Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1989, Qupperneq 30
30
MÁNUDAGUR 13. MARS 1989.
Iþróttir
Tveir sigrar hjá
Önnu M. Malmquist
Anna María Malmquist frá Akureyri
var mjög sigursæl á tveimur bikarmót-
um á skíöum sem fram fóru á Dalvík
um helgina. Á báöum mótunum var
keppt í stórsvigi.
A laugardag sigraði Anna María í
stórsviginu og fékk tímann 158,84 sek.
María Magnúsdóttir frá Akureyri varð
önnur á 160,17 sek. og Margrét Rúnars-
dóttir frá ísafirði varð þriðja á 161,49 sek.
í stórsvigi karla sigraði Valdimar
Valdimar8son frá Akureyri á 146,07 sek.
Helgi Geirharðsson, Reykjavík, varð
annar á 147,03 sek. og þriöji varð Daniel
Hilmarsson frá Dalvík á 147,83 sek.
í gær var síðan keppt aftur i stórsvigi
í miklu blíðskaparveðri. Þá sigraði Anna
María Malmquist frá Akureyri aftur f
kvennaflokki. í gær kom hún í mark á
153,13 sek. Önnur varð María Magnús-
dóttir frá Akureyri á 153,60 sek. og
Margrét Rúnarsdóttir frá ísafirði varð
aflur þriðja á 156,60 sek.
f gær tókst siðan Helga Geirharössyni
að bera sigur úr býtum í stórsviginu.
Hann fékk þá tímann 141,69 sek. Valdi-
mar Valdixnarsson frá Akureyri varð
annar á 143,18 sek. og Daníel Hilmarsson
frÁ Dalvík varð aftur þriðji á 144,97 sek.
Mótin þóttu takast mjög vel og veður-
guðirnir léku við hvem sinn fmgur.
-SK
Fimleikamót Islands:
íslandsmeistararnir
hafa tekið forystu
• Þórdís Edwald og Broddi Kristjánsson, TBR, voru mjög sigursæl á meist-
aramóti Reykjavikur í badminton sem fram fór í TBR-húsinu um helgina.
Þau Þórdís og Broddi voru kampakát í mótslok i gær eins og þessi mynd
ber með sér. Broddi varð þrefaldur meistari og Þórdís Edwald tvöfaldur
meistari. DV-mynd S
Reykjavíkunnótið í badnxinton:
íslandsmeistaramir í flmleikum,
Lánda S. Pétursdóttir, Björk, og Guðjón
Guðmundsson, Árraanni, hafa tekiö for-
ystuna í keppninni um íslandsmeistara-
titlana í fimleikum.
Mótið er tviskipt Um helgina var
keppt í skylduæfingum en að viku lið-
inni verður keppt f fijálsum æfingum
og þær einkunnlr sem þá nást verða
lagðar vlð einkunnimar fyrir skylduæf-
ingamar.
Linda S. Pétursdóttir, sem kepplr fyrir
Björk í Hafharfirði, náöi bestum árangri
f kvennakeppninni um helgina. Hún
fékk 36,30 stig. í öðru sæti varð Bryndís
Guömundsdóttir, Ármanni, en hún fékk
35,19 stig. Fjóla Ólafsdóttir, Ármanni,
varð þriðja í skylduæfingunum og fékk
í einkunn 34,45 stig.
. í karlakeppninni hefúr Guðjón Guö-
mundsson, Annannl, forystu en hann
er núverandi íslandsmeistari l fimleik-
um karla. Jóhannes Níels Sigurösson,
Ármanni, er annar í karlakeppninni og
Guömundur Þór Brynjólfsson, Gerplu,
þriöji.
Keppnin í fijálsu æfingunum fer frara
umnæstuhelgi. -SK
Fréttastúfar
Sænski kylfingurinn Ove Sellberg
vann í gær sigur á móti atvinnu-
manna í golfi sem fram fór á Spáni
(Evróputúrnum). Sellberg hefur því
unnið tvo sigra á keppnistímabilinu
og er fyrsti Svíinn sem það gerir.
Með þessum sigri Svíans aukast lík-
umar verulega á því aö hann komist
í Evrópuúrvalið sem keppir við
Bandaríkjamenn um Ryder Cup bik-
arinn á þessu ári.
Frost sænskur meistari
Danski badmintonleikarinn Morten
Frost varð í gær sænskur meistari í
badminton er hann sigraði Indónés-
íumanninn Allan Budi Kusuma, 15-4
og 15-4, í úrslitaleik í einliðaleik
karla á opna sænska meistaramót-
inu. Frost sagði eftír sigurinn: „Ég
fer brátt að hætta í einliðaleiknum.
Ég er orðinn 33 ára og fjölskyldan
þarf sinn tíma.“
Sigrar hjá PSV og Benfica
PSV1 Hollandi og Benfica í Portúgal
þokast stöðugt nær meistaratitlum í
knattspymunni í löndunum tveim-
ur. Benfica gerði um helgina
markalaust jafntefli gegn Porto
ög PSV Eindhoven sigraði and-
stæðing sinn. Bæði hafa liðin
sex stíga forskot og ættu að vera
ömgg um sigur í hollensku og
portúgölsku knattspymunni.
