Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1989, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1989, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1989. SPENNANDINÁMSKEIÐ um einstæða náttúrulega tækni. Dr. Anna Edström, lífefnafræðingur frá Bretlandi, heldur á næstu mánuðum námskeið í Aromatherapy, sem er sérstakt þrýstipunktanudd með náttúrulegum olíum. Námskeið fyrir fyrsta hóp hófst í síðasta mán- uði og vakti óskipta athygli og áhuga þeirra sem þátt tóku. Athugið. Aðeins 4 sæti laus á síðara nám- skeiðið sem haldið verður eina helgi í mánuði allt til áramóta. Allar frekari upplýsingar veittar á skrifstofu Ambrosíu í dag í síma (91 )680630. V6RSU1N SeCD Tökum í umboðssölutil dæmis. Húsgögn,Ijósritunarvélar,tölvur og annað þess háttar. Sem sagt allt fyrir skrifstofuna Sækjum á staðinn. 627763 KI.9.30-18.00 VÍSINDASTYRKIR ATLANTSHAFSBANDALAGSINS 1989 Atlantshafsbandalagið leggur árlega fé af mörkum til að styrkja unga vísindamenn til rannsókna eða framhaldsnáms erlendis. Fjárhæð sú, er á þessu ári hefur komið í hlut íslendinga í framangreindu skyni, nemur um 3 milljónum ísl. kr. og mun henni varið til að styrkja menn til rannsókna eða námsdvalar við erlendar vísindastofnanir í aðildarríkjum Atlantshafs- bandalagsins á einhverjum eftirtalinna sviða: náttúru- vísindum, líf- og læknisfræði, félagsvísindum og verkfræði. Umsóknum um^jstyrki at)fé þessu - „Nato Science Fellowships" - skal komið til Vísindaráðs, Bárugötu 3, 101 Reykjavík, fyrir 15. júní nk. Fylgja skulu stað- fest afrit prófskírteina og meðmæla, svo og upplýs- ingar um starfsferil og ritverkaskrá. Þá skal tekið fram hvers konar rannsóknir eða framhaldsnám umsækj- andi ætli að stunda, við hvaða stofnun hann hyggst dvelja, svo og skal greina ráðgerðan dvalartíma.- Umsóknareyðublöð fást hjá Vísindaráði. Afgreiðslu- tími þar er kl. 10-12 og kl. 14-16 daglega. Nauðungaruppboð á lausafjármunum Eftir kröfu skattheimtu ríkissjóös í Kópiavogi, skiptaréttar Kópavogs, bæjar- sjóðs Kópavogs, Gjaldheimtunnar i Reykjavík, ýmissa lögmanna og stofn- ana fer fram opinbert uppboð á bifreiðum og ýmsum lausafjármunum að Hamraborg 3, norðan við hús, kjallara, laugardaginn 20. maí og hefst það kl. 13.30. 1) Samkvæmt beiðni skiptaréttar Kópavogs verður seld kranabifreiðin V- 17667, Ling Belt Speeder, árg. 1974. 2) Jafnframt verða seldar eftirgreindar bifreiöar: X-5617, Mercedes Benz LPS 1632, vörubifreiö, árg. 1974 Y-16984, Fiat Uno, árg. 1987 Y-3596, Nissan Laurel, árg. 1985 Y-17132, Range Rover, árg. 1979 R-35298, Lada, árg. 1982 Y-13233, Fiat 127 V-366, Galant árg. 1983 R-51239, Suzuki, árg. 1983 3) Einnig hefur verið krafist sölu á eftirgreindum bifreiðum: Y-913, Y-1817, Y-4041, Y-5676, Y-6226, Y-9578, Y-11117, Y- 16130, Y-16984, Y-17409, Y-18484, R-37154, R-48393, R-51239, R-54902, R-55670, R-55803, R-66266, R-73715, G-18198, G- 22296, Þ-2559, R-38512, Y-14885 4) Eftirgreint lausafé verður væntanlega selt: Hljómflutningstæki, Akai myndbandstæki, Kalman lyftari, Honda há- þrýstivél og háþrýstiþvottavél, Ishida tölvuvog, Arc tölva, Quantet Syst- em 23 tölva og segulbandsstöð ásamt 6 skjáum og Aakerman belta- grafa o.fl. Greiðsla við hamarshögg Bæjarfógetinn í Kópavogi