Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1989, Qupperneq 15
FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1989.
15
Batnandi mönnum er
best að lifa
Ég lét að því liggja hér í einum
pistli fyrir stuttu að enginn grein-
armunur væri á athöfnum núver-
andi fjármálaráðherra og fyrir-
rennara hans. Það skal viðurkennt
hér og nú að þetta hefur ekki reynst
rétt. Síðustu daga hefur Ólafur
Ragnar sýnt það í verki að hann
vinnur öðruvísi og það er af hinu
góða. Hann hefur m.a. tekið tillit
til óska launþegahreyfingarinnar
um að lækka,verðlag á brýnustu
nauðsynjavörum sem almenning-
ur kemst ekki af án þess að kaupa
og hefur gefið fyrirheit um að fram-
hald verði þar á.
Allirskulu
vera jafnir
Framganga fjármálaráðherra
varðandi innheimtu söluskatts-
skulda er líka þess eðhs að allir sem
lögum vilja lúta í þjóöfélaginu
hljóta að viðurkenna að hér er
þannig að verki staðið að til fyrir-
myndar er. Einhvers staðar stend-
ur að allir skuh vera jafnir gagn-
vart lögum og þau einkunnarorð
hefur íjármálaráðherra gert að sín-
um og það kann almenningur vel
að meta.
Það fer ekki framhjá neinum í
þessu þjóðfélagi að fólk ætlast til
þess að núverandi stjóm - félags-
hyggju og jafnréttis - sé öðmvísi
en aðrar, ríkisstjórnir sem áður
Kjallarmn
Karvel Pálmason,
alþingismaður
hafa setið að völdum. Það þýðir að
miklar kröfur eru gerðar til þeirra
sem nú sitja í ráðherrastólunum.
Þessar kröfur beinast allar að ein-
um endapunkti, þ.e. að þeir stjórni
í anda þeirra afla sem hafa að leið-
arljósi jafnrétti og réttlæti. Þ.e. að
launþegar finni fyrir því að fuhtrú-
ar þeirra sitji í ríkisstjóm íslands
í dag.
Ráðherrarnir alhr með tölu eru
sprottnir úr þeim jarðvegi að þeim
á að vera það ofurauðvelt að móta
hér samfélag þar sem velferð ahra
þegnanna sé tryggð. Hættan hggur
einungis í því að hinir sömu ráð-
herrar einangrist í pappírsvinnu
ráðuneytanna og missi þar af leiö-
andi öll tengsl við hinn almenna
launþega í landinu. Að hlusta á
fólkið og setja sig inn í þankagang
þess verður ávaht að vera aðalvið-
fangsefni þeirra sem vahst hafa til
þjónustu og forystu í ráðuneytun-
um, síðan að vinna af réttsýni og
drengskap þannig að fólk finni að
í stólum ráðherra sitji þeir menn
sem hafi þrótt og þor tíl þess að
gera rétt.
Sagan af
hárskerameistara
Sú saga er sögð af hárskerameist-
ara á Isafirði að þegar unghngar
komu til snyrtingar á stofu hans á
tímum kreppunnar vissi þessi
ágæti maður aUtaf hvemig ástand-
ið var á heimUum unghnganna.
Margir áttu nánast enga peninga
tU að greiða fyrir þann lúxus að
ganga sæmUega tU fara, þ.e. snyrtir
til höfuðsins. En meistarinn þekkti
sitt fólk og oft á tíðum lét hann
unghnga frá efnaminni heimilum
ekkert greiða fyrir khppinguna.
Hann fór leynt með þennan gjörn-
ing sinn því þetta vissu ekki aðrir
en þeir sem nutu. Að starfsdegi
loknum fór þessi sami maður út á
meðal verkamanna og efldi þá á
aUa lund við að byggja upp verka-
lýðsfélagið og þjappa þeim saman
til þess að bæta hag sinn. í dag em
að vísu aðrir tímar en þökk sé þeim
sem brautina ruddu. Þeir sem nú
halda um stómvölinn á íslandi era
arftakar þeirra manna sem lyftu
Grettistaki hvað viðkemur bættum
lífskjörum í landinu. Þetta veit
hinn almenni launamaður. Því era
kröfumar miklar sem gerðar eru:
Fjármálaráðherra er á réttu róh
hvað varðar aUa athöfn sem á sér
stað frá hendi fjármálaráðuneytis-
ins. Nú er einungis nauðsynlegt að
framhaldið sé í samræmi við það
sem á undan er gengið. Réttlætið
og siðgæðisvitundin sé leiðarljósið.
