Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1989, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1989, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1989. 19 Góð grasflöt er slegin 11 sinnum á sumri! Garöar og groöur Þökur meö fíngeröu grasi i góöum gæðaflokki þarf oft aö sækja langt. DV-mynd S Hvað kosta túnþökur? Garðyrkjumenn mæla með því að grasflöt sé slegin á 7-10 daga fresti. Þumalfingursregla í þessu sambandi hljóðar á þá leið að það á að slá þrisv- ar sinnum í júní, fjórum sinnum í júlí, þrisvar í ágúst og einu sinni í september.' Grasflötin er svo best undirbúin fyrir veturinn sé hún loð- in. Þessi iðja er misjafnlega vinsæl af garðeigendum sjálfum. Margir hreinlega nenna þessu ekki. Aðrir hafa unun af að eyða frítíma sínum í garöinum og nýta hveija stund sem gefst til að gæla við græna htinn. En raunin hefur orðið sú á síðastliðnum árum að æ fleiri láta hanna garða sína með eins takmörkuðu af grasflöt og kosfur er. Sums staðar sjást meira að segja garðar við einbýlishús með alls engri grasflöt - bara hellur, grót- hleðslur, möl og e.t.v. trépallar. Ein- hver gróðurbeð og tijáreitir fylgja þó oftast með því það er að bera í bakkafullan lækinn að sjá gráa litinn bæði á götunum og í görðum. Það er jú alltaf hægt aö sníða sér stakk eftir vexti. Bleyta og ójafnar flatir Varla veröur hjá því komist ein- hvern tíman á sumrinu að slá í rign- ingu eða bleytu. Hins vegar er ekki ráölegt að slá með rafmagnssláttuvél þegar blautt er af hættu við að mótor- inn erfiði og mikiö og brenni yfir. Margar sláttuvélar eru með hæðar- stillingum, sérstaklega bensínvélar. Há staöa á við þegar gras er blautt og þar sem ójöfnur eru í flötinni. Ef grasið er mjög hátt verður að fara í hæstu stöðu og lækka svo niður. Með því móti er jafnvel hægt að jafna yfir- borðið. Sláttuvélar tæta gras misjafnlega mikið. Vélknúnu tækin saxa grasið yfirleitt nokkuð smátt. Margir garð- yrkjumenn eru á því máh að þaö sé óþarfi að raka ef grasiö saxast niður í svörðinn. Best að slá fyrir kvöldmat og fréttir Nágrönnum er sýnd tihitsemi með því aö slá snemma á kvöldin. Að hafa lokið háværustu garðyrkju- störfunum fyrir kvöldmat eða fréttir er góö regla. Þegar grasflöt er slegin skapast nær undantekningalaust hávaði sem gerir bömum erfitt fyrir með svefn. Hér á landi ghda ekki sérstakar reglur varðandi þetta at- riði. í Bretlandi og víðar má hins vegar lögum samkvæmt ekki slá nema á vissum tímum. Verð á túnþökum eru oftast miðað við fermetra. Verðið fer nokkuð eftir því hve langt þökurnar eru sóttar að. Þannig þarf stundum aö keyra 100 km austur fyrir fjah, t.d. nálægt Hehu og Hvolsvelh. Gæðin fara hka eftir þvi hvaðan þökurnar koma. Smágert gras sem er laust við ih- gresi er best að fá. Vallarfossgras sem er á túnum hjá bændum hentar hins vegar hla fyrir garða - það vex of mikið th þess. Nokkur brögð eru að þvi að þökur sem koma frá svæð- um nálægt höfuðborgarsvæöinu séu ekki í háum gæðaflokki. Verð fyrir heimkeyrðar þökur er á bilinu 80-86 krónur. Þá er miðaö við að akstur sé greiddur. Þess ber að gæta að þaö getur