Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1989, Qupperneq 4
4
FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1989.
Fréttir
Hagvirki fékk frest til 14. júlí:
Líklegt er að leita verði
eftir úrskurði Hæstaréttar
Steingrimur Hermannsson forsætisráðherra er hér umkringdur starfsmönnum Hagvirkis en skömmu síðar sagði
hann starfsmönnunum að hann ætlaði að leggja hugmyndir sínar um lausn fyrir fjármáiaráðherra.
Stærsta verktakafyrirtæki lands-
ins, Hagvirki hf., Jiefur fengið frest
til 14. júlí í söluskattsdeilu þeirri sem
fyrirtækið hefur átt í viö fjármála-
ráðherra. Þá á að liggja fyrir niður-
staða frá Ríkisskattanefnd varðandi
söluskattsmál fyrirtækisins.
Óvíst er hins vegar að málinu ljúki
þá því hver sem niðurstaðan verður
hjá Ríkisskattanefnd geta báðir aðil-
ar skotið málinu til dómstóla eftir
hana. Má fastlega gera ráð fyrir því
að málið hafni hjá Hæstarétti.
í bili hefur verið samþykkt vopna-
hlé vegna þess að ekki reyndist vera
pólitísk samstaða til að láta kné
fylgja kviði. Fjármálaráðherra ein-
angraðist í málinu eftir að ljóst var
að stöðvun Hagvirkis myndi skaða
opinberar framkvæmdir.
Deiluefnið snýst um söluskatt af
virkjanaframkvæmdum á vegum
Hagvirkis á Þjórsársvæðinu. Það er
því sýslumaðurinn í Rangárvalla-
sýslu sem sér um að innheimta þessa
skuld sem var staðfest eftir úrskurð
og kröfu skattstjóra Suðurlandsum-
dæmis 1987. Krafan er vegna véla-
vinnu við virkjanaframkvæmdir frá
1981 til 1985.
í upphafi var krafan upp á 36 millj-
ónir króna en er orðin 153 milljónir
vegna dráttavaxta og kostnaðar.
Málið hefur að sjálfsögðu verið aö
velkjast um í kerfinu og hefur verið
lengi til meðferðar hjá Ríkisskatta-
nefnd. Það er reyndar í annað skipti
sem deilan kemur þangaö.
Formaður Ríkisskattanefndar,
Gunnar Jóhannsson lögfræðingur,
hefur hins vegar neitað því aö málið
hafl verið óelilega lengi þar til með-
ferðar og hefur bent á að ríkisskatt-
sfjóri þurfi langan tíma til að afla
gagna í deilum sem þessari. Ríkis-
skattanefnd fái því ekki gögn í flókn-
ari deilumálum fyrr en seint og um
síðir.
Sýslumaöur þeirra Rangæinga,
Friðjón Guðröðarson, er ekki sam-
mála þessu og hefur lýst þvi yfir að
Ríkisskattanefnd hreyfist með hætti
fomaldardýra. Krafa sú sem sett hef-
ur verið fram um ákveðna dagsetn-
ingu á niðurstöðu Ríkisskattanefnd-
ar er einnig hægt að líta á sem
áminningu til nefndarinnar.
Skatturinn átti að vera
inni í tilboðinu
Helstu rök þeirra Hagvirkismanna
eru þau að þeir geti ekki greitt sölu-
skatt sem aldrei hafi verið innheimt-
ur. Þessir peningar sem um ræðir
hafi aldrei verið í þeirra höndum.
Með öðrum orðum, þeir hafi ekki
tekið frá ríkinu (ef hægt er að líta á
Landsvirkjun sem hluta þess) til að
greiða því aftur í formi söluskatts.
Forráðamenn Landsvirkjunar eru
ekki sammála þessari skilgreiningu
og telja fyrirtæki þau sem fyrir þá
vinna ábyrg fyrir öllum sköttum:
„í öllum okkar útboðum förum viö
fram á það aö verktakinn setji inn í
sín tilboð alla þá skatta sem tilskildir
eru. Ef þeir hafa aðra túlkun á því
Fréttaljós:
Sigurður M. Jónsson
hvað eigi að greiða í söluskatt þá er
það ekki okkar mál,“ sagði Jóhann
Már Maríusson, aðstoðarforstjóri
Landsvirkjunar.
