Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1989, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1989, Page 32
F R ÉTT AS KOTIÐ 1 ■ A k ▼ jA Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst,óháð dagbiað ' Rif&tjórn - Auglýsingar - Askrift - Dreifing: Stmi 27022 FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1989. Skólaslit: Vandinn mcstur í bekkjakerfinu Kennarar og skólameistarar framhaldsskólanna héldu fund f menntamálaráðuneytinu til að bera saman bækur sínar um skóla- slit í morgun. Nokkrir skólar haía þegarákveð- ið með hvaða hætti þau verða. Próf hefjast í Fjölbrautaskóla Suður- nesja strax eftir helgi og veröur lokiö um mánaðamót. Próf hefiast einnig fljótlega í Fjölbrautaskólan- um í Breiðholti og er búist við að þeim geti verið lokið ura 8. eða 9. júní. Mestu vandkvæðin varðandi skólaslit munu vera í þeim skólum sem byggja á bekkjakerfinu. Þar er prófaö í mun fleiri fögum og eins eru stúdentsefnin prófuð úr náms- efni síðastliðinna fjögurra ára. Á morgun verður Félag fram- haldsskólanemenda með fund i Verslunarskólanum þar sera ætl- unin er að nemendur stilli saman strengi sína. Mjög skiptar skoðanir eru meðal nemenda um með hvaöa hætti best er aö haga skólaslitum Sumir viija hespa þeim af til að komast til vinnu. Aðrir \dlja halda áíram í þeirri vinnu sem þeir hafa þegar fengið en hætta snemma í haust til þess að taka prófin. Enn aðrir eru hræddir við fall og vilja því fórna sumaratvinnunni til þess að fá einhveija kennslu. „Þaö hlýtur að vera eðlOegt að við gerð prófa veröi tekið tillit til þess aö nemendur hafa veriö frá námi í sex vikur,“ sagði Magnús Ámi Magnússon, formaður Félags frarahaldsskólanemenda, í morg- un. Magnús sagði nemendur Pjöl- brautaskólans í Breiðholti vera til- tölulega ánægöa með hvernig skólaslitum væri háttað. Vandinn væri hins vegar raeiri í skólura með bekkjakerfi. -gse Aftur f skólann. Þessir nemar í Menntaskólanum í Hamrahlíð voru mættir i skólann strax klukkan átta í morgun. DV-mynd Hanna Flugmannadeilan: Samið um Aldísi í nótt Aðalheiður Bjamfreðsdóttir: Ekkert hvikað frá fyrri yfir- ’ lýsingu um laun í verkfalli „Ég gleðst yfir að þessu langa og erfiða verkfalli sé lokið og ég vona að sættir haldi vel. Annað hef ég ekki um þessa kjarasamninga að segja,“ sagði Aðalheiður Bjarnfreðs- dóttir, alþingismaður og fyrrum for- maður Sóknar, í morgun um kjara- samninga háskólamenntaðra ríkis- starfsmanna. - Nú fær hver verkfallsmaður um 20 þúsund krónur í stríðsskaöabætur fyrir að hafa verið í verkfalli. Hvert er álit þitt á því? „Eins og þetta hefur verið lagt fram ^'er verið að greiða laun fyrir vinnu í verkfallinu og bakvaktir og um það hef ég ekkert frekar að segja.“ - Þú hefur áður lýst því yfir að þú sért á móti þvi að fólk fái greidd laun í verkfalli. Er sú afstaða þín breytt? „Ég sagði í upphafi verkfalls að ég væri á móti því að greiða fólki laun í verkfalli. Frá þeirri yfirlýsingu minni hef ég ekkert hvikað," sagði Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir í morg- un. -JGH Akureyri: Verkfallsmönn- um gert að greiða flug- farþega bætur Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Ég er mjög óánægð með þennan dóm og geri fastlega ráð fyrir að hon- um verði áfrýjaö til Hæstaréttar þótt ekki hafi veriö tekin ákvörðun um það,“ segir Jóna Steinbergsdóttir, mJormaður Félags verslunar- og skrif- stofufólks á Akureyri, um dóm sem kveöinn hefur verið upp á Akureyri. í dómnum er félaginu gert aö greiða ungri konu, Sigrúnu Geirs- dóttur, 7.900 krónur auk vaxta og málskostnað að upphæð 70 þúsund krónur vegna þess aö félagsmenn hindruðu Sigrúnu í að komast með flugvél Flugleiða frá Akureyri er verkfall stóð yfir í maí á síðasta ári. Sigrún var með