Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1989, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1989, Qupperneq 6
6 MÁNUDAGUR 13. MARS 1989. Fréttir Ætla í mál við ríkið Samkvæmt lögfræðilegri álits- gerö þeirra Jóns Steinars Gynn- laugssonar og Ragnars Aöal- steinssonar hæstaréttarlög- manna, sem unnin var fyrir Sam- band almennra lífeyrissjóöa, er hvorki heimilt að taka upp beina viðmiðun við launabreytingar á grundvelli lánskjaravísitölu né hægt að breyta efni verðtrygging- ar á gildandi lánssamningum. í ljósi þess að stjórnvöld hafa hafnað öllum samkomulagsleið- um við Samband almennra líf- eyrissjóða telur sambandsstjóm- in nauðsynlegt að lífeyrissjóðim- ir láti reyna á máhð fyrir dóm- stólum og er framkvæmdastjórn sambandsins faUð á grundvelU fyrri samþykkta og álitsgerðar lögfræðinga samtaka sjóðanna að fylgja máUnu eftir. -J.Mar Þjónusta hækkar mikið Starfsfólk Verðlagsstofnunar hefur kannað undanfama daga hækkanir á veröskrám ýmissa þjónustufyrirtækja. Að sögn Guðmundar Á. Sigurðssonar, yfirviðskiptafræðings stofnunar- innar, hefur þegar komið í ljós að í ákveðnum þjónustugreinum hafa verðskrár hækkað umtal- svert umfram það sem við hefði mátt búast. Þá hafa stofnuninni borist nokkrir tugir af greinargerðum frá fyrirtækjum og fyrirtækja- samtökum um hækkanir á vöru og þjónustu. Að sögn Guðmundar eru það einkum innlendir fram- leiðendúr og þjónustufyrirtæki sem hafa tilkynnt hækkanir. -gse Launþegahreyfingin: Gengst fyrir barna- og unglingaviku Stærstu sambönd og bandalög launþegahreyfingarinnar í landinu, með Alþýðusambandiö og Bandalag starfsmanna ríkis og bæjá í broddi fylkingar, gang- ast fyrir bama- og unglingaviku sem hefst í dag með samkomu í Tónabæ þar sem rætt veröur um tómstundir og síðan verða pall- borðsumræður unglinga. í kvöld verður í Gerðubergi fjallað um jafnrétti til náms. Samkomumar hefjast klukkan 20.00. Á morgun, þriðjudag verður í Gerðubergi rætt um dagvistar- heimili sem menntastofnun og á sama stað veröur samvera fjöl- skyldunnar á miðvikudag. í Vit- anum verður á fimmtudag rætt um dagvistun sem menntastofn- un. Sama kvöld verður rætt um tómstundir bama og unghnga í Sóknarsalnum. í Gerðubergi verður rætt um áhrif fjölmiðla. Allar samkomurnar hefjast klukkan 20.00. s.dór fyrir unglinga Gylfi Kristjánssan, DV, AkureyrL Tvisvar komst upp um fuU- oröna menn á Akureyri á fóstu- dag sem vom að kaupa áfengi fyrir unglinga og bratu þar með áfengislöggjöfma. í öðra tilfelUnu keypti fuUorð- inn maður bjór fyrir 15 ára dreng en í hinu var um sterkt vín aö ræða sem keypt var fyrir 15 ára stúlku. Sandkom Hópur nemenda í efn bekkjum Árbæjarskóla: Ógnaði skólafélögum og myndaði átökin Rannsóknarlögregla ríkisins hefur skoðað myndband sem hópur nem- enda í efri bekkjum Árbæjarskóla tók þegar hann veittist að nokkram skólasystkinum sínum með ógnun- um og fantaskap í síðustu viku. Eng- inn nemdandi meiddist í þessum at- gangi sem gerðist í grennd við skól- ann. „Við erum búnir aö skoða mynd- bandið en ég vil ekki tjá mig um hvað sést á því. Krakkamir verða yfirheyrðir núna í vikunni að við- stöddum fuUtrúum bamaverndar- ráðs,“ segir Jón Snorrason, deUdar- stjóri hjá Rannsóknarlögreglu