Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1989, Síða 15
MÁNUDAGUR 13. MARS 1989.
15
Burt með matarskattinn
Land Lægra þrep Aðal- þrep Lúxus- þrep
Belgía 6og17 ' 19 25og33
Bretland 0 15
Danmörk 22
V-Þýskaland 7 14
Spánn 6 12 33
Frakkland 5,5 og 7 18.6 33,3
Irland 0og10 23
Ítalía 2og9 18 38
Lúxemborg 3og6 12
Holland 5 19
Portúgal 8 16 30
(1) Grikkir hafa enn ekki tekið upp virðisaukaskatt.
Virðisaukaskattþrep í % i löndum Evrópubandalagsins. Staða miðuð
við 1. janúar 1986 (1).
í þeim viðræðum, sem fóru fram
miUi Borgaraflokksins og stjórnar-
flokkanna í janúar sl. um hugsan-
legt stjórnarsamstarf, setti Borg-
araflokkurinn m.a. fram þá kröfu,
að söluskattur á matvælum yrði
feUdur niður eða lækkaður veru-
lega.
I fyrsta lagi var um að ræða að
breyta núverandi söluskattskerfi
þannig að söluskattur á helstu inn-
lendu matvælum svo og innfluttu
grænmeti yrði lækkaður úr 25% í
a.m.k. 12%. í öðru lagi var svo um
það að ræða að notuð yrðu tvö
skattþrep í virðisaukaskatti, sem
skv,. lögrnn verður tekinn upp frá
1. janúar 1990. Ríkisstjómin vUdi
ekki faUast á þessa kröfu Borgara-
flokksins og því sUtnaði upp úr við-
ræðunum eins og öUum er kunn-
ugt.
Helsta röksemd fuUtrúa ríkis-
stjómarinnar gegn þessum kröfum
Borgaraflokksins var mnhyggja
fyrir ríkissjóði, en afkoma hans er
sett í fyrsta sæti. Ekki var taUð
koma til greina að láta ríkissjóð
verða af þeim tekjum, sem fást með
álgningu söluskatts á matvæU. Rík-
isstjómin hefur hins vegar minni
áhyggjur af afkomu heinúlanna í
landinu og engar áhyggjur af af-
komu fyrirtækja annarra en frysti-
húsa úti á landi.
Við vUjum hins vegar setja af-
komu heinnlanna í fyrsta sæti, af-
komu fyrirtækjanna í landinu í
annað sæti og afkomu ríkisins í
þriðja sæti. Það er nefnUega trú
okkar að sé afkoma heimUanna og
fyritækjanna sæmUeg þá sé auð-
veldara að tryggja afkomu ríkis-
sjóðs, þ.e. haUalausan ríkisrekstur.
TU þess að árétta kröfur flokksins
um lækkun á verði matvæla og
annarra helstu nauðsynja heimU-
anna höfum við þingmenn Borg-
araflokksins lagt fram tvö frum-
vörp tíl laga þar að lútandi í efri
deUd Alþingis. Hér skal lýst tUlögu
um virðisaukaskatt meö tveim
þrepum.
Ailtofdýr matvæli
Haustið 1987 var söluskattskerf-
inu breytt þannig að lagður var
10% söluskattur á helstu innflutt
matvæU. Um áramótin 1987/88 var
söluskattslögunum síðan breytt
þannig að söluskattsstofninn var
KjaUariim
Júlíus Sólnes,
alþingismaöur og formaður
Borgaraflokksins
breikkaður og ýmsar imdanþágvu-
sem höfðu verið í gUdi, m.a: að
matvæU væru án söluskatts, feUd-
ar niður. Með þessari breytingu
var lagður 25% söluskattur á mat-
væU sem hækkuðu verulega í
verði.
