Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1989, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1989, Blaðsíða 13
MIÐVlKUDAGUR'íl! 1989. dv Gardar og gróður - vaxtarskilyrði og eiginleikar Garðahlynur Acer pseudoplatanus Fallegt stakstaett tré með breiða krónu, þarf frjóan, vel framræst- an jarðveg, miðlungsharðgerður. Fjalldrapi (ísl.) Betula nana Lágvaxinn runni, góður í steinhæðir. Birki (ilmbjörk, ísl.) Betula pubescens Harðgert vindþolið garðtré, þarf sól, mjög góð í limgerði og í þyrpingar. Skriðmispill Cotoneaster adpressus Jarðlægur smávaxinn runni, góður í steinhæðir, miðlungs- harðgerður, skuggaþolinn. Gljámispill Cotoneaster lucidus 1 -1,5 m, glansandi dökkgræn blöð, harðgerður og mjög góður í limgerði, fallegir rauðir haustlitir. Ggislasópur Cytisus purgans 60-80 cm, grænargreinar og gul ilmandi blóm íjúní-júlí, harð- gerður, þarf þurran sólríkan stað. Einir (ísl.) Juniperus communis Lágvaxinn, sígrænn nær jarðlægur, einnig til uppréttur, harð- gerður. Himalajaeinir Juniperus squamata ,May- eri' Hálfuppréttur, útsveigðar greinar, sígrænt bláleitt barr, nokkuð viðkvæmurfyrir vorfrostum, annars harðgerður. Fjallagullregn Laburnumalpinum 6-8 m, þarf sólríkan og opinn vaxtarstað, þurran jarðveg, gulir blómklasar í júní, allharðgert. Síberíulerki Larix sibirica Stórt barrtré, fellir nálar, fallegt garðtré, viðkvæmt fyrir seinum vorfrostum, annars harðgert, gulir haustlitir. Blátoppur Lonicera caerulea 1-1,5 m, Ijósgræn blöð og gul blóm á vorin, afar harðgerður og góður í limgerði, skuggaþolinn. Gultoppur Lonicera deflexiacalyx 1,5-4 m, stórvaxinn runni, gul blóm á vorin, mjög harðgerður og vindþolinn, saltþolinn. Blágreni Picea engelmannii Fallegt barrtré, blágrænt barr, vex frekar hægt, harðgert, hent- ugt garðtré. Sitkagreni Picea sitchensis Fyrirferðarmikið barrtré, harðgert. Stafafura Pinus contorta Umfangsmikið beinvaxið fagurgrænt barrtré, harðgert. Dvergfura Pinusmugo'Pumilio' Frekar smávaxinn hægvaxta greinóttur runni, harðgerður. Bergfura Pinusuncinata Beinvaxið greinótttré eða stórgerður runni, harðgerður. Alaskaösp Populustrichocarpa Hávaxið beinstofna tré, blaðstórt, ekki mjög vindþolið, víðast harðgert. Runnamura Potentilla fruticosa 1 -1,5 m, gul blóm mest allt sumarið, afar blómsæl, má nota í limgerði, harðgerð. Runnamura, lág Potentilla fruticosa 'Mic- rantha' . 60-100 cm, þéttvaxinn runni, sítrónugul blóm frá júlí, blóm- sæll og harðgerður, góður í steinhæðir eða í lág limgerði. Heggur Prunus Padus Margstofna tré eða stór runni, skuggaþolinn, allharðgerður, blómstrar hvitum blómklösum á góðum sumrum. Fjallarifs, Alparifs Ribesalpinum Góður í smágerð limgerði, hægvaxta, 1-1,5 m, skuggaþolinn, harðgerður. Rifs Ribessativum 'Röd Holl- andsk' Berjarunni, afar harðgerður um land allt, rauð ber, einnig góður í limgerði. Rauðblaðarós Rosa glauca Harðgerð, vindþolin með fallegt lauf, viðkvæm fyrir ryðsveppi sérstaklega sunnanlands og vestan, og ætti þess vegna ekki að nota í limgerði. Meyjarós Rosa moyesii 2-3 m, rauð einföld blóm í júlí, blómviljug, harðgerð, rauð ald- ináhaustin. Hansarós, garöa- rós Rosarugosa'Hansa' 1-1,5 m, stór rauðbleikfyllt blóm í júlí, afar harðgerð, vind- þolin, saltþolin, nothæf í