verið að
vinna þar við rafsuðu er eldur
komst í einangrun hússins.
Mennirnir gátu haldiö eldinum í
skefjum með handslökkvitækj-
um þar til slökkviliðið kom á vett-
vang og lauk verkinu á skömm-
um tíma. Skemmdir urðu litlar.
Ökumenn alls-
gáðir við stýri
Gyifi Kristjánason, DV, Akureyrl'
„Þetta er ánægjuleg útkoma og
bendir til þess að ökumenn láti
ökutæki sín vera ef þeir hafa
neytt áfengis eða bjórs,“ sagði
Gunnar Randversson, varðstjóri
hjá lögreglunni á Akureyri,
vegna könnunar sem lögreglan
gerði um helgina.
í þessari könnun vora stöðvað-
ar á annað hundrað bifreiöir og
kannað hvort ökumenn þeirra
væra ölvaðir. Er skemmst fi-á þvi
aö segja aö allt reyndist í lagi í
öllum tilfellum, enginn „stútur"
var við stýriö.
I dag mælir Dagfarí__________________
Talið í öllum sveitum
Á næstu vikum munu hreppstjórar
og aðrir löggæslumenn verða á
þönum út um allar jarðir við aö
telja búfé. Þessir talningarmenn
hins opinbera munu fara í hvert
fjós og telja nautgripi, sitja í hverj-
um hænsnakofa landsins og skrá
fiölda fiöurfénaöar, auk þess sem
teþa þarf aðra alifugla, svin, kind-
ur, geitur og loðdýr sem og hross.
Ekki hefur komið fram hvort
hundar og kettir verða taldir í leið-
inni. Þetta er ærið verkefni og get-
ur eflaust reynst erfitt í fram-
kvæmd því það er til dæmis ekki
heiglum hent að kasta tölu á fleiri
hundraö hænur sem valsa hver
innan um aöra á hænsnabúi. Þá er
hætt viö aö torvelt verði að telja
hross sem era á útigangi út um
allar sveitir. Fram til þessa hafa
hrossabændur í Skagafirði ekki
staðið undir nafni ef þeir hafa haft
tölu á hrossum sínum. Talningar-
menn hins opinbera mega því hafa
sig alla við til að komast yfir þetta
verkefni. Þá bætir það eklti úr skák
aö bændur hafa brugðist illa viö
þessu framtaki. Þeir taka þetta sem
ásökun um aö þeir steli undan
skatti og telji ekki fram allan sinn
búfénað. Hafa einstakir bændur
lýst því yfir að það sé nær aö byija
að kanna eignir einhverra annarra
en bænda sem séu heiðarlegustu
menn landsins og er óþarfi að
draga þær fullyrðingar í efa. Engu
að síður era margir þeirrar skoð-
unar að sitthvað fari milli mála
þegar birtar era tölur um búfjár-
eign landsmanna. Sagt er að þegar
fé er skoriö niður í sveitum vegna
riðuveiki komi í ljós fjöldi fjár sem -
hvergi hafi komist á pappír fyrr en
þaö var skorið og fyrir það greitt
úr opinberum sjóðum. Á sama hátt
gufa kýr upp á óskiljanlegan hátt
í sláturhúsum en nautum fjölgar
að sama skapi. Neytendur hafa oft
undrast þessi snöggu kynskipti
sem eiga sér stað frá sláturhúsum
í verslanir því staðreyndin er sú
að þrátt fyrir aö kúm sé lógað í
miklum mæh er kýrkjöt ekki á
boðstólum verslana almennt.
Hvað sem líður mótmælum
bænda er ekki nema eðlilegt aö
landbúnaðarráöuneytið freisti þess
aö skrá allan bústofn landsmanna.
Þeir í ráðuneytinu vfija hafa ein-
hvem ákveðinn grundvöll til að
byggja sína útreikninga á þegar
þeir era aö reikna út styrki, upp-
bætur, niöurgreiðslur, lán og nið-
urfellingu gjalda, svo fátt eitt sé
nefnt um alla þá skriffinnsku sem
fylgir því vandas^ma hlutverki að
stýra landbúnaði hér á landi. Allan
daginn sitja menn með sveittan
skallann á ótal kontórum viö út-
reikninga af þessu tagi og era þeir
loksins búnir aö reikna þaö út að
þaö hafi sennilega verið vitlaust
gefiö. Bændur hafa þó litla samúð
með reiknimeisturum kerfisins og
glotta bara út í annað um leiö og
þeir fullyrða aö þeir þekki ekki
nokkur dæmi þess að öll skepnu-
eign sé ekki gefin samviskusam-
lega upp til skatts. Það sé ekki sök
bænda þótt kontóristar í Reykjavik
kunni ekki á reiknistokka sína.
Löggæslumenn út um land era
nú sem óðast að æfa sig á vasat
ölvur og önnur reikningstæki og
sagt er að sumir séu þegar famir
að telja kindur þegar þeir era
gengnir til náöa á kvöldin. Almennt
prísa þeir sig sæla yfir því að ekki
hafi enn verið skipað að telja seiði
í eldisstöðvum, en hver veit nema
það verði næst á dagskrá? Svo þeg-
ar talningu er lokið út um allar
hreppagrandir eru niðurstöður
sendar í landbúnaðarráðuneytiö
þar sem reiknimeistarar þess taka
til við að yfirfara og leggja saman.
Má reikna með að það taki nokk-
um tíma að fá út heildarfjölda búfj-
ár og hvernig sú tala kemur út í
samanburði við þær tölur sem
hingað til hafa verið notaðar. Úrsli-
tanna er beðið með mikilli eftir-
væntingu því landbúnaður er nú
einu sinni okkar ær og kýr eins og
allir vita. Það er svo allt önnur ella
hvort þessi allsheijar skráning á
skepnuhaldi breytir einu eða neinu
frá núverandi kerfi sem hefur slíkt
orð á sér að bæði Guömundur jaki
og Haukur Stéttarsambandsform-
aður era sammála um að almenn-
ingur ætti að hætta að kaupa land-
búnaðarvörur. Og ekki bætir það
úr skák ef talningin mikla leiðti í
ljós að búfé er mun færra en ætlað
var. Þá hfjótum við að hafa verið
fram að þessu að éta kjöt af skepn-
um sem ekki vora til og þá fyrst fer
máliö aö vandast fyrir alvöra.
Dagfari