Með sérstökum niðurgreiðslum á
nokkrum hefðbundnum innlend-
um matvælum, þ.e. mjólk og mjólk-
urvörum, dUkakjöti og neyslufiski,
var söluskattsáhrifunum að mestu
eytt. Þá voru teknar upp takmark-
aðar niðurgreiðslur á nauta-, kálfa-
og hrossakjöti, þannig að þessi
matvæU hækkuðu um rúmlega
10% í verði. Með sérstökum endur-
greiðslum í gegnum fóðurbætis-
skattkerfið var komið í veg fyrir
að kjúkUnga- og svínakjöt hækkaði
meira en u.þ.b. 10% í verði. ÖU
önnur matvara var hins vegar látin
bera söluskattshækkunina að
fullu, t.d. brauð- og komvörur og
grænmeti, aUar unnar kjötvömr
svo og öU innflutt matvæli.
Fáar eða engar ráöstafanir ís-
lenskra stjómvalda hafa mætt eins
mikiUi andstöðu almennings og
álagning söluskatts á matvæU.
Þrátt fyrir niðurgreiðslur á sölu-
skatti vegna ofangreindra hefð-
bundinna matvæla hefur matar-
kostnaður heimilanna hækkkað
gífurlega.
Verð matvæla á íslandi hefur aUa
tíð verið mjög hátt. Þess vegna er
hlutur matarinnkaupa í rekstri
heimilanna mun hærri hér á landi
en annars staðar. TaUð er að vísi-
tölufjölskyldan noti um fimmtimg
tekna sinna til matarinnkaupa.
Einkum kemur hátt verð á matvæl-
um Ula niður á lágtekjuhópunum
sem nota mun hærri hlut tekna
sinna til matarinnkaupa eða aUt
að 35%, að því er taUð er.
Einhver besta kjarabót, sem hægt
er að veita launþegum, er án efa
að lækka verð á matvælum með
öUum tíltækum ráðum. Verð á iim-
lendum landbúnaðarvörum á ís-
landi hlýtur aUtaf að vera hátt og
eiga þær erfltt með að standast
samkeppni við erlendar landbún-
aðarafurðir, þar sem skilyrði tíl
landbúnaðar eru miklu hagstæðari
og stærð markaðaima margfalt
meiri.
Þótt hægt sé að skattleggja land-
búnaðarafurðir með 22% virðis-
aukaskatti, t.d. í Danmörku, er ekki
um sambærilegan hlut að ræða,
þar sem verð búvöru þar er mun
lægra en á íslandi. íslenskar land-
búnaðarafurðir þola einfaldlega
ekki mikla skattlagningu, enda er
með óbeinum hætti veitt miklum
fjármunum tíl landbúnaðar á ís-
landi sem skattgreiðendur verða
að taka á sig. Er vart á það bæt-
andi.
Þá má ekki gleyma áhrifum hins
geipiháa matvælaverðs á íslandi á
ferðamannaþjónustu og rekstur
veitingahúsa. Sú þjónusta stendur
nú mjög höUum fæti vegna hins
háa matvælaverðs. Útlendingum,
sem hingað koma, blöskrar verð-
lagið og sá vaxtarbroddur, sem
ferðamannaþjónustun hefur verið
síðustu árin, fólnar skjótt.
Skattlagning matvöru í lönd-
um Evrópubandalagsins
í flestum löndum Evrópu eru
matvara og aðrar helstu nauðsynj-
ar heimUanna skattlagðar minna
heldur en aðrar vörur og þjónusta.
Þannig er t.d. 0% virðisaukaskatt-
ur á matvælum í Englandi og á ír-
landi, sjá meðfylgjandi yfirht yfir
virðisaukaskattþrep í löndum Evr-
ópubandalagsins. Samkvæmt töfl-
unni hafa öU ríkin nema Danmörk
mun lægri skattlagningu á matvæl-
um og helstu nauðsynjum eða mest
8% á matvælum í Portúgal. Mörg
ríkjanna eru með þriðja og hæsta
þrep virðisaukaskatts fyrir ýmiss
konar lúxusvörur, t.d. 38% á ItaUu.
