Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1989, Síða 21
MÁNUDAGUK 13. MARS 1989.
21
Iþróttir
• Marco van Basíen skoraöi fyr-
ir AC Milan gegn Juvenlus.
á Roma
Inter Milan vann glæsOegan
sigur á Roma, 0-3, á útivelli í ít-
ölsku 1. deildinni í gær. Lothar
Mattheus, Aldo Serena og Ramon
Dia2 skoruðu mörk iiðsins. Þetta
var fyrsti sigur Inter á Roma á
útivelli í níu ár. Inter Milan held-
ur enn forystunni í deildinni.
AC Milan vann stórsigur á Ju-
ventus, 4-0, og skoraði Marco van
Basten eitt marka AC Milan.
Leikmenn AC fóru á kostum en
á miðvikudag leikur liðið síðari
leikinn gegn Werder Bremen í
Evrópukeppninni.
Napoli vann Ascoli, 1-0, á sjáifs-
marki eins leikmanna Ascoli.
Napoli er þremur stigum á eftir
Inter Milan.
-JKS
HSV hef ur ekki unnið
i Munchen i sjo ar
- Ásgeir Sigurvinsson skoraði fyrir Stuttgart gegn Kickers
Sigurður Bjömsson, DV, Þýskalandi:
Fátt virðist geta komið í veg fyrir
að Bayem Múnchen verði Þýska-
landsmeistari í knattspyrnu í ár. Lið-
ið er á mikilli sigurgöngu og um helg-
ina vann Bayem hð Hamburger SV
og hefur Bayem þá leikið 21 leik án
þess að bíða lægri hlut.
54 þúsund áhorfendur mættu á
ólympíuleikvanginn í Múnchen og
sáu Júrgen Wegmann skora sigur-
mark leiksins fyrir Bayem á 58. mín-
útu. Hamburger hefur ekki riðið feit-
um hesti frá viðureignum við Bayem
Múnchen undanfarin ár. Hefur HSV
ekki unnið sigur í Múnchen í sjö ár.
Ásgeir Sigurvinsson skoraði síðara
mark VFB Stuttgart er liðið náði loks
að sigra. Stuttgart vann Stuttgarter
Kickers, 2-0.
Úrslit í leikjum helgarinnar urðu
annars þessi:
Dortmund-Bayer Leverkusen...2-1
Bayem Múnchen-Hambur ger....1-0
St. Pauli-Karlsruhe.........1-0
Köln-Eintracht Frankfurt....3-2
Bayer Uerdingen-Bochum......3-1
Mannheim-Númberg............2-1
St. Kickers-Stuttgart.’.....0-2
Werder Bremen-Gladbach......2-0
Hannover-Kaiserslautem......0-0
•Staða efstu hðanna í Þýskalandi
er þannig efitir leiki helgarinnar:
B. Múnchen....21 12 9 0 41-16 33
Köln..........21 12 4 5 37-17 28
WerderBremen.21 10 7 4 34-21 27
Hamburger....20 10 5 5 36-22 25
Gladbach.....20 7 9 4 27-24 23
stuttgart....21 9 5 7 36-30 23
• Markahæstur leikmanna í þýsku
knattspymunni er Thomas Allofs
sem leikur með Köln en hann hefur
gert 15 mörk það sem af er keppnis-
tímabilinu. Júrgen Wegmann, sem
leikur með Bayem Múnchen, hefur
gert 11 mörk og eftirtaldir leikmenn
hafa skorað 10 mörk: Uwe Leifeld
(Bochum), Norbert Dickel (Bomssia
Dortmund), Uwe Bein (Hamburg),
•Hans-Jörg Criens (Borassia Mönc-
hengladbach), Roland Wohlfarth
(Bayem Múnchen).
-SK
Belgía - knattspyma:
Amór skoraði með skalla
- er Anderlecht sigraöi Lokeren, 5-1,1 Briissel
Kiistján Bemburg, DV, Belgíu:
Þegar níu leikdagar era eftir í
belgísku 1. dehdinni í knattspymu
er Mechelen með fimm stiga forskot
á Anderlecht sem er í öðra sæti.
Mechelen lék við FC Liege og náði
ekki að tryggja sér sigur fyrr en á
lokamínútu leiksins. Leikurinn var
mjög harður og missti dómarinn
hann úr böndunum.
Anderlecht sigraði Lokeren, 5-1, á
heimavelh sínum í Brússel. And-
erlecht byrjaði leikinn af miklum
krafti. Strax á 3. mínútu misnotaði
Van Tiggalen vítaspymu em þremur
mínútum síðar skoraði Vervoort
fyrsta markið. Nihs skoraði annað
markið um miðjan hálfleikinn. Ar-
nór Guðjohnsen skoraði þriðja
markið með skalla. Undir lok hálf-
leiksins bætti Kmcevic við fjórða
markinu. í síðari hálfleik skoraði
Nilis funmta markið sem var jafn-
framt fahegasta markið í leiknum.
Anderlecht lék mun betur í þessum
leik en í undanfomum leikjum enda
hefúr hðið sætt gagnrýni í fjölmiðl-
um. Erfitt kann að reynast samt fyr-
ir Anderlecht að ná Mechelen að stig-
um úr þessu.
• Hugo Sanchez skoraði i gær
og hefur skorað 18 mörk i deiid-
inni.
Spánn:
Baltazar
skorar
Tvö efstu hðin á Spáni unnu
bæöi leiki sína í gær. Real Madrid
sigraði Real Zaragoza, 4-1, og
Barcelona sigraöi Real Sociedad
með sömu markatölu. Real
Madrid heldur því efsta sætinu í
1. dehd. Hugo Sanchez var meðal
markaskorara Real Madrid.
Atletico Madrid vann Malaga,
3-0, og skoraði Brashíumaðurinn
Baltazar de Moaris eitt marka
Atletico. Baltazar er langmarka-
hæstur í dehdakeppni, hefur
skoraö 24 mörk. Hugo Sanchez,
Real Madrid, er með 18 mörk,
Juho Salinas, Barcelona, 13 mörk
og Pedro Uralde, Atheltic Bhbao,
11 mörk.
-JKS
I.itla barnið þitt verður ótrúlega fljótt að
sjálfstæðum táningi. En hann þarf ennþá
stuðning þinn.
Réttan stuðning.
Stundum þarftu að standa fast á þínu og
stundum þarftu að gefa eftir.
Rétt eins og Regumatie.
Regumatic rúmbotn og dýna styðja við
líkamann á réttum stöðum og gefa eftir
þar sem þarf. Þannig hvílist líkaminn best
— með réttum stuðningi.
Regumatic stuðningi.
Veittu táningnum þínum réttan
stuðning
— allan sólarhringinn.
Regumatic rúmbotn og dýna fást í
mörgum stærðum og passa í flest
rúm.
Jafnvel rúmið sem hann smíðaði sjálfur!
SKEIFAN 8 108 REYKJAVÍK SÍMI: 91-685588
P&6/SÍA'