Opinbert uppboð Að beiðni lögreglunnar I Kópavogi verða ýmsir óskilamunir, aðallega reiö- hjól, seldir á opinberu uppboði sem haldiö verður aö Hamraborg 3, kjallar- a, norðan við hús, laugardaginn 20. mai 1989 og hefst það kl. 13.50. Greiösla við hamarshögg Bæjarfógetinn i Kópavogi Fréttir Eftir sex vikna verkfall og margra mánaða kjaradeilu innsigla Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra og Wincie Jóhannsdóttir, formaður Hins islenska kennarafélags, samning sem gildir til fimm ára. Páll Halidórsson, formaður Bandalags háskólamanna hjá rfkinu, les samninginn betur á meðan. DV-mynd KAE Laun kennara eftir samningana: 19,8 prósent hækk- un á fyrsta árínu - auk þess ýmsar sporslur og þær hækkanir sem aðrir kunna að semja um Venjulegur menntaskólakennari í Hinu íslenska kennarafélagi getur á næstu tólf mánuðum fengið um 227 ^þúsund^krónum meira útborgað fyr- ir dagvinnu en hann hefði annars fengið samkvæmt eldri samningum. Það jafngildir um 29,4 prósent launa- hækkun á mánuði. Dagvinnulaun venjulegs kennara munu verða um 19,8 prósent hærri á sama tíma á næsta ári en þau voru fyrir verkfall. Vegna samninga um tvöfalt kaup í sumar ef kennsla eða próf fara fram verður kennarinn búinn aö fá tekju- tap sitt vegna verkfallsins endur- greitt í sumar. Hann fær hluta af því greitt strax þar sem sumar hækkan- imar eru afturvirkar og eins vegna sérstakra verkfallsbóta sem ríkis- sjóöur greiöir. Þetta eru dæmi um þær hækkanir sem samningur ríkisins viö háskóla- menn hefur í för með sér. • Ríkið bætir upp tekjutap vegna verkfalls Við skulum taka dæmi af ákveðn- um manni: 45 ára menntaskólakenn- ara með BA-próf í sagnfræöi, próf í kennslu- og uppeldisfræöum og við- bótamám sem metiö er á 20 stig. Fyrir verkfall hafði þessi maður 64.365 þúsund krónur á mánuði fyrir Óagvinnu. Hann var í verkfalli í 42- daga. Hann tapaöi því um 88.877 krónum á verkfallinu. Þegar hann kom aftur til vinnu í morgun á hann inni laun hjá ríkinu af tveimur ástæðum. í fyrsta lagi haföi hann hækkaö um einn launa- flokk vegna viðbótamámsins og tók sú hækkun gildi þann 1. mars síðast- liðinn samkvæmt samningunum. Laun hans fyrir mars og fram að verkfalli 6. apríl vom því ekki 64.365 heldur 66.296. Hann á því inni hjá ríkinu um 2.265 krónur vegna vinnu fyrir verkfall. Auk þess fær hann um 20 þúsund krónur í einhvers konar verkfallsbætur sem samiö var um. Þetta er bundiö því aö Hið íslenska kennarafélag láti alla félagsmenn sína njóta þessara bóta jafnt. Hreint tap hans af verkfallinu varö því 66.613 krónur. 8,6 prósent hækkun á fyrsta degi Þegar kennarinn kom til vinnu í morgun höföu laun hans einnig hækkaö vegna hækkunar sem tók gildi 1. maí. Þau em í dag 69.887. Fréttaljós Gunnar Smári Egilsson Laun kennarans hafa þvi hækkaö um 5.522 krónur frá því fyrir verk- fall; annars vegar vegna hækkunar upp um einn launaflokk og hins veg- ar vegna almennrar hækkunar 1. maí. Þetta jafngildir um 8,6 prósent hækkun. 1. júní fær kennarinn síöan greidd- ar 6.500 krónur í orlofsuppbót. 