limgerði, ilmsterk blóm. Alaskavíðir Salix alascensis Grófgert tré eða runni, hraðvaxta, falleg blöð með silfruðu neðra borði, notist í stórgerð limgerði eða stakstætt, harðgerður. Selja Salix caprea mas Fallegttré eða stór runni, mjög harðgerður, grá blöð og stofn, karlplöntur blómstra áberandi gulum reklum fyrir laufgun. Loðvíðir (ísl.) Salix lanata Lágvaxinn runni, grá loðin blöð, harðgerður. Loðvíðir Salix lanata mas Lágvaxinn runni, blágræn loðin blöð, sérstaklega fallegir gulir reklar á vorin, karlplöntur, harðgerður. Viðja, Dökkvíðir Salix nigricans var. borealis Hávaxið frekar gróft tré eða stór runni, harðgerður, notist í stór- gerð limgerði. Gljávíðir Salix pentandra Ljósgræn glansandi blöð, góður í limgerði, en þolir illa rakan jarðveg, er að mestu laus við lús miðlungsharðgerður. Tröllavíðir Salixsp. Stórvaxin mjög hraðvaxta grófur runni eða tré, afar harðgerður, í skjólbelti og stórgerð limgerði, áður kallaður brúnn Alaskavíðir. Brekkuvíðir Salixsp. Afar harðgerður, vindþolinn og saltþolinn, góður í limgerði, 1,5-2 m. llmreynir Sorbusaucuparia Hávaxið fallegt harðgert garðtré, þolir illa sjávarloft, hvítir blóm- sveipir í júní, rauð ber á haustin, gulir og rauðir haustlitir. Úlfareynir Sorbusx hostii Frekar lágvaxið, oft margstofna, harðgert lítið tré, bleik blóm í júní, rauð ber á haustin, góð í sultu, gulir haustlitir. Silfurreynir Sorbus intermedia Stórtgarðtré, hægvaxta, neðra borð blaða silfurlitað, harðgerður Birkikvistur Spiraea betulifolia . Ca. 1 m, þéttgreinóttur runni, hvít blóm í júlí, harðgerður, gul- ir og rauðir haustlitir. Loðkvistur Spiraea mollifolia Ca. 1 m, runni með útsveigðum greinum, gráloðin litil blöð, hvít blóm, mjög harðgerður, þolir vel þurran jarðveg. Síberíukvistur Spiraea trilobata 'Sibirica' 60-80 cm, hvít blóm, þéttur, harðgerður, blómsæll, góður í steinhæðir. Elinorsírena Syringa x prestoniae 'Elinor' 1,5-2 m, bleikir blómklasar í júní-júlí, hægvaxta, uppréttargrein- ar, harðgerður, mjög blómsæll. Álmur Ulmusglabra Seinvaxið stórt tré, þarf frjóan þurran jarðveg, skuggaþolinn, vindþolinn, má nota í limgerði, miðlungsharðgerður. Grensásvegi 13, sími 83577, 105 Rvk. Kr. 985,- fermetrinn Njóttu sumarsins sem best og fáöu þér grasteppi sem endist ár eftir ár. Tilvalið á svalirnar, veröndina, leikvöllinn, gufubaðiö, sundlaugar- bakkann, og hvar sem þér dettur í hug. Teppaland * Dúkaland Metsölu hjól Glæsilegt úrval reiöhjóla fyrir al la fjölskylduna. M.a.: Fjallahjól frá kr. 16.4?9,- 10 gíra hjól frá kr. 11.816,- Sterkir kraftmiklir gæðagripir. Metsölu- vélar Fjöldi tegunda r mismunandi stærðir og gerðir garða. M.a.: MURRAY 9-20201, 3,5 ha bensínmótor, 7" hjól, 51 sm sláttubreidd: Verð aðeins kr. 15.350,- Allt fyrir garóinn á einum stað: SLÁTTUVÉLAR fyrir allar stærðir garða. Vélorf ★ Raforf ★ Kantklippur ★ Hekkklippur ★ Traktorar ★ . . Einungis viðurkennd hágæðamerki: MURRAY, rrfZltíÓ.3^3^ ECHO, AL-KO o.fl. VISA og EURO-þjónusta. Póstsendum um land allt. Góð varahluta- og viðgerðarþjónusta. Sláttuvéla- & Hvellur Hjólamarkaður Smiðjuvegi 30, Kópavogi Simi 689699 og 688 658 0v Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16,108 Reykjavík - Sími 91-680 780

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.