Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1989, Síða 7
MÁNUDAGUR 13. MARS 1989.
7
Fréttir
Bolfiskskvótum skipt
yfir í rækju
---7---— ——— ætti heldur ekki von á aö kvótinn svo aö hann hefði veriö minnkaður
Þórhallur Asnumdsson, DV, Sauðárkrólo: mundi ham]a veiðum & þessu árf ^ ^ þúsund tonn
Frá Hvammstanga. DV-mynd Þórhallur
Um síðustu mánaöamót komu upp-
sagnir 10 starfsmanna í rækjuverk-
smiðjunni Meleyri á Hvammstanga
til framkvæmda og svipaður fjöldi
mun að óbreyttu missa vinnuna um
næstu mánaðamót. Að sögn Hreins
Halldórssonar framkvæmdastjóra er
nú innan<viö 30 manns í vinnu hjá
fyrirtækinu í stað þeirra 40-50 sem
að öllu jöfnu starfa þar. Atvinnu-
ástand á Hvammstanga hefur t.d.
ekki verið jafnslæmt til fjölda ára.
„Maður er aö vona að þetta fari að
lagast með batnandi veðri og lengri
degi þarinig að þetta fólk fái vinnuna
aftur. Alla vega komast togaramir
okkar tveir á djúprækjunni á sjó
núna en gæftir hafa veriö mjög léleg-
ar í vetur,“ sagði Hreinn.
Hreinn kvað togarana hafa komið
inn um síðustu helgi með sæmilegan
afla. Vonir stæðu til að fleiri rækju-
skip fengjust í viðskipti upp á skipti
á bolfiskkvótum. Um gagnrýni á söl-
una á bolfiskkvótanum sagði hann
að það væri ekkert vit fyrir þá að
nýta bolfiskinn og hreinlega ekki
hægt þar sem bátamir gætu ekki
sinnt bæði rækjuveiði og bolfisk-
veiði. Það hefði því reynst hagkvæmt
að fá þessum bolfiskkvótum skipt
yfir í rækju.
Hins vegar sagðist Hreinn ekki
vera bjartsýnn á úthafsrækjuveið-
amar á þessu ári. Rækjan væri ein-
faldlega minni en áður. í hittifyrra
var veiðin á djúpslóð 35 þúsund tonn,
á síðasta ári veiddust 27 þúsund tonn
og náðist þá ekki aö veiða upp í kvót-
ann sem var 36 þúsund tonn. Hann
Akranes:
Yfirburðasigur
á skákþinginu
Sigurgeir Sveinssan, DV, Akranesi:
Skákþingi Akraness er nýlokið
með yfirburðasigri Gunnars Magn-
ússonar í meistaraflokki. Hann hlaut
12 vinninga af 13 mögulegum. Næst-
ur í röðinni varð Bjöm Þórðarson
með 10,5 vinninga og í þriðja sæti
Magnús Guðnason með 10 vhminga.
í unglingafiokki vom tefldar 10
umferðir. Þar sigraði Kristján Gunn-
arsson með 8,5 vinninga, Gunnar
Scott var annar með 7,5 v. og þriðji
Sverrir Guðmundsson með 6,5 vinn-
inga.
Akranes:
Einn sigraði
Hannes Hlífar
Sigurgeir Sveinsson, DV, Akranesú
Alþjóðlegi meistarinn Hannes Hlíf-
ar Stefánsson tefldi hér fjöltefli við
nemendur í fjölbrautaskólanum.
Tuttugu og sex tefldu við meistarann
en fengu lítið við hann ráðið. Þó tókst
einum þeirra að leggja hann. Það var
ungur efnilegur skákmaður, Baldur
Bragason. Þá náði Árni Böðvarsson
jafntefli.
Hannes Hlífar leiðbeindi áhuga-
sömum nemendum í skákhstinni á
„opinni viku“ skólans sem tókst með
miklum ágætum.
Mariane Danielsen
færði sig til
Danska skipið Mariane Danielsen,
sem strandaði í íjörunni við Grinda-
vík, hefur fært sig um aht að 150 m
frá strandstað. Mikil flóðhæð hefur
verið síðustu daga og vindasamt.
Hinir nýju eigendur skipsins hafa
verið í Grindavík og fylgst með.
-hlh
FERMINGAR
TECHNICS X-900
Hljómtækjasamstaða m/fjarstýringu,
2x60 watta magnara m/super bass,
steríó (digital) útvarp m/24 stöðva
minni, tvöfalt segulband m/„seríes"
afspilun og alsjálfvirkur plötuspilari.
Verð frá kr. 39.850,- stgr.
X-900 meö skáp..............kr. 45.950,- stgr.
X-900 með geislaspilara ....kr. 59.800,- stgr.
X-900 með geislasp. og skáp . . . kr. 65.455,- stgr.
Gœði og glœsileiki leyna sér ekki þegar TECHNICS er annarsvegar.
JAPISS
BRAUTARHOLTI 1 • KRINGLUNNI • STUDIO KEFLAVfK • AKUREYRI
Umboðsaðilar: Bókaskemman Akranesi / Kaupfólag Borgfirðinga Borgamesi / Einar Guðfinnsson hf., Bolungarvik / Póllinn Isafirði / Radíóllnan Sauðárkróki
Radlóvinnustofan Akureyri / Tónabúðin Akureyri / Kaupfélag Héraðsbúa Egilsstöðum, Seyðisfirði og Eskifirði / Mosfell Hellu / Vöruhús K. Á. Setfossi
Kjami Vestmannaeyjum / Bókaverslun Þórarins Stefánssonar Húsavík / Tónspil Neskaupsstað