Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1989, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1989, Blaðsíða 2
18 MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1989. BIACK Vönduðu AKRÝL nuddpottarnir frá Kaliforníu Margir litir og margar stærðir. Hjá okkur er innifalið i verðinu allt sem til þarf til notkunar. Fagleg róögjöf við val og niðursetningu. AKRÝL er varanlegt efni sem ekki rispast nó upplitast. Einn af fáum nuddpottum er staðist hafa hitaveituvatnið og islenska veðráttu, án skemmda. Auk þess á lager margs konar útbúnaöur fyrir allar gerðir heimasundlauga og sund- staði. • Komdu við á Grensásvegí 8 og skoðaðu sýningarpotta á staönum. • Fyrirtæki okkar er einn stœrsti aðili í sölu og tengingum á sundlaugum og pottum á íslandi. Sýningarpottar á staðnum í fullum gangi Opið mánudaga til föstudaga frá kl. 8-18, laugardaga frá 10-12. Verið velkomin. K. Auðunsson hf., Grensásvegi 8, Reykjavík. Sími 86088. A. Óskarsson hf. Þverholti, Mosfellssveit. Sími 66600. Garðar og gróður vélin lengst til vinstri gengur fyrir bensíni og er fjórgeng- isvél og kostar um 25 þúsund kr. Næst er rafmagns- sláttuvél - slikar vélar kosta þar 9-13 þúsund krónur. Stærsta vélin er með tvigengisvél og hentar því vel fyr- ir grasflatir með halla. Hún kostar 31.700 og pokinn fylg- ir með. í versluninni kosta orfin frá 3 þúsund kr. Sláttuvélar eru til ýmist með drifi eða án þess. Þessar tegundir fást í Húsasmiðjunni. Fremst á þessari mynd er bensínvél með drifi. Hún hefur 3,5 ha. vél og sláttu- breiddin er 55 cm. Verðið er 28.435 krónur. í miðjunni er einnig bensinvél en án drifs. Sláttubreiddin er 50 cm og verðið 16.310 krónur. Lengst t.h. er svo mosatætari (jarðvegstætari). Hann ætti að henta fyrir þá sem hafa gefist upp á að fjarlægja mosa með ýmsum misheppn- uðum aðferðum. Verðið er 7.600 krónur. Sláttuvél og klippur vinna saman. Þessi bensínvél hefur fjórgengismótor og kostar 14.900 krónur hjá Sölufélagi garðyrkjumanna. Klippurnar, sem bæði er hægt að nota með og án skafts, kosta 3.938 krónur. Stillihnappar eru bæði á klippum og skafti. DV-myndir Hanna Lengst t.h. er sláttuvél með gamla laginu sem þarf að nota handafl við að ýta á undan sér. Verðið er 7.900 krónur. Hinar tvær sláttuvélarnar ganga fyrir rafmagni. Sú sem er fyrir miðju er á hjólum, með safnara, hefur 30 cm sláttubreidd og kostar 15.900 krónur. Vélin lengst t.v. er án hjóla og kostar 14.900 kr. Hún hefur einnig 30 cm sláttubreidd. Orfið er 350 vatta og hentar fyrir alla snyrtingu á grasi. Verðið er 6.500 kr. Vörurnar fást hjá G.Á. Péturssyni í Faxafeni 6. Þar fást einnig tvígeng- isvélar (vinna vel i halla) með 47 cm sláttubreidd. Þær kosta 32.900 kr. Auk þess er boðið upp á talsvert úrval af bensinsláttuvélum. Talsverður gæðamunur á sláttuvélum - kostir og gallar bensín- og rafmagnssláttuvéla DV kannaöi nýlega verð og gæði sláttuvéla á markaðinum. Verðmun- ur getur verið töluvert mikill. Við fyrstu sýn virðast vel útlítandi bens- ínvélar skipa sér í tvo verðflokka, annars vegar á bilinu 14-17 þúsund krónur en hins vegar á bilinu um það bil 25-32 þúsund krónur. Verðið get- ur þó baeði verið þama á milli og talsvert hærra. Munurinn á þessum flokkum felst aðallega í uppbyggingu vélanna. Þær sem eru dýrari endast betur án þess að þurfi að gera við þær. Uppbygging mótoranna er þó oftast' mjög svipuð í þessum verðflokkum - orkan er svipuö, um 3,5 hestöfl, en gæðamunurinn felst t.d. í því að hjólabúnaður er vandaðri á þeim dýrari - gjaman nælonblandað gúmmí í hjólum og góöur hæðar- stillibúnaður. Á þeim ódýrari em stundum plasthjól sem geta farið að gefa sig heldur fyrr en ella - á ódýr- ari tegundunum þarf að skrúfa hjólin af og á ef hæðarstilling fylgir þeim. Einnig er mikill munur á málm- uppbyggingu (boddíi) vélanna. Á þeim dýrari er slíkt t.d. úr þrykktu, völsuðu stáli eða steyptu, ryðfríu magnesíumáli og eru því vélamar léttari. Auk þess er munur á hand- föngum - oftast er einfalt prófíljám á ódýrari tegundunum en krómaö járn, sem hægt er aö leggja saman í geymslu, á dýrari tegundunum. Tvígengisvél og rafmagnstæki Sláttuvélar er líka hægt að fá með tvígengis- og fíórgengisvélum. Mun- urinn er sá að fíórgengisvélar ganga eingöngu fýrir bensíni og drepa því gjarnan á sér í halla. Slíkt getur eyði- lagt mótorinn strax. Tvígengisvélar hafa hins vegar olíublandaö bensín sem gerir það að verkum að vélin smyr sig betur með olíunni. Þær vél- ar er mjög heppilegt aö nota þar sem grasflötum hallar. Rafmagnssláttuvélar eru aflminni en bensínsláttuvélar. Algengt er að þær séu um 1,5 hestafla og um 1.100 vatta. Sláttubreiddin er líka minni en á bensínvélum, oftast um 30 cm. Vandamál við rafmagnsvélar er að snúran vill flækjast fyrir. Hins vegar eru þær hljóðlátari en hensínvélar og auöveldara er að ræsa þær - bara stinga í samband. Rafmagnssláttu- vélar henta best fyrir litla, staka bletti þar sem ekki er mikið gras. Algengt verð á rafmagnssláttuvélum erábilinu9-16þúsundkr. -ÓTT Fáanlegt í 15 litum Fæst í málningar- og byggingavöruverslunum um land allt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.