Þórdís og
Broddi voru
í banastuði
- Broddi Kristjánsson þrefaldur meistari
Þau Þórdís Edwald og Broddi Kristjánsson virðast vera í nokkr-
um sérflokki í einliðaleik í badminton hér á landi. Um helgina
sýndu þau enn og sönnuðu yfirburði sína er þau tryggðu sér
Reykjavíkurmeistaratítilinn í einliðaleik. Þau Þórdís og Broddi
urðu íslandsmeistarar á dögunum og áttu ekki í teljandi erfiðleikum með
að tryggja sér þá títla. Um helgina varð Broddi þrefaldur Reykjavíkurmeist-
ari og Þórdís Édwald tvöfaldur meistari.
Mikið verður um að vera á
íþróttasviðmu hér á landi í kvöld.
FH og Kraznodar leika síðari leik
sinn í Hafnarfirði í kvöld. Þá leika
Njarðvíkingar og KR-ingar síðari
leik sinn í úrslitakeppninni í
körfuknattleik og fer leikurinn
fram í íþróttahúsi Hagaskóla.
Loks má geta þess aö KR og
Grótta Jeika í l. deild íslands-
mótsins í handbolta i Höllinni í
kvöld.
• Broddi Kristjánsson, TBR, lék
gegn Þorsteini Páli Hængssyni, TBR,
í úrslitum í einiiðaleik karla í úrvals-
flokki. Þeir mættust einnig í úrslitum
á íslandsmótínu. Nú sigraði Broddi,
15-12 og 15-4.
• Þórdís Edwaid, TBR, lék gegn
Kristínu Magnúsdóttur, TBR, í úr-
slitum í einliðaleik kvenna í úrvals-
flokki. Þórdís hafði mikla yfirburði,
sigraði 11-0 og 11-8.
• í meistaraflokki karla sigraði
Ámi Þór Hallgrímsson, TBR, Frí-
mann Ferdinandsson, Víkingi, 15-1
Og 15-5.
• í einliðaleik í öðlingaflokki léku
KR-ingamir Friðleifur Stefánsson og
Reynir Þorsteinsson til úrslita. Frið-
leifur sigraði, 15-4 og 15-3.
• í einliðaleik kvenna í a-flokki
sigraði Anna Steinsen, TBR, Maríu
Thors, KR, 11-5 og 11-7.
• í einliðaleik karla í a-flokki varð
Skúli Þórðarson, TBR, Reykjavíkur-
meistari. Hann sigraði Gunnar Pet-
ersen, TBR, 18-13 og 15-3.
• í tvíliðaleik kvenna í a-flokki
sigruðu þær Sigrún Erlendsdóttir og
Anna Steinsen, TBR, Elínu Agnars-
dóttur og Sigríði M. Jónsdóttur, TBR,
17-16 og 15-11.
• Þeir Gunnar Bollason og Skúli
Þórðarson, TBR, urðu meistarar í
tvíliðaleik í a-flokki. Þeir sigruðu þá
Gunnar Petersen og Sigurþór Þór-
tiallsson, TBR, 15-8 og 15-9.
• í tvíliðaleik í öðlingaflokki sigr-
uðu KR-ingarnir Óskar Guðmunds-
son og Friðleifur Stefánsson þá Reyni
Þorsteinsson og Braga Jakobsson,
sem einnig eru í KR, 15-9, 9-15 og
15-2.
• Kristín Magnúsdóttir og Guðrún
Júlíusdóttir, TBR, unnu Þórdísi Ed-
wald og Birnu Petersen, TBR, í úr-
slitum i tvíliðaleik í meistaraflokki,
15-7 og 15-10.
• í tvíliðaleik karla í meistara-
flokki unnu þeir Broddi Kristjánsson
og Þorsteinn Páll Hængsson, TBR,
þá Sigfús Ægi Ámason og Huang
Wei Cheng, TBR, í miklum hörku-
leik, 13-15, 18-16 og 15-11.
• Broddi Kristjánsson tryggði sér
þriðja Reykjavíkurmeistaratítilinn
er hann ásamt Þórdísi Edwald vann
sigur í tvenndarleik í meistaraflokki.
Þau léku gegn Þorsteini Páli Hængs-
syni og Kristínu Magnúsdóttur, TBR,
og sigmðu 16-17,15-4 og 17-16 í mjög
skemmtilegum og spennandi leik.
• í tvenndarleik í a-flokki sigruðu
Gunnar Bollason og Sigríður M.
Jónsdóttir, TBR, þau Viðar Gíslason,
Víkingi, og Elínu Agnarsdóttur,
TBR, 18-16 og 15-5.
• Reykjavíkurmótið þótti takast
vel að þessu sinni og margir úrslita-
leikimir vora bráðskemmtílegir.
Meö þessu móti má segja að keppnis-
tímabil badmintonmanna hafi lokið
fyrir utan keppni erlendis og deilda-
keppnina sem fram fer 8. og 9. apríl.
-SK