Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1989, Side 48

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1989, Side 48
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritsfjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Framfærsluvísitalan: 38 prósent - verðbólga Framfærsluvísitalan hækkaði um 2,7 prósent milli febrúar og mars. Þessi hækkun jafngildir því að verð- bólguhraðinn sé nú 38,3 prósent. Síðustu tólf mánuði hefur fram- færsluvísitalan hækkað um 21,2 pró- sent. Hækkun undanfarinna þriggja mánaða jafngildir um 26,4 prósenta árshækkun en hækkun síðustu sex mánaða jafngildir 13,7 prósenta árs- hækkun. Framfærsluvísitalan er nú 117,2 stig. -gse _ Sex sjómenn í * fangageymslur í Reykjavík Sex sjómenn, sem allir er skip- veijar á einum aðkomubáti í Vest- mannaeyjahöfn, voru íluttir flugleið- is til Reykjavíkur í morgun. Menn- imir eru grunaöir um að hafa brotist inn í tvær verslanir í Vestmannaeyj- um í nótt og aö hafa skemmt bifreiö þar í bæ. —. Skemmdirvoruunnaríverslunun- um og vamingi stolið úr þeim. Menn- imir vom allir drukknir er þeir voru handteknir. Þar sem enginn fangaklefi er í Vest- mannaeyjum þarf að flytja alla fanga flugleiðis til Reykjavikur. Því þarf lögreglan að rannsaka öll mál á tveimur stöðum - í Vestmannaeyjum og í Reykjavík. -sme Atkvæða- greiðslu HÍK lýk- ur á miðvikudag Atkvæðagreiðslu um hvort boða eigi verkfall hjá Hinu íslenska kenn- arafélagi lýkur næsta miövikudag. Atkvæðagreiðsla um sama efni stendur yfir hjá fleiri félögum innan BHMR og lýkur í síðasta lagi laugar- daginn 18. mars. Eitt félag hefur þeg- ar boðaö verkfall frá og með 6. apríl hafi samningar ekki tekist en það er Félag íslenskra fræða. S.dór Liftx^ggingar ili _ ALÞJÓÐ^. TJFraYGGINGARFELAGIÐ HF. I.ÁGMÚLI 5 - REYKJAVlK Þaö var einkum tvennt sem réö úrslitum ura að fulltrúaráðsfundur Kennarasambandsins ákvað aö fara ekki út í atkvæðagreiðslu um verkfaJlsboðun. í fyrsta lagi var mikiil meiriWuti stjómar sam- bandsins á móti því, þar á meðal formaður og varaforraaður. í öðru lagj, og það var þyngra á metaskál- unum, vom kennarar utan af landi algeriega andvígir því að fara út í verkfailsaðgerðir. Þeir bentu á að víðast hvar væri nú eitthvert at- vinnuleysi. Kennarar væru eina fólkið sem hefði fasta vinnu og aukavinnu. Þaö skyti skökku við að þeir yröu fyrstir til að boða til verkfalls. Flestir þeirra sem vildu haröar aðgeröir voru úr Reykjavík. í þeira raiklu og ítarlegu uraræð- ura, sem frara fóru á fundinura, sera stóð í 9 klukkustundir, voru vilja fara í verkfallsaögerðir. Þegar svo atkvæðagreiöslan fór fram greiddi enginn atkvæði gegn tiilög- unni um að efna ekki til atkvæða- greiðslu um verkfallsboðun en nokkrir sátu hjá. Þeir Páll Halldórsson, formaður BHMR, og Ögmundur Jónasson, forraaður BSRB, voru saramáia um að þessi niðurstaða Kennarasam- bandsins myndi litlu breyta ura ákvörðun annarra félaga um hvort þau boðuðu verkfall eða ekki. Ög- mundur benti á að þaö gerði sér enginn leik að því aö fara í verk- fall. Það væri nauðvöm launþega- félaga og hann sagðist ekki efa að tii þeirrar nauðvamar yrði gripið ef launþegahreyflngunni yrði ýtt útíátök. S.dór - sjá einnig Us 4. * ■ : ■ Skálaö fyrir samstarfi á ný. Páll Þorsteinsson, útvarpsstjóri Bylgjunnar, og Þorgeir Astvaldsson, útvarpsstjóri Stjörnunnar, hófu fyrst samstarf á Rikisútvarpinu fyrir rúmum tíu árum. DV-mynd GVA Bylgjan og Stjaman: Við verðum stærstir - segir Jón Ólafsson „Samkeppnin hlaut að enda með sameiningu því við vorum eiginlega að kroppa augun hvor úr öðrum meðan aö Ríkisútvarpið dafnaði," sagði Þorgeir Ástvaldsson, einn af fimm eigendum Stjömunnar, í sam- tali við DV. Stöðvarnar senda enn út hvor á sinni rásinni en frá og með deginum í dag er samlestur á auglýsingum og fréttum. Að sögn Jóns Ólafssonar, stærsta hluthafa íslenska útvarps- félagsins, verður aðalfundur nýs fé- lags í vikulok. Verða þá teknar ákvarðaiúr um stjórn, framkvæmda- stjóra og útvarpsstjóra. Tíminn fram að því verður notaður til að gera upp hvort félag um sig. „Það er ljóst að starfsmönnum verður fækkað enda er takmarkið að draga úr útgjöldum um 45%. Við stefnum að því að verða öflugasti útvarpsmiðillinn og sam- einaðir náum við til 60% hlustenda." Að sögn Jóns gekk sameiningin fljótt og vel fyrir sig þegar menn sett- ust niður í alvöm. Hluthafar Bylgj- unnar em 165 talsins og er Jón Ólafs- son með mest hlutafé. Stjömumenn em aðeins 5 og þar hefur hver maður haft jafnan atkvæðisrétt. „Sameiningin er á algjörum jafn- ræðisgrundvelli og því er ekki hætta á að við Stjömumenn fómm halloka vegna mannfæðar," sagði Þorgeir. „Við höfum öll starfað meira og minna saman í gegnum árin og þekkjumst því vel.“ -JJ LOKI Þá verður Stjörnublik á Bylgjunni! Veðrið á morgun: Frost á öllu landinu Á morgun verður norðaustan- átt á öllu landinu, víðast kaldi eða stinningskaldi. É1 verða norðan- lands en þurrt syðra. Hitinn verð- ur alls staðar undir frostmarki, 2-5 stig. Dautt fé finnst eftir góubylinn Sigiún Bjöigvinadóttir, DV, Egilastöðum; Enn finnst fé á afréttum þegar bændur fara um fjöll og heiðar að leita eftirlegukinda. Snjóleysið í vet- ur fram í góubyrjun gerði það að verkum að erfitt var að komast um heiðar á vélsleðum, enda fé sem fannst fyrir þann tíma vel á sig kom- ið flest. Þó eru undantekningar þar á. Bændur í Fljótsdal fundu nokkrar kindur eftir bylinn í góubyrjun. Vom sumar allsprækar, sumar að dauða komnar og sumar dauðar. Ein drapst í sama mund og komið var að henni, enda ekki nema skinn og bein.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.