Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1989, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1989, Síða 8
8 MÁNUDAGUR 13. MARS 1989. Viðskipti_______________________dv Fólk er farið að spara við sig í samdrættinum - í hvað fara launin þín? Pantanir i sólarlandaferðir hafa snarminnkaö. Að sama skapi hefur innflutn- ingur á bilum og dýrum tækjum og húsgögnum minnkað. Eftir þensluár undanfarið eru íslendingar greinilega farnir að spara við sig. Þegar íslenskir fararstjórar suöur á Spáni sögðu í fyrrasumar aö íslend- ingar á sólarströndum eyddu ekki eins miklu á vínbörunum og áður urðu fleiri en suðrænir þjónar hissa. Þetta þótti óvenjulegt því íslendingar á sólarströndum hafa alltaf slegið um sig. Síðan hafa hðið átta mánuðir og menn í íslensku viðskiptalífi hafa nú á orði að fólk sé greinilega farið að spara við sig í eyðslu hér heima. Landinn sparar þó engan veginn við sig á öllum sviðum. Þannig sýnist mesti samdrátturinn vera í innflutn- ingi bíla, utaniandsferðum, kaupum á dýrum tækjum og húsgögnum, svo það helsta sé nefnt. Markaðsstjórar logandi hræddir Margir markaðsstjórar hjá íslensk- um fyrirtækjum eru þessa dagana logandi hræddir. Frá því bráða- birgðalög ríkisstjómarinnar vom sett í fyrravor hefur almennt verðlag hækkað um 10 til 12 prósent á meðan laun hafa staðið í stað, fyrir utan 1,25 prósent launahækkunina sem kom til í febrúar. Þetta segir fólki aftur gróft talaö að tekjur þess hafa lækkað að raunvirði um þetta 8 til 10 pró- sent. Og það er jafnvel von á frekari skerðingu. Fólk finnur þetta best á buddunni. Hún dugar skemur en áður í innkaupum. Verðhækkanir 1. mars Fyrir utan létta pyngju er fólk æva- reitt vegna þeirra verðhækkana sem hafa orðið eftir að verðstöðvuninni lauk 1. mars. Þessar hækkanir hafa meðal annars orðið: Sérleyfíshafar..............14 % Hópferðir................... 12% Vöruflutningar.................7% Mjólk..........................7% Dagblöð.....................12,5% Bensín.......................4,6% Hitaveita......................8% Rafmagn........................8% Strætó........................25% Ríkisútvarp...................28% Bílatryggingar................20% Þetta em aðeins nokkur dæmi um veröhækkanir sem skullu á hinn 1. mars. Fólk fmnur greinilega aö það hefur minna af peningum á milh handanna en áður. Sú gusa verðhækkana, sem varð 1. mars, skhar sér í hærri fram- færsluvísitölu en áður. Ný fram- færsluvísitala verður einmitt birt í dag og er gert ráð fyrir að hún hækki um 2,5 prósent th 3 prósent frá því í síðasta mánuði, mest vegna áður- nefndra hækkana. Þessi mánaðar- hækkun gerir um 30 prósent verð- bólgu á einu ári. Jafnmikið keypt af mat Á matvælamarkaðnum virðist ekki hafa orðið samdráttur í sölu frá því í fyrra. Það er heldur ekki aukning. Þó hafa kaupmenn orðið varir viö að hendur fólks leita meira á ódýru vörumar en áður. Þetta er þó ekki alght. En hvemig má það vera ef launin em að rýma að ekki virðist sam- dráttur hjá matvöruverslunum? Kenningin er sú að fólk treysti sér ekki th að draga þar saman, auk þess sem það hafi rýmri peninga th að kaupa matvæh eftir aö það hefur hætt við að fara í sólarlandaferðina í ár, hætt við að skipta um íbúð, hætt við að kaupa nýjan bh, hætt við að kaupa nýju húsgögnin og hætt við að taka lán fyrir hlutunum þar sem vextir af lánum era háir og kostnað- arsamir þegar upp er staðið. Fólk segir sem svo; þaö er dýrt að taka lán. Verður sölulínan niður næstu mánuði? Það er vegna þessara ástæðna sem margir markaðsstjórar fyrirtækja klóra sér í kolhnum og spyrja hvern- ig salan verði á næstu mánuðum við þessar aðstæður. Spumingin er ein- faldlega sú að þegar launin hafa stað- ið í stað í marga mánuði en verðlag hækkað um 10 prósent og th viðbótar bættist gusa veröhækkana 1. mars að markaðurinn þoh einfaldlega ekki hækkanir annars staða. Grimm samkeppni og kjararýrnum Oðravísi talað þá reiknast tekjur fyrirtækja þannig að margfaldað er saman magn og verð. Út fást