Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1989, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1989, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1989. Garðar og gróður Við hvað á að miða þegar plöntur eru valdar, hvar á að setja þær og hvernig á að meðhöndla garðinn? Pétur N. Ólason hjá gróðrarstöðinni Mörk hefur áratuga reynslu af plöntuvali fyrir islenskar aðstæður. Hann varar við þvi að plöntur séu valdar eingöngu vegna fegurðar þeirra og vaxtarhraða - plöntur á að velja með tilliti til aðstæðna i hverjum garði fyrir sig. Á myndinni er Pétur í garðskálanum sinum og sýnir hvernig hann tínir vínber. DV-mynd Hanna „Tré hafa lengi veriö dálítið vandamál. Tijárækt á sér ekki langa sögu hér á landi og þar af leiðandi höfum við ekki svo mörg stór og gömul tré. Elstu trén eru einungis 70-80 ára gömul - silfur- reynir, álmur og hlynur og ein- staka víðitré. Þessi tré eru fá og það sýnir að lítið var plantað á árum áður. Fólk hafði ekki mikla trú á að þessar plöntur myndu vaxa að ráði. Það sést best á því að stór tré eru oft alveg upp við hús. En mönnum hættir til að gróður- setja of mikið af hávöxnum trjám. Of mörg grenitré, of margar aspir og of mikið af reynitijám. Trén geta orðið til vandræða. Ástæðan er sú að þau hafa ekki verið grisj- uð. Það verður að hugsa 30-40 ár fram í tímann þegar veriö er að gróðursetja tré sem verða stór eins og aspir, reynir, greni, lerki, hlyn- ur, álmur og silfurreynir. Ekki þó þannig að það eigi að planta þeim með sama millibili og þau þurfa eftir allan þennan tíma heldur að planta þeim þannig að hægt sé að grisja þau - taka annað hvert tré eða 2/3 af því sem fyrir var. Þá fáum við samfelldan gróður sem skýlir og kemur að fullum notum. í þann- ig tilfellum verður líka að nota sög- ina og gera það á réttum tíma. Ekki 10-20 árum of seint heldur þegar gróðurinn fer að ná saman.“ - Hvenær á að grisja aspir - þessa vinsælu og hraövöxnu tegund? „Yfirleitt þegar garðarnir eru orðnir tíu ára. Þá þarf aö huga að grisjun. i görðum, sem ekki hafa náð þeim aldri, er vel hægt að færa til tré. Eftir tíu ár fara líkur á því að flutningur tijáa heppnist með góðum árangri minnkandi. Annars er ég hættur að flytja tré í mínum garði - ég felh þau bara núna því að garðurinn er orðinn 19 ára gam- all.“ Vorinbesttil að gróðursetja - Hvenær á að gróðursetja? „Helst á að gróðursetja á vorin þegar plöntumar eru ennþá í hvild - þ.e.a.s. berróta plöntur. Plöntur með hnaus og þær sem eru í pottum getur maður í raun og veru gróður- sett hvenær sem er ef þær eru tekn- ar upp á réttum tíma. Því fyrr sem gróðursett er því fyrr kemur vöxt- urinn fram. Árangur og rótfesta verður betri fyrir veturinn. Annars er hægt að planta allt sumarið. Spumingin er bara í hvaða ástandi plöntumar eru. Ef þær em fuhlaufgaðar og enginn vöxtur í þeim er hægt að gróður- setja svo vel sé. Séu þær hins vegar þannig að þær hafi veriö teknar upp í byrjun maímánaðar og standa svo einhvers staðar geymd- ar þangað til í júh þá hefur rótfesta farið fram. Þá verður sjokkið of mikið þegar plantan er tekin upp aftur. Plöntur, sem við tökum upp hér snemma sumars, meðhöndlum við þannig að við færum þær sí- fellt til. Þanpig næst rótfestan ekki og við heftum vöxtinn. Reyndar höfum við hjónin oft plantað út á miðju sumri í skóg sem við ræktum fyrir austan fjall. Þar höfum viö t.a.m. ekki tíma til að planta fyrr en á miðju sumri - eftir miðjan júh og fram í ágúst. Við erum í rauninni að þessu aht sum- arið. Þama er meira að segja ekki aðstaða th að vökva. Þannig má segja að árangur náist líka með því að þverbrjóta allar ræktunarregl- ur.