Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1989, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1989, Blaðsíða 28
36 FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1989. Andlát Halldór Oddur Árnason frá Sóleyjar- tungu andaðist á Sjúkrahúsi Akra- ness funmtudaginn 18. maí. Petrína Friðbjörnsdóttir frá Siglu- firði, Skipasundi 35, andaðist á Hrafnistu 18. maí. Gunnar Nielsen, Tjarnargötu lOc, andaðist í Borgarspítalanum 18. mai Jarðarfarir Jónína Ólafsdóttir verður jarðsungin frá Hvammstangakirkju laugardag- inn 20. maí kl. 14. Geirmundur Valtýsson, áður bóndi að Seli í Austur-Landeyjum, til heim- ihs að Ljósheimum 11, Reykjavík, verður jarðsettur frá Voðmúiastaða- kapellu laugardaginn 20. maí kl. 14. Helgi Bergvinsson, Miðstræti 25, Vestmannaeyjum, verður jarðsung- inn frá Landakirkju laugardaginn 20. maí kl. 11. Erla Hjördís Ólafsdóttir, Baðsvöllum 19, Grindavík, sem lést í Landspítal- anum þann 12. maí, verður jarðsung- in frá Grindavíkurkirkju laugardag- inn 20. maí kl. 13.30. Theodór A. Jónsson lést 7. maí sl. Hann fæddist á Stað í Staðardal, Steingrímsfirði, 28. júní 1939. For- ^eldrar hans voru hjónin Helga Tóm- ”asdóttir og Jón Sæmundsson. Theod- ór lauk prófi frá Samvinnuskólanum á Bifröst áriö 1961. Að prófi loknu hóf hann störf hjá Tryggingastofnun ríkisins og vann þar í lífeyrisdeild allt til þess að hann tók við starfi sem forstöðumaður Vinnu- og dvalar- heimilis Sjáifsbjargar áriö 1973. Því starfi gegndi hann til dauðadags. Eft- irlifandi eiginkona hans er Elísabet Jónsdóttir. Elísabet á tvö böm sem Theodór gekk í fóðurstað. Útfór hans verður gerð frá Haligrímskirkju í dag kl. 13.30. Oddný V. Guðjónsdóttir lést 13. maí sl. Hún var fædd 19. ágúst 1902. For- eldrar hennar vom hjónin Guðjón Jónsson og Kristín Jónsdóttir. Oddný giftist Stefáni Hilmarssyni en hann lést árið 1941. Þau hjónin eign- uðust fjögur böm. Útfór Oddnýjar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 15. Tilkyimingar Grandi hf. hlaut verðlaunaskjöld Coldwater fyrir gæðaframleiðslu Nú nýverið hlaut Grandi hf. verðlauna- skjöld Coldwater Seafood Corporation, dótturfyrirtækis Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna í Bandaríkjunum, fyrir hágæðaframleiðslu fiskafurða. Cold- water veitir árlega þessi eftirsóttu gæða- verðlaun, en auk þess eru veittar nokkr- ar viðurkenningar til fleiri SH-húsa fyrir gæðaframleiðslu.. Þetta er í fyrsta sinn sem Grandi hf. fær verðlaunaskjöldinn, en hefur áður hlotiö viðurkenningar Coldwaters. Skjöldurinn var formlega afhentur af Magnúsi Gústafssyni for- stjóra og Páli Péturssyni, gæðastjóra Coldwaters, að viðstöddum starfsmönn- um Granda hf. Hljómsveitin Stjórnin á Benidorm í sumar Hljómsveitin Stjómin ásamt Siggu Bein- teins fer með Ferðaskrifstofu Reykjavík- ur í sumar til Benidorm og mun skemmta farþegum ferðaskrifstofunnar þar. Grét- ar og Sigga munu ásamt hljómsveitinni halda uppi sólarstuði eins og það gerist best og mun landslagið 1989 „Við eigum samleið" hljóma á þeim diskótekum og skemmtistöðum sem farþegar Ferða- skrifstofu Reykjavikur skemmta sér á. miAG Eumi BORGARA FRÁ FÉLAGI ELDRI BORGARA Félag eldri borgara í Reykjavík heldur bingó í Tónabæ fyrir félagsmenn og gesti þeirra laugardaginn 20. maí kl. 15. Meðal margra vinninga er 3ja daga dvöl fyrir tvo á Edduhóteli í sumar Allir velkomnir Fjáröflunarnefnd F.E.B. Smáauglýsing í Helgarblað þarf að berast fyrir kl. 17 föstudag!!! 