Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1989, Síða 24
24
MÁNUDAGUR 13. MARS 1989.
Geir Sveinsson svifur inn af línunni og skorar meö glæsibrag í Evrópuleiknum gegn Magdeburg í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Á myndinni efs
mörkum sínum í leiknum en Sigurður átti frábæran leik og lagði grunninn að sigrinum.
- Valsliðið sýndi frábæran handknattleik og sigraði Magdeburg, 22-16.
íþróttir
Stjarnan
vann FH og
2 töp Þórs
Þrír leikir fóru fram um helgina
í 1. deild kvenna. Stjaman hafði
betur í viðureign sinni gegn FH,
20-18. FH-stulkur leiddu leikinn
allt þar til 7 mínútur voru til
leiksloka en þá komust Stjöm-
ustúlkur yfir í fyrsta skipti í
leiknum. FH-liðið byrjaði nyög
vel en um miðjan fyrri hálfleik
fékk Berglind Hreinsdóttir rautt
spjald og haföi þessi strangi dóm-
ur mikil áhrif á leik FH-liðsins.
FH hafði yfir, 10-11, i leikhléi.
Rut Baldursdóttir var mjög
frísk í liði FH og skoraöi 9 mörk,
þá varöi Halla Geirsdóttir mjög
vel í marki FH. Allar Stjöm-
ustúikumar eiga mikiö hrós skii-
ið fyrir mikla baráttu.
Mörk Stjömunnar: Erla 8/4,
Guöný Gunnst 4, Guöný Guönad.
3, Hmnd og Herdís 2 og Ragn-
heiður 1.
Mörk FH: Rut 9/5, Eva 4, Inga
og Heiða 2 og Kristín 1.
Tveir ósigrar Þórs
Vflongsstúlkur þurftu ekki að
hafa mikið fyrir stórsigri gegn
Þór frá Akureyri er liðin léku í
Laugardalshöll. Víkingur sigraði,
25-13, eftir 15-8 í leikhléi.
Mörk Víkings: Inga L. 6, Heiða
4, Valdís, Katrín og Svava 3 hver,
Jóna og Halla 2 hvor og þær
Anna, Matthildur og Kristín 1
hver.
Mörk Þórs: Valdís 6, Steinunn
4, Inga 4 og Margrét 2.
Þórsstúlkur léku einnig gegn
Stjömunni um helgina og sigraði
Stjaman, 23-18, eftir að Þór haíði
haft yfir í leikhléi, 9-10. Þess má
geta að Þórsstúlkur misnotuðu 5
víti i leiknum.
Mörk Stjörnunnar Erla 9,
Helga 5, Hrund, Ragnheiður, Her-
dís og Guðný 2 hver og Guðný
Guðsteinsdóttir 1.
Mörk Þórs: Valdís 9, Steinunn
5, Inga 3 og Bergrós 1.
Staðan er þannig í 1. defld
kvenna:
Fram....13 11 0 2 252-170 22
FH......13 10 1 2 276-188 21
Stjaman..l4 8 2 4 298-253 18
Valur...15 9 0 6 287-249 18
Víkingur.17 8 1 8 318-315 17
Haukar...,14 7 2 5 271-261 16
ÍBV......14 1 0 13 206-325 2
Þór, A...16 1 0 15 226-373 2
2. deiid karia
Einn leikur fór fram í 2. defld
karla í handknattleflc um helgina.
Þór frá Akureyri lék á heimaveOi
gegn Selfossi óg sigruðu Selfyss-
ingar með 24 mörkum gegn 22.
Magnús Sigmundsson skoraöi 9
mörk fyrir Selfoss og PáO Gísla-
son 9 mörk fýrir Þór. Leikur lið-
anna var mjög góður og liklega
einn af betri lefltjunum í deOdinni
í vetur, hingað tO.