verð: mæti. Ef aðeins verðið hækkar en fólk hefur sömu tekjur eða lægri en áöur hlýtur það að leiða th þess að minna magn selst. Það era þessi sannindi sem fjármála- og markaðs- stjórar era að tala um inni á lokuðum fundum fyrirtækja um þessar mund- ir. Þeir hringja bjöhum og gefa að- vöranartón. Samkeppni í viðskipta- lifmu tryggir líka að ef einn hækkar verðið þá fer fólk einfaldlega th ann- ars og kaupir vörana eða þjón- ustuna. Fasteignamarkaðurinn í jafnvægi Það vekur athygli aö á fasteigna- markaönum segja menn að markað- urinn sé í jafnvægi. Hvemig má þaö vera ef launin hafa lækkað? Því svara fasteignasalar þannig að sam- dráttur hafi orðið í sölu fasteigna á síðasta ári, ekki síst þegar kom fram á haust. En frá því í haust hafi jafn- vægi ríkt og verð fasteigna hækkað um það sama og almennt verðlag í landinu. Þá bendir margt th þess að á stærri fasteignasölum sé meira að gera en á þeim smærri eftir að ný lög um fasteignasölur vora sett á síöasta Fréttaljós Jón G. Hauksson ári. Fólk er meira með fasteignir sín- ar í einkasölu en áður. Sjálfvirkt húsnæðiskerfi Skýringin á því að th era peningar á fasteignamarkaðnum er auðvitað sú að húsnæðiskerfiö spýtir sjálf- virkt inn peningum á markaðinn. Sótt er um lán og svar berst í lánslof- orðum og er þá miðað við að lánið sé borgað út á ákveðnum degi. Hafi umsækjandi ekki keypt íbúð þegar húsnæðislánið á að greiðast gefur Húsnæðisstofnun 3ja mánaða við- bótarfrest th kaupanna. Eftir þessa þrjá mánuði fellur lánsloforðið úr gildi og umsækjandi fer aftur í bið- röðina. Þetta þýðir að það að bíða með að kaupa íbúð vegna óvissu í efnahagsmálum er hlutur sem eng- inn gerir. Kerfið hvetur sjálfvirkt th að keyptar séu íbúðir. Þess vegna er ekki hrun á fasteignamarkaðnum þrátt fyrir svartar spár ýmissa hag- fræðinga. Húsaskjól er líka frumþörf líkt og fæði og klæði. Bílainnflutningur í basli Hrun er í innflutningi á nýjum bíl- um th landsins. í janúar vora fluttir inn um 386 nýir og notaðir fólksbílar th landsins. í janúar í fyrra vora þeir á hinn bóginn 1.380 talsins. Þetta heitir aðeins einu nafni; hran. Bha- innflytjendur era svartsýnir og telja að ekki verði flutt inn meira en um 7 th 8 þúsund bhar á þessu ári - ef það næst þá. Bhamarkaðurinn, innflutningur nýrra bha th landsins, er tahnn vera í kringum 11 th 12 þúsund bhar á ári miðað við að bhar dugi að jafnaöi í tiu ár eða svo. Þetta segir okkur aftur að fjöldi innfluttra bha síðustu tvö ár, sem hefur verið hátt í 40 þúsund bhar, er auðvitað langt umfram það sem eðlhegt er í venjulegu árferði. Þessi ár hefur veriö chger sprenging í innflutningi bha. Sala notaðra bíla Sala notaðra bíla er samkvæmt upplýsingum Bifreiðaskoöunar ís- lands mjög svipuð og á sama tíma í fyrra. Fyrstu tvo mánuðina voru skráð eigendaskipti notaðra bíla um 6.700 talsins. Aht árið í fyrra voru skráð eigendaskipti á notuðum bh- um um 42 þúsund. Markaðurinn með notaða bha er því mjög svipaður og í fyrra. Það er ekki selt meira en í fyrra þrátt fyrir aht tal um stans- lausa sölu á notuöum 2ja og 3ja ára bílum. Sólarlandaferðirnar Ferðaskrifstofumenn segja að pantanir í sólarlandaferðir séu 30 prósent minni en í fyrra. Verð sólar- landaferða hefur hækkað en ætla má þó að tekjuáhrifin í þjóðfélaginu, kaupmáttarrýrnunin, vegi þyngra en sjálf verðhækkunin. Tökum dæmi af manni sem hafði 100 þúsund krónur á mánuði á síö- asta ári og þar af leiðandi 1200 þús- und krónur í árstekjur. Þegar kaup- máttarrýrnunin er orðin 10 prósent þýðir það einfaldlega að maðurinn hefur 120 þúsund krónum minna í buddunni en áður. Það er verð sólar- landaferðar, ekki satt? Dæmin sanna þó að þegar kemur fram á sumar og rigningin er að drekkja gleði allra freistast margir th að kaupa ferð á sólarströnd hvað sem það kostar. Menn segja þá ein- faldlega: Ég verð að komast út. Þetta gæti gerst í sumar. Atvinnuleysi er staðreynd á íslandi Atvinnuleysi á íslandi hefur sjald- an verið jafnmikið og núna. Um 2,5 prósent vinnufærra