27022 Meiming The King’s Singers. Konungleg sönglist The King’s Singers, tónleikar i íslensku óperunni á vegum Tónlistarfélagsins fimmtudaginn 18. maí 1989. Það var sannarlega bæði konung- leg sönglist og óborganleg skemmt- an sem meðlimir söngsveitarinnar The King’s Singers buðu íslenskum áheyrendum upp á í gærkvöldi. Fjölhæfni þessa tuttugu ára sext- etts virðast fá takmörk sett. Rætur hinna sex söngvara, tveggja kontratenóra, tenórs, tveggja barítónsöngvara og bassa, hggja í hinum hefðbundna enska kirkjusöng sem er sennilega besti skóli sem nokkur söngvari getur gengið í gegnum en á ferh sínum hafa þeir einnig tileinkað sér öll tæknibrögð nútíma kórsöngs, al- þjóðlega þjóðlagahefð, dægurlög, rakarasöngva og jasssöng. Þeir kóngssöngvarar (sem heita í höfuðið á King’s Cohege, Cam- Tónlist Aðalsteinn Ingólfsson bridge) eru einnig skemmtikraftar í besta skhningi þess orðs, reiðu- búnir að bregða á leik, draga fram inntak söngva bæði með látbragðs- leik og tilheyrandi hljóðeffektum án þess nokkurn tímann að slá af listrænum kröfum. Sjávarsöngvar I gærkvöldi var söngskrá þeirra að mestu helguð hafinu og sjó- mennsku. Fyrst sungu þeir fimm bandarísk þjóðlög, útsett af tenómum Bob Chhcott, færöu sig svo yfir í spænsk sjómannalög frá sextándu öld, gullöld flúrsöngsins, og end- uðu fyrri helming tónleikanna á fremur langdregnu en yndislega sungnu nútímaverki eftir breska tónskáldið Gordon Crosse, sem fjallar um hrakfarir spænska flot- ans árið 1588 er hann hugðist ráð- ast á England. Síðari hluti tónleikanna var einn- ig mikið eymayndi. Söngsveitin byrjaði á sönglaginu um „Sjó- mennina frá Kermor” eftir Saint- Saens og endaði á syrpu með lögum eftir Bítlana, Paul Simon, Duke Elhngton og fleiri, að ógleymdum forleiknum að Rakaranum í Sevhla eftir Rossini. Sönghstin hrein og tær kemur tæplega með að rísa hærra hér á íslandi það sem eftir lifir árs. Rétt og skylt er að þakka greinar- góðar upplýsingar og textaþýðing- ar í söngskrá. -ai 17. júní verður þjóðhátíðardansleikur og skrúðgöngur með Stjóminni sem leika mun fyrir dansi og skemmta gestum. Jórunn Tómasdóttir, sem búið hefur á Benidorm í 11 ár, skipuleggur ferðimar í sumar þangað ásamt Islaugu Aðal- steinsdóttm- framkvæmdastjóra. Næstu feröir til Benidorm verða 31. maí og síðan á þriggja vikna fresti í allt sumar. Ný verslun í Fellabæ Trésmiðja Fljótsdalshéraðs opnaði ný- lega byggingavömverslun í húsi sínu í Fellabæ. Erfiðleikar vom í rekstri fyrir- tækisins sl. vetur og var þá starfsemin endurskipulögð, m.a. var verslunarað- staða flutt og endurbætt. Aðalframleiðsla trésmiðjunnar er timburhús, bæði íbúð- arhús og sumarhús, sem raunar geta verið heilsárshús. Afgreiðslutími á 120 ferm húsi er tvær til þijár vikur og er þá miðað viö fokhelt hús. Sigurjón Bjamason var ráðinn framkvæmdastjóri í vetur. Hann sagði að nú væm allgóðar horfur hjá fyrirtækinu og margar fyrir- spumir um hús fyrirliggjandi. Fram- kvæmdastjóri frá upphafi og þar til í vet- ur var Orri Hrafnkelsson. Sigurjón Bjarnason og Orri Hrafnkelsson við opnun verslunar- innar. DV-mynd Sigrún Kynningardagar hjá Félagsstarfi aldraðra í Kópavogi Nú er senn lokið vetrarstarfi eidri bæj- arbúa í Kópavogi. Mikið hefur verið starfað í klúbbum og á námskeiðum í ýmsum greinum. Má þar nefna t.d. bók- band, keramik, taumálningu, trévinnu, leðurgerð, bibliuleshóp, sönghóp, dans- hóp og leikflmi, sem stunduð er reglulega allan veturinn. Nú stendur fyrir dyrum sérstök kynning á vinnu og vinnubrögð- um frá námskeiðum vetrarins, basar og kafflsala, einnig myndasýning frá starf- inu undanfarin ár. Auk þess verður sér- stök dagskrá á hveijum degi. Fimmtu- dagur 18. maí kl. 14 verður sýningin opn- uð með ávarpi og kórsöng. Kl. 16.30 dans- sýning. Föstudagur 19. maí, kl. 14.30 leik- fimisýning. Laugardagur20. maí, kl. 14.30 kórsöngur aldraðra, kl. 16.30 almennur dans. Aldraðir eru þátttakendur í öllum þessum greinum. Opið verður þessa þijá daga frá kl. 14-17. Sunnudaginn 21. maí lýkur kynningunni með kirkjuferð til Ákraness. Lagt verður af stað kl. 11 ár- degis frá Fannborg 1.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.