Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1989, Page 24
HJOLABRETTI
4.170,-
KR
Bolir m/myndum
Buxur frá
„Vision Street“.
Jakkar frá
,,ETNICS“.
GLÆSIBÆ Simi 82922
MIÐVIKUDAGUR 14.
vc ;
1989.
Akureyri
Sr. Pálmi Matthíasson, sóknarprestur í Glerárprestakalli:
„Vissulega erfitt að
skilja viö svo gott fólk"
- en hann flytur sig senn til Bústaðasóknar í Reykjavík
Gyffi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Viltu ekki koma viö hjá mér
eftir hádegið, ég verö sennilega
úti við að slá blettinn," sagði sr.
Pálmi Matthíasson, sóknarpestur
í Glerárprestakalli á Akureyri,
er DV fór þess á leit við Pálma
að fá að hitta hann smástund.
Tilefnið var ekki síst það að á
næstunni munu Pálmi og fjöl-
skylda hans halda til Reykjavík-
ur, en þar tekur hann við stöðu
sóknarprests í Bústaðasókn af
Ólafi Skúlasyni sem verður næsti
biskup íslands.
Pálmi var á fleygiferð með hríf-
una er okkur bar að en við tyllt-
um okkur samt niður smástund.
Pálmi var fyrst spurður að því
hvenær hann héldi suður.
„Ég reikna með að taka við í
Bústaðakirkju 16. júlí í sumar.
Þá mun ég kveðja söfnuöinn í
Grímsey 2. júlí og söfnuðinn hér
á Akureyri 9. júlí,“ segir Pálmi,
en hann tók við starfinu í Glerár-
prestakalli 1. janúar 1982.
„Það má segja að þegar ég tók
viö héma hafi lítið verið um að-
stöðu hér nema í Glerárskóla.
Flestir sunnudagar byijuðu á því
að bera stóla þar svo hægt væri
að halda messu. Þannig var þetta
þar til nemendur í skólanum tóku
sig til og fóru að aðstoða við þetta,
nemendur í 9. bekk gerðu þetta
og fengu í staðinn litla greiðslu
sem rann í ferðasjóð þeirra. Það
var mikill léttir að fá þessa að-
stoð, en mér fannst fyrst eftir að
kirkjan var tekin í notkun að lítiö
væri aö gera á sunnudagsmorgn-
um, engir stólar aö bera.“
Mjöggott
fólkhér
- Hefur ekki átt sér stað mikil
breyting hér í sókninni á þessum
árum sem þú hefur verið hér,
mikil fjölgun fólks t.d.?
„Fjöldinn hér í sókninni hefur
ekki alveg tvöfaldast en nærri
þvi. Það er mjög gott fólk sem býr
hér, mikið ungt fólk og hresst,
Pálmi Matthíasson „í heyskap" á lóðinni heima hjá sér. í baksýn má m.a. sjá Glerárkirkju.
DV-mynd gk
vandræðalítið og mér finnst það
hafa tekiö mér sem presti afskap-
lega vel. Það er vissulega erfitt
aö skilja við svo gott fólk, en ég
hef alltaf haft þá skoðun að í
þessu starfi sem öðrum eigi menn
að skipta um, ekki vera of lengi
á sama stað. Það hendir okkur
vissulega öll að staðna á einn eða
annan hátt og nýir vendir sópa
best. Ég treysti því og vona aö sá
sem tekur hér við haldi áfram því
uppbyggingarstarfi sem hér er
hafið, en það er vissulega margt
eftir.“
„Brá óneitanlega
fyrst'
- Hvemig varð þér við þegar
sóknamefnd Bústaðasóknar kall-
aðiþigtilstarfa?
„Eg verð að játa það að mér brá
óneitanlega fyrst. Ég hafði verið
spurður að því hvort ég myndi
hugsanlega sækja um og ég hafði
innst inni gert það upp viö mig
að gera það ekki. Síðan gerðist
það að ég var kallaður til starfa
og ég stóð frammi fyrir því að
þurfa að taka ákvörðun með
skömmum fyrirvara."
- Hvemig leggst svo í þig að fara
og taka við þessu nýja starfi?
„Ég missi margt af því sem er
mér afskaplega kært hér á Akur-
eyri, en mér er það fullljóst að
það hlýtur eitthvað að koma í
staðinn þótt ég viti ekki nákvæm-
lega í dag hvað það verður. Það
er gott fólk í Bústaðasókn sem ég
þekki eftir að hafa starfað þar um
skeið, ég var kirkjuvörður þama
um hríð og vann einnig við bama-
og unghngastarf. Ég þekki því
þónokkuð af fólki þarna og á
þama góða og trausta vini. Það
sem ég þekki til Bústaðakirkju
og starfsins þar veitir mér þá
vissu að það verður ærið starf þó
ekki sé nema að halda sjó í því
mikla starfi sem Ólafur Skúlason
hefur unnið þar í gegnum tíðina.
Að sjálfsögðu geta orðið ein-
hverjar áherslubreytingar þegar
nýr maður kemur til starfa en í
stómm atriðum held ég að þama
sé allt í farsælum farvegi hjá Ól-
afi. Allt þetta starf hlýtur að vera
mótað í samvinnu við ágæta
sóknamefnd sem þarna er og það
verða engar byltingar þótt ég
komi til starfa.“
Grímsey er
útvörðurinn
Pálmi ræðir um ýmislegt sem
er á döfinni í Glerársókn, frágang
Glerárkirkju að utan og áfram-
hald vinnu þar innandyra. Hann
ræðir einnig um geysilegt sjálf-
boðastarf sem fólk hefur unnið
við kirkjubygginguna. Síðan
ræðir hann um Grímsey sem
fylgir Glerárprestakalli.
„Grímsey er útvörðurinn í
þessu prestakalli og mér hefur
oft fundist eins og rós í hnappa-
gatið að hafa fengið að þjóna þar,
fá að koma þar út og fá að kynn-
ast því lífi sem þar er. Margir
halda að lífið þar sé allt öðruvísi
en lífið hér á fastalandinu en svo
er í rauninni ekki. Þama er dug-
legt og drífandi fólk sem vinnur
íjarska mikið, en það er sterktrú-
að og hugsar vel um sína kirkju.
Það er notalegt að fá að koma og
þjóna þar.“
Formaður ÍBA ‘
- Nú varst þú nýkjörinn formað-
ur íþróttabandalags Akureyrar
þegar þú varst kallaður til starfa
og þú ákvaðst að halda suður?
„Já, þaö var nú eitt sem angr-
aði mig mjög, því ég horfði mjög
bjartsýnn á það starf. Mér fannst
mjög notalegt að fá að njóta þess
trausts og ábyrgðar að takast
þetta starf á hendur, enda var þá
ekkert inni í myndinni að fara
héðan. Ég hafði hugsað mér að
takast á við þetta starf og finnst
það einmitt gott að kirkjan kom-
ist í nánari tengsl við þá fjölda-
hreyfingu og unglingahreyfingu
sem íþróttahreyfingin er. Það
hefur stundum verið talað um að
á milli þessara aðila sé hnútu-
kast, m.a. vegna þess að íþrótta-
viðburðir em oft á messutíma,
en ég held að þaö sé fyrst og
fremst vegna þess að menn hafa
ekki talað saman. Þessir aðilar
eiga svo fjarska margt sameigin-
legt og ég sá mér leik á borði að
geta látið gott af mér leiða bæði
fyrir kirkju og íþróttahreyfing-
una með því að tengjast þar á
milii,“sagðiPálmi.