ríkis- ins. Viktor Guðlaugsson, skólastjóri Árbæjarskólans, segir að aUt of mik- ið hafi verið gert úr þessu máU í fjöl- miðlum. „Þessar ógnanir hafa verið kallaðar misþyrmingar í blöðunum. Það er mjög ýkt. Það sáust ekki áverkar á neinum." „Ég tel raunar þetta mál ekki vera fréttaefni," sagði Viktor Guðlaugs- son skólastjóri ennfremur. Nokkrir krakkar urðu fyrir ógnun- um efri bekkinganna. Einn þeirra kærði máUð tU Rannsóknarlögreglu ríkisins. -JGH Fegurðardrottning Suðurlands, Heiðrún Perla Heiðarsdóttir, krýnd af forvera sínum við hátíðlega athöfn á Hótel örk. Heiðrún Perla hlaut einnig titilinn Ljósmyndafyrirsæta Suðurlands 1989. Sú fegursta á Suðuriandi Kristján Einaissan, DV, SeKossú Hvert einasta sæti í salarkynnum Hótel Arkar í Hveragerði var setið þegar fegursta stúlka Suðurlands var kjörin á laugardagskvöld. Nýstárleg kynning fór fram í and- dyri hússins og auðvitað var bjórinn mættur. Fjölbreytt skemmtidagskrá var flutt undir giæsUegu borðhaldi. Hápunktur kvöldsins var á mið- nætti þegar sjálf krýningin fór fram. Fimm stúlkur kepptu um titihnn og var spennan magnþrungin þegar kynnir kvöldsins, Þorgeir Ástvalds- son, opnaði umslagiö frá dómnefnd og tilkynnti úrslit. Heiðrún Perla Heiðarsdóttir, átján ára stúlka frá Hveragerði, var sú heppna og hlaut jafnframt titilinn ljósmyndafyrirsæta Suðurlands 1989. Heiðrún Perla stundar nám í Fjöl- brautaskóla Suðurlands, á mála- braut. Hún hefur mikinn áhuga á ferðalögum, jafnt innanlands sem utan. Skíöaíþróttin er annað áhuga- mál og fer Heiðrún á skíði þegar færi gefst. Ný áhugamál hafa nú sko- tið upp kollinum - fyrirsætustörf - og hefur hún áhuga á að fylgja þeim eftir. Heiðrún er fædd í Reykjavík en fluttist til Hveragerðis fyrir nokkr- um áram. Hún er yngst þriggja systkina. Á sumrin vinnur fegurðar- drottningin á Heilsuhæli Náttúra- lækningafélagsins. „Ég átti alls ekki von á þessu,“ sagði Heiðrún aö lokinni krýningu. „Þaö var búið að velja mig ljós- myndafyrirsætu og því hélt ég aö einhver hinna yrði kjörin fegurðar- drottning. Stelpurnar era æðislegar og ég vona að við getum haldið hópinn sem allra lengst í framtíðinni,“ sagði Heiðrún Perla, fegurðardrottning Suöurlands 1989. Eftirhreytur NT-útgáfimnar: Ríkið gaf Framsóknar flokk tvær milljónir Framsóknarflokkurinn fékk tveggja miUjóna króna dráttarvexti, á skattaskuld dagblaösins NT, eftir- gefna hjá ríkissjóði í desembermán- uði síðasthðnum. Framsóknarflokkurinn tók við öh- um skuldum NT á sínum tíma. Skattaskuld blaðsins var tvær mihj- ónir og höfðu hlaðist upp dráttar- vextir í sömu upphæð og höfuðskuld- ih var. Flokkurinn samdi um að greiða skattaskuldina gegn því að fá dráttarvextina fellda niður. Að þessu gekk fjármálaráöuneytið. Þess má geta að skömmu eftir þetta seldi Framsóknarflokkurinn fyrirtækinu VífllfelU þrotabú NT. Svanfríður Jónasdóttir, aðstoðar- maður fjármálaráðherra, sagöi í samtali við DV að ef ekki hefði verið samið um skuld NT með þessum hætti hefði ríkissjóður ekkert fengiö af skuldinni. Ef ekki hefði verið sam- ið heföi þurft að fara í mál við NT og þá hefði ekkert fengist. Þetta sagði hún að heföi verið samdóma áUt lög- fræðinga ráðuneytisins. Hún benti einnig á að á árunum 