Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1989, Qupperneq 40
40
T.ífegffll
MÁNUDAGUR 13. MARS 1989.
Guðmimdur Sigurvaldason í Vogum:
„Ætla að byggia fleiri"
DV heimsótti hjónin Guðmund Sig- komast að því hvemig veður er
urvaldason pípulagningameistara og
Aldísi Matthíasdóttur en þau hafa
reist „pýramídahús" í Vogum á
Vatnsleysuströnd. Guðmundur segir
að hann hafi íyrst kynnst slíkri húsa-
gerð í Kristjaníuhverfinu í Kaup-
mannahöfn. „Ég tel að framkvæmdir
hafi tekist svo vel að það sé grund-
völlur fyrir byggingu fleiri húsa hér
á landi,“ segir hann.
Heimilið
„Við fluttum inn í húsið sl. haust
og hefur líkað vel þótt það sé ekki
lengra komiö. Ég sæki vinnu í
Reykjavík en mér finnst þetta ekkert
lengri spotti en t.d. upp í Mosfells-
sveit úr miðbænum. Eg hef farið
ýmsar óhefðbundnar leiðir við bygg-
ingu hússins og tel mig hafa sloppið
mjög vel hvað snertir kostnað. Vissu-
lega er hægt að byggja svona hús
með miklum tilkostnaði en það fer
að mestu leyti eftir því hvaða bygg-
ingaefni er notað, hvemig grunnur-
inn er o.fl. En ég tel mig geta byggt
svona hús með helmingi minni til-
kostnaði en hefðbundið hús í álíka
stærð.
í grunninn er ekki steypt plata en
eins metra hár veggur er neðst í
byggmgunni. Ég ætla að hafa hita-
kerfið undir gólfinu á neðri hæðinu
og tel að með því móti nýtist hitinn
mjög vel.“
Tekur ekki í sig vind
- Hefur mikill vindstyrkur ekki
áhrif á húsið þar sem það er að mestu
leyti byggt upp sem þak?
„Þú þarft nú að fara út til þess að
hveiju sinni. Ástæðan er sú að pýra-
mídinn er í rauninni byggður upp á
svipaðan hátt og kúla. Þess vegna
kljúfa homin á húsinu vindinn - það
hristist ekki og skelfur hér eins og
t.d. hús sem eru byggð upp með A-
lagi og tveimur göflum. Hringurinn
myndar heild og þannig tekur húsið
eldd í sig vind. Þetta er mjög í takt
við náttúrulögmálin og það felst mik-
ill styrkur í þessu formi.“
- Hvemig finnst ykkur rýmið nýt-
ast?
„Það nýtist ótrúlega vel. Flestir
halda að plássið sé lítið hér innan-
húss þegar Utið er á húsið utan frá.
En þegar komið er inn fyrir gerir
maður sér ljóst að plássið nýtist vel.
Neðri hæðin er að heita má ekkert
undir súð, þvi þessi meters hái
steypti veggur gerir það að verkum
að hægt er að standa uppréttur svo
að segja allan hringinn. Hins vegar
er efri hæðin meira undir súð en
plássið uppi er samt prýðilegt enda
höfum við búið þar í allan vetur.
Þau Guðmundur Sigurvaldason og Aldís Matthiasdóttir hafa búið i pýra-
mídahúsinu í Vogum á Vatnsleysuströnd siðan í haust. Húsið verður 175
fermetrar brúttó þegar garöskála hefur verið bætt við þar sem þau standa
utanhúss. Aö síðustu mun 50 fermetra bílskúr tengjast byggingunni. Þar
sem þau standa í grunninum er 1 metra hár veggur sem gerir það að
verkum að rýmið nýtist vel á neðri hæðinni.
DV-myndir Brynjar Gauti
En varðandi rýmið þá á mikið vatn
eftir að renna til sjávar þvi gróður-
skálann á eftir að byggja og 50 fer-
metra bílskúr. Reyndar er búið aö
steypa sökkulvegg fyrir garðskálann
sem einnig verður inngangur með
kvisti og nýtist þá rýmið enn betur.“
- Hvað gerir þú ráð fyrir að kostnað-
ur verði mikill við sjálfa íbúðarálm-
una?
„Kostnaðurinn verður þegar upp
er staðið um 3 milljónir fyrir þessar
tvær hæðir auk gróðurskálans, en
þá er bílskúr ekki reiknaður með.