Með þeirri samræmingu á skatt-
lagningu, sem stefnt er að hjá Evr-
ópubandalaginu, er gert ráð fyrir
því að notuð verði tvö skattþrep í
virðisaukaskatti. Lægra skattþrep-
ið verði á biUnu 4-9% og látið gUda
fyrir matvæU, orku til upphitunar
og ljósa, vatn, lyf, bækur, blöð og
tímarit svo og fargjöld vegna fólks-
flutninga. Þetta nær yfir mikUvæg-
ustu aðfóng heimUanna. Hærra
skattþrepið verði á biUnu 14-20%
og nái yfir allar aðrar viröisauka-
skattskyldar vörur og þjónustu.
Tvö skattþrep í virðisauka-
skatti
Að sjálfsögðu er engin þörf fyrir
íslendinga að aðlaga sig nákvæm-
lega að skattkerfi Evrópubanda-
lagsríkjanna. Má m.a. benda á að
Svisslendingar hafa þrisvar sinn-
um hafnað því með þjóðaratkvæð-
argreiðslu að taka upp virðisauka-
skatt.
Virðisaukaskattur hefur hins
vegar verið lögleiddur á íslandi og
er því ekki um annað að ræða en
að gera hann þannig úr garði að
matvælakostnaður heimUanna
verði ekki sá baggi sem hann er
nú. Eina leiðin tíl þess er að taka
upp annað og mun lægra virðis-
aukaskattþrep fyrir matvæU eins
og frumvarpið gerir ráð fyrir. í
gUdandi lögum er virðisaukaskatt-
ur ákveðinn 22% á aUar skattskyld-
ar vörur og þjónustu. Með frum-
varpinu er hins vegar gert ráð fyr-
ir tveim skattþrepum, þ.e. skatt-
lagning má vera allt að 12% fyrir
matvæU og aðrar helstu lífsnauð-
synjar samkvæmt reglugerð og allt
að 24% fyrir aUt annað.
Við gerð fjárlaga skal skatthlut-
falUð ákveðið fyrir komandi flár-
lagaár og þá hægt að hafa það lægra
efaðstæður leyfa. Þanniggetur sitj-
andi ríkisstjóm nýtt sér heinnld til
að hækka eða lækka virðisauka-
skatt í hagstjómarskyni innan
þeirra marka sem frumvarpið gerir
ráð fyrir, án þess að þurfa aö breyta
lögum hveiju sinni. Með því að
setja skatthlutfalUð í hærra þrep-
inu 24% er reynt að bæta ríkissjóði
upp þann tekjumissi sem hlýst af
hinu lægra skattþrepi fyrir nauð-
synjavörur.
Júlíus Sólnes
„Einhver besta kjarabót sem hægt er
að veita launþegum er án efa að lækka
verð á matvælum með öllum tiltækum
ráðum.“
Stúdentaráð - Til hvers?
„Undanfarin ár hafa verið mikil átök um hvers eölis stúdentaráð HÍ
eigi að vera“, segir m.a. í greininni.
Þann 15. mars em kosmngar til
stúdentaráðs Háskóla íslands. í
hugum margra stúdenta er stúd-
entaráð einhver fjarlæg stofnun
sem kemur þeim lítið eða ekkert
við. Nú kynni einhver aö spyija
hvemig stæði á því að stúdentar
hefðu almennt svona Utinn áhuga
á stúdentaráði, ráði sem á að vera
sameingartákn stúdenta og andUt
þeirra út á við. Ástæðan er einfold,
ráðið hefur á sér neikvæðan póU-
tískan stimpU sem hefur valdið því
að fæstir hafa Utið á stúdentaráðs-
Uða sem fuUtrúa sína heldur frem-
ur sem unga póUtíkusa í sand-
kassaleik er nota ráðið sem æfinga-
búðir fyrir Alþingi og sveitar-
stjómir. Svona var þetta Uka til
skamms tíma enda dvínaði áhugi
hins almenna stúdents og kjörsókn
féU langt undir 50%. Þessari öfug-
þróun hefur Vaka verið að breyta
á síðustu árum.
