Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1989, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1989, Blaðsíða 4
i 20 STJÖRNUGRÓF18 - SÍIWÍI84288. Býður úrval garðplantna: Tré, limgerðisplöntur, Fjölærarplöntur og sumarblóm. Sendum um allt land. Sækið sumarið til okkar og flytjið það með ykkur heim. {§} GARDENA Allttil garðvinnslu „Og meira" \\\\u\\i\\iu\iwiM>4m\iiviiiwi\rt\)i\\u\vi\i«i\mtii\iiii\yiviii>iii\\\w\wii'iit\ui\in\ii\i\MmiíVíiuinmii(i (A Umboðsmenn um land allt Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16,108 Reykjavík - Sími 91-680 780 TB------- " J /í ' :x'í . V: /ái MIÐVIKUDAGUR 31. MAf 1989. Garðar og gróður_____________________________________dv Pétur N. Ólason í Mörk gefur ráðleggingar um garðrækt: velja eftir staðháttum - rætt um staðsetningu, áttir, birtu, endingu og fleira Garðar og gróður DV fékk Pétur N. Ólason, sem hefur áratuga reynslu af ræktun og meðferð plantna, til að gefa lesendum góðar ábendingar. Garðeigendur eru nú 1 óöaönn að undirbúa gróðursetn- ingu og plöntukaup. Pétur bendir fólki óspart á að velja plöntur mið- að við búsetu og aðstæður hvers og eins. Hann segir að ekki sé nóg að eiga sér óskategundir því að ekki er víst að slíkt passi í hvaöa garði sem er. Aðspurður sagði Pétur að mis- munandi sé hve miklar upplýsing- ar er hægt að fá hjá garðplöntu- stöðvum. „Hjá okkur er símaþjón- ustan um ráðleggingar sterkari miðað við þegar fólk kemur á stað- inn - þá þarf gjaman að leita þá uppi sem hafa þekkinguna. Sumt afgreiðslufólk er ófaglært en það er feiknalega duglegt að læra hvemig á aö gera hlutina. En það á fullkomlega rétt á sér að reyna að fá sem bestar ráðleggingar í gróðrarstöðvunum, lesa sér til um plöntur eða að fá hvorutveggja." Hvarbýrðu, vinur minn? - Hver em helstu áhersluatriði í plöntuvah fyrir garða? „Ef við byrjum á limgerði eða skjólbeltum þá skiptir miklu máh að vahð sé rétt. Mestu skiptir hvar fólk býr og hvemig veðuraðstæður em á hverjum staö. Veður er mjög óhagstætt og vindasamt í mörgum hverfum, t.d. í Breiðholti og Seláshverfi, jafnvel í Grafarvogi, Kópavogi og Garðabæ, í nýjum hverfum í Hafn- arfirði svo að ekki sé talað um á Suðumesjum, einnig í vesturbæn- um og á Seltjamamesi. Það sem skiptir mestu máh er að fólk velji sér limgerðisplöntur sem henta fyrir hverfið - aö fólk geri sér grein fyrir því að það er aö velja gróður sem skýhr öðrum gróðri. Val á plöntum á ekki að vera í samræmi við einhverjar óskil- greindar óskir því að þá verða garðeigendur oft fyrir vonbrigðum þegar fram í sækir. Það er mjög algengt að fólk velji tegundir vegna þess að þær séu fallegar eða að lús sæki ekki í þær eða bara af því að þær vaxa hratt. Þessi sjónarmið em ekki í samræmi við aöstæð- ur.“ Hvaða plöntur eru saltþolnar? „Það sem erfiöast er við að eiga er ræktim við sjávarsíðuna þar sem er saltfok. Þá er um frekar fáar tegundir að ræöa sem geta myndað skjól fyrir annan gróður. Helst em það brekku- og stranda- viðir, loðvíðir, sem reyndar er und- ir- eða raögróður, sírenur og sitka- greni er líka sæmilega saltþohð. Sitkagrenið þohr þó ekki vind og sól í ofanálag. Vestanáttin, sem hefur verið að undanfömu, gerir það að verkum að grenið gulnar eins og víða sést núna. Sumir halda að það sé eftir lús en það er eftir salt. Við sjávar- síðuna er lika hægt að láta skjól- veggi hjálpa sér við að skýla gróðri, sérstaklega þegar gróður er að koma upp. Skjólgróður getur verið ein tíu ár að vaxa upp. Þess vegna eiga bráðabirgðalausnir eins og girðingar með striga ekki beint vel við. En það er nú samt alltaf ódýr möguleiki. Hins vegar getur það átt vel við í Grafarvogi og Seláshverfi fyrstu 2-3 árin þegar gróður er að festa rætur. Skrúðgarðyrkjumenn hafa notað þessa lausn við ýmsa opinbera staði, t.d við dælustöð Hitaveitunnar." - Er þá aðalatriðið fyrir ykkur að vita hvar garðplöntukaupendur búa? „Já, þetta em fyrstu upplýsingar sem við verðum að fá. Ef maður tekur ekki mið af því þýðir ekkert að gefa ráðleggingar um plöntuval. Plöntumar verða að passa hverju sinni.