1. júlí hækkar kennarinn um eitt þrep í launataxta Bandalags háskóla- manna þar sem hann er eldri en 40 ára. Laun hans em þá orðin 72.682 krónur. Það er 4 prósent hækkun frá mánuöinum á undan og 12,9 prósent hærri laun en fyrir verkfall. Tvöföld laun vegna kennslu í sumar Vegna verkfallsins er síöan ákveö- iö að kennsla og próf fari fram í ágúst í þeim skóla sem kennarinn vinnur viö. Vegna samninganna fær kenn- arinn sérstaklega borgaö fyrir vinnu sem er utan viö venjubundna sumar- vinnu. Hann fær því aukalega borg- uð ein mánaðarlaun eða 72.682 krón- ur. Þá hefur hann fengiö um 107 þús- imd krónur eftir verkfall umfram þaö sem fyrri samningar kváðu á um. Honum hefur því tekist aö vinna upp tapiö af verkfallinu og gott betur án þess aö nokkurt tLUit hafi veriö tekið til yflrvinnu. Laun kennarans hækka síöan um 1,5 prósent 1. september og 1. nóv- ember. Þá er kennarinn kominn með um 74.879 krónur í mánaðarlaun. Það em 9.990 krónum hærri laun en fyrir verkfaU eða um 15,5 prósent. í desember fær kennarinn 21.809 krónur í desembemppbót. Það er 4.515 krónum hærra en í fyrra. 19,8 prósent hækkun á einu ári Laun kennarans hækka síöan aftur um 1,5 prósent 1. janúar og 1. maí. Eftir það era launin komin í 77.142 krónur. Þaö er 12.777 krónum hærra en fyrir verkfall. Laun kennarans hafa því hækkað um 19,8 prósent á þessum tólf mánuöum. Þegar allar hækkanir kennarans; bæöi áfangahækkanir, launaflokka- og þrepahækkanir og kaupaukar, em teknar saman á tólf mánaða tímabili frá næstu mánaðamótum fær þessi kennari rúnjjega 132gþúsi und krónum meira á þessu tímabili en samkvæmt eldri samningi. Það jafngildir um 17,1 prósent hækkun yfir tímabiliö. Ef tekið er tíllit til verkfallsbótanna og afturvirkrar hækkunar um launaflokka er hækk- unin 20 prósent. Ef aukaborgunin vegna vinnu í ágúst er einnig tekin með fær kennarinn 29,4 prósent hærri laun á þessu tólf mánaöa tíma- bili en hann heföi fengið samkvæmt eldri samningum. Trygging gegn hækkunum annarra Samkvæmt samningi háskóla- manna og ríkisins munu háskóla- menn fá þær hækkanir sem verða á launatöxtum þeirra verkalýðsfélaga sem hafa samiö til styttri tíma en háskólamennimir. Frá lokum nóv- ember í haust geta háskólamenn krafist hækkana ef samningar Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Alþýðusambandsins, Far- manna- og fiskimannasambandsins eða Sambands íslenskra banka- manna fela í sér meiri hækkun en sem nemur janúar- og maíhækkun háskólamanna. Samræming viö laun á almennum markaði Næsta sumar er síöan gert ráð fyr- ir aö fyrstí áfanginn af endurmatí á launum háskólamanna í vinnu hjá ríkinu komi til framkvæmda. Ef samanburður á kjömm þeirra og fólks meö sambærilega menntun á almennum vinnumarkaði leiöir í ljós aö opinberir starfsmenn liafi verri kjör á að hækka laun þeirra í áfóng- um. Inn í þessa athugun er ætlunin aö taka öll laun, yfirborganir, ómælda yfirvinnu, vinnuframlag, lífeyris- réttindi og önnur hlunnindi. Af þessum atriðum er hætt við aö lífeyrisréttindi hækki kjör opinberra starfsmanna umtalsvert. Þeir greiöa ekki iðgjöld nema af dagvinnulaun- um og ekki nema í 30 ár. Eftir sem áður njóta þeir betri lífeyrisgreiöslna úr sjóði starfsmanna ríkisins en starfsmenn á almennum markaöi njóta. Talið hefur veriö aö lífeyris- réttindi opinberra starfsmanna hækki raunveruleg laun þeirra um allt að 15 prósent.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.