1980 til 1987 hefði verið samið á sania hátt við 127 einstakUnga og fyrirtæki til að ná inn skattaskuldum þessara aðha. S.dór Vottamir í málum Talsvert hef- urboriöó kvcirtunum á Akureyri aö undanfömu yfirágangi fólksúrsöfiiuði VottaJehóva Vottamir gera mikið að því að ganga í hús ogboða trú sína, og gera það því miður oft með þeim ágangi og þeirri frelgu að fólki finnst nóg um. Oft hefur heyrst að þetta fólk megi alls ekki koma fæti inn í dyragætt- ina, þá sé næsta skrefið í sjónmáli og fólkið stigi inn á heimiún óboðiö. Konur í Innbænum á Akureyri segj- ast fá reglulegar heimsóknir Vot- tanna á h verjum fimmtudagsmorgni og sé yfirgangur þessa fólks yfir- þyrmandi og ákaflega leiöinlegur, s vo ekki sé fastar að oröi kveðið. í les- endabréfi í Degi gaf kona ein ráð gegn þessu, hún sagði þaö gefa góða raun að setja upp merki á útidyrahurð sem sýni aö þar búi blóðgjafar, en Vott- arnir eru alfariö á móti blóðgjöfum og þeim sem gefa blóð. Þetta verði til þess að þeir snúi samstundis við. Bara Mix í Lindinni Þóttveitinga- staðurinn Lindinvið LeiruvegáAk-. ureyrihafivel utbuiðeldhús, matreiöslu- mannogþjón- ustu á borð gesta fær fyrirtækiö ekki heimildtil að bjóða gestum sínum upp á rauðvín og rósa vín í hálfum flöskum með matnum. Tillaga þess efhis fékkst ekki einu sinni borin undir atkvaeði í bæjarsljórn. Eigend- um Lindarinnar þy kir það súrt f broti, á sama tíma og menn geti geng- ið inn á veitingastaði í bænum og belgt sig út af bjór og sterkum vinum verði þeir bara að bjóöa upp á Mix með matnum. Þessi afstaða bæjar- yfirvalda keraur ekki sist á óvart þar sem fátítt er að veitingastöðum hafi verið synjað um vínveitingaleyfi undanfarinár. Jakinn" í ham Guðmundur. „Jaki“ Guð- mundssonvar áfundiísiö- ustu viku, sem ísjálfusér heyrirekkitil tiðinda.Það gustaði af „Jakanum" einsogvenju- lega, þegar hann steig í ræðustól og hóf að ræðaþjóömálin. Hann safeðist styðja ríkisstj ómina en gerði síðan verðhækkanir að undanfömu að umræöuefni, ekki síst hækkanir á landbúnaöarafuröum og niöur- greiðslur á þeim vegna útflumings. „Til hvers í andskotanum er verið að greiða þessar vörur niður i kjaft- inn á Færeyingum, Svium og Amer- íkönum láta okkur borga niður mat- inn í þetta fólk,“ sagði „Jaklnn" efn- islega. Hann gaf í skyn að hann myndi beita sér fyiir þvi að fólk hætti aö kaupa landhúnaðarvörur, ekki til að ná sér niöri á bændum, sem hann sagði ekki ofalda, heldur til aö mót- raæla stefnu ríkisstjómarinnar. Alberts Harþjaxlinn Bogdan Kowalczyk beittisérfyrir þvi er B-keppn- instóðyfirí Frakkiandi að leikmennirnir fengju ekki að hitta eiginkonur sínar fyrr en keppninni væri lokið, en þær hugðusthalda utan og hitta hetjum- ar sínar. Þetta mál leystist farsæl- lega, en vekur minningar um það þegar Albert Guðmundsson varfor- maöur Knattspymusambands is- lands á sínum tíma. Albert lagði blátt bann við því að landsliðsmenn væm „að fitla" víð konur sína fýrir leiki, það tæki allt of miidnn „toll“ hjá þeim. Þetta vakti geysilega athygli á sínum tíma, en Albert, sem er vanur maður, sagðist þekkja þetta af eigin reynslu sem atvtnnumaður i knatt- spymu. Umsjón: Gylfi Kristiánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.