fullgildan miða og engan farangur og taldi sig því ekki þurfa á að halda þjónustu sem félag- ar í Félagi verslunar- og skrifstofu- fólks veita að öllu jöfnu á vellinum. Sigrún geröi ítrekaðar tilraunir til að komast um borö í flugvélina en ^var hindruö í því og kom til nokk- urra stimpinga af því tilefni. Freyr Ófeigsson hjá embætti bæjarfógeta á Akureyri kvað upp dóminn. Samkomulag náðist í nótt í deilu ílugmanna og Flugleiða hf. um þau atriði sem varða flug á nýjum þotum Flugleiða. Fundur í deilu flugmannanna stóð til klukkan fimm í morgun en þá var gert hlé og verður fundi síðan haldið áfram eftir að samninganefndir aðila hafa hvflst. Enn hefur ekki náðst samkomulag um kjarasamning flugmanna og svo var að heyra í morgun að samninga- mál öll væru á fremur viökvæmu stigi. Fufltrúar defluaðila vildu ekkert tjá sig um málið og á tíunda tímanum í morgun stóð Aldís, hin nýja Boeing 737-400 þota Flugleiða, enn óhreyfð í Keflavík. Hugsanlega verður henni ekki flog- ið fyrr en gerð kjarasamnings lýkur, þar sem mögulegt er að samkomu- lagið um flug á nýjum þotum verði gert að hluta heildarsamnings. H V Ekki í anda launajöfnunar - segir Ögmundur Jónasson „Við höfum ekki farið ofan í saum- ana á þessum samningum með tflflti til samanburðar við okkar samn- inga,“ sagði Ögmundur Jónasson, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. Eins og fram kemur í DV í dag hækka laun venjulegs menntaskólakennara um allt að 16 prósent á þessu ári. Almenn hækkun samkvæmt samningum opinberra starfsmanna var hins vegar um 10 til 11 prósent þó hinir allra lægst launuðu heföu hækkað meira í pró- sentum. „Þaö er ljóst að ekki er hægt aö alhæfa um kjarabætur hjá Bandalagi háskólamanna frekar en hægt var hjá okkur þar sem kjarabætumar skiptast nokkuð misjafnlega niöur. En ég vona náttúrlega að háskóla- menn hafi haft árangur af baráttu sinni. Þaö þarf engan að undra að samningar sem gerðir eru eftir sex vikna verkfall séu í einhveiju frá- brugðnir samningum Sem nást við samningaborðið eitt. Það sem mér finnst skipta máli er að almennu launafólki takist að bæta kjör sín og færa launakerfi landsins í átt til jafn- aðar. Hér er mikið verk að vinna á næstunni. Ég verð að játa að sú áhersla sem lögð er á ábyrgð; mennt- unarlega, faglega og íjármálalega, í þessum samningum háskólamanna finnst mér ekki vera í þessum anda. Þvert á móti ætti ábyrgð okkar allra að felast í að skipta verðmætunum sem jafnast, burt séð frá því hvort menn hafi mannaforráð eða menntagráðu," sagði Ögmundur. -gse Láglaunastefna útíveðurogvind - segir Ari Skúlason „Okkar samningur var láglauna- samningur þar sem ætlast var til að þeir lægst launuðu hækkuðu mest. Þessi samningur er hins vegar þver- öfugur. Þeir sem eru með hátt kaup fá miklu fleiri krónur en hinir lág- launuðu. Ef þaö hefur verið stefna hjá okkur og Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja að gera láglaunasamn- inga þá er það farið út í veður og vind,“ sagði Ari Skúlason, hagfræð- ingur Alþýðusambandsins. - Hvaðaáhrifmunuþessirsamning- ar hafa á kjarasamningana um ára- mótin? „Það er alveg ljóst að þeir munu hafa mikil áhrif. Þegar það fólk, sem er með lægra kaup, sér aö þeir sem hafa hærra kaup fá miklu meira þá er þaö réttlætismál að það verði leið- rétt. Samningur eins og þessi getur ekki verið einangrað fyrirbrigði,“ sagði Ari. -gse LOKI Eru flugmenn þá ekki al-sælir? Veðrið á morgun: Hlýnar með skúrum og rigningu Á morgun verður suðlæg átt á landinu, sums staðar nokkuð hvöss. Skúrir verða vestast á landinu en rigning víðast annars staðar, einkum sunnanlands og austan. Fremur hlýtt verður, hit- inn 7-11 stig. BÍIALEIGA v/Flugvallarveg 91-61-44-00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.