Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1989, Page 21
MIÐVIKUDAGUR .14, JÚNÍ.1989.
«39
Akureyri
Hreinn við futlbúið línuspil i vinnusal fyrirtækisins. DV-mynd gk
„Verst að sjá á eftir
- segir Hreinn Elliðason hjá Hafspili hf.
Gylfi Kristjánson, DV, Akuieyii
„Mér þykir það verst af öllu í þess-
um þrengingum að þurfa að sjá á
eftir mönnum á atvinnuleysisskrá,
mönnum sem eru orðnir þaulvanir í
þessari framleiðslu og hafa unnið við
hana lengi. Það er allt annað en
skemmtilegt að þurfa að segja slíkum
mönnum upp störfum vegna þess
hvemig ástandið er og menn sem
stjóma í þessu þjóðfélagi ættu að fara
að gera sér grein fyrir þvi að við leys-
um ekki vandamálin með því að setja
menn endalaust á atvinnuleysis-
skrá,“ segir Hreinn Elliðason, einn
af eigendum og framkvæmdastjóri
Hafspils hf. á Akureyri.
Hafspil hóf starfsemi undir því
nafni árið 1985 og fyrirtækið fram-
leiðir vökvadrifm tæki fyrir báta og
fiskiskip. í því sambandi má nefna
netaspil, línuspil, netadragara,
bakstroffuspil, löndunarspil, gilsa-
spil, dælustöðvar og borðstokksrúll-
ur svo fátt eitt sé nefnt af framleiðslu
fyrirtækisins. Eins og gefur að skiija
eru það útgerðarmenn sem em við-
skiptavinir fyrirtækisins, og erfið-
leikar Hafspils í dag endurspegla ein-
imgis þá erfiðleika sem útgerðin býr
við.
Þegar DV leit við hjá Hafspili í
Fjölnisgötunni á Akureyri var frem-
ur rólegt í fyrirtækinu, fáir menn að
störfum, enda framleiðslá ei í fullum
gangi. Þetta er ólíkt því sem lengst
af hefur verið, þegar flest var unnu
Hreinn ' Elliðason við veggspjald
með sýnishornum af framleiðslu
Hafspils.
DV-mynd gk
10-12 manns hjá Hafspili og höfðu
nóg að gera en í dag eru starfsmenn
fiórir talsins.
„Þaö má segja að það sé um eitt ár
síðan vart fór að verða við samdrátt
í þessu. Haustvertíðin gaf hins vegar
fyrirheit um að sá samdráttur yrði
ekki meiri en 20-25% og við það mið-
uðum við okkar framleiðslu í vetur.
Svo kom í ljós að þessi samdráttur
reyndist mun meiri og afleiðingin
fyrir okkur er sú að við sitjum uppi
með mikið af framleiðslu sem við
getum ekki losnað við, eigum allar
tegundir af okkar framleiðsluvörum
á lager og í þessu liggja mikil verð-
mæti. Þá hefur það ekki verið til að
bæta ástandið að margir viöskiptaað-
ila okkar hafa átt í miklum greiðslu-
erfiðleikum og það hefur einnig kom-
ið illa við okkur. Það er ekki það að
þessir menn vilji ekki borga, það er
bara þannig búið að þeim að þeir
geta það ekki.
Ég hafði trú á því aö það myndi
eitthvað verða gert fyrir þennan
undirstöðuatvinnuveg okkar, að
málin yrðu ekki látin þróast þannig
að allt færi til andskotans. Mér finnst
því furðulegt að útgerðinni skuh ekki
hafa verið komið til hjálpar því við
vinnum okkur ekki út úr vandanum
með því að senda menn heim á at-
vinnuleysisbætur," segir Hreinn og
er greinilega ekki ánægður með
ástandiö sem vonlegt er.
Áður en við kveðjum göngum við
um fyrirtækið með Hreini. Víða í
húsakynnum Hafspils eru fullbúnar
framleiðsluvörur fyrirtækisins, línu-
spil, netadragarar og fleira og fleira,
tUbúin tæki fyrir sjávarútveginn sem
seljast ekki vegna þess hvemig búið
að að útgerðinni. Það vantar ekki
þörfina fyrir þessi tæki en útgerðin
hefur ekki peninga til að kaupa þau-
Heldur þú að það fari að rofa eitt-
hvað til í þessum málum, Hreinn?
„Ég verð að hafa trú á því að það
gerist. Þótt þessi samdráttur sé fyrir
hendi þá er flotinn á veiðum og þessi
spil og það sem við framleiðum fyrir
bátana gengur úr sér. Um leið og
ástandið lagast munum við selja
þessa vöru. Það breytir hins vegar
ekki þvi að mörg útgerðarfyrirtæki
eru komin það neðarlega í dag að þó
að það komi góð vertíð dugar það
skammt, en þetta hlýtur að lagast
áður en langt um líður,“ sagði
Hreinn.
skómir með riflás
og reimum
Stærðir 24-34
Verð kr. 1.990,-
ÚTILÍFj
GLÆSIBÆ Simi 82922.
Betri, einfaldari og öruggari leiö til ávöxtunar sparifjár er vand-
fundin Háir grunnvextir og verötryggingarákvæöi tryggjá góöa
ávöxtun. Aö auki koma afturvirkar vaxtahækkanir eftir 16 og 24
mánuöi. Samt er innstæöa
Kjörbókar alltaf laus.
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
...kjörin leið til sparnaðar
er Kj örbók Landsbankans