“ Ending á við um gróður sem annað - Fyrir hverju þarf að gera sér grein í sambandi við skipulag plantna þegar vitneskjan um veð- urfarsaðstæður hggur fyrir? „Hvaða hugmynd gerir maður sér um plönturnar þegar þær em fuhvaxnar? Viltu stórvaxið lim- gerði? Þarf að skýla lóðinni allri? Viltu hafa lágvaxiö hekk einhvers staðar eða þarf að varðveita útsýni? Þessu þarf að huga aö næst. Hvaða vindátt ríkir og hvar ligg- ur garðurinn gagnvart húsinu? Margir segja að hjá sér ríki mikil vestanátt. En það kemur bara ekki að sök ef viðkomandi býr inni í landi. Ef austanátt ríkir hins vegar þarf meira og hærra skjól. Maður velur helst grófari tegundir austan- megin og þar sem vindálag er mest. Einnig verður að gæta að því að hmgerðisplöntur endist. Ending plantna er nefnilega mismunandi, burtséö frá öðmm eiginleikum. Víöitegundir endast t.d. yfirleitt styttra en aðrar. Því grófari sem víöitegundirnar em því styttra endast þær sem hmgerði. Birki endist hins vegar mjög vel. Þaö verður líka hátt og tígulega vaxið eins og viö sjáum hér í kring og heldur forminu. Svo em aftur á móti fingerðari tegundir sem endast vel. Þær er auðvelt að endumýja - khppa inn og lækka, t.d. fiallarifs, gljámispill og blátoppur." Takið tillit til skugga og átta - Hvernig eru plöntur valdar með tilliti til birtuskilyrða og átta? „Það er mismunandi hvað teg- undir þola mikinn skugga og það verður að taka tilht til þess. Einnig vil ég benda á að alaskavíðir og gljávíðir truflast mjög við að standa við götuljós - lífsstarfsemi þeirra ruglast. Birki þarf t.d. að fá bjartan stað - það þarf góða birtu og er ekki fallið til að vera undir trjám - sem undirgróður. Birkibeð verða hka helst að hggja frá norðri tíl suðurs - þá fá plönturnar jafna sól, morg- un- og síðdegissól frá vestri og austri og skýla líka öðram gróðri fyrir þeim vindáttum. Víðitegundir þola töluvert af skugga, t.d. þar sem hús eru nálægt hvert öðm. Þær verða sæmilega þéttar skuggamegin. Maöur má í rauninni setja víðitegundir á móti hvaða átt sem er. Aðrar tegundir verða sumar hverjar gisnar á móti norðri ef þær liggja í hnu frá austri til vesturs. Til þessa verður líka að taka tihit." - Hvaðategundirþolavelskugga? „Fíngerðar tegundir em margar hverjar nfiög skuggaþolnar, eins og blátoppur, alparifs (fiallarifs) - þær geta verið á mjög skuggsælum stöðum í smálimgerði og jafnvel í alvörahmgerði á litlu svæði, t.d. við noröurhlið húss. Mispill og gljávíðir em líka sæmhega skugga- þolnar tegundir. Þær má nota víða þar sem ekki er mikh birta. Þessar tegundir þétta sig mjög vel.“ íslendingarvilja hraðvaxnar plöntur - Hverjar eru algengustu spurn- ingarnar sem þið fáið frá garðeig- endum? „Það sem er efst í huga fólks er hvað plöntumar vaxa hratt. Fólk vih fá garðinn fullkominn strax. Eiginlega er þessi tilhneiging eðh- leg. Garðeigendur sækjast eftir hraðvöxnum tegundum og geta ekki beðið. En það helst oft í hend- ur að hraðvaxinn gróður endist stutt. Dæmi um þetta er t.d. alaska- víðir sem hefur verið vinsæh. Sú tegund er yfirleitt úr sér vaxin eftir 10-15 ár. Aha vega þarf oftast að gera einhverjar ráðstafanir með hann eftir þann tíma - limgeröið er þá orðið gróft, með svemm lurk- um og fínum greinum hefur fækk- að - það hefur vaxið úr sér. Það sem er hægt að gera ef fólk velur grófar tegundir í limgerði er að hægt er að klippa tegundimar að sumri til í staðinn fyrir á vorin. Ef plöntur eru klipptar þegar vöxt- ur er í sókn, t.d. í júlí, þá verða greinamar fínlegri með tímanum. Þannig er grófasti vöxturinn yfir- leitt klipptur af. Með því móti getur limgeröi enst lengur.“ Hvernig tré eru valin og flutt - Hvemig á að velja stór tré og hvað vilt þú segja um flutning á þeim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.