Staðan í 2. deOd karla er þannig:
HK.......15 13 1 1 398-292 27
Haukar....l6 10 2 4 369-312 22
ÍR 13 10 1 2 329-252 21
Armann.. 15 9 1 5 348-348 19
Selfoss..15 7 0 8 382-381 14
Njarðvik. 14 6 1 7 349-338 13
Þór......16 5 0 11 335-397 10
Keflavik.. 15 5 0 10 330-363 10
Aftureld.. 15 4 0 11 328-364 8
ÍH.......14 2 0 12 261-382 4
Bikarkeppnin
Einn leikur fór fram um helgina
í 16 liða úrslitum bikarkeppninn-
ar í handknattleik. Efsta lið 2.
deOdar, HK, fékk 1. deOdar lið
ÍBV í heimsókn í Digranesið og
var leikurinn æsispennandi. Eftir
venjulegan leiktíma var staðan
jöfn, 24-24. Eyjamenr vom svo
sterkari á lokasprettinum og sigr-
uðu meö eins marks mun, 28-29.
ÍBV er því komið í 8 liöa úrslitin.
Valsmenn fóm hamfórum lengst af í
leiknum gegn austur-þýska liðinu
Magdeburg í átta liða úrslitum Evrópu-
keppni meistaraliða í handknattleik í
Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Valur
sigraöi með 22 mörkum gegn 16 eftir að
staðan í hálfleik yar 12-7 fyrir Val. Það
verður að telja möguleika liðsins að
komast í undanúrslit keppninnar mjög
góöa.
Síðari leflcur hðanna verður í Magde-
burg á laugardaginn kemur. Valsmenn
fengu frábæran stuðning áhorfenda í
Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Þeir
verða hins vegar víðs fjarri þegar flaut-
að verður til leflcs í ljónagryfiunni í
Magdeburg. HeimavöUur Magdeburg er
vel þekktur af handknattleiksmönnum
um allan heim enda hafa aðkomuhð
komist í hann krappan í leikjum þar.
íslenska landshðið lék gegn Sovétmönn-
um í Magdeburg sl. sumar á alþjóðlegu
móti. Landshðsmenn Valsmanna ættu
því að kannast vel við aðstæður og kem-
ur það örugglega að góðum notum.
Hrein unun var að sjá tO Valsmanna
í leflcnum. Það setti að vísu ljótan blett
á leik liðsins að fimm vítaköst fóru for-
göröum, ótrúlegt en engu að síður blák-
öld staöreynd. Þetta kann að reynast
Valsmönnum dýrkeypt í seinni leikn-
um. Hvemig sem leikmenn reyndu þá
(reyndist þeim lífsins ómögulegt að koma
knettmum fram hjá Gunnari
Schimrock, landshðsmarkverði Aust-
ur-Þjóðverja, í vítaköstunum.
! EfvítaköstingleymastvarleikurVals-
manna nánast gahalaus. Sigurður
ÍSveinsson lék sem engill. Þrumuskot
hans yljuðu áhorfendum um hjartaræt-
umar, að auki átt Sigurður fiölda línu-
sendinga sem gáfu gullfalleg mörk. Já,
Sigurður sýndi þaö í leflcnum að hann
er einn allra fremsti handknattleiks-
maður okkar og einnig sá vinsælasti.
Leikmenn tóku Sigurð fostum tökum er
á leflcinn leið en það kom ekki niður á
leik Valsmanna.
Magdeburg átti ekkert svar við frá-
bæmm vamaleik Vals. Landsliösmað-
urinn Peter Pysah var sá eini sem lét
i eitthvaö að sér kveða. Sterkasti hlekkur
i Magdeburg er varnarleikurinn. Sóknar-
I leikur hðsins er fálmkenndur og engar
skyttur eru tO staöar. Mörk liðsins
komu af línunni og eftir gegnumbrot.
Magdeburg þarf að ná toppleik á heima-
vehi til að vinna upp forskot Vals-
manna. Magdeburg er stórhð á sína
vísu, hðið hefur hreppt austur-þýska
meistaratitOinn sex sinnum á síðustu
átta árum. Það eitt segir allt um styrk-
leika hðsins enda er austur-þýskur
handknattleikur í allra fremstu röð í
heiminum. Þaö yrði mikill sigur fyrir
jíslenskan handbolta ef Valsmönnum
tækist að ryðja þessu hði úr vegi og