Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1989, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1989, Blaðsíða 10
26 ^MÐVIKUDAÖÚlí 3Í. MAÍ 1989. Garðar og gróður__________________dv Hellulögn eiga allir að ráða við Aö leggja hellur eða hlaða veggi er ekkert sérstaklega flókið verk og ekki þarf að nota mörg verkfæri til þess. Hins vegar krefst lögnin ná- kvæmni. Skrúðgarðyrkjumeistarar og ýmsir aðrir aðilar sjá um að leggja hellur við híbýli. Lóðareigendur eiga samt að geta séð um verkið sjálfir ef þeir hafa ekki efni á aðkeyptri vinnu - sérstaklega ef þeir fá leiðsögn fagmanna. Framboð af hellum og ýmiss konar skrautsteinum hefur aukist mjög á síðustu árum. Steinumun má raða saman á ýmsan hátt. Hins vegar benda landslagsarkitektar oftast á að efnisval eigi ekki að vera of fjöl- breytt. Einfaldleikinn svíkur sjaldn- ast. Hæðarmismun í görðum má einnig leysa með ýmiss konar hleðslustein- um og líka er hægt að fá tilbúna tröppusteina. Þar sem mikið mæðir á, t.d. við innkeyrslu, er heppilegt að nota annaðhvort þykkar hellur eða smáar. Svokallaðir I-steinar passa t.d. vel í þeim tilfellum. Um þessi Litill garður við hús þar sem ekki er áhugi fyrir grasflöt. Eigendur þessa reits eru hæstánægðir með varanlegan frágang sem ekki krefst viðhalds - aðalatriðið finnst þeim að geta dvalið úti þegar svo ber undir. atriði er mikilvægt að spyxja á sölu- stöðum. Gardsláttuvélin mm stLsa ma bi Rafeindakveikja tryggir örugga gangsetningu Hún slær út fyrir kanta og upp að vegg. Fyrirferðarlítil, létt og meðfærileg. 3.5 HP sjálfsmurð tvígengisvél. Auðveldar hæðarstillingar. Þú slærð betur með hlMiA í\} SÍMIí 681500 - ÁRMÚLA 11 GRÓÐURSKÁLINN- S9 Gróðurhúsaskálinn hentar vel við húsvegg. Byggt upp af ál-profílum 3 mm gróðurhúsagleri eða 4 mm tvöföldu yl- plasti. Stærð: 9,8 ferm. 383x254 cm. HAGSTÆTT VERÐ SINDRA/tlkSTALHF Pósthólf 880, Borgartúni 31, 105 Reykjavík, sími: 627222 Möguleikar á að gera aðkomu snyrtilega eru mjög margir. Hellur og ýmsir steinar henta vel þar sem skuggsælt er og gróður á erfitt upp- dráttar. Þannig er undirvinna fram- kvæmd Áður en hellur eru lagðar er sklpt um jarðveg. Mold og leir er fjarlægt sem nemur 40-50 cm á dýpt jarðvegs (dýpra í rakri mýrarmold). I staðinn er sett grúslag. Ofan á grúsina er svo sett 5-7 cm lag af fínum sandi. Sé sandlagið dýpra er hætta á að hell- urnar skríði til. Hins vegar má frost- frír jarðvegur gjaman vera á dálítið breiðara svæði en hellurnar sjálfar verða á. Sand og grús er hægt að útvega sér t.d. hjá vörubílastöðvum. Þegar efsta lagið hefur verið jafnað er það bleytt. Að því loknu á að þjappa vel, helst með vélþjöppu. Því næst eru línur strengdar í áætlaöri yfirborðshæð hellnanna. Að lokum er endanleg sandhæð miðuð við helluþykktina. Séu hellurnar 7 cm á þykkt á sandlag að vera jafnlangt frá línunni. Þegar hér er komið sögu er undirvinnu að mestu lokið. Ekki þarf mörg verkfæri Línur og hælar, réttskeið, hallamái og 2-3 hol járnrör (3 m löng henta vel) er allt og sumt sem þarf af verk- fæmm. Reyndar getur gúmmíhamar einnig komið að góðu gagni. Þegar línurnar hafa verið strengd- ar og sandur er nokkum veginn kominn í rétta hæð kemur að því að járnrörin eru lögð í sandinn. Sé verið að leggja á breiðum fleti er gott að nota þrjú rör. Á eins til tveggja metra breiðum gangstíg er nóg að nota að- eins tvö rör. Miilibilið er stillt í sam- ræmi viö lengd réttskeiðarinnar og rörin á aö grafa niður í rétta sand- hæð. Sandurinn er svo jafnaður ná- kvæmlega með réttskeiðinni sem er dregin eftir rörunum. Haliinn er mældur með því að leggja hallamálið ofan á réttskeiðina. Rörin era svo færð jafnóðum og sandi sáldrað í för- in eftir þau. Aðalatriðið í þessu sambandi, þeg- ar verið er að mæla út fyrir sléttu yfirborði, er að miða við línurnar sem hafa verið strengdar. Línur á líka að strengja við húsveggi því að þeir eru sjaldnast alveg beinir. Ef um slíkt er að ræða er best að halda sig bara við línuna - hún svíkur ekki. Myndist svo smábil á milli veggs og hellnanna er sementsblönduðum Lögn á að byrja þar sem þægilegast er að athafna sig og án þess að miða skurð á hellum við einstaka staði. Ef fiöturinn hallar er honum skipt niður í beina reiti og línur strengdar þvert á flötinn til að skipta niður. Snjóbræðslukerfi er aðeins einn liður í hellulögn - sama undirvinnan Viðbótarkostnaður vegna varma- lagnar, þegar verið er að leggja hell- ur, steypa eða malbika, er ekki mik- ill. Efniskostnaður fyrir hvern fer- metra af hitalögn nemur um 300 krónum. Til samanburðar má geta þess aö fermetraverð á algengum hellutegundum er um 1.100-1.200 krónur. Snjóbræðslukerfi á að tii- kynna til viðkomandi hitaveitu Meginkostir hitalagna em tveir: Annars vegar að afrennslisvatn úr hitalögn húsa dugar oftast fyrir snjó- bræðslukerfin, það verður enginn aukahitakostnaður - hins vegar að sé á annað borð verið að leggja hellur eða steypa þá fellur hitalögnin vel inn í slíkar framkvæmdir. Við hellu- lögn þarf hvort sem er að skipta um jarðveg og slétta grúslag sem sandur kemur ofan á. Hitalögnin á að koma beint á slétta grúsina og sandurinn kemur síðan ofan á eins og vera ber. Þess vegna er varmalögnin aðeins hluti og tiltölulega fljótlegur liöur í hellulögn. Af því leiöir að algengt er og reyndar nauðsynlegt að hellu- lagningar- og hitalagningaraðilar haíi með sér samstarf. Framkvæmd orðin auðveldari Rörin em lögð á slétt grúsyfirborð- ið, 12-13 cm frá áætlaðri yfirborðs- hæð hellnanna. Mörgum reynist er- fitt aö hemja rörin, sérstaklega í beygjum. En við því er það ráð að veita heitu vatni í gegnum þau (í pakkningunni) til að gera þau þjálli. Til að létta verkið enn frekar er svo hægt að nota ný festingarefni sem em komin á markaðinn. Þau eru fest við undirlagið með 7 tommu nöglum. Festinguna er hægt aö stilla eftir þörfum. Á milli hitaröranna eiga að vera 25 cm - framrás og bakrás heita- vatnsins eiga að liggja hlið við hlið til að tryggja jafnan hita. Þetta skýr- ist þannig að byijað er á framrás (rörinu sem kemur út úr húsi) og það lagt í jafnmörg U og þarf, með 75 cm millibili. Síðan er sama leið farin til baka (bakrás). Þegar því er lokið em allar leiðslurnar með um það bil 25 cm millibiii. Tilkynningarskylda og upplýsingar um orkumöguleika „Frá okkar bæjardyrum séð á að tilkynna allar breytingar sem verða á hitalögnum híbýla," sagöi Hreinn Frímannsson, yfirverkfræöingur hjá Hitaveitu Reykjavíkur, í samtali við DV. Svo mun einnig vera í öömm byggðarlögum þar sem hitaveita er. „Minn boðskapur er hins vegar sá að það eigi að reyna eins og kostur er að láta afrennslisvatnið duga. Ástæðan er sú að ef eittvað fer úr- skeiðis í hitakerfi hússins, t.d. of mikið rennsli í ofnum, þá er hætt við að það uppgötvist ekki þegar um er að ræða aukauppblöndun á vatni vegna snjóbræðslukerfis. Það hefur gerst að menn hafi komið til okkar með óeðlilega háa orkureikninga. En það er mikið atriði að öll aukatæki vegna þessa séu góð og það verður að fá fagmann til þess að tengja þau,“ sagði Hreinn. Samkvæmt heimildum DV mun verð á vinnu og efni pípulagninga- manns vegna tenginga á snjó- bræðslukerfi vera á bilinu 10-20 þús- und krónur. Söluaðilar, pípulagn- ingamenn og aðilar frá hitaveitum gefa húseigendum upplýsingar um tilhögun við útreikninga á orkuþörf og möguleikum vegna snjóbræðslu- kerfa. -ÓTT Efniskostnaður viö hvern fermetra af varmalögn er um 300 krónur. Verð efnis með vinnu fagmanna er á bilinu 450-600 krónur. Til samanburðar er verð á algengum hellutegundum um 1.150 krónur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.