“ Aðalatriði aö plönt- ur séu í réttu ástandi - Er ekki raunin sú að garðeigend- ur gróðursetja jafnóðum og lóðin verður thbúin? „Algeng tilhneiging hjá fólki er að gróðursetja þegar hlýtt er í veðri og sumarið er komið. í nýjum görð- um er unnið yfir sumartímann og eigendur vhja planta niöur eftir því sem áfongum lýkur. Þetta er vissu- lega hægt. Fyrir 20 árum var tijá- plöntusölunni yfirleitt lokið í lok maí en í dag stendur garðvinna yfir aht sumarið. Aðalatriðið er að plönturnar séu í réttu ástandi þegar þær eru gróð- ursettar - sumar tegundir eru bet- ur th þess fallnar en aörar aö vera plantað út síðsumars. Það fer eftir tegundum, þær sem eru með hnaus standa betur að vígi. Viðja er ágæt- lega fahin th gróðursetningar síð- sumars, einnig víðitegundir og pottaplöntur. En hættan er alltaf á að þær þorni upp yfir vetrartím- ann. Þetta verður að hafa í huga. Sé hins vegar komið langt fram á sumar getur verið betra að bíða th næsta árs þvi að plöntur veröa að fá góða rótfestu fyrir veturinn." Hvað erég eiginlega að kaupa? - Hvert er ásigkomulag plantna þegar þær eru keyptar - sumar eru berróta, aðrar í pottum eða með poka utan um? „Áður fyrr voru allar plöntur annaðhvort berróta eða með hnaus. í dag er sölumátinn hins vegar breythegur. Stundum er þetta selt með eins konar búðarfyr- irkomulagi og þá í umbúðum - við- skiptavinurinn nær þá að taka „vörurnar" sjálfur. Fólk hefur ekki mjög aðgenghegar upplýsingar um þau atriði sem það þaif að vita enda erfitt aö sjá þau. T.d. er ekki hægt að sjá hvort planta hefur verið sett í pott fyrir viku eða lengri tíma. En garðeigendur eiga að Vera ófeimnir við að spyija ahra sþum- inga um hvað þeir fá og hvernig á að meðhöndla gróðurinn - aht um ásigkomulag, vökvim, staðsetn- ingu o.s.frv.“ Vökvun er sálrænt atriði fyrir suma en ekki gróðurinn - Hvernig á að haga gróðursetn- ingu og vökvun? Er það rétt að kalt „slönguvatn“ hafi slæm áhrif á gróður? „Sumir fara rangt að með því að þjappa gróðurmold of mikið við gróðursetningu.. Það á nefiúlega ekki að stappa moldina niður þó það eigi að stíga lauslega á hana - ekki stappa loftið úr jarðveginum. Jarðvegsbygginguna á að varð- veita. Hvað snertir vökvun þá á ekki að vökva loftiö og hitann úr jarð- veginum með því að setja of mikiö vatn. Of mikið af köldu vatni er til óþurftar - betra er að hafa volgt vatn.“ - Hvemig er volgt Gvendar- brunnavatn útbúið fyrir gróður- inn? „Vökvun tengist mikið sálarlífi fólks, svo að ég gerist nú háfleyg- ur. Margir elska að vökva og þaö hefur róandi áhrif á stressað fólk að standa úti með slönguna og gutla á gróðurinn. En það er ekki þar með sagt að plönturnar hafi gott af því að róa fólkið þar sem það stendur með ískalda bununa. Gvendarbrunnavatnið er 4ra gráða heitt og sem dæmi má nefna að vöxtur hættir oft við 6 gráður. Þess vegna kælir vatnið gróðurinn ef of oft og mikið er vökvað. Gott ráð við þessu er að verða sér úti um stórt ílát, t.d. tunnu, fylla hana af vatni og láta standa. Þá verður hitastig vatnsins á bhinu 10-20 gráður. Það gefur augaleið að slíkt er miklu betra fyrir gróðurinn. Með þessu móti sleppir maður slöngunni og notar garðkönnu í staðinn. -ÓTT Góður losunarútbúnaður við dreifingu á túnþökum. Leigjum út lipra mokstursvél til garðyrkjustarfa. Góð greiðslukjör. túnþökusala Gylfa Jónssonar, sími 656692 AI.IT TIL FÚAVARNA RR BYGGINGAVÖRUR HF SUÐURLANDSBRAUT 4. SÍMI 33331. Stærðir: Sólreitir/blómakassar: 3,15x3,76 m, kr. 52.300. 122x93 cm, kr. 8.120. 2,55x3,79 m, kr. 59.100. 2,55x3,17 m, kr. 89.480. Húsunum fylgir 3 mm gróðurhúsagler sem er innifal- ið í verðinu. Ýmsir fylgihlutir fyrirliggjandi: hillur, sjálfvirkir gluggaopnarar, borð, rafmagnshitablásarar (termo- statstýrðir) o.fl. o.fl. Sólreitirnir eru af nýrri gerð, með plastgleri (óbrjót- andi) og innbyggðum sjálfvirkum opnunar- og lok- unarbúnaði sem gengur fyrir sólarorkunni. Stærð 122x92x38 cm. Eden-garðhúsin eru nú fyrirliggjandi en við höfum yfir 20 ára reynslu í þjónustu við ræktunarfólk. Eng- in gróðurhús hafa náð sömu útbreiðslu hérlendis. Þau lengja ræktunartímann og tryggja árangur. Sem fyrr bjóðum við hagstætt verð ásamt frábærri hönnun Eden-álgróðurhúsa. Sterkbyggð og traust hús. Kynnisbækur sendar ókeypis Klif hf. Sími 23300 Grandagarði 13 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.