manna ganga um atvinnulaus. Og í nýlegri könnun Þjóðhagsstofnunar kemur fram að atvinnurekendur þurfa ekki á fleira fólki að halda í vinnu heldur hiö gagnstæða, þeir telja sig þurfa að fækka fólki um 0,5 prósent. Launasamningar era því á tímum samdráttar í stað þenslu. Það þýðir aftur að launþegar verða nú að spyrja sig í fyrsta skiptið í langan tíma hvort þeir vilji frekar fá hærri laun eða ganga atvinnulausir. Við svona aðstæöur fara fáir launamenn inn á teppi th yfirmanns síns og segja: Ég vil fá hærri laun, annars er ég hættur. Fyrir um ári hefði sá sem svona talaði getað verið búinn að ráða sig í vinnu eftir nokkrar klukkustundir, shk var þenslan. Nú hða kannski mánuðir þar th hann getur ráðið sig í vinnu. Þetta heldur greinhega aftur af mönnum í kröf- um. Minni landsframieiðsla Til viðbótar þessu hefur skatt- heimta sem hlutfall af landsfram- leiöslu aukist. Það þýðir að ráðstöf- unartekjur fólks lækka. Skuldir heimhanna hafa aldrei verið eins háar. Áriö 1980 voru þær 14 prósent af landsframleiöslu, nú eru þær komnar yfir 37 prósent. Úr þessu má lesa að ungt fólk með lág laun, sem stendur fjárfestingum, er verst staddi hópurinn í þjóðfélaginu í dag hvað greiðslubyrði snertir. Stærsti hlutinn af launum þessa fólks fer í afborganir og vexti. Þegar svo unga fólkiö með lágu launin ber sig saman í lífsgæðakapphlaupinu við eldra fólk, sem er skuldlaust og keypti íbúðir sínar þegar vextir voru nei- kvæðir, vandast máhð. Sé farið út í enn meiri lán verður greiðslubyrðin enn meiri. Allt er hvítt en samt svart Þjóðhagsstofnun spáir um 11 pró- sent minni þorskafla á þessu ári, um 2 prósent minni landsframleiðslu og um 3,5 prósent minni þjóðarútgjöld- um. Á sama tíma og þessar spár birt- ast hefur snjóað óvenjumikið. En þrátt fyrir snjóinn segir fólk þegar það vigtar budduna: Nú er það svart. -JGH Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækur ób. 8-10 Bb.Sb Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 8-11 Vb.Sb 6mán. uppsögn 8-13 Vb.Sp 12 mán. uppsögn 8-9,5 Ab 18mán. uppsögn 20 lb Tékkareikningar,alm. 2-4 Ib.Sp,- Vb.Lb Sértékkareikningar 3-10 Bb.Sb Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1-2 Vb 6 mán. uppsögn 2-3,5 Sp,Ab,- Vb.Bb Innlán með sérkjörum 18 Sb Innlán gengistryggð Bandaríkjadalir 8,25-8,5 Bb.Vb,- Sb.Ab Sterlingspund 11,5-12,25 Ab Vestur-þýskmörk 5-5,5 Bb.lb,- Vb.Sb,- Sp Danskarkrónur 6,75-8 Vb.Ab ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 14-20 Lb Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi Almenn skuldabréf 14,5-20,5 Lb Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 17,5-25 Lb Utlán verðtryggð Skuldabréf 7,75-9,25 Lb Utlántilframleiðslu Isl. krónur 14,5-20,5 Lb SDR 10 Allir Bandaríkjadalir 11,25 Allir Sterlingspund 14,5 Allir Vestur-þýsk mörk 8-8,25 Úb Húsnæðislán 3.T Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 24 MEÐALVEXTIR Överðtr. mars89 16,1 Verðtr. mars89 8,1 VlSITÖLUR Lánskjaravísitala mars 2346 stig Byggingavísitalamars 424 stig Byggingavísitalamars 132,5 stig Húsaleiguvísitala Hækkaríapri VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóöa Einingabréf 1 3,601 Einingabréf 2 2,020 Einingabréf 3 2,355 Skammtímabréf 1,248 Lífeyrisbréf 1,811 Gengisbréf 1,641 Kjarabréf 3,586 Markbréf 1,897 Tekjubréf 1,621 Skyndibréf 1,092 Fjölþjóðabréf 1,268 Sjóðsbréf 1 1,732 Sjóðsbréf 2 1.419 Sjóðsbréf 3 1,229 Sjóðsbréf 4 1,017 Vaxtasjóðsbréf 1,2198 HLUTABREF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Sjóvá-Almennar hf. 274 kr. Eimskip 380 kr. Flugleiðir 292 kr. Hampiöjan 157 kr. Hlutabréfasjóður 151 kr. Iðnaðarbankinn 177 kr. Skagstrendingur hf. 205 kr. Útvegsbankinn hf. 137 kr. Verslunarbankinn 148 kr. Tollvörugeymslan hf. 128 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaupa viðskiptavíxla gegn 31% ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar- bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkaö- inn birtast í DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.