verið hlutfahslega dýrara að kaupa færri fermetra held- ur en fleiri. Þannig verður hlutfah akstursins tiltölulega meira. Stærð þakanna er einnig nokkuö misjöfn því tækin sem rist er með vinna ekki með sama hætti. Grasflöt er nokkuð fljót aö gróa sé tyrfingaraðferðin notuð. Sé umgangi haldiö í lágmarki þegar þökurnar eru að vaxa saman er fljótlega hægt að ganga um garðinn. -ÓTT Sláttuvélaviðgerðir: Algengt verð á bilinu 2-7 þúsund krónur Samkvæmt heimhdum DV er al- gengt verð fyrir „létta yfirferð" á sláttuvélum á bilinu 2-4 þúsund krónur. í því verði getur fahst yfir- ferð á blöndungi og tanki, skipt er um olíu, platínur mældar, kerti at- huguð, barkar yfirfamir, hjólabún- aður sthltur eða hnífar brýndir. Á síðastliðnum árum hefur borið á því að fólk komi heldur seint með vélar sína í viðgerð. Th að forðast bið er betra að vera frekar fyrr á ferðinni. Mismunandi er hvort þjónusta er boðin í tímavinnu eða unnið er út frá vissu punktakerfi. Ragnar Aöalsteinsson hjá fyrir- tækinu Amboð segir að viðgerðar- kostnaður geti farið upp í 6-7 þúsund krónur ef eitthvað mikið er að. „Það er algengt að blöndungar stífhst, t.d. vegna sandkoma, einnig þarf að laga th hnifa þegar þeir hafa rekist í steina eða hehur - þá bha svokahað- ir svinghjólskílar í vélunum. Auk þess gerum við oft við hæðarsthling- ar. Ef séð er fram á að kostnaður verði meiri en góðu hófi gegnir þá getur verið jafngott að kaupa nýja vél. Rafmagnsvélar borgar sig oft ekki að gera við. Þær brenna oft yfir vegna þess að þær hafa erfiðað of mikið, t.d. í blautu grasi. Það er mjög vafasamt að ráðast í viðgerðir þegar um shkt er að ræða,“ segir Ragnar. - Geta eigendur með góðu móti brýnt hnífa sjálfir á sláttuvélum? „Vissulega geta menn þetta sjálfir en það veröur að gæta þess að þegar shkt er gert verður helst að jafn- vægisstiha líka. Það er öryggisatriði. Að öðrum kosti er hætta á ójöfnum snúningi. En ég vh benda fólki á að það er nauösynlegt að skipta um ohu einu sinni á ári,“ sagði Ragnar. -ÓTT LATTII ANÆGJUNA TAKA VIÐ AF ERFIDINU í SUMAR! Verið velkomin í Sláttuvélamarkaðinn. Athugið að fyrirtækið er flutt úr Kópavogi í Nútíðina, Faxafeni 14, Skeifunni. Þjónustudeildin okkar er alltaf viöbúin. Hún sér þér fyrir viöhaldsþjónustu, öllum varahlutum, og hvers konar viögerðum. Þjónustudeildin gefur þér góð ráö og sér um aö vélin þín sé alltaf í góöu lagi. Haföu samband. Við sendum þér litmynda- bækling um hæl! G.Á. Pétursson hf. Sláttuvéla- og snjókeðjumarkaðurinn Nútíöinni Faxafeni 14, sími 68 55 80 ZENOAH vélorfin eru hentug viö alla gróöur- snyrtingu, en njóta sín samt best í órækt og annars staðar sem sláttuvélar ná ekki til að vinna vel. Tilvalin við sumarbústaðinn. Það er kjörið fyrir íþrótta- og sveitarfélög að sameinast um WESTWOOD traktor. WESTWOOD eru með aflúrtaki og þess vegna hægt að nýta þá með margvíslegum fylgihlutum, eins og driftengdum grassafnara, o.fl. FLYMO sláttuvélarnar eru frægar fyrir dugnað. Þær standa sig best í brekkum og við erfiðar aðstæð- ur. FLYMO svíkur engan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.