Vettvangur þjóðmálaum-
ræðu eða aðeins hags-
munabaráttu
Undanfarin ár hafa verið mikU
átök um hvers eðlis stúdentaráð
HÍ eigi að vera. í stúdentaráði
starfa nú tvær fylkingar; Vaka, fé-
lag lýðræðissinnaðra stúdenta og
Röskva, samtök félagshyggjufólks.
Þessar fylkingar togast á um að
stjóma stúdentaráði Háskóla ís-
lands, en um þessar mundir er það
Vaka sem heldur um stjómar-
KjaUarinn
Sigurjón Þ. Árnason
frambjóðandi Vöku
til háskólaráös
taumana. FyUdngamar hafa nokk-
uð keimlíkar skoðanir á flestum
hagsmunamálum stúdenta, má
segja að fremur sé um stigsmun en
eðUsmun að ræða. Það sem skUur
félögin að er afstaöa til sjálfs stúd-
entaráð s, þ. e. livert sé hlutverk
og eðU ráðsins.
Mismunandi viðhorf
Annars vegar er það stefna
Röskvu að stúdentaráð skuU vera
póUtísk stofnun sem eigi að taka
afstöðu í póUtískum málum fyrir
hönd stúdentaráðs. Hins vegar er
það stefna Vöku að í stúdentaráði
skuU einungis rædd þau mál sem
varða hagsmuni stúdenta beint og
öðrum málum haldiö utan ráðsins.
Vaka vUl að stúdentaráð sé óháð,
faglegt hagmunafélag, eins konar
sameiginlegt stéttar- og nemenda-
félag stúdenta en ekki póUtísk
stofnun. Þessari stefnu hefur Vaka
fylgt í vetur og haldið póUtískum
þrætumálum eftir mætti fyrir utan
stúdentaráð og m. a. hafnað öUum
hugmyndum Röskvu um að SHÍ
gerist aðiU að póUtískum samtök-
um eða kosti ráðstefnur um Afr-
íska þjóðarráðið.
Ópólitískt stúdentaráð
Hver er skyldi vera ástæðan þess
að Vaka leggur slíka ofuráherslu á
aö SHÍ sé ekki vettvangur stjórn-
málaumræðu? Skýringarnar eru í
raun margþættar. Reynsla undan-
genginna ára hefur sýnt aö um leið
og byijað er að ræða um póUtísk
mál eru stúdentaráðsfundir fijótir
að leysast upp í hörkurifrildi og Ul-
defiur og þau mál sem verulega
skipta máU, svo sem menntamál,
lánamál, dagvistun og önnur hags-
munamál stúdenta, faUa í skugg-
ann fyrir póUtísku þrasi. Umræður
og ályktanir um ástand mála í S-
Afríku, E1 Salvador, vinnudefiur
og verkfóU taka tíma frá brýnum
hagsmunamálum og starf stúd-
entaráðs fer út um þúfur. Annað
mikfivægt atriði er að stúdentaráði
er ætlaö að vera sameiningartákn
aUra stúdenta. Til að svo megi
verða verður að ríkja sem mest ein-
ing um stúdentaráö meðal stúd-
enta; félagsmanna. Félag án mór-
alsks stuðnings síns félagsfólk
stendur á brauðfótum. Því meira
sem stúdentaráð vasast í almennri
stjómmálaumnræðu, því meira
sem vikið er frá hinum eiginlegu
hagsmuna- og félagsmálum stúd-
enta, þeim mun meira aukast líkur
á óánægju stúdenta. Stefna Vöku
er skýr, póUtískt dægurþras utan
stúdentaráðs. Einungis þannig má
vinna til baka trú stúdenta á ráð-
inu. Að þessu hefur Vaka unnið í
vetur og spumingin er hvort stúd-
entar em tilbúnir til að styðja Vöku
í áframhaldandi baráttu sinni fyrir
ópóUtísku stúdentaráði, um þetta
snúast kosningarnar.
Sigurjón Þ. Árnason
„Vaka vill aö stúdentaráö sé óháð, fag-
legt hagsmunaféiag, eins konar sam-
eiginlegt stéttar- og nemendafélag stúd-
enta en ekki pólitísk stofnun.“