Banki á silfurfati
Með framanskráð í huga eru það
þó mikU vonbrigði ef satt reynist
að bankamálaráðherra hafi nú
hina síðustu daga afhent einn
banka í eigu landsmanna tíl nokk-
urra einstaklinga fyrir verð sem
er í engu samræmi við raunveru-
leikann. Því verður vart trúað að
eignum þjóðfélagsins sé þannig
varið að þær séu seldar á einhverju
útsöluverði. Hér hlýtur að vera
eitthvað málum blandið. Óhugnan-
legt var að lesa það í Morgunblað-
inu nýveriö að einn bankastjórinn
var að hæla viðskiptaráðherra fyr-
ir að færa nokkram mönnum á silf-
urfati heilan banka - banka sem
við eigum öll sameiginlega. Þetta
getur varla veið ruanveruleikinn
og krefst nánari skýringa. Jafnaö-
armenn vinna ekki þann veg sem
bankastjórinn greindi frá. Það boð-
ar aldrei gott þegar stjórnarand-
stæðingar fara að lofsyngja stjórn-
völd. Því er farið fram á þaö að
viöskiptaráðherra geri hreint fyrir
sínum dyram.
Karvel Pálmason
„Ráðherrarnir allir með tölu eru
sprottnir úr þeim jarðvegi að þeim á
að vera það ofurauðvelt að móta hér
samfélag þar sem velferð þegnanna sé
tryggð.“
Eru aldraðir annars flokks
sjúklingar í þessu landi?
Nýlega las ég athyghsverða grein
undir fyrirsögninni „Hjúkranar-
vandi aldraðra". Undir greinina
skrifa 11 hjúkranar- og félagsráð-
gjafar sem vinna að málefnum
aldraðra.
í stuttri en áhrifaríkri grein lýsa
þeir því neyðarástandi sem skapast
þegar senda á heim sjúklinga af
öldranardeildum vegna lokunar
þeirra. Fólk, sem á engan hátt er
fært um að vera annars staðar en
þar sem það fær sólarhringshjúkr-
un og umönnun, er sent heim.
í greininni segir m.a. frá manni
á níræðisaldri sem sendur er heim
til veikrar eiginkonu sem er 88 ára
gömul, niræð kona í hjólastól þarf
að fara heim til sjötugrar dóttur
sinnar. Þetta eru aðeins tvö dæmi
af ótal mörgum sem unnt er að til-
greina og sýna hve alvarlegt
ástandið er.
Þórir Guðbergsson, félagsráð-
gjafi hjá elhmáladeild Reykjavík-
urborgar, sagði nýlega í útvarps-
þætti að um 150 manns, sem teljast
til bráðaforgangshóps, biðu eftir að
komast á hjúkrunarheimih.
Um 80 manns bætast í sumar við
þennan hóp, þ.e. þeir sem sendir
eru heim vegnælokunar öldrunar-
deilda Borgarspítala, Hátúns og
fleiri sjúkrahúsa. í fréttum sjón-
varps vár ennfremur sagt frá því
að lokað yrði fyrir flestar hvíldar-
innlagnir og endurhæfingu yfir
sumarið.
Það er alvarlegt mál að loka fyrir
endurhæfingu og hvíldarinnlagnir
og síst af öhu spamaður. Slík þjón-
usta gerir mörgum öldruðum kleift
að búa miklu lengur heima en ann-
ars væri. Þannig sparast mikhr
ijármunir auk þess sem sá háttur
er mun mannúðlegri en sá háttur
sem haíður hefur verið á í þessu
efni. Ennfremur hjálpar þessi þjón-
Kjallarinn
1 k.
Margrét Sæmundsdóttir,
fulltrúi Kvennalistans i
Reykjavík í byggingarnefnd
fyrir aldraða
usta ættingjum sem búa með öldr-
uðum. Hrædd er ég um að þarna
sé verið að spara eyrinn en kasta
krónunni.
Vantar hjúkrunarheimili?
Það er augljóst að margt af því
gamla fólki, sem verið er að út-
skrifa í sumar og þeir sem bíða
ennþá heima eftir að komast á
sjúkrahús, gætu verið á öldrunar-
deildum og á hjúkrunarheimilum
ef rétt væri að málum staðið. Heil
hæð bíður tilbúin að taka á móti
25-30 öldraðum á hjúkrunarheim-
ilinu Skjóh en fæst ekki opnuð
vegna „sparnaðar" í heilbrigðis-
kerfinu. Svipaða sögu er að segja
um B-álmu Borgarspítalans. Þar er
heil hæð sem aðeins vantar herslu-
mun á að klára og 27 rúm af 54 á
öldrunarlækningadeild verða ekki
nýtt í samfeht 13 vikur.
Hvemig stendur á þessum ósköp-
um spyrja aðstandendur, fæst ekk-
ert starfsfólk? Nei, það er ekki
ástæöan. Það er ekki mannekla
sem veldur því að verið er aö senda
fólk heim og dehdir standa hálf-
tómar í langan tíma, jafnvel til ára-
•móta.
Það er skilningsleysi þeirra sem
fólkið í landinu treystir fyrir fjör-
eggi sinu. Ríkisstjórnin ákveður að
spara og það er þarna sem hún
heldur að best sé að gera það.
