Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1989, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1989, Qupperneq 7
FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1989. 7 Fréttir Skolplagnir gefa sig víöa í eldri borgarhverfum Reykjavikur: Eins og rotþrær undir kjöllurum Vandkvæöi steðja nú að víða í eldri borgarhverfum í Reykjavík vegna skolpleiðslna sem eru að gefa sig. Að sögn pípulagningamanns, sem DV hefiir rætt við, er nú svo komið í gamla vesturbænum og í Hlíðunum að skolpleiðslur hafa víða lent í sund- ur og skolp safnast saman undir húsum, þannig að grunnurinn er orðinn eins og rotþró. Segir heim- ildamaður DV að oft hljótist af stór- tjón og í sumum tilvikum koma „gallar“ þessir á húsnæðinu í ljós skömmu eftir að það hefur verið selt og nýir eigendur verða að taka tjónið á sig. Ásmundur Reykdal meindýraeyðir sagði í viðtali við DV að vissulega kannaðist hann við vandamál af þessu tagi. „Ég vil ekki nefna nein hverfi,“ sagði Ásmundur, „enda væri slíkt ekki rétt gagnvart eigendum hús- næðis í þeim. Þama er þó 'um að ræða eldri hverfi, yfirleitt hús sem byggð voru um eða fyrir 1940. í flest- um tilvikum, þar sem vart verður við rottugang, hafa leiðslur reynst bilaðar. Steinrörin, sem notuð voru í skolplagnir hér áður, morkna með árunum og verða léleg. Þau hafa stundum gengið í sundur við jarðsig eða í jarðskjálftum. Jafnframt rottugangi tengist þetta líka húsmaurnum. Vegna þessara bilana í skolplögnum hafa skapast skilyrði fyrir hann þar en ísland er eina landið þar sem vitað er til að svo hagi til. Það er athyglisvert mál út af fyrir sig.“ -HV Festist í flakinu en slapp lítt meiddur Vörabíl var ekið í veg fyrir fram- byggðan sendibíl á mótum nýju Reykjanesbrautar og gömlu Reykja- nesbrautarinnar, sem nú heitir Hafnaríj arðarvegur, í fyrradag. Öku- maður sendibílsins festist í bílnum og var óttast að hann væri mikið slasaður. Eftir að búið var að rífa bílinn sté ökumaðurinn út og reyndist til muna minna slasaður en haldið var í fyrstu. Hann var fingurbrotinn. Sendibíllinn er gjörónýtur. -sme TIL SÖLU EÐA LEIGU STRAX Á besta stað í miðbæ Akureyrar verslunar- og skrif- stofuhúsnæði, 1. og 2. hæð, 143 m2 grunnflötur hvor, nýlega standsett, upphituð gangstétt, næg bif- reiðastæði. Einstakt tækifæri sem stendur stutt. Uppl. í síma 96-27877 um helgina og eftir kl. 17 virka daga. PALLETTUTJAKKAR _ 2.5 tonn Tvöföld hjól • 1120 mm gafflar Verð kr. 37.500,- Pallar bf. VINNUPALLAR - STIGAR - VÉLAR - VERKFÆRI DALVEGI 16, FlFUHVAMMI, KÓPAVOGI, SlMAR 641020 OG 42322 ökumaður var fastur i bilnum og óttast var að hann væri alvarlega slasað- ur. Svo reyndist sem betur ter ekki vera. DV-mynd S Tekist á um lottópeningana Hart er nú deilt innan íþrótta- hreyfingarinnar vegna lottópeninga. Um síðustu helgi lá við byltingu inn- an ÍSÍ og búist er við hörðum átökum á þingi Handknattleikssambandsins í Vestmannaeyjum en það hefst í dag. Deilumar innan íþróttahreyfingar- innar eru tvíþættar. Annars vegar ríkir mikil óánægja með þann kostnað sem er af rekstri lottósins, einkum með greiðslur sem fara úr landi til aðilanna sem lottó- vélamar eru keyptar frá. Hins vegar eru mörg íþróttafélag- anna óánægð með skiptingu lottó- peninganna og þykir lítið af þeim koma í sinn hlut. Talsmenn þess að félögin fái meira í sinn hlut benda á aö á síöasta þingi HSÍ hafi verið ákveðið að falla frá kröfu um skiptingu lottópeninganna vegna hótana stjórnar sambandsins um að segja af sér. Þá hafi þótt rétt að halda friðinn vegna ólympíuleik- anna en nú sé sjálfsagt að láta sverfa til stáls. -HV Jón Hjaltalin Magnússon: Minnihlutaskoðun sem á sér ekki „Ég held að þama sé um minni- hlutaskoðun að ræða og að hún eigi sér ekki almennan hljómgmnn," sagði Jón Hjaltalín Magnússon, for- maður HSÍ, í viðtali við DV. „Ég veit að íþróttafélögin em mörg illa stæð fiárhagslega en peningarnir úr lottóinu verða ekki að miklu gagni ef þeim er skipt. Við verðum aö muna að það em um fiömtíu félög í HSÍ. Á síðasta starfsári fékk sambandið um hljómgrunn hálfa fimmtu milljón í sinn hlut úr lottóinu þannig að hvert félag hefði fengið um níu þúsund krónur á mán- uði ef öllu hefði verið skipt milli þeirra. Ég veit það eru tveir eða þrír aðilar sem hafa sérstakar hugmyndir um uppbyggingu hreyfingarinnar. Ég hef hins vegar ekki trú á að þar sé um langtímasjónarmið aö ræða.“ -HV ekki lengur NÝ FLÍKFRÁ LUHTA ER SVARIÐ! Sendum i póstkröfu »hufflmél SPORTBÚÐIN Eiðistorgi 11,2. hæð Seltj., sími 611055 Ármúla 40, Rvík, sími 83555/83655

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.