Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1989, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1989, Síða 11
FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1989. 11 Útlönd Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs, er vongóð um samstarf EFTA og EB. Noregur ekki í EB „EFTA er komið til að vera,“ sagði Gro Harlem Brundtland, forsætis- ráðherra Noregs, á fundi með frétta- mönnum í Brussel í gær, að loknum viðræðum við Jacques Delors, fram- kvæmdastjóra Evrópubandalagsins, EB. Noregur er nú í forystu fyrir EFTA og var Brundtland í Brussel til að ræða við fulltrúa Evrópu- bandalagsins um samstarf þess og EFTA. Kvaðst hún vera ánægð með þróunina þótt enn væri of snemmt að tala um árangur. Brundtland sagði að Norðmenn ________it_________________ ~tr Uppreisnin Uppreisnin í Eþíópíu virðist nú hafa verið brotin á bak aftur af her- mönnum hhðhollum Mengistu for- seta. Varnarmálaráðherra landsins, sem neitaði að taka þátt í byltingar- tilrauninni, var skotinn til bana af uppreisnarhermönnum áður en stjórnarhermenn náðu aftur yfirráð- um í höfuðborginni, Addis Ababa. í ávarpi til þjóðarinnar í gær hrós- aði Mengistu stjómarhermönnum sem skutu til bana foringja uppreisn- armanna í Asmara, höfuðborg hér- aðsins Erítreu. Uppreisnartilraunin er sú fyrsta myndu ekki sækja um aðild að Evr- ópubandalaginu á næsta kjörtímabih hvernig svo sem úrshtin yrðu í þing- kosningum í Noregi í haust. Varðandi væntanlega umsókn Austurríkis í sumar um aðild að bandalaginu sagði forsætisráðherr- ann að Austurríkismenn gerðu sér fyllhega grein fyrir að það hðu mörg ár áður en búið yrði að afgreiða umsóknina að fullu og þangað th yrði Austurríki áfram aðhi að EFTA. Ritzau bæld niður sem vitað er um að hafi verið gerð gegn Mengistu. Hann tók við völdum í Eþíópíu 1977, þremur árum eftir að herinn steypti HaUe Selassie keisara af stóli. Stjórnarerindrekar í Nairobi í Kenýa segja að örsök byltingartU- raunarinnar sé líklega óánægja sumra herdeilda með borgarastyrj- öldina í Erítreu og Tigray. Skæruhð- ar, sem berjast fyrir sjálfstæði þess- ara héraða, hafa undanfarna sautján mánuði verið sigursælir í átökunum við stjórnarhermenn. Reuter Mitterrand tekur afstöðu Francois Mitterrand Frakklands- forseti tók í gær afstöðu með stefnu Bandaríkjamanna og Breta í deil- unni um framtíð skammdrægra kjarnorkuflauga í Evrópu. Forsetinn sagði á blaðamannafundi í gær að viðræður Atlantshafsbandalagsins og Sovétríkjanna um fækkun eða útrýmingu skammdrægra kjarn- orkufiauga í Evrópu, svoköhuð þriðja núll-lausn, væru ótímabærar. Vestur-þýsk stjórnvöld hafa farið fram á að viðræðurnar hefjist hið fyrsta en Bretar og Bandaríkjamenn eru því mótfallnir þar tU niðurstöður viðræðna, sem fram fara í Vínar- borg, um hefðbundin vopn, lægju fyrir. En forsetinn veitti einnig ná- grannaríki sínu,. Vestur-Þýskalandi, stuðning og kvaðst telja endurnýjun Lance-flauga Bandaríkjamanna, sem staðsettar eru í V-Þýskalandi, óþarfa enn sem komið er. Mitterrand mun fara í opinbera heimsókn tU Bandaríkjanna á laug- ardag og vonast margir tU að hann muni leita sátta milh Bush Banda- ríkjaforseta og Kohls, kanslara V- Þýskalands, í þessari deilu innan NATO. Reuter Mitterrand Frakklandsforseti kvaðst í gaer styðja afstöðu Breta og Banda- ríkjamanna í deilunni um framtíðskammdrægra kjarnorkuflauga í Evrópu Simamynd Reuter Handtökur vegna sprengjutilræða Sænska lögreglan handtók í gær fimmtán manns af arabískum upp- runa sem grunaðir eru um aðUd að sprengjuárásunum á bænahús gyð- inga og skrifstofu bandarísks flugfé- lags í Kaupmannahöfn 1985. Voru mennimir, sem handteknir voru víðs vegar um Svíþjóð, fluttir tU yfir- heyrslu í Stokkhólmi. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni hafa margir hinna hand- teknu verið í tengslum við palest- ínsku samtökin PFLP sem banda- ríska leyniþjónustan telur að geti hafa verið á bak við sprengjutilræðið yfir Skotlandi í desember síðasthðn- um. Tvö hundruð og sjötíu manns fórust er farþegaþota frá Pan Amer- ican flugfélaginu sprakk qg hrapaði til jarðar. í sprengjutUræðunum í Kaup- mannahöfn 1985 beið einn maður bana og tuttugu. og sjö særðust. Sprengjurnar tvær sprungu nær samstundis. Þriðja sprengjan fannst í ferðatösku sem maður sást kasta í skurð. Maðurinn sást seinna fara um borð í ferju til Svíþjóðar. í fyrrasumar fann sænska lögregl- an mikið magn vopna og sprengiefna nálægt Arlanda flugvelhnum við Stokkhólm og eru samtök hryðju- verkamannsins Abu Nidals sett í samband við vopnabúrið. Einn af æöstu foringjum Nidals, Khadar Samir Mohammed, er sagður hafa búið í Svíþjóð í nokkur ár undir fölsku nafni ásamt finnskri eigin- konu sinni. Mohammed er grunaður um aó hafa leitt árásina á gríska far- þegaferju í fyrrasumar með þeim af- leiðingum að niu manns biðu bana. Síðustu fréttir herma að fjórtán af hinum fimmtán handteknu hafi ver- ið sleppt í morgun. Reuter og TT Nakasone ber vitni í Recruit-málinu Yasuhiro Nakasone, fyrrum for- sætisráðiierra Japans, mun bera vitni við þingyfirheyrslur varðandi Recrait-hneykslið en það hefur leitt til afsagnar Takeshita núverandi for- sætisráðherra. Þingyfirheyrslurnar yfir Nakasone hefjast 25. maí nk. Nakasone mun svara spurningum þingmanna neðri deildar en hefur harðneitað kröfum stjórnarandstöð- unnar um að svara spurningum þingmanna efri deildar. Hann hafði áður neitað að bera vitni í þessu máli sem er eitt versta hneyksli í sögu Japans síðan eftir seinni heimsstyrjöld. Þrettán hafa verið handteknir vegna þessa máls. Reuter ★ STÆRRI OG RÚMBETRI ★ STÆRRI HJÓL ★ HÆRRA UNDIR LÆGSTA PUNKT ★ FALLEGRI INNRÉTTING ★ NÝTT ÚTUT ★ NÝJAR LÍNUR Síðasta sendíng uppseld, tryggið ykkur bíl úr næstu sendingu Opið laugardag og sunnudag kl. 14-17 Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2, sími 674000 ósa/5slA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.