Af hverju kemur sparnaðurinn
einmitt niður á þessum hópi?
Er það vegna þess að sú kynslóð,
sem nú er öldruð, hefur ahst upp
við nægjusemi og hlédrægni, kann
ekki við að kvarta? Eða er það
vegna þess að þetta fólk hefur ekki
þrek tíl þess að láta th sín heyra?
Hvað er til ráða?
Fyrst við sitjum uppi með ríkis-
stjóm sem í era shkar hðleskjur
að þær finna engin önnur úrræði
í efnahagsmálum en að loka
sjúkradehdum og senda veikt og
aldrað fólk út á guð og gaddinn, á
borgarstjóm Reykjavíkur að sýna
þann manndóm að veita fé th rekst-
urs B-álmu Borgarspítalans og
Skjóls þannig að hægt sé aö nota
þessar stofnanir eins og rað er fyr-
ir gert. Það er dýrt aö reka sjúkra-
stofnanir með hálfum afköstum.
Kaþólsku systurnar
í nýlokinni páfaheimsókn vora
landsmenn minntir á það mikla
starf sem St: Jósepssystur og St.
Fransiskussystur hafa unnið fyrir
íslendinga.
Ekki hlupu systumar, sem á sín-
um tíma byggðu og ráku þrjú
sjúkrahús, th ríkisvaldsins í hvert
sinn sem taka þurfti til hendinni.
Þær leystu sín mál sjálfar. Systurn-
ar eiga það skhið að þeir sem halda
áfram því starfi, sem þær byggðu
upp í þessu landi, standi sig.
Systurnar hefðu ekki látið það
viðgangast, þegar þær vora upp á
sitt besta, aö láta stórhýsi eins og
B-álmuna standa hálíkláraða áram
saman vegna þess að ekki fást fjár-
munir frá ríkinu th þess að ljúka
því sem þarf. Þær hefðu aldrei fjár-
fest svo hla. Það gengur ekki að
byggja hús sem ekki er hægt aö
reka. Reykjavíkurborg hefur þegar
lagt fram sinn skerf th þessara
bygginga en þar sem ríkisvaldið
stendur ekki við að leggja fram þá
fjármuni sem því ber svo ljúka
megi byggingarframkvæmdum
verður Reykjavíkurborg að taka th
sinna ráða.
Reykjavíkurborg er rík borg sem
getur leyst hjúkrunarvanda aldr-
aðra með sóma ef hún bara vhl. (Ég
get nefnt mörg dæmi um óþarfari
fjárfestingu en þessar, sem borgin
stendur að, þótt því sé sleppt hér.)
Það er ekki hægt að sætta sig við
að B-álma Borgarspítalans og
hjúkrunarheimhið Skjól standi
hálfnotuð öhu lengur. Þegar neyð
gamals fólks er slík aö á annað
hundrað aldraðir bíða eftir að kom-
ast á hjúkranarheimili í Reykjavík
einni.
Vandinn ekki leystur
Þrátt fyrir mikla uppbyggingu í
öldrunarmálum hefur vandi þeirra
sem veikastir eru ekki verið leyst-
ur. Það aldraða fólk, sem þarf
hjúkrun og eftirlit á heimilum sín-
um, fær ekki næga aðstoð. Góð
heimaþjónusta, hjúkrun og heimil-
ishjálp getur hjálpað öldruðum til
þess að búa heima hjá sér í stað
þess að fara á stofnanir. Margt gott
hefur verið gert í þjónustu við aldr-
aöa, því ipá ekki gleyma. En betur
má ef duga skal. Við verðum að
gera því gamla fólki, sem vhl og
getur búið heima hjá sér, kleift að
vera þar eins lengi og hægt er.
Th þess að svo megi verða þarf
aö stórauka heimhisþjónustuna.
Fyrst og fremst þarf að leggja
aukna áherslu á að færa þjón-
ustuna heim th hinna öldraðu en
ekki öfugt eins og nú er. Óskir og
þarfir einstaklingsins eiga að vera
í fyrirrúmi.
Eg tek svo að lokum undir með
Guðrúnu Agnarsdóttur sem segir í
nýlegri grein um lokanir á sjúkra-
deildum: Þær skyndilokanir, sem
nú er verið að framkvæina á
sjúkrahúsum th að ná 4% sparnaði
á launakostnaði, hafa þegar valdið
og munu valda bæöi sjúkhngum
og öldruðu fólki sáram vanda. Þær
munu einnig auka veralega álag á
starfsfólk. Akvarðanir um shkar
lokanir verður að endurskoða með
mannúðarsjónarmið að leiðarljósi.
Margrét Sæmundsdóttir.
„Það er ekki hægt að sætta sig við að
B-álmu Borgarspítalans og hjúkrunar-
heimilið Skjól standi hálfnotuð öllu
lengur.“