Þetta eru samtals um 175 fermetrar
brúttó." -ÓTT
Nú rísa pýramída-
hús á Islandi
- eru talin fljótleg í byggingu
Vífill Magnússon arkitekt hefur
teiknað öll þau þrjú pýramidahús
sem hafa verið reist og er verið að
byggja um þessar mundir. Eitt hús-
anna, sem er í Kópavogi, er tilbúið
en þar rekur Vífill teiknistofu. Önn-
ur bygging, sem er í Vogum á Vatns-
leysuströnd, er tilbúin undir tréverk
og þar býr fjögurra manna fjöl-
skylda. Það þriðja er skemmra á veg
komið og stendur það í Setbergs-
landinu í Hafnarfirði.
„Ég tel svona hús vera auðveld og
fljótleg í byggingu. Eftir að búið var
að steypa eins metra háan vegg, sem
er undirstaða hússins, liðu aðeins
tveir mánuðir þangað til við fluttum
teiknistofuna hingað," segir Vífill.
„Mér finnst ég hafa verið heppinn
með kostnaðarhliðina. Reyndar er
mitt gólf (á neðri hæð) annars loft,
því húsið er byggt ofan á stærra hús-
næði þar sem verktakafyrirtæki rek-
ur starfsemi sína.
Mig langaði til að gera tilraun með
þetta form því ekkert slíkt hafði ver-
ið gert hérlendis áður. Það þurfti
aðeins að steypa eins metra háa und-
irstöðu og reisa sperrur. Reyndar
finnst mér að það sé rétt að hafa tré-
gólf á báðum hæðum, eins og gert er
í húsinu 1 Vogum, því það sparar
uppfyllingu. Þetta fyrirkomulag býð-
ur upp á slíkt og reyndar einnig aðra
möguleika. Með þessu móti er hægt
að steypa í einum áfanga þ.e.a.s. lóð-
réttu veggina. Síðan er bara að
byggja pýramídann upp eins og hefð-
bundið þak nema hvað í því felast
fjórar hiiðar - jafnarma þríhyrning-
ar. Þakhallinn er 54,7 gráður og er
það míög hagkvæmur halli.“
Hvernig hægt er að spara
- í hverju felst spamaðurinn við að
byggja pýramídahús?
„Sé miðað við 150 fermetra hús að
flatarmáli felst spamaður helst í þvi
að rúmmál pýramídahúss er 33%
minna en í hefðbundnu húsi. Þá er
gert ráð fyrir sama flatarmáli gólf-
flatar - yfirborð veggja og þaks sam-
anlagt verður 21% minna í pýra-
mídahúsi.
Hins vegar verður að reikna með
því að gólfpláss nýtist ekki eins vel
í pýramídahúsinu, a.m.k. ekki á efri
hæðinni.
Kostnaðurinn við þetta hús nam
1,8 milljónum króna, tilbúið undir
tréverk - þetta var fyrir tveimur
árum. Neðri hæðin er 78,9 fermetrar
en efri hæðin er 26 fermetrar að frá-
dregnu stigaopi sem er um 8 fermetr-
ar.“
- Hvaða klæðning er heppilegust
fyrir svona híbýh?
„Mér finnst tréklæöning passa best
að innanverðu en að utanverðu er
heppilegast að nota bárujám. Frá-
gangur verður svo að vera eins og
hefðbundinn þakfrágangur og Vel-
uxgluggar henta vel í svona húsi þar
sem ekki em kvistir. Einnig verður
að ganga vel frá tvöfalda þakglerinu
sem er efst á strýtunni en í þann
hluta má einnig nota plexigler sem
er ódýrara. Auk þess verður að
ganga vel frá kverkum í kvistum svo
ekki leki. Að síðustu er svo vert að
benda á að þegar gengiö er frá jám-
klæðningu á þak er mikilsvert að slá
ekki einu hamarshöggi of mikið -
þannig geta nefnilega myndast leka-
göt með naglfestingum. -ÓTT
Þama er búið að reisa hornsperrur úr límtré í húsinu i Kópavogi. Þverbönd-
in, sem einnig eru úr iimtré, halda uppi efra gólfinu.
Vífill Magnússon og Halla Haraldsdóttir á teiknistofunni í pýramidahúsinu
í Kópavogi. DV-mynd KAE
Þetta ibúðarhús með viðbyggingu og bilskúr er verið að reisa um þessar
mundir i Setbergslandinu í Hafnarfirði. nm Rj&Anj Aíd RA-isv