Það er því ljóst að Landsvirkjun
mun ekki samþykkja nokkra kröfu
frá Hagvirki fyrir þessum söluskatti
ef fyrirtækinu verður gert að greiða
hann. Þeir menn sem DV hefur haft
samband við telja ólíklegt að fyrir-
tækið geti krafið Landsvirkjun um
nokkuð af upphæðinni ef svo skyldi
fara að það þyrfti að greiða hana.
Rök þeirra Hagvirkismanna í deil-
unni eru þau að samkvæmt 7. grein
söluskattslaganna frá 1960 sé:
„Vinna við húsbyggingar og aðra
mannvirkjagerð...“ undanþegin
söluskatti. Embætti ríkisskattstjóra
telur hins vegar að þessi undanþága
nái ekki til vélavinnu og hafi skattur
af slíkri þjónustu verið innheimtur
síðan lögin voru sett. Því til árétting-
ar hafi verið sett reglugerð árið 1982
sem taki af öll tvímæli um þetta mál.
Hagvirkismenn vilja ekki sam-
þykkja að reglugerðin eigi aö ráða í
þessu máli og þar við situr.
Voru tilboð Hagvirkis
óeðlilega lág?
En þá hlýtur að vakna sú spuming
hvort tilboð Hagvirkis hafi ekki verið
svo lág sem raun ber vitni einfaldlega
af því að þeir hafi sleppt því að reikna
söluskatt inn í sín verk? Því hafa
aðrir verktakar haldið fram.
Þessu neitar Jóhann G. Bergþórs-
son, forstjóri Hagvirkis. Hann segir
að útilokaö sé að mismunur á tilboð-
um Hagvirkis og annarra tilboðs-
gjafa skýrist með söluskattinum.
Hann játaði hins vegar að allt of mik-
ið hefði verið borið á ruglingi í þess-
um málum.
„Menn hafa verið sammála um að
allt of mikil hringavitleysa hafi verið
í þessum málum og það þyrfti að fá
úr því skorið hvemig á að reikna
söluskatt inn í þannig að allir sætu
við sama borð. Við útboð við Blöndu
lögðum við til í bréfi til Landsvirkj-
unar að söluskattur væri undanskil-
inn.“
Gamlar syndir frá Hraunvirki
Málefni Hraunvirkis hf. komu upp
á yfirboðið í þessum málum enda í
eigu sömu aðila og Hagvirkis. Fyrir-
tækið er enn til en hefur veriö leyst
undir fyrirtæki sem heitir Hagtala. Á
Hraunvirki er skráð söluskattsskuld
upp á 16.724.195 krónur. Það er upp-
hæðin í dag með áföllnum dráttar-
vöxtum. Þetta er hin raunverulega
skuld í dag. Þegar skuldin varð til
1983 var hún upp á 3.264.225 krónur.
Þó að mál Hraunvirkja hafi farið
til Hæstaréttar þá hefur aldrei komið
nein niöurstaða í því vegna þess aö
Hæstiréttur vísaði málinu frá vegna
ófullkomins málatilbúnings.
Málið er því komið aftur til Ríkis-
skattanefndar og er reyndar búið að
vera þar lengi. Ef og þegar greiða
verður skuld Hraunvirkis þá má
gera ráð fyrir því að það hafi áhrif á
afkomu Hagvirkis, svo nátengd em
þessi fyrirtæki.
-SMJ
I dag mælir Dagfari
Góður fjármálaráðherra
Ólafur Ragnar hefur miskunnaö
sig yfir Hagvirki. Hann hefur
ákveðið að leyfa fyrirtækinu að
opna aftur skrifstofumar hjá sér
og ætiar að halda að sér höndum í
tvær vikur. Þá lokar hann afhu-.
Nema auövitað að Hagvirki komi
með tékk upp á eitt hundrað og
fimmtíu milljónir. Þá mun hann
hugsa málið upp á nýtt og ekki loka
fyrr en hann hefur fundið ein-
hveija aðra skuld sem hægt er að
rukka. Ólafi er nefnilega illa við
það að fyrirtæki greiði ekki skuldir
sínar. Hann vill að menn standi við
sitt og hafi skikk á sínu heimili -
líka þeir hjá ríkisstofnunum. Það
fá allir á baukinn sem skila ekki
tekjuafgangi. Það má ekki sjást í
mínus í ríkisbókhaldinu.
Einhver illkvittinn lesandi í DV
fór að skrifa og spyijast fyrir um
það hvort ekki ætti að taka fjár-
málaráðherra sömu tökum og aðra
þá sem væm í mínus í rekstrinum.
Lesandinn átti þá við stöðu ríkis-
sjóðs sem stöðugt er í halla eftir
að Ólafúr Ragnar hafði lofað að
skila tekjuafgangi. Þetta er kvik-
indisleg athugasemd hjá lesandan-
um því Ólafur á auðvitað enga sök
á því þótt ríkisbúskapurinn sé í
tapi. Það er fólkinu í landinu að
kenna, öllum þeim sem heimta
hærri laun hjá ríkinu og forstjór-
unum öllum sem fara ekki eftir
fyrirmælum og svo vitaskuld hin-
um ráðherrunum sem eyða og eyða
án þess aö fjármálaráðherrann fái
rönd við reist. Ólafur er þeirrar
skoðunar að eitt eigi yfir aUa að
ganga og samkvæmt því ætti hann
aö láta reka aðra ráðherra úr ríkis-
stjórninni fyrir bruöl.
Af hveiju lokar Ólafur ekki hjá
landbúnaðarráðuneytinu þegar
niöurgreiðslur og útflutningsbæt-
ur era komnar langt fram úr því
sem ríkissjóður hefur efni á? Hvers
vegna lætur Ólafur ekki loka
menntamálaráðuneytinu hjá Sva-
vari sem fer endalaust fram úr íjár-
lögum? Þaö veröur eitt yfir alla aö
ganga og þessir ráðherrar og marg-
ir fleiri verða að reiða fram tékka
ef þeir ætia að halda sjoppunni
gangandi.
Nei, það er ekki Ólafi að kenna
hvemig komið er fyrir ríkissjóði.
Það sitja óvinir í öllum homum og
hafa af honum fé og Ólafur sér
enga aðra lausn á þessum fjár-
hagsvanda ríkissjóðs en aö leggja
nýja skatta á þjóðina til aö hún
geti staðið undir útgjöldunum. Sök
Hagvirkis og um leiö glópska fyrir-
tækisins var einfaldlega sú að
leggja ekki söluskatt á ríkið þegar
Hagvirki bauð í verk hjá því. Þenn-
an söluskatt vill Ólafur fá og það
jafnvel þótt hann hafi hvprki verið
lagður á né innheimtur. Ólafur vill
að skattar séu lagðir á ríkið svo
ríkið geti borgað skatta til að inn-
heimta þá aftur hjá þeim sem leggja
þá á. Ólafur hefur sýnt fram á að
auknir skattar em eina forsenda
fyrir því að rekstur geti gengið,
jafnvel þótt sami aðili borgi skatt-
inn til að innheimta hann aftur.
Ef debit og kredit standast á er allt
í fínu lagi. í því er fjármálapólitík
Ólafs Ragnars fólgin. Þvi meira
sem þjóðin eyðir því hærri skatta
þarf að leggja á þjóöina. Þetta er
einfóld og augljós regla.
Hagvirki þarf aö muna þettu
næst. Ef Hagyirki leggur ekki skatt
á ríkið lokar Ólafur aftur, því hann
vill að ríkið borgi skatt til að geta
innheimt hann aftur. Fyrirtæki,
sem em svo vitlaus að reikna ekki
með þvi að ríkið þurfi að færa
skattpeningana úr hægri vasanum
í vinstri vasann, eiga ekki skilið að
lifa. Fjármálaráðherra er á móti
svoleiðis fyrirtækjum. Haun kem-
ur þeim fyrir kattamef. Til þess er
hann í pólitík og til þess er Ólafur
Ragnar orðinn fjármálaráðherra
að útrýma óæskilegum fyrirtækj-
um. Nógu margir fjármálaráðherr-
ar og heilar ríkisstjómir hafa setið
hér að völdum án þess að amast
við atvinnustarfsemi, þótt Ólafur
fari ekki að feta í fótspor þeirra.
Ef fyrirtækin græða og eiga pen-
inga eiga þau að borga tekjuskatt.
Ef þau tapa eða rétt slefa eiga þau
að borga söluskatt - líka þegar þau
hafa ekki innheimt söluskattinn.
Aðalatriðið er að menn borgi skatt-
ana. Öðmvísi getur ríkissjóður
ekki lifaö. Það er miklu meira um
vert aö ríkissjóður lifi heldur en
atvinnufyrirtækin. Ríkissjóður
verður að skila tekjuafgangi og það
gerir hann ekki nema með því að
leggja niður fyrirtæki sem ekki
rukka ríkissjóð um skatta sem rík-
issjóður getur rukkað til baka.
Dagfari