Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1989, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1989, Blaðsíða 6
22 MIÐVIKUDAGUK .31. MAÍ 1989. Garðar og gróður Borgar sig ekki að hafa blómin of þétt Nú er rétti tíminn til að gróður- setja sumarblóm og fjölærar plöntur. Oftast er miðað við að óhætt sé að gróðursetja þessar plöntur um mán- aðamótin maí/júní því þá er nokkuð víst að frost kemur ekki aftur. En hvaða plöntur eiga best við hveiju sinni? Þeirri spumingu verður sjálf- sagt best svarað af faglæröu fólki hjá gróðrastöðvunum - þar sem plönt- umar em keyptar. Svo rækt verði sem best verður aö taka tillit til skjóls og birtu. Einnig er verður að huga að ástandi jarðvegs. 4-5 plöntur á hvem lengdarmetra Ingibjörg Sigmundsdóttir sem rek- ur samnefnda garðyrkjustöð í Hveragerði segir að við innkaup á sumarblómum megi gjaman miða við að setja 4-5 plöntur á hvern lengdarmetra. „Það borgar sig ekki að hafa blómin of þétt. Best er að leyfa þeim að breiða úr sér,“ segir hún. Sumarblóm á líka að velja með tilliti til hve mikið mæðir á þeim. Hávaxnar plöntur eiga t.d. ekki að vera í miklum vindi og blómin eru líka misharðger. - Hvað er það helsta sem á að taka tillit til þegar fjölærar plöntur em keyptar? „Þær á að velja eftir því hvemig beðin era. Þar sem steinhæðir eru er best að gróðursetja lágvaxnar plöntur. Að öðra leyti á að miða við hve mikill skuggi og birta eru á hverjum stað. Stundum kemur fólk - tími sumarblómanna er kominn gei % með riss af beðum í garðinum sínum - við ráðleggjum oft út frá slíku.“ - Hve djúpt á að gróðursetja sumar- blóm og fjölærar plöntur? „Þessar plöntur era yfirleitt rækt- aðar í pottum og það er ágætt að miða við að efri brúnin á hnausnum fari um 1 sentímetra niður í beðið - rétt niður fyrir yfirborð. í flestum tilfellum má miða við þessa reglu. Einnig er ágætt að skoða ástand jarð- vegsins og setja kalk og áburð í nýja mold. Annars er mjög mismunandi í hvernig ástandi jarðvegurinn er í görðum. -ÓTT Ingibjörg Sigmundsdóttir, Hveragerði, segir að margir teikni upp beðin í garðinum og útfrá því sé hægtáð ráðleggja um plöntuval. S Rétti tíminn er núna: Áður en farið er í sumarblómaleiðangur - nokkrar staðreyndir um algengustu tegundir Um þessar mundir er heppilegasti tíminn til að gróðursetja sumarblóm. Hjá gróðrarstöðvum era yfirleitt til um 40-50 tegundir. Fjöldi afbrigða gerir úrvahð enn meira. DV fékk Jóhann Diego Amórsson skrúögarö- yrkjumeistara til að taka saman al- gengustu tegundir sumarblóma og lýsa eiginleikum þeirra. Áður en haldið er í innkaupaferð er gott að hafa þessi atriði í huga. - Langalgengasta tegund sumar- blóma er stjúpa (viola vittrockiana). Hún verður 15-20 cm á hæð og ht- brigði era nær ótakmörkuö. Stjúpur era ýmist með einn hreinan ht, tví- eða þrhitar. Þessi tegund er afar harðger og má því snemma byija á að gróðursetja hana. Hún er með okkar bestu sumarblómum. - Fjóla (viola comuta) er náskyld stjúpu en hefur smærri blóm. Hún verður um 15 cm há. Fjóla er jafn- harðger og stjúpa og hefur einnig mörg htbrigði. - Skrautnál (alyssum maritimum) er frekar ný tegund á íslandi og hef- ur ásamt fylltum nellikum náð vin- sældum hér. Skrautnál er fínleg jurt - oftast notuð sem kantblóm. Hún verður 10 cm há, hefur ýmist hvít, bleik eða blá blóm og er mjög harð- ger. - Brúðarauga (lobelia erinus) er 10 cm há og er notuð sem kantblóm. Þessi tegund blómgast með bláum blómum um mitt sumar. Hún er gjaman notuð sem hengiblóm og hentar mjög vel í svalakassa. - Ljónsmunnur (antirrhinum maj- us) er til í mörgum afbrigðum og ht- Svona líta algengustu sumarblómin út í dag. Nokkur eiga eftir aö blómstra. Hér á síöunni er sagt trá því hve stór þau verða, hvernig þau lita út í fullum skrúða og eiginleikum er lýst. í fremri röðinni eru, f.v.: salvia, fjóla, brúðarauga, apablóm, morgunfrú (svipar til túnfífils), bláhnoða og silfurkamb- ur (blómstrar ekki). í aftari röðinni standa: tóbakshorn, gulleit stjúpa, Ijónsmunnur (fær hvít eða rauðleit, varalaga blóm), rauðleit stjúpa, dalía, hádegisblóm (fær falleg rauðgul blóm) og kornblóm sem á eftir að blómstra mörgum bláum blómum. DV-mynd GVA um. Eins og nafnið bendir th minnir blómið á ljónskjaft. Þetta blóm verð- ur 20-40 cm hátt. Ljónsmunnur þarf hlýjan og sólríkan vaxtarstað. - Fagurfífill (behs pereunis) er harðger tegrmd. Hann springur út meö hvítum eða rauðbleikum blóm- um og nær 15-20 cm hæð. - Morgunfrú (calendula officina- lis) hefur gul eða rauðgul, fyllt blóm. Hún blómgast um mitt sumar og stendur oft í blóma fram á vetur - er því haröger. - Kornblóm (centaurea cyanus) hefur grá og loöin blöð en blómstrar skærbláum blómum. Kornblóm er harðger tegund og verður 15-20 cm hátt. - Silfurkambur (cineraria mari- tima) nær 30 cm hæð. Hann þykir sérstakur fyrir hin marggreindu silf- ur- eða hvítloðnu blöð. Þessi harð- gera planta er oftast notuð í kanta. - Ilmskúfur/levkoj (matthiola in- cana) er til í blönduöum litum og er hentugur til afskurðar. Eins og nafn- ið gefur til kynna gefur hann þægi- legan ilm frá sér í garðinum. Plantan verður 30-40 cm há og hefur einföld fyht blóm. - Hádegisbóm (mosembryanthem- um crimifolium) þykir sérstakt fyrir „neonskær" litbrigði. Þessi tegund blómstrar aðeins í sól en lokar bló- munum þess á milli. Hádegisblóm er harðgert og verður 10 cm hátt. - Apablóm (mimulus cupreus) verður 25 cm hátt. Það blómstrar í rauðum eða gulum litum og er harð- gert. - Tóbakshorn (petunia hybrida) verður 30 cm hátt. Þessi tegund er til í mörgum afbrigðum og litum. Tó- bakshorn krefst mikils skjóls og yls frá sól. - Sumardalía (dahlia variabilis) er myndarlegt blóm sem nær 30-40 cm hæð. Þessi tegund er þekkt fyrir stór bióm. - Salvía (salvia splendeus) nær um 30 cm hæð og hefur hárauðan blómskúf. Þessi tegund þarf gott skjól og hlýju. - Bláhnoða (ageratum houstonian- um - „blue angel") verður 15-20 cm há með fylltum bláum blómum. Hún er frekar viðkvæm og